Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 10

Morgunblaðið - 01.11.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla nefndar menntamálaráðuneytis um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna Fjármagni er mis- skipt eftir kynjum KVENFÓLK hefur verið um 36% iðkenda íþróttafélaga hér á landi undanfarin ár. Meirihluti þeirra er yngri en 15 ára eða um 56-57%. Þessu er hins vegar öfugt farið með karlmenn þar sem meirihluti skráðra iðkenda er eldri en 16 ára eða um 57-59%. Samkvæmt þessu virðist sem kveniðkendum fækki með aldrinum en karliðkendum fjölgi. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar um stefnumótun í íþrótt- um stúlkna og kvenna, sem Bjöm Bjamason menntamálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksen for- maður nefndarinnar kynntu á blaðamannafundi í gær. Mennta- málaráðuneytið skipaði nefndina í kjölfar þinsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti í júní 1996 um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Var nefndinni m.a. ætlað að vinna í samráði við íþróttasamband íslands og Ung- mennafélag íslands. Tillögum komið á framfæri Björn Bjamason sagði að ekki væri hægt að eyrnamerkja konum einhvern hluta þess fjármagns sem rennur frá ríkinu til íþróttamála. „Slíkt er ekki hægt, ekkert frekar en með það fé sem rennur til skóla- mála,“ sagði Bjöm. „Hins vegar er hægt að beina tilmælum til hreyfingarinnar um að hlutur kvennaíþrótta af þessu fé verði aukinn svo og upplýsingaskyldan um hvert það rennur." Bjöm sagði ennfremur að hann ætlaði ekki að seilast inn í málefni íþróttahreyfingarinnar en hann vænti þess að hún tæki þessa skýrslu til vandlegrar athugunar og gerði hlut kvenna meiri. Skýrslan til viðmiðunar við gerð námskrár og íþróttalaga Að sögn Björns stendur yfir endurskoðun á námskrá grunn- og framhaldsskóla og í þeirri vinnu þarf að taka ábendingar skýrsl- unnar til greina. Sama ætti við um þá nefnd sem ynni að fmm- Morgunblaðið/Halldór BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra og Hanna Katrín Frið- riksen, formaður nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna, kynntu skýrslu nefndarinnar á fundi í gær. varpi að breytingu á íþróttalögum. Hann myndi koma þeim atriðum er snem að ríkinu í þessari skýrslu til nefndarinnar þannig að hún hefði þau í huga við gerð nýja frumvarpsins. Konur í minnihluta í stjórnum í skýrslunni kemur fram að erf- itt hafi verið að meta stöðu kvenna innan íþróttahreyfíngarinnar á ár- unum fyrir 1994 m.a. vegna ófull- nægjandi skráningar á upplýsing- um. Sé hins vegar litið á flölda iðkenda eftir íþróttagreinum á ár- unum 1994 og 1995 megi sjá að á meðal karlmanna sé knattspyma fjölmennasta íþróttagreinin. Fimleikar eru á hinn bóginn fjöl- mennasta íþróttagreinin meðal kveniðkenda yngri en 15 ára, en þátttaka þessa aldurshóps í knatt- spyrnu er örlítið minni. Hjá konum 16 ára og eldri eru hestaíþróttir fjölmennastar. Konur gegna formennsku í 20% stjórna í skýrslunni er ennfremur litið til kynjaskiptingar innan stjóma íþróttafélaga landsins en konur Kynjaskipting formanna innan íþróttafélaganna 1989 1992 1995 eru þar í nokkmm minnihluta. „Samkvæmt athugun nefndarinn- ar virðast konur gegna for- mennsku í um 20% stjórna og hefur þetta hlutfall lítið breyst frá árinu 1989,“ segir í skýrslunni. Hlutfall kvenna í gjaldkerastöðum er hins vegar nokkuð hærra eða um 38% árið 1995. Skortur á gögnum gerði ná- Hlufall kvenna af heildarfjölda iðkenda í íþróttagreinum innan ÍSÍ 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Biak Badminton Borðtennis Frjálsar íþróttir Fimleikar Glíma Golf Hesta íþróttir Handknattleikur íþróttir fatlaðra íþróttir fyrir alla Skautar Júdó Karate Körfubolti Keila Knattspyrna Lyftingar Siglingar Skíði Sund Skotfimi Tennis Aðrir 90% kvæmt mat á skiptingu fjármagns milli kynja innan íþróttahreyfing- arinnar erfíða, en í skýrslunni kemur fram að meðaltekjur íþróttagreina þar sem karlar eru í meirihluta séu hærri en meðal- tekjur í íþróttagreinum þar sem konur eru í meirihluta. „Þetta bendir til þess að hlutdeild kvenna í heildartekjum íþróttagreinanna sé talsvert minni en hlutdeild karla,“ segir í skýrslunni. „Sam- kvæmt tölfræðilegu mati Hag- fræðistofnunar HI minnka tekjur íþróttagreinar um 0,15% fyrir 1% hærra hlutfall kvenna í viðkom- andi íþróttagrein. Hlutdeild kvenna í heildartekjum íþrótta- hreyfingarinnar er því líklega mun minni en ef hlutdeild þeirra í heild- artekjum væri í réttu hlutfalli við Qölda kveniðkenda." Umfjöllun um konur tíundi hluti íþróttaskrifa Til að kanna umfang um- fjöllunar um íþróttir karla og kvenna í fjölmiðlum var gerð könnun sem náði til þriggja tíma- bila á árinu 1996. í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar eru í skýrslunni kemur fram að um- fjöllun um íþróttakonur í dagblöð- um hafi aukist lítillega frá árinu 1990 og er hún nú 10-12% af íþróttaumfjöllun. Kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að hlutur kvenna á íþróttasíðum íslenskra dagblaða sé rýr og ekki í sam- ræmi við þátttöku kvenna í íþrótt- um almennt. Jafnréttisnefnd verði skipuð í lok skýrslunnar leggur nefnd- in til nokkrar leiðir til að efla íþróttir stúlkna og kvenna. Tillög- urnar miða að því að ríki og sveit- arfélög gefi ákveðin skilaboð til íþróttahreyfingarinnar, því „ákveðin skilaboð „að ofan“ gagnast best á þessari stundu til þess að koma nauðsynlegu skriði á þessi mál“. Meðal tillagna nefndarinnar er að allur stuðningur, fjármagn og aðstaða, sem ríki og sveitarfélög veiti til íþrótta skiptist hlutfalls- lega jafnt á milli karla og kvenna. Þá er m.a. lagt til að komið verði á jafnréttisnefnd innan íþrótta- hreyfingarinnar og að stofnaður verði sérstakur sjóður til að styrkja íþróttir stúlkna og kvenna. CCO licn CCO 1 07n LÁRUSÞ.VALDIMARSSON,FRAMKVÆMDASTJÓRI DuC I IDU'DDZ | ij / U JÓHflíllN ÞÓRDARSOAI, HHL. LÖGGILTUR FASTEIGNflSflLI. Nýjar á fasteignamarkaðnum meðal annarra eigna: Á vinsælum stað við Álfheima Sólrík 4ra herb. íbúð á 3. hæð, um 100 fm. Nokkuð endurnýjuð. Sól- svalir. Skipti æskileg á stærri eign í nágrenninu. Á besta stað við Laugarnesveg Mjög góð 4ra—5 herb. íb. á 3. hæð (efstu). Sólrík. Svalir. Snyrtileg sameign. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Skammt frá KR-heimilinu Mjög stór 4ra herb. íb. á 4. hæð, 116,2 fm í lyftuhúsi. 3 rúmgóð svefnherb. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Skipti möguleg. Vinsæll staður. Rétt við Grandaskóla Nýleg 5—6 herb. ib. á 3. hæð og í risi, rúmir 140 fm. Næstum full- gerð. Harðviður. Parket. Eignaskipti möguleg. Fjársterkir kaupendur óska eftir Góðu einbhús á Nesinu með útsýni. Rúmgóðu einbhúsi, miðsv. í borginni. Stóru einbhúsi í Ártúnsholti. Sumarbústað niður við Þingvallavatn fyrir þekktan siglingamann. Rétt eign keypt á háu verði. Miklar og örar peningagreiðslur. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga Opið í dag kl. 10-14 Opið mánudag-föstudag kl. 10-12 og kl. 14—18. Sérbýli á einni hæð óskast í borginni og nágrenni. Margskonar hagkvæm eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Síðustu samningalotu fyrir loftslagsráðstefnuna í Kyoto lokið Þokaðist í rétta átt í áherzlumálum íslands AÐILDARRÍKI rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar, svonefnds Ríó-sáttmála, luku í gær í Bonn síð- ustu samningalotunni fyrir ráð- stefnu ríkjanna í japönsku borginni Kyoto, þar sem reyna á að ná sam- komulagi um bindandi bókun við samninginn, þess efnis að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði tak- markaður. Tryggvi Felixson, for- maður íslenzku samninganefndar- innar, segir að þokazt hafi í rétta átt í hagsmunamálum íslands. Talsmenn umhverfísverndarsam- taka héldu því fram í gær að viðræð- urnar hefðu engum árangri skilað og að svo gæti farið að ekkert sam- komulag myndi nást á Kyoto-ráð- stefnunni. Að sögn Reutens-frétta- stofunnar voru samningamenn þó bjartsýnni og töldu sjónarmið aðild- arríkjanna 150 hafa nálgazt. Japönsk stjórnvöld hafa boðað umhverfisráðherra 20 ríkja, 12 iðn- ríkja og 8 þróunarríkja, til skyndi- fundar í Tókýó nú um helgina til að freista þess að greiða fyrir sam- komulagi. Tryggvi Felixson segir að reynt verði að fækka ágreiningsefn- um á ráðherrafundinum. „Stóru mál samningsins eru enn óleyst og búast má við að þau verði ekki leyst fyrr en í Kyoto, en menn óttast að ekki náist að leysa mikið af minniháttar tækniatriðum fyrir Kyoto-fundinn og að það muni þvæl- ast fyrir," segir Tryggvi. Tekið verði tillit til aðstæðna Hann segir að gífurleg vinna hafí farið fram í Bonn. „Allir reyna að gera sitt bezta, en hver þjóð, sem tekur þátt í þessu, tekur hvert skref mjög varlega,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að íslandi sé mest í mun að tekið verði sérstakt tillit til aðstæðna í hverju ríki, t.d. nýt- ingar endurnýjanlegra orkugjafa, þegar útblástursmörk verða ákveð- in. „Mér fínnst þessi fundur hafa skilað okkur svolítið á leið þar,“ segir hann. Tryggvi segir að ásamt Noregi, Sviss, Astralíu, Kanada, Ungveijalandi og Rússlandi hafi ísland unnið að smíði texta í þessa veru. Hinn kosturinn, sem sé til skoðunar á ráðstefnunni, sé flatur niðurskurður. Nær samkomulagi um bindingu koltvísýrings Þá segir Tryggvi að íslenzka sendinefndin hafí lagt mikla vinnu í að fá viðurkenningu á aðgerðum til bindingar koltvísýrings, til dæmis með skógrækt og landgræðslu. Þeim hugmyndum hafi verið tiltölulega vel tekið og haft verði samráð milli aðildarríkja á næstu vikum í því skyni að greiða fyrir samkomulagi um þetta atriði í Kyoto.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.