Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 27

Morgunblaðið - 15.10.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 27 AÐSENDAR GREINAR Allianz á íslandi FYRIR meira en 100 árum var Allianz V ersicherungs-AG stofnað, nánar tiltekið 1889. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Allianz orðið eitt af stærstu tryggingafyr- irtækjum heimsins með skráðar iðgjalda- tekjur 70,5 milljarða þýskra marka árið 1995. Allianz hefur lagt mesta áherslu á tryggingar og fjár- festingar í sínum við- skiptum og með þeirri skýru stefnu hefur Allianz náð þeim árangri að starfa í 55 þjóðlöndum, þar með taldar mikilvægustu við- skiptamiðstöðvar heimsins. Með fjárfestingum fyrir meira en 260 milljarða þýskra marka hefur All- ianz byggt upp traustan efnahags- grundvöll fyrir starfsemi sína. Með þeim árangri að vöxtur fyrirtækis- ins hefur verið að meðaltali 10% á ári frá 1991. Samsetning fyrirtækisins er ein- föld að gerð: Öll fyrirtæki Allianz í heiminum eru undir stjórn Allianz Holding AG. í Þýskalandi skiptast viðskipin í þijú svið: Eigna-, líf- tryggingar og heilsutryggingar. 50% af iðgjaldatekjum koma frá eignatryggingum, meira en 73 kemur frá líftryggingum og restin kemur frá heilsutryggingum sem Vereinte Krankenversicherungs- AG er með, sem Allianz AG hefur nýlega keypt. Við hjá Allianz erum sérstaklega stoltir af markaðsvirði fyrirtækis- ins, aðallega vegna þess að það undirstrikar virði hluthafa í fyrir- tækinu: Það er ekkert annað fyrir- tæki á markaði í Þýskalandi sem hefur hærra markaðsvirði en All- ianz. Með 62,8 milijarða þýskra marka að markaðsvirði er Allianz stærst allra fyrirtækja í hluthafa- eign í Þýskalandi og má þar nefna stórfyrir- tæki sem allir þekkja á íslandi eins og Siemens (DM 44,3 milljarðar) eða Daimler-Benz (DM 43,2 milljarðar). Með þetta í huga er ljóst að meira en þriðjungur af öllum hlutabréfum All- ianz er í eigu banka. í grundvaliaratrið- um er saga Allianz saga velgengni og eru ástæðurnar augljósar. 1. Vörur Állianz hafa alltaf verið seldar í gegnum mjög vel skipulagt kerfi sam- tengdra umboðsmanna. 2. Stöðugar nýjungar í vöru og þjónustu hefur skapað framboð sem hentar hverjum og einum. Skoðum þessi tvö atriði betur. 1. Samtengdir umboðsmenn Hægt er að selja tryggingar á margvíslegan hátt. Má þar nefna sölu í gegnum miðlara og banka, annex sala, sölu til vina og fjöl- skyldu og bein sala, allir þessir þættir eru nýttir í Þýskalandi en þessar aðferðir eru frábrugðnar söluaðferðum tengdra umboðs- manna. Á meðan sjálfstætt starf- andi umboðsmenn selja einungis tryggingar eins fyrirtækis þá bjóða miðlarar í flestum tilvikum trygg- ingar margra fyrirtækja. Sala í bönkum þýðir það einfaldlega að bæði banka- og tryggingavörur eru seldar út úr útibúum bankanna. Annex sala er það kallað þegar sala fer fram til dæmis í gegnum bílasala, ferðaskrifstofur og svo framvegis. Sala í gegnum vini og vandamenn er oftar en ekki tíma- bundin sala og eingöngu sölu- mennska en innifelur ekki ráðgjaf- arþjónustu. í flestum tilfellum er sala í gegnum síma, með pósti eða með öðrum jiætti án persónulegrar ráðgjafar. í Þýskalandi eru tveir þriðju allra trygginga seldar í gegnum umboðsmenn. Vegna þeirra miklu þekkingar, aðgengis og áreiðanleika leggja viðskipta- vinir allt traust sitt á þá. í flestum tilvikum myndast persónuleg tengsl, sem tryggja viðskiptavinin- um það að hann hagnast ávallt á þekkingu umboðsmannsins, skjót- virkri afgreiðslu og öruggri trygg- ingavernd. Vegna þessa hefur Allianz ein- beitt sér að þessari tegund sölu. Allianz liefur byggt upp þróaðasta sölukerfi á þýska tryggingamark- aðinum, með yfir 10.000 Ailianz- skrifstofur og 25.000 verktaka. Góð þjálfun, beinlínutengd þjón- usta á ölium söluskrifstofum, nú- tíma tækni og stöðug þróun gerir það að verkum að Allianz mun áfram vera leiðandi á þessu sviði í framtíðinni. Þegar Allianz sölu- umboð ehf. hóf starfsemi sína, var ákveðið að nota hér kerfi sam- tengdra umboðsmanna. Við viljum tryggja að gæði þjónustunnar sem ríkt hefur í Þýskalandi verði og viðhaldið á íslandi. Það er vitað mál að árangur er undir þeim kom- ið sem stjórna, og því er það sann- færing okkar, að með því að velja Atla Eðvaldsson og Guðjón Krist- bergsson ásamt starfsliði þeirra höfum við lagt góðan grundvöll fyrir starfsemi á Islandi. 2. Nýjungar á íslandi Þar til í byijun tíunda áratugar- ins gáfu reglugerðir þýskum trygg- ingafyrirtækjum iítið svigrúm til vöruþróunar. Þessar reglugerðir tryggðu þó að allar tryggingar höfðu áður farið í gegnum strangt gæðaeftirlit hjá tryggingayfirvöld- Hans Hermann Miiller um. Fyrsta tryggingin sem Allianz bauð upp á árið 1889 var slysa- trygging, sem er mjög frábrugðin þeirri tryggingu sem nú er boðið upp á. Til gamans má geta, að þetta er einnig fyrsta trygging sem Allianz seldi til London 1893. Það var örugglega engin tilviljun, því vernd gegn fjárhagslegum afleið- ingum siysa hefur ávallt verið mikilvæg. Ef einstaklingur verður öryrki til frambúðar í kjölfar slyss, eru bætur okkar til tryggingataka fleiri hundruð þúsunda þýskra marka. Þar með er öryrkja tryggt að hann þarf ekki að hafa fjár- hagsáhyggjur. Ef um mikla örorku er að ræða bíður Allianz trygginga- tökum aukna tryggingavernd með því að borga fjórfaldar örorkubæt- ur. Til dæmis í stað þess að fá 150.000 þýsk mörk fær trygginga- takinn fjórfalda þá upphæð, eða 600.000 þýsk mörk miðað við fulla örorku. Slíka tryggingavernd er hægt að fá fyrir tæplega 50 þýsk mörk á mánuði. Aðrar tegundir bóta tryggja að tryggingataki hjá Allianz njóti góðs af tryggingunni, jafnvel þó um stutta dvöl á sjúkra- húsi sé að ræða. Þessi tegund af slysatryggingu hefur verið í boði hjá Allianz söluumboði frá 1. jan- úar 1997 og hafa móttökur farið fram ú okkar vonum, sem sýnir, að ákvörðun okkar var rétt. I ná- inni framtíð verða fleiri nýjungar kynntar. Reynslan hefur sýnt okkur, að gæði þjónustunnar er ekki síður mikilvæg en gæði vörunnar, sem boðið er upp á. 3. Nýjungar: Uppsetning fullkomins tölvubúnaðar á íslandi AUianz hefur ávallt lagt á það áherslu við sín sölu- og markaðs- störf að nýting nýrrar tækni og beinlínutengdrar þjónustu sé ávallt í fyrirrúmi. Hver umboðsskrifstofa Allianz í Þýskalandi er beinlínu- tengd við höfuðstöðvarnar, hver umboðsskrifstofa hefur fullkominn tölvubúnað, þar á meðal ferðatölv- ur, svo að fulltrúar Allianz geti Reynslan hefur sýnt okkur, segir Hans Her- mann Miiller, að gæði þjónustu er ekki síður mikilvæg en gæði vöru, sem boðið er upp á. veitt viðskiptavinum fullkomna þjónustu jafnvel á heimili viðskipta- vinarins. Virði slíkrar þjónustu er síst ofmetið í ljósi þeirra síbreyti- legu og misjöfnu þarfa sem hver viðskiptavinur hefur. Vegna þess að allir þurfa að hugsa fyrir efri árum, og tryggja sér, jafnt sem ættingjum, nægjanlegt öryggi í tíma. Að sjálfsögðu vill enginn borga fyrir tryggingar sem hann hefur ekki þörf fyrir vegna þess einfaldlega að það er óþarfa kostn- aður. Hér á íslandi er búið að taka í notkun þennan tölvubúnað svo veita megi viðskiptavinum okkar á íslandi eins góða þjónustu og mögulegt er. Með því að nýta okk- ur beinlínutengingu við höfuð- stöðvarnar getur umboðsskrifstof- an fengið upplýsingar um stöðu viðskiptavina strax og svarað öll- um þörfum viðskiptavina okkar um leið. Þar sem sölumenn Allianz söluumboðs eru allir með ferðat- ölvu, geta þeir sett upp áætlanir samkvæmt ósk viðskiptavina hvar sem þeim hentar. Að okkar mati er þessari fjárfestingu vel varið, þar sem við teljum hana lykilinn að því að veita hágæða þjónustu og ráðgjöf í framtíðinni á íslandi. í lokin vil ég segja það að við- skiptavinir okkar á Islandi geta nýtt sér 100 ára reynslu Allianz sem eins besta og reyndasta tryggingafélags á alþjóðlegum tryggingamarkaði. Hjá okkur er þeirra framtíð og ör- yggi í góðum höndum. Höfundur er stjórnarmaður Allianz Versicherungs-AG í Baden Wiirtemberg í Þýskalandi. Alþjóðlegur dagxir kvenna í dreifbýli í DAG, 15. október, er haldinn víða um heim hátíðlegur dagur kvenna í dreifbýli. í kjölfar Ijórðu ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin var í Peking í Kína árið 1995 ákváðu Al- þjóðasamtök búvöru- framleiðenda (IFAP), Women’s World Summit Foundation (WWSF) og Alþjóða- samtök bænda- og dreifbýliskvenna (ACWW) að nota einn dag á ári hveiju til að vekja athygli á því hve framlag dreifbýliskvenna, aðallega bænda, er stórlega vanmetið um allan heim. matar og að öllu leyti um húshald og barna- uppeldi. Hver er saga þessara kvenna sem vinna hörðum höndum í þögn og þolinmæði, með fábrotin verkfæri í höndum? Oft á tíðum eru þær lítilsmetnar, þrátt fyrir að lífsaf- koma Ijölskyldunnar hvíli á þeirra herðum. Það er viðurkennd staðreynd að stuðning- ur við konur í Þróunar- löndunum, er öflugasta tækið til að stuðla að efnahagslegum fram- förum í þeim löndum. Aðstoð við konur í formi menntun- ar, heilsugæslu og möguleikum til atvinnu- og tekjuaukningar, er fljót að skila sér í bættum hag. Drífa Hjartardóttir Konur í lykilhlutverki Um allan heim eru það konur sem eru í lykilhlutverki við mat- vælaframleiðslu og nýtingu nátt- úruauðlinda. Fjórðungur mann- kyns eru dreifbýliskonur og talið er að nálægt 500 milljónir kvenna sem i dreifbýli búa lifi undir fá- tæktarmörkum. Konur framleiða 60-80% af matvælum í Afríku, sunnan Sahara, og við Karíbahaf- ið. Konur eru meira en helmingur vinnuafls við hrísgijónaræktina í Asíu. Konur í Afríku sjá að mestu leyti um að afla vatns, eldiviðar, Samtökin ACWW Kvenfélagasamband íslands er aðili að Alþjóðasamtökum bænda- Það er kominn tími til þess, segir Drífa Hjartardóttir, að kon- ur í bændastétt verði virtar að verðleikum. og dreifbýliskvenna (ACWW), ásamt 9 milljón konum um víða veröld, frá 70 löndum og eiga full- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta eru stærstu alþjóðasamtök kvenna sem vinna ötullega að fræðslu og hjálparstarfi í þróunar- löndunum. Markmið ACWW eru: • Fræðsla og þjálfun fyrir konur og fjölskyldur þeirra, þannig að þær geti sjálfar treyst afkomu sína. • Efla góðvild, vináttu og skilning kvenna af öllum kynþáttum og öll- um trúfélögum um alla heims- byggðina. L* Vinna saman að útrýmingu á fátækt og sjúkdómum og eflingu heilsuverndar. • Auka menntun kvenna. • Vinna að jöfnun á tækifærum og að réttindi kvenna verði aukin á öllum sviðum. Eru íslenskar konur í bændastétt huldukonur? Þátttaka íslenskra bænda- kvenna í félagsstörfum bænda hef- ur verið að aukast hægt og síg- andi nú hin síðari ár. Arið 1975 fengu makar bænda rétt á inn- göngu í búnaðarfélög, en áður gátu þær aðeins gerst félagar í búnaðarfélögunum ef þær stóðu fyrir búi og það gátu þær ekki nema þær væru ekkjur eða einyrkj- ar. Um konur í bændastétt er lítið fjallað í fjölmiðlum, þær eru fáar í áhrifastöðum, stjórnum og nefnd- um innan bændastéttarinnar. Það er kominn tími til að konur í bændastétt verði virtar að verðleik- um og að þær verði gjaldgengar, þegar um er að ræða tilnefningar í nefndir og ráð á vegum Bænda- samtakanna eða landbúnaðarráðu- neytisins. Konur er tilbúnar að taka þátt í málefnum sem snerta lífsafkomu þeirra ekki siður en karlarnir. Höfundur er bóndi og forseti Kvenfélagasambands íslands. Tákn blindra og sjónskertra í DAG, 15. október, er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er alþjóðlegt tákn blindra og sjón- skertra. Sjáir þú sam- borgara þinn bera slíkan staf, eða merki er sýnir mann með hvítan staf, er athygli þín vakin á því að sá er sjónskertur eða blindur. Flestum blindum og sjónskertum þykir gott ef þeim er boðin aðstoð að fyrra bragði. Við sjáum oft ekki hvort ein- hver er nálægur til að veita aðstoð og sumum þykir erfitt að biðja um hana eins og gengur. Þannig beinum við því til þín að þú sýnir frumkvæði við að liðsinna blindum og sjónskert- Styðjum öll og styrkj- um, segir Helgi Hjörvar, sjálfsbjargar- viðleitni blindra og sjónskertra. um og að þú sýnir okkur tillitssemi, s.s. með því t.d. að leggja ekki upp á gangstétt og klippa tijágreinar er slúta yfir gangstéttina. En hvíti stafurinn er einnig tákn um annað. Hann er tákn um sjálfs- bjargarviðleitni. Sá sem hann ber horfist í augu við hlutskipti sitt, vek- ur á því athygli á látlausan hátt og reynir með aðstoð stafsins að komast leiðar sinnar upp á eigin spýtur þrátt fýrir fötlun sína. Að komast um af eigin rammleik blindur krefst mikillar þjálfunar. Sú þjálfun skilar ríkulegum ávöxtum í senn fyrir einstaklinginn sem í hlut á og fyrir samfélag- ið. Þá þjálfun þarf að stórefla hér á íslandi og skapa skilning á að end- urhæfmg blindra og sjónskertra er fjárfest- ing sem margborgar sig á hvaða mælikvarða sem vegið er. Því hvetj- um við, á þessum degi, félagsmenn okkar, að- standendur þeirra, yfir- völd og almenning til að leggja sitt af mörkum til að efla endurhæfmgu og styðja og styrkja við sjálfsbjargarviðleitni blindra og sjónskertra á íslandi. Höfundur er formaður Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Islandi. Helgi Hjörvar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.