Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 48
'48 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fyrsta sýning Poppminjasafns íslands Bítlabærinn Keflavík Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞAU stóðu að undirbúningi sýningarinnar, talið frá vinstri: Guðmundur Hermannsson tónlistarkennari, Stefán Viðarsson veitingamaður á Glóðinni, Rúnar Júliusson tónlistarmaður, Kjartan Már Kjartansson skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík, Björn G. Björnsson, Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt og Þorsteinn Eggertsson textahöfundur. ►Keflavík - Bítlabærinn Keflavík er nafn fyrstu sýn- ingar nýstofnaðs Poppminja- safns Islands. Sýningin var opnuð um helgina á veitinga- staðnum Glóðinni í Keflavík og er helguð þeim fjölda tón- listarmanna sem kom frá Suðurnesjum á árunum 1963 til 1976. Sýningin prýðir veggi Glóðarinnar á báðum hæðum og er að uppistöðu ljósmynd- ir, veggspjöld, plötuumslög, úrklippur, bókhaldsgögn, tæki, fatnaður, liljóðfæri og margt fleira. Leikin er hljóm- list frá þessum tíma og göml- um sjónvarpsþáttum er brugðið á skjáinn. Sagt er frá bæjarbragnum í Keflavík og brautryðjandanum Guð- mundi Ingólfssyni sem stofn- aði hljómsveit árið 1960 sem lék á dansleikjum í Krossin- um og þeim hljómlistarmönn- um sem hófu feril sinn undir hans stjórn. Hljómar eru án efa fræg- asta hljómsveitin frá þessum tíma. Hún kom fyrst fram 5. október 1963 og kemur fram að upp frá þeim tíma hafi Keflvík verið frægari fyrir bítla en físk. Saga þeirra er rakin og sagt frá níu útgáf- um af Hljómum í gegnum tíð- ina, Trúbroti, Hljómum 74, og ðe lónlí blú bojs. Þá er fjallað um Oðmenn, Júdas, Magnús og Jóhann, Change og fleiri hljómsveitir, hljóm- plötuútgáfu, textagerð og tíðaranda. Meðal hljómlistarmanna úr þessum hópi sem sett hafa svip sinn á íslenska dægur- menningu eru lagahöfund- arnir Gunnar Þórðarson, Jó- hann G. Jóhannsson, Jóhann Helgason, Magnús Þór Sig- mundsson, Magnús Kjartans- son, Rúnar Júhusson, Þórir Baldursson, textahöfundur- inn Þorsteinn Eggertsson og fleiri sem samanlagt hafa sent frá sér meira en 2.000 RUNAR Júlíusson hljóm- listarmaður úr Keflavík og meðlimur Hljóma við sýn- ingarglugga þar sem sjá má bassagítar sem hann lék á og föt frá þessum tíma. Þarna eru líka gullplötur sem hljómsveitin fékk. ÞORSTEINN Eggertsson, höfundur flestra texta Hljóma frá þessum tíma, við sýningarglugga textahöfunda, en hann ritaði stutta skýringartexta við hvern glugga. Iög. Önnur þekkt andlit á sýningunni frá Suðurnesjum á þessum tíma eru Vilhjálm- ur og Ellý Vilhjálms, Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Engilbert Jensen, María Baldursdóttir og Ruth Regin- alds. Gvendur þribbi „heims- meistari" í munnhörpuleik á líka sinn bás, en alls er sýn- ingin í 50 atriðum. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar skólastjóra Tónlistarskólans í Keflavík sem sat í undirbún- ingsnefnd er þetta aðeins hugsað sem upphaf því áfram verði haldið að safna minjum um leið og sviðið verði víkk- að. MYNDBÖND Týndi snill- ingurinn Frákast (Rebound)_________ DI* a ni a iHrk Framleiðendur: David Coatsworth. Leikstjóri: Eriq La Salle. Handrits- höfundur: Alan Swyer og Larry Gol- in. Kvikmyndataka: Alvar Kivilo. Tóniist: Kevin Eubanks. Aðalhlut- verk: Don Cheadle, James Earl Jon- es, Forest Whittaker, Eriq La Salle, Michael Beach, Loretta Devine. 107 nu'n. Bandaríkin. Bergvík 1997. Út- gáfudagur: 14. október. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. ÞETTA er sannsöguleg mynd um feril körfuboltasnillingsins Earl „The Goat“ Manigault, en margir telja hann vera besta körfuboltaspil- ara sem uppi hefur verið. Ólíkt stjörnum á borð við Magic Johnson og Kareem-Abdul Jabbar, sem hafa fest sig í sessi í NBA-deildini í Bandaríkjunum, varð ekkert úr Manigault. Myndin sýnir hvernig vonir allra voru bundnar við hann og hvernig hann brást sér og öðr- um með því að gerast fíkniefna- neytandi. En undir lokin náði hann sér á strik og byrjaði að hjálpa drengjum sem bjuggu við svipaðar aðstæð- ur og þær sem hann gerði. Sagan sem myndin segir er mjög sorgleg, en um leið sýnir hún fram á að það er aldrei of seint að reyna að bæta sig, hversu langt leiddur sem maður er. Þessu er afbragðsvel komið til skila af úrvalsliði leikara en fremstur í flokki er Don Cheadle, sem leikur Earl. Cheadlé nær full- komnum tökum á hlutverki sínu og nær að draga upp mynd af manni sem í barnslegu sakleysi sínu dregst inn í heim spillingar og glæpa í Harl- em. Aðrir leikarar standa sig með prýði og ber sérstaklega að nefna Eriq La Salle í hlutverki vinar Earls sem tekur þátt í Víetnamstríðinu og Michael Beach sem leikur kunningja Earls sem hefur auðgast á því að selja vímuefni. Stundum er myndin helst til of dramatísk en væmni er aldrei til staðar. Leikstjórinn Eriq La Salle, sem er betur þekktur úr þáttunum „ER“, getur verið ánægð- ur með útkomuna og vonandi fáum við að sjá fleiri myndir með hann í leikstjórastólnum. Tæknilega er myndin vel unnin og körfuboltaat- riðin eru virkilega vel gerð. Frákast ætti bæði að gleðja unnendur góðra mynda og þá sem gaman hafa af íþróttamyndum. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.