Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 34

Morgunblaðið - 09.11.1997, Page 34
34 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ UNG- OG SMABARNAVERNDI REYKJAVÍKUEBORG 70 ÁRA MARKMIÐ ung- og smábarna- verndar er að styðja eftir föngum viðleitni sérhvers bams, sem fæðist, til að þroskast eðlilega innan þeirra marka, sem erfðavísar leyfa. Ýmis- legt, sem fyrir kemur á lífsleiðinni, getur orðið til að hvetja eða letja þennan þroska, en fyrsta skilyrðið er að sjálfsögðu að bamið haldi lífí. Á flestum sviðum heilbrigðismála hafa íslendingar verið seinni til en hinar Norðurlandaþjóðimar að koma á nýjungum og umbótum. Enginn þarf í sjálfu sér að undrast það að fámenn þjóð í harðbýlu landi hafi átt erfitt uppdráttar á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Það er þeim mun athygliverðara, hvað áorkazt hefur. Ef litið er á þróun ung- og smá- bamavemdar kemur hins vegar _só ánægjulega staðreynd í ljós, að ís- lendingar vom meðal hinna fyrstu á Norðurlöndum sem komu ung- og smábamavemd á og í skipulegt horf, alla vega á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta gerðist árið 1927 fyrir framtak og tilstilli hjúkrunarfélags- ins Uknar, sem von bráðar fékk fyrsta sérmenntaða barnalækninn á íslandi, Katrínu Thoroddsen, til liðs við sig. Skipulögð ung- og smábama- vernd hefur því verið starfandi á Reykjavíkursvæðinu í 70 ár og varð í tímans rás svo sjálfsagður liður í borgarlífinu, að vart var eftir henni tekið. Hvemig var starfið skipulagt í upphafi? Frá upphafi var ungbamavemd hverfisbundin og hjúkmnarmiðuð. Hugmyndir um ung- og smábama- vernd vom hins vegar mnnar undan rótum bamalæknisfræðinnar, eftir að hún varð til sem sérgrein, og ljóst varð að böm vom viðkvæmari ein- staklingar en fullorðið fólk og þarf- ir þeirra aðrar, ef þau áttu að eiga von um að halda lífi, vaxa og þrosk- ast eðlilega. Það lá því beint við, að barna- læknar hefðu það starf með höndum að annast heilbrigðisþjónustu við böm, enda eina starfssvið þeirra. Framþróun á sviði ung- og smá- bamavemdar er og að mestu mnnin undan rótum bamalæknisfræðinnar og bamalæknisfræðin hefur að öðm jöfnu haft forystu um það, hvemig bezt sé að laga nýjungar og framfar- ir í heilbrigðisfræðum að þörfum bama. Lengi vel var fyrsta markmiðið ung- og smávamavemdar að minnka ungbamadauða, sem var mjög mikill hér á landi fyrir eina tíð. Árangur á því sviði hefur verið frábær hérlendis þó að mikið vanti upp á, að það eigi alls staðar við. Ungbamadauði er enn mjög mikill víða í heiminum, einkum í þróunar- löndunum. Árið 1953 tók Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til starfa samkvæmt lögum um heilsuvemdarstöðvar, og þar var staðsett miðstöð fyrir ung- og smábarnavemd. Reyndar hafði útibú hennar í Langholtsskóla tekið til starfa skömmu áður og árið 1972 komust útibú í Árbæ og Breiðholti í gagnið. Þessi útibú vom rekin frá bama- deild Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur, þannig að faglegt starfslið gat flutzt á milli aðalstöðvar og útibúa eftir þörfum og þá nánar til- tekið með tilliti til þess, hvar bama- fjöldinn í borginni var mestur hveiju sinni. Samkvæmt lögum frá 1974 var hins vegar gert ráð fyrir því, að framkvæmd ung- og smábama- vemdar flyttist yfir á heilsugæzlu- stöðvar. Munur á heilsugæzlustöð Allir foreldrar vilja sjá böm sín vaxa úr grasi með heilbrigðan innri mann og stefnu- festu í flókinni tilveru. Halldór Hansen skrif- ar um ung- og smá- bamavemd á Reykja- víkursvæðinu í 70 ár. og heilsuverndarstöð var hins vegar fólginn í því, að heilsuvemdarstöð var skipt niður í sérgreinadeildir, þar sem ákveðnum forvarnaverk- efnum var sinnt (bamadeild, mæðradeild, berklavarna- og lungnadeild, húð- og kynsjúkdóma- deild, atvinnusjúkdómadeild o.s.frv.), en heilsugæzlustöð var ætlað að sinna heilbrigðismálum þverfaglega í ákveðnu heilsugæzlu- hverfi, jafnt forvörnum sem al- mennum lækningum í sínu hverfi. Með tilkomu útibúa frá bama- deild HR var stigið skref til að færa þjónustu ung- og smábarna- vemdar nær neytendum landfræði- lega. Skrefi lengra var hins vegar gengið með tilkomu heilsugæzlu- stöðva, þar eð hver heilsugæzlustöð varð auk þess gerð að sjálfstæðri einingu með föstu starfsliði, sem ætlað var að bjarga sér sjálft, hveij- ar sem sveiflur innan svæðisins yrðu. Ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir formlegri samvinnu á milli heilsugæzlustöðva, þó að flestar hafi reynt að gera sitt bezta til að tryggja nauðsynlega samvinnu á sviði ung- og smábarnaverndar. Þátttaka í ung- og smábarnavernd Meðan ung- og smábamavemd fór öll fram á einum stað í Reykja- víkurborg, var tiltölulega auðvelt að fylgjast nákvæmlega með þátt- töku einstakra bama, stöðu ónæm- isaðgerða og þar fram eftir götun- um. Örtröð var samt mikil og oft varð að vinna hraðar en góðu hófu gegndi. Þetta lagaðist talsvert með tilkomu útibúa, en samtímis varð erfiðara að viðhalda heildarsýn. Foreldrar ungra bama fluttu oft á milli borgarhverfa og úr borg og í. Því var þörf á meiri árvekni til að fylgjast með stöðu einstakra bama. Hætta á því, að eitthvert bam yrði útundan, týndist um tíma i kerfinu eða gleymdist með öllu, fór vax- andi, þegar sama bamið gat komið fram á mismunandi stöðum eftir aldursskeiðum, og breyttri búsetu foreldra. Það bam missti ekki einungis af þjónustu, sem það átti rétt á, heldur varð það og óvarið eða illa varið gegn þeim farsóttum, sem ónæmis- aðgerðum er beitt gegn samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Fari hins vegar fjöldi óbólusettra í þjóðfélaginu yfír viss mörk, eykst hætta á, að farsóttir nái sér aftur á strik meðal óbólusettra eða ófull- nægjandi bólusettra. Ofullnægjandi þátttaka í ónæm- isaðgerðum er einn meginhöfuð- verkur heilbrigðisyfirvalda í stóm löndunum, þar sem mjög erfítt er að ná til allra bama, sem fæðast, og fylgja þeim eftir þann tfma, sem þarf, til að ónæmisaðgerðir nái að vemda bæði einstaklinginn og þjóð- félagið í heild. í litlu landi, eins og íslandi, ætti að vera tiltölulega auðvelt að ná til allra bama, en það krefst eftirlits og árvekni. Hins vegar það mjög nauðsynlegt með tilliti til þess, að engin bóluefni fyrir böm em framleidd á íslandi og erfitt getur reynst að ná í þau í nægilegum mæli ann- ars staðar frá, ef ein- hveijar farsóttir ná tökum á hinum stóra heimi og allir þurfa á sinni eigin bóluefna- framleiðslu að halda, svo að ekki sé minnst á þá velþekktu stað- reynd, að það tekur sinn tíma að byggja upp mótefni hjá ein- staklingum. Það getur verið of seint, þegar farsótt er farin að geisa. En vegna þeirrar hreyfingar, sem em á fólki, er nauðsynlegt að allir framkvæmdaaðilar leggi áherzlu á að vinna saman, og eng- inn sleppi henni af bami, fyrr en það er komið í tryggar hendur ann- ars staðar. Næring, lyf og bólusetningar Eitt af því, sem hefur verið mikið rannsakað á þessari öld, er næring- arþörf bama á hinum ýmsu aldurs- skeiðum með tilliti til þess, að þau geti vaxið og þroskast eðlilega. Mönnum hefur lengi verið mikilvægi næringar ljóst og frá alda öðli hafa menn haft skoðanir á því, hvað sé hollt, hvað sé óhollt, hvað sé heilsu- styrlqandi og hvað heilsuspillandi, jafnt í sambandi við mataræði sem annað. Skoðanamunur hefur þó oft verið í þessu sambandi í hinum ýmsu heimshlutum og á hinum ýmsu tímabilum mannkynssögunn- ar. Þar við bætist, að munur hefur verið á, hvaða næring og úrræði hafa staðið til boða eftir heimshlut- um. Vísindin hafa gengið mjög skör- uglega til verks á þessari öld við athuganir á næringarþörf, eins og að ofan getur, svo og á hæfni barna á ýmsum aldri til að melta og nýta sér hin aðskiljanlegu næringarefni og hvemig framreiða þurfí næring- una til að meltingarfæri barns ráði við að hagnýta sér sem bezt þau efni, sem líkaninn þarf á að halda. Langflestar fæðutegundir eru samsettar úr ýmsum frumeindum. Vísindin hafa reynt að kanna sam- setninguna og átta sig á, hvaða áhrif fæðutegundin sem heild hefur á vöxt, þroska og heilsufar, en einn- ig hefur áhrif til góðs eða ills hver frumeind hefur. Þetta hefur auð- veldað vísindunum að átta sig á, hvað er til gagns fyrir líkamann og honum nauðsynlegt og greina það frá hinu, sem hefur lítil áhrif eða skaðleg. Við lifum á tímum auglýsinga og harðrar kaup- mennsku. Nútíminn hikar ekki við að auglýsa miskunnarlaust það, sem vísindin telja hollt og gott, en oft þannig, að þau gera einu nauð- slegu hærra undir höfði en öðru jafnnauðsynlegu eða jafnvel nauð- synlegra. Þannig auglýsingar vekja athygli á einu atriði en rugla neyt- endur auðveldlega gagnvart heild- arþörfínni. Og auðvitað eru skrum- auglýsingar algengar á öllum svið- um. Erfíðari viðfangs eru atriði, sem byggjast á trú og sannfæringu en eru ósönnuð. Það er ekki þar með sagt, að ekki geti falizt sann- leikskom eða jafnvel heilmikill sannleikur í þannig trú og sannfær- ingu. Vandinn er hins vegar sá frá sjónarmiði vísindanna, að renna verður blint í sjóinn upp á von og óvon og ógjörningur að gefa hald- góðar notkunarreglur. í sambandi við lyf, verður þetta allt mun skýrara. Mörg lyf eru upphaflega unnin úr náttúrlegum efnum, með því að einangra þann þátt, sem hefur lækn- ingamátt en losa sig við þann hluta, sem hefur óheppileg eða skaðleg áhrif innan þeirra marka, sem völ er á. Flest lyf eru þó þannig gerð, að þau hafa beztan og æski- legastan lækninga- mátt í ákveðnum styrkleika og magni. Sé farið fram úr því, sem hefur kjöráhrif varðandi lækninga- mátt, koma hins egar oft í ljós miður heppi- legar og jafnvel skað- legar hliðarverkanir. Stærri skammtar jafngilda því ekki af nauðsyn auknum lækninga- mætti. Þegar litið er til ónæmisaðgerða, kemur í ljós að margar bakteríur og veirusýkingar virkja ónæmiskerfí líkamans á þann hátt, að sýktur einstaklingur verður ónæmur fyrir endursýkingu í lengri eða skemmri tíma, eftir að sjúkdómurinn er yfir- staðinn. Markmið ónæmisaðgerða er að framkalla þannig ónæmi, án þess að hinn bólusetti hafi þurft að fara í gegnum þau óþægindi og hættur, sem sjálfum sjúkdómum fylgja. Stundum er þetta gert með því að deyða eða veikla örveruna, en kjörlausnin er sú að einangra svokallaða mótefnavaka, sem hafa hæfileika til að vekja mótefnsvörun í mannslíkamanum án þess að valda sýkingu. Þannig ónæmisaðgerðir ná marki með því að örva hið náttúru- lega vamarkerfi líkamans, en geta þó stundum haft hliðarverkanir líkt og lyf, sem erfitt er að sniðganga. Með tilliti til þess, að bóluefnum er dælt í svo til hvert einasta bam, sem fæðist, og það á viðkvæmasta aldri, er ljóst, að vanda verður mjög val á þeim bóluefnum, sem í notkun em og láta ekki verðlag eitt stjóma ferðinni. Minnkun á ungbamadauða má vafalítið að vemlegu leyti þakka vaxandi hreinlæti, batnandi aðbún- aði, heppilegri næringu, virkari lyfj- um og ónæmisaðgerðum. Hvað tekur við, ef barn heldur lífi? Eitt af aðalverkefnum ung- og smábarnavemdar er að fylgjast með vexti og þroska sérhvers ein- staklings, sem fæðist, og átta sig á þroskafrávikum. Möguleikar ein- staklingsins takmarkast fyrst og fremst af tvennu: Því, sem hann hefur tekið að erfðum frá forfeð- mm sínum samkvæmt erfðavísum, og hins vegar því umhverfi, sem hann fæðist inn í og mótar persónu- leika hans, þegar frá líður, þar sem samspil umhverfisáhrifa og erfða- eiginleika ákvarða framhaldið. Við fæðingu er barn lítt annað en vísir að því, sem koma skal. Að vísu getur ýmislegt farið úrskeiðis á meðgöngu og i fæðingu, sem tak- markar þroskamöguleika, en lang- oftast er þó barnið það, sem kallast „heilbrigt" við fæðingu. Vísindin greinir á um, hvort sjálfsvitund bams sé komin í gagnið við fæðingu eða ekki, en víst er að bamið þekkir ekki umhverfi sitt, þegar það kemur í heiminn, en á allt sitt undir því að mæta kærleiks- ríkri umönnun frá byijun, þar eð ekkert nýfætt bam getur séð um sig sjálft. Þá kemur í ljós, að líkamleg nær- ing ein sér, er ekki nóg. Bamið þarf líka tilfínningalega og vits- munalega næringu og örvun til að geta þroskast eðlilega. Þetta er önn- ur tegund næringar en sú líkamlega og um hana er mun minna vitað Halldór Hansen með vissu, þótt margt sé betur skil- ið nú en eitt sinn var í því sambandi. Þroskaferill barna hefur verið mikið rannsakaður á þessari öld og rannsóknir hafa leitt í ljós, hvað börnum á mismunandi aldursskeið- um er eðlilegt og hvaða þroska- áföngum börn á mismunandi ald- ursskeiðum hafa almennt náð. Of langt mál væri að fara nánar út í þá sálma hér, en látum því nægja að segja, að þessar rannsóknir gefa vísindunum viðmiðun, sem hægt er að styðjast við, þegar menn eru að reyna að átta sig á, hvort þro- skinn sé eðlilegur eða á leið út af braut hins venjulega og eðlilega á einhvern hátt. Vert er þó að hafa í huga, að mörkin á milli hins eðli- lega og afbrigðilega eru venjulega engan veginn skýr og gráa svæðið er oft æði breitt. Sum börn eru það, sem kallað er sein til, en ná sér á strik síðar til jafns við önnur börn. Önnur lenda varanlega út af braut þess, sem kallast eðlilegt, og enn öðrum fer aftur í þroska, eftir því sem tíminn líður. Því þarf að fylgjast með þroskaferlinum reglu- bundið yfír lengri eða skemmri tíma, til að hægt sé að átta sig á hinni raunverulegu stöðu. Ekki er hægt að átta sig á henni fyrr en barn er t.d. búið að ná þeim aldri, að einhveijum tilteknum þroskaá- fanga ætti að vera náð samkvæmt forskriftum vísindanna. Víst er, að börn vaxa og þroskast eftir þeim reglum og innan þeirra marka, sem náttúran sjálf hefur sett þeim og fá engu þar um breytt. Þau gera því óbeinar kröfur til tilverunnar um, að umhverfið veiti þeim eðli- lega, líkamlega, tilfinningalega og vitsmunalega næringu itl að þeir möguleikar, sem í þeim búa sam- kvæmt erfðavísum, geti náð að þroskast og blómstra. Þó að náttúr- legir, meðfæddir hæfileikar séu bundnir erfðum, getur umhverfið samt verið annaðhvort þroskahvetj- andi eða þroskaletjandi og ráðið miklu um, hvað nær að þroskast og blómstra eða hvað er dæmt til að standa í stað eða jafnvel visna. Foreldrar eru oft fljótari en allir aðrir að átta sig á því, ef eitthvað er að barni og enginn skyldi van- meta áhyggjur foreldra varðandi þroska og heilsufar bams síns. Hitt er erfiðara að meta, hvað er raun- verulega að fara úrskeiðis eða hvað er eðli sínu samkvæmt eðlilegt þroskavandamál fyrir aldur, en samt þess eðlis að valda foreldrum og umhverfi verulegum vanda, óþæg- indum og samskiptaörðugleikum. Þar kemur oft til kasta fagfólks að greina á milli og það skiptir raun- verulega máli, þar eð þannig vanda- mál valda oft neikvæðri afstöðu í garð bamsins. Sú neikvæða afstaða getur hins vegar haft verulega nei- kvæð áhrif á sjálfsmynd bamsins og getur þannig orðið að varanlegu vandamáli innra með því, þegar frá líður og haft áhrif á afstöðu þess til sjálfs sín og annarra. Það skiptir miklu máli fyrir barn, að fullorðnir meti þroska þess og hæfni raunhæft, því að oflof og dekur undirbýr bam líka mjög illa fyrir harða lífsbaráttu seinna og dæmir það til vonbrigða á vonbrigði ofan, þegar á hólminn er komið. Fagaðilum er verulegur vandi á höndum, þegar gmnur vaknar um, að þroskaferill barns sé á vafasamri braut, án þess að aðstandendur renni í það gran. Sú skylda hvílir þá á fagaðilum að ganga úr skugga um, hvort grunur um þroskafrávik sé á rökum reistur og gera ráðstafanir til að sanna eða afsanna grunsemdir sín- ar. Óvissutímabilið getur orðið for- eldrum og aðstandendum þungbært og áhyggjurnar jafnvel komið sem fleygur á milli þeirra og barnsins. Við það getur því áður gott sam- band á milli foreldra og barns trufl- ast. Matið er ávallt vandasamt verk, sem krefst mikillar þekkingar á því, hvað börnum á mismunandi aldursskeiðum er eðlilegt, auk glöggskyggni og starfsreynslu til að geta metið rétt það, sem fyrir augun ber. Fátt er verra en að vekja óþarfar áhyggjur, þótt nauð- synlegt sé að kryfja vandann til mergjar, ef eitthvað liggur undir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.