Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 19
yfirvarp hjá honum. En þetta end-
urspeglar líka þá hugmynd að
flokkamir séu ekki eins mikilvægir
og áður og í staðinn eru það fyrir-
tæki og fjölmiðlar, sem draga að
sér athyglina. Ég held að þetta sé
til bóta.“
En veldur það ekki áhyggjum
að flokkarnir hangi á völdum, sem
endurspegla ekki ítök þeirra í þjóð-
félaginu, því ekkert bendir til að
flokkarnir muni af frjálsum og fús-
um vilja afsala sér völdum? Það
hefur víst enginn heyrt um valda-
miðstöð, sem afsaiar sér völdum
af fúsum og fijálsum vilja.
„Völdin era samanþjöppuð í
flokkunum og í þinginu og flokk-
arnir verða vísast áfram miðstýrð-
ir. En forsætisráðherrar og aðrir
leiðtogar geta barist gegn þessu
með því að fá fólk utan flokkskjam-
ans til starfa."
Flestir komast til valda með því
að mjaka sér upp valdapíramíta
flokksins með hjálp einstaklinga
og hópa, sem verður síðan að um-
buna. Blair hefur hins vegar skot-
ist framhjá flokkskerfínu að ein-
hverju leyti, svo færri eiga hönk
upp í bakið á honum.
„Já, hann þarf ekki að umbuna
mörgum vegna þess að hann komst
skjótt til valda. Hann á því auðveld-
ara um vik. Það væri óskandi að
það drægi úr áhrifum stjórnmála-
flokka í bæjar- og sveitarstjómum,
en það er ekkert sem bendir til
þess, því að fáir geta keppt við
skipulag flokkanna. Borgar- og
bæjarstjórar kosnir beinni kosn-
ingu væri leið til að komast fram-
hjá flokksveldinu, en hættan er þá
auðvitað líka að til valda komist
ríkir einstaklingar, eins og sjá má
í Bandaríkjunum.
Það er ekki ólíklegt að flokkarn-
ir muni í vaxandi mæli fá fólk, sem
getið hefur sér gott orð á ein-
hveiju sviði, til að bjóða sig fram
í þeirra þágu. Blair hefur meðal
annars notað skipanir í lávarða-
deildina til að fá þar fleiri inn til
starfa úr mismunandi áttum, án
þess ég ætli að mæla lávarðadeild-
inni bót. Það eru því leiðir fyrir
flokkana til að hrinda af sér ímynd
sinni sem einangraðrar heildar og
það væri betur að þær yrðu notað-
ar.“
Sérðu fyrir þér að þjóðarat-
kvæðagreiðslur séu heppileg lausn
til að skera úr um einstök mál og
losa^ um viðjar flokkaveldisins?
„í heild fjölgar þjóðaratkvæða-
greiðslum í heiminum árlega og
sama á við um Bretland. Það þarf
að finna eitthvert jafnvægi milli
svissneska kerfisins með stöðugum
atkvæðagreiðslum, sem draga úr
áhuga og tengslum almennings við
stjórnmál og svo þess að þjóðarat-
kvæði efli í raun áhuga og þátttöku
almennings í stjómmálum. En ég
hefði sannarlega ekkert á móti því
að sjá fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur
í Bretlandi og reyndar í öllum lönd-
um Evrópusambandsins. Spurning-
in um stækkun ESB væri til dæm-
is áhugaverð i þjóðaratkvæða-
greiðslum í Evrópu.“
Grundvöllur velgengni Blairs:
pólitík án pólitíkur
En víkjum að þínum eigin hlut.
Sumir hafa talað um „Downing
Street Policy Unit“ sem einhvers
konar „politburo“ á sovéska vísu.
Hvert er hlutverk hennar?
„Örugglega ekki það sem þú
nefnir... en ég er annars ekki mik-
ið gefinn fyrir að tala um nefnd-
ina, því ég er á engan hátt talsmað-
ur stjórnarinnar. Nefndin er liður
í stefnumótun Blairs. Forsætis-
ráðuneytið er mjög lítið og á þenn-
an hátt tengir hann starf sitt öðrum
ráðuneytum og stjórnarstofnunum.
Á valdatíma John Majors varð
stefnan mjög skammsýn, fólst í
bjarga málunum fyrir horn frá
einni viku til annarrar. Eitt af því
góða nú er að í fyrsta skiptið í tíu
ár situr forsætisráðherra, sem get-
ur hugsað 5-10 ár fram í tímann.“
En hversu lengi mun það end-
ast? Nýr forsætisráðherra kemur
með úthugsaðar áætlanir, sem
nægur tími hefur gefíst til að und-
„í framtíðinni ætti að miða að bví
að skatta fyrirtæki eftir því hvaft
þau leggja af mfirkum. Ef þau leggja
eitthvað af mörkuui til almannaheilla
ættu tau að greiða lægri skatta en
fyrirtæki, sem leggja ekkeit fram,
að berga hærri skatta."
irbúa, en svo tekur annað og anna-
samara líf við undir miklum þrýst-
ingi og hin upphaflega viðmiðun
hverfur úr augsýn.
„Meginástæðan fyrir því að hann
getur hugsað fram í tímann er að
meirihluti Blairs er afgerandi og
íhaldsflokkurinn í sáram. Það er
heldur ekki svo að hann hafi kom-
ist til valda með eina áætlun, sem
síðan verður lokið við að fram-
kvæma og þá er allt búið. Stjórnin
endumýjar sig stöðugt og hugsar
upp ný stefnumið og nýjar áætlan-
ir, en hefur ekki bara ákveðinn
orkuskammt, sem síðan klárast.
Ef eitthvað er þá er það einmitt
þveröfugt. Stjórnin verður einmitt
róttækari með tímanum og róttæk-
ari en í stjórnarandstöðu, þegar
flokkurinn var varkár. Nú hugsar
hún á mun róttækari hátt um hvað
hægt verði að gera á næstu 5-10
árum.“
Þú nefnir að Blair hegði sér öðru
vísi en stjórnmálamenn almennt.
Eitt af því sem hann virðist gera
er að láta stefnumál sín líta út eins
og þau séu ekki stjórnmál, heldur
eitthvað annað - og þá væntanlega
betra. Er þetta það sem Blair er
að gera: að taka pólitíkina úr póli-
tíkinni?
„Já... Það má orða það svo, en
ég he!d það hafi verið nauðsynlegt
til að þjappa fólki saman aftur, því
breskt samfélag er mjög klofið.“
En fínnst þér ekkert ógnarlegt
að stjórnmál séu látin líta út fyrir
að vera eitthvað annað en þau eru?
„Ég held að það sé ekki hættu-
legt í einhvem afmarkaðan tíma,
heldur að Bretland þurfí einmitt á
þessu að halda. Ef stefnuna dagar
uppi og hún staðnar þá gæti þetta
orðið hættulegt og eins ef einhveij-
ir hagsmunahópar geta lagt hana
undir sig.“
s -
■* t
foreJd
Nú þac
Reykjavík, nóVemh
ernber lc,9?
Nú hafa r r!
ð er ^arkrrujj j- nanefnd 0g
wiuþin>e™*ua, tKlsidle^Zm að^ s
N!Ye'^nS3ru ”***»«*"»*, i
nerast hr„ i , °ar Urn revbi Ua
a mcin^SiZsZcra^i9.OSI0
y ****** 17*
’ýabtK“»tínsfél m
T°bak^fnd
- é ’
® ‘
• j'
• J.. :
9 *
• *
-rtí&’r&n- U-í-,' 1,
r iý ; ./
-
TÓBAKSVARNANIFND
fsm f M ■
;
■ éffm:
■_______________Vj_J___________Sj