Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 2
2 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Deilt um samfylkingu vinstri flokkanna á landsfundi Alþýðubandalagsins
Forystumenn
unnuað
málamíðlun
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
VERKALÝÐSLEIÐTOGAR hafa beitt sér óvenjumikið á lands-
fundi Alþýðubandalagsins, einkum þeir Grétar Þorsteinsson,
forseti ASI, sem er lengst til vinstri á myndinni, Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri ASÍ, sem tekur sæti í framkvæmdastjóm,
og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju.
UNNIÐ var að því í fyrrakvöld og
gærmorgun að ná málamiðlun um
orðalag á umboði formanns og
framkvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins til viðræðna um samfylkingu
vinstri flokkanna. Á hádegi í gær
var þó ekki talið ólíklegt að þtjár
tillögur um þetta efni kynnu að
verða bomar undir atkvæði á fund-
inum; málamiðlun byggð á tillögu
formanns og framkvæmdastjórnar,
tillaga verkalýðsleiðtoga í flokknum
sem gengur lengra í samfylkingar-
átt og loks tillaga sem gengur
skemmra.
Frammámenn í flokknum unnu
að málamiðlun um viðræður um
samvinnu, samfylkingu eða sam-
eiginlegt framboð vinstri flokkanna,
en nokkuð var deilt um síðastnefnda
í HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU
liggja fyrir tvær umsóknir frá
norskum læknum þar sem þeir
óska eftir viðurkenningu á lækna-
námi sínu. Kristján Erlendsson,
skrifstofusljóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, segir að dregist hafí að
afgreiða umsókniraar vegna þess
að það „blasi nokkuð við að lækn-
arnir séu að stytta sér leið“, en
ráðuneytið geti hins vegar ekki
hafnað umsóknunum. EES-reglur
heimili það ekki.
Kristján sagði að þaraa væri
atriðið. Efnislega er tillagan nánast
eins og sú sem framkvæmdastjóm
flokksins hafði lagt fyrir fundinn,
en þó með þeirri breytingu að
flokksstjómin taki ekki þátt í við-
ræðunum.
Sátt varð um uppstillingu á lista
tii framkvæmdastjórnar í fyrrinótt
eftir langan kjörnefndarfund. í
framkvæmdastjórn vom kjörin Ingi-
björg Sigmundsdóttir, Jóhann _Ar-
sælsson, Erna Erlingsdóttir, Ámi
Þór Sigurðsson, Sigurbjörg Gisla-
dóttir, Flosi Eiríksson og Ari Skúla-
son.
Fjórir af sjö framkvæmdastjóm-
armönnum em taldir einarðir stuðn-
ingsmenn samfylkingar. Þar á meðal
er Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
ASÍ, sem lengi var deilt um á Iqor-
ekki að skapast eitthvert vanda-
mál fyrir íslensk heilbrigðisyfir-
völd. Hafí þetta verið vandamál
sé búið að leysa það. Umsóknimar
væru frá beinaskurðlæknum og
nám á þessu sérsviði tæki 8-9 ár
í Noregi, en fimm og hálft ár á
íslandi. Svíar gerðu svipaðar kröf-
ur og íslendingar og þess vegna
hefði verið talsverð ásókn norskra
bæklunarlækna í að fá námið við-
urkennt í Svíþjóð.
Kristján sagði að í Noregi hefðu
bæklunarlækningar ekki verið
nefndarfundinum. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins gáfu and-
stæðingar hans sig ekki fyrr en
verkalýðsleiðtogar höfðu hótað að
bjóða hann fram úr sal ef ekki næðist
sérstök sérgrein og þess vegna
hefðu læknar þurft að ljúka námi
í handlækningum áður en þeir
hófu nám í bæklunarlækningum.
Nýlega hefðu heilbrigðisyfírvöld i
Noregi breytt þessu þannig að nú
væru gerðar svipaðar kröfur varð-
andi nám bæklunarlækna á Norð-
urlöndunum.
Kristján sagði að norsku lækn-
arnir tveir hefðu ekki komið til
landsins vegna þessa máls og þvi
ekkert starfað hér. Málið snerist
aðeins um þessa tilteknu pappíra.
samkomulag um hann í kjömefnd.
Eitt mótframboð barst á lands-
fundinum í gær, frá Þorvaldi Þor-
valdssyni, Sósíalistafélaginu, en
hann náði ekki kjöri.
1 milljón
hringinga
vegna korta
SÍMHRINGINGAR vegna
greiðslukortanotkunar eru líklega
um ein milljón í hveijum mánuði
hér á landi. Þetta kom fram á fundi
tæknimálanefndar aðila í verslun,
sem er samstarfsnefnd hagsmuna-
aðila um tæknimál, og fulltrúa
Pósts og síma.
Meðallengd símtengingar vegna
greiðslukortafærslna er 10-15
sekúndur. Kostnaður reiknast
þannig að fyrst er gjaldfært eitt
skref á 3,32 kr. og síðan reiknaður
notkunartími. 15 sekúndna sím-
tenging kostaði fyrir gjaldskrár-
breytingu Pósts og síma að meðal-
tali 3,60 kr. innanbæjar'í Reykja-
vík, 4,36 kr. úti á landi en 3,82
kr. eftir breytingu um allt land.
Gert er ráð fyrir að meðaltalsverð-
ið verði 3,71 kr. um allt land eftir
aðra breytingu gjaldskrárinnar.
-----» ♦ 4----
Fjallað um Is-
lenska erfða-
greiningu í
Science
í OKTÓBERHEFTI tímaritsins
Science, þar sem fjallað er ítarlega
um rannsóknir á erfðavísum, er
sagt frá rannsóknum íslenskrar
erfðagreiningar og rætt við for-
stjóra fyrirtækisins, Kára Stefáns-
son.
í greininni kemur fram að skil-
yrði til erfðarannsókna séu einstak-
lega góð á íslandi. Þjóðin hafi frá
upphafi búið við einangrun frá
umheiminum, mikið sé til af upplýs-
ingum um heilsufar og ættfræði
og samfélagið sé mjög einsleitt með
tilliti til erfðaþátta.
Haft er eftir Kára að nú séu í
gangi hjá fyrirtækinu rannsóknir á
25 algengum sjúkdómum. Hann
kveðst helst vilja birta niðurstöður
rannsóknanna eins fljótt og mögu-
legt er og til marks um það nefnir
hann að það hafi aðeins tekið um
tvo og hálfan mánuð að kortleggja
erfðavísinn sem veldur svokölluð-
um fjölskyldulægum skjálfta, en
niðurstöður þeirra rannsókna voru
birtar í septemberhefti tímaritsins
Nature Genetics.
Sundur vegna síldar?
►Átök um sameiningu Neskaups-
staðar, Eskifjarðar og Reyðar-
fjarðar. /10
Elgspróf ið og
sködduð ímynd
►Á dögunum fór eins og eldur í
sinu að nýjasta gerðin af Merce-
des-Benz hefði oltið við reynslu-
akstur í Svíþjóð. /14
Að nota markaðsöflin
með hag heildarínnar
►Rætt við Geoff Mulgan forstjóra
hugmyndabankans Demos og ráð-
gjafa Tony Blairs forsætisráðherra
Breta. /18
Hráefnið er
gróður jarðar
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Úlfar
Hauksson, framkvæmdastjóra
Kaffibrennslu Akureyrar. /30
B
► 1-20
Það hriktir í kerfinu
► Stjómvöld vilja stöðva útþenslu
í heilbrigðisútgjöldum, talsmenn
sjúkrahúsa og heilbrigðisstétta
segja að nóg sé komið og þjónust-
an muni hrynja ef lengra verði
haldið á þeirri braut. /1-5
Bónorð og svín á fæti
►Ævintýralöngunin dró nokkra
unga íslendinga til Afríku fyrir
skömmu. /10
Klappað í stein
►Bob Dylan er mönnum mikil
ráðgáta og flestir töldu að hans
saga væri öll þegar hann fékk
hjartaígerð á síðasta ári. /12
FERÐALÖG
► 1-4
Áhersla á persónu-
lega þjónustu
►íslandsferðir og fleira hjá Islan-
dia./2
Mont Blanc
►Með ofurhugum kringum fjöllin.
/4
ÍP BÍLAR________________
► 1-4
Seville
►Betri samkeppnisstaða Cadillac
á heimsmarkaði með nýjum lúxus-
bfl. /2
Reynsluakstur
►Hörkusportbíll frá Hyundai /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► 1-16
íslendingar stjórna
fjölþjóðlegu verkefni
►Matvælatæknideild Iðntækni-
stofnunar tekur nú þátt í rannsókn
nokkurra þjóða á aðferðum við
reykingu á laxi. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 82 Stjömuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavlkurbréf 32 Fðlk i frðttum 54
Skoðun 34 Útv./sjónv. 52,62
Minningar 41 Dagbók/veður 63
Myndasögur 50 Dægurtónl. 14b
Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 16b
Hugvekja 50 Gárur 16b
fdag 50
INNLENDAR FB ÆTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1&6
^ Morgunblaðið/Július
BRAGI Ásgeirsson, Gunnar J. Árnason, Jón Proppé og Halldór Björn Runólfsson.
Nýir myndlistargagn-
rýnendur Morgunblaðsins
MORGUNBLAÐIÐ hefur ráðið
þrjá nýja myndlistargagnrýnend-
ur; Gunnar J. Ámason, Halldór
Björn Runólfsson og Jón Proppé.
Þeir Gunnar og Jón munu fjalla
almennt um myndlist ásamt
Braga Ásgeirssyni, en Halldór
Björn mun fjalla sérstaklega um
myndbanda- og hljóðlist.
Gunnar J. Arnason er 37 ára.
Hann stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands og School
of visual arts í New York, nam
heimspeki við Háskóla íslands og
stundaði framhaldsnám við Cam-
bridge-háskóla í heimspeki og
fagurfræði. Hann kennir við
Myndlista- og handíðaskólann og
hefur skrifað um myndlist bæði í
blöð og tímarit.
Halldór Bjöm Runólfsson er 47
ára. Hann stundaði nám við Escu-
ela Massana í Barcelona á Spáni
og Myndlista- og handíðaskóla
íslands, nam listfræði og sagn-
fræði við háskólann í Toulouse í
Frakklandi og framhaldsnám í
fagurfræði við Sorbonne-háskóla
í París. Hann var aðalsýningar-
stjóri norrænu listamiðstöðvarinn-
ar í Helsinki 1989-1992 og kenn-
ir nú við Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Hann hefur skrifað
um myndlist og flutt erindi og
fyrirlestra hér heima og erlendis.
Jón Proppé er 35 ára. Hann
nam heimspeki og menningarrýni
við fylkisháskóla Illinois og Kali-
forníuháskóla í Santa Cmz í
Bandaríkjunum. Hann hefur
starfað við ritstjóm, ritstörf og
sýningarstjóm og kennir listasögu
við Kennaraháskólann. Hann hef-
ur skrifað um myndlist í blöð og
tímarit hér á landi og erlendis.
Tveir norskir læknar vilja stytta sér leið í námi
Vilja íslenskt lækningaleyfí