Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Þröstur kreistir svilin úr stjömuhængnum, 20 punda bolta sem náðist í Galtalæk. Hængurinn, þótt vígalegur sé, veit varla í þennan heim eða annan. þar til silfurbúið gönffuseiði genfflir til sjávar fiórum árum seinna, ratar á fæðu- slóðir á rúmsjó og síðan aftur heim. Og ekki einunffls í rétta á, heldur á sama blett- inn. Þúsundir kílómetra ligaa að baki. Ekkert stöðvar laxinn, nema móðir náttúra sjálf og svo mannshöndin auðvitað og þá með veiðistöng í hendi. En mannshöndin getur einnig lagt laxinum lið eins og Ragn- ar Axelsson og Guðmundur Guðjónsson fundu út er þeir heimsóttu eldisstöðina í Fellsmúla í Landssveit í vikunni. Sm j ■ Kokteill lífsins hrærður í hrognadöllunum. Hrygnurnar hafa Iokið hlutverki sínu. ÆR eru svo margar furð- urnar, þegar laxinn er ann- ars vegar, að undrun sæt- ir. Laxinn getur verið í allt að fjögur ár að ná þeim þroska sem þarf til sjávargöngu. Á þeim tíma eru gífurieg afföll. Samt sést vart lífsglaðara ungviði en laxaseiði sem hoppa hæð sína og vel það upp úr vatninu eftir fiðrildum eða öðru fljúgandi góðgæti á kyrrum sumar- kvöldum. Sumir segja að þar sé að finna rótina að því að þessi fiskur fæst til að taka agn þegar hann full- orðinn gengur aftur í ámar, þrátt fyrir að hann sé þá hættur að éta. Sem er ein furðan, en þó skiljanleg frá náttúrunnar sjónarhóli, því heill árgangur fullorðinna laxa myndi eyða öllu lífi í venjulegri á ef hann þyrfti að éta nægju sína heilt sumar. Frá því í júní eða júlí, er laxinn gengur í ánni og þar til að hann gengur aftur tii sjávar, ef hann lifir svo lengi, í apríl, maí eða júní árið eftir étur hann ekkert. Júnílax sem kemst ekki aftur út fyrr en í júní, t.d. vegna vorkulda, hefur þannig verið heilt ár í ánni án þess að taka fæðu. En ratvísin er ugglaust það furðulegasta af öllu. Gömul og góð saga er um áhugamennina um fisk- rækt sem reyndu að loka nokkra Kollafjarðarlaxa í Kálfá í Gnúp- verjahreppi. Þeir fluttu fiskana austur í tankbíl, settu þá í Kálfá og lokuðu ánni með veglegri grind. En um nóttina gerði snarvitlaust veður, áin fór yfir bakka sína og sópaði „mannvirkinu" út í Þjórsá. Þar sem síðast hafði sést til laxanna hang- andi við grindina var ljóst að þeir væm nú á bak og burt. Laxarnir vildu bara komast heim og „heim“ var Kollafjarðarstöðin. Þeir fyrstu voru svo komnir heim, ekki viku seinna eða mánuði, heldur síðla dagsins eftir óveðrið. Þá voru þeir búnir að synda vestur með öllu Suðurlandi, fyrir Reykjanes og inn í Kollafjarðarstöð, þar sem þeim var að vísu slátrað. Heim í holuna sína Kenningar hafa verið á lofti um að laxinn gangi í raun miklu lengra heldur en að finna og ganga í sína heimaá. Margir telja að hann hætti ekki göngunni fyrr en hann finnur fæðingarhylinn sinn og hann leitist jafnvel við að hrygna sjálfur í sömu holuna. Þetta hafa menn séð austur í Rangánum í haust. Rangámar, Ytri og Eystri, eru ekki laxvænar ár frá náttúrunnar hendi og hin mikla laxveiði sem þar hefur verið byggist á sleppingu fjölda gönguseiða úr þar til gerðum tjörnum sem stað- settar eru víða meðfram báðum án- um. Sleppingin fer þannig fram, að þegar vissri stærð er náð eru seiðin sett í sleppitjarnirnar og þar dvelja þau þar til ákveðnum þroska er náð. Þau „smolta“ eins og sagt er á af- leitri íslensku, en ekkert orð í yl- hýra málinu er til yfir þetta ástand á seiðinu. Þá synda þau úr tjörnun- um, eftir smálænum og út í móðurána. Síðan til sjávar. Ári eða tveimur síðar koma svo þau seiði sem eftir lifa. Afföllin hafa verið ógnvænleg, en samt er oftast nóg af fiski eftir til að halda áfram hringrásinni. Og austur í Rangán- um hafa menn fyrir löngu tekið eftir því að laxinn staðnæmist ekki ein- ungis í ánni niður af útfalli sleppitjarnarinnar. Merkingar á laxi hafa sýnt að laxinn kemur að sinni sleppitjörn. Og gott betur, í haust hafa verið mikil brögð að því að laxinn hreinlega ryðjist upp læn- urnar og inn í tjamirnar. í tjörnun- um hafa verið heilu laxatorfurnar. Mannshöndin, líf og dauði En lítíð er um hrygninarsvæði í Rangánum og maðurinn verður að koma tíl, ná löxum til undaneldis, kreista og strjúka hrogn og svil. „Þetta er árviss viðburður og það er gaman að þessu. Það er ekki hægt að vera með persónulega tilfinninga- semi. Þetta er gert fyrir heill stofns- ins. Við erum ekki bara að ala lax fyr- ir veiðimenn, heldur erum við að reyna að styrkja laxastofna á svæð- inu umfram það sem náttúran ætlaði. Við veljum þann besta fisk sem hægt er, margir stangaveiðimenn gefa okkur lifandi fallegustu laxa sína og núna erum við með þó nokkra 15-20 punda fiska, bæði hænga og hrygnur. En hér sannast að það er ekkert líf án dauða,“ sagði Þröstur Elliðason er Morgunblaðsmenn litu til hans í Fellsmúla í Landssveit. „Persónulega tilfinningasemi"? Jú, það kemur strax í ljós hvað Þröstur á við. Laxarnir eru tilbúnir. Hængamir eru í einu keri, hrygn- umar í öðm. Stundin er rannin upp og þá er deyfiefhi, náskylt alkóhóli, hleypt í hrygnukerið. Þær era síðan teknar hver af annarri, rotaðar og síðan era hrognin kreist úr þeim dauðum í sótthreinsaða dalla. „Þetta er í reglugerðum. Okkur ber að taka sýni úr hrygnunum. Það er leitað að veirum. Þetta er liður í að fylgjast með almennu heilbrigði viðkomandi laxastofna," segir Þröstur og rotar næstu hrygnu án þess að blikna. Þá er komið að hængunum. Þeir era einnig slegnir út með deyfilyf- inu og vita varla í þennan heim eða annan er stóra stundin þeirra renn- ur upp. Þeir sofna, eru gripnir og kreistir. Síðan fara þeir í ker með fersku vatni til að jafna sig, því hrygnumar eru ekki allar tilbúnar og til kasta þeirra mun koma aftur. Þótt þeir viti minnst um það. Fyllsta hreinlætis er gætt þegar kokkteill lífsins er blandaður og hrærður. Sýnin era tekin, m.a. úr hrognavökva, en þar er m.a. hægt að finna hina hötuðu kýlaveiki, sé hún til staðar. Þröstur segir að úr 10 punda hrygnu megi búast við um einum lítra af hrognum. Hann treystir sér ekki til að geta sér til um hvað það séu mörg hrogn, en lætur þess getið að er hann var í fiskeldisnámi í Noregi um árið hafi hann náð 9 lítram úr 55 punda hrygnu! Með það kveðjum við Fells- múla í Landssveit þar sem sannast enn og aftur, og kannski með áþreifanlegri hætti en gengur og gerist í hversdagsleikanum, að það er ekkert líf án dauða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.