Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 37 I ' I I í 3 I ' 5 I I I I I EGGERT G. Þorsteinsson alþingismaður bauð gesti velkomna á stofnfundinn. Þar fluttu einnig ávörp þeir Iiilmar Helgason og Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra. aðdraganda stofnunar samtakanna og mark- mið þeirra. Matthías Bjamason heilbrigðisráðherra tók næstur til máls og taldi misnotkun áfeng- is meiriháttar vandamál í þjóðfélaginu. Hann sagði að þar sem aðgerðir heilbrigðisyfir- valda hefðu einkum beinst að þeim sem væru orðnir mjög sjúkir, andlega og líkamlega, væri ef til vill skiljanlegt að meðferð þeirra hefði til þessa verið á vegum geðsjúkrahúsa. Ráðherra gat sérstaklega um merkilegt starf AA-samtakanna og fagnaði stofnun nýrra samtaka og stefnu þeirra. Óskaði SÁÁ góðs gengis og bauð þau velkomin til samstarfs við alla þá sem ynnu að heilbrigðismálum. Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona talaði næst og rakti í stórum dráttum sögu áfengis- mála síðustu áratugina. Hún sagði að þýðing- armest væri að eyða ranghugmyndum og hleypidómum og fínna aðferðir til áhrifarík- ari meðferðar. vorum komnir nokkuð áfram í þessum um- ræðum sáum við að við þyrftum að stofna fé- lag til að vera ábyrgt fyrir rekstri slíkrar stöðvar. Meðal annars hvað snertir húsaleigu og aðrar fjárfestingar. Það voru til tveir möguleikar. Annars vegar að stofna lítið fé- lag þeirra sem höfðu kynnst vandamálinu af eigin raun eða stofna félag þar sem almenn- ingi væri gefinn kostur á að taka þátt í mál- inu. Við höfðum orðið varir við áhuga al- mennings á að gera eitthvað róttækt enda kannski ekki að ástæðulausu. Það er alkunna að í hverri einustu fjölskyldu á fslandi fyrir- finnst alkóhólismi. Við ákváðum að höfða til almennings og unnum síðan út frá því,“ sagði Hilmar í þessu útvarpsviðtali. Böl sem grasséraði í þjóðfélaginu Jafnhliða því að funda með félögum sínum vann Hilmar að því að velja fólk til að taka sæti í stjórn samtakanna við stofnun þeirra. Sem fyrri daginn átti hann auðvelt með að fá fólk á sitt band. Meðal þeirra sem Hilmar fékk augastað á var áhrifamaður í verkalýðs- hreyfingunni, Guðmundur J. Guðmundsson. Guðmundur segir að þá um sumarið hafi hann hitt Hilmar Helgason á götu og Hilmar hafi farið að ræða fyrirhugaða félagsstofnun. „Ég hafði þekkt Hilmar alllengi og hann vildi fá mig með í þetta. Hilmar var slíkur eldhugi að það borgaði sig að segja já strax í stað þess að eyða löngum tíma í rökræður. Enda var ég hrifinn af þessari hugmynd. Ég hafði misst marga góða vini og félaga í brennivínið og gerði mér grein fyrir því hvað þetta böl grasséraði í þjóðfélaginu," segir Guðmundur J. Binni Bemdsen segir Hilmar hafa verið aðalhvatamanninn að stofnun SÁÁ og tekur undir með Guðmundi að hann hafi verið eldhugi: „Það besta við Hilmar var að hann hugsaði eins og fíkill, fékk svo stórkost- legar hugmyndir. En það þurfti líka að fram- kvæma hlutina og ég var svona eins og kúst- ur á eftir honum að koma því í verk sem hon- um datt í hug. Boðun stofnfundarins var bara sérmál á þessum tíma. Hvað ætti síðan að gera var órætt.“ Skotheld samtök Það fer ekki á milli mála að Hilmar Helga- son hefur frá upphafi sett sér það markmið að gera samtökin skotheld, ef svo má að orði komast, það er að fá til liðs við málefnið áhrifamenn af ýmsum sviðum þjóðfélagsins í bland við aðra. Björgólfur Guðmundsson, kunnur maður úr viðskiptalífinu, fór ekki framhjá vökulum augum hans. „Hilmar bað mig um að koma og vera með í fyrirhuguðum samtökum og það sama gerðu fleiri vinir mínir sem voru að undirbúa stofnun þessara samtaka. í byrjun velti ég því svolítið fyrir mér hvort það væri heppi- legt fyrir mig að taka þátt í þessu. En ég sá að það var svo mikil þörf á að gera eitthvað í þessum málum og svo mikil ánægja hjá fólki að einhverjir vildu drifa í að koma á úrbótum að ég hugsaði mig ekki lengi um. Það má segja að strax hafi verið bæði áhugi og þörf af minni hálfu að taka þátt í þessu,“ segir Björgólfur. Hann átti síðan eftir að starfa í mörg ár fyrir SÁA sem stjórnarmaður og síðar formaður samtakanna. „Það hrikti í þjóðfélaginu eftir þennan þúsund manna fund“ Guðmundur J. rifjar upp að þegar rætt var um stað fyrir stofnfundinn hafi orðið Unnið gegn mesta meini aldarinnar Hilmar Helgason, formaður undirbúnings- nefndar, tók nú til máls og skýrði tilganginn með stofnun SÁA og þeirri reynslu sem kom- in væri á erlendis af meðferð alkóhólista. „Minnumst þess, að enginn er vonlaus og að enginn ætti að þurfa að drekka sér til óbóta áður en hann leitar hjálpar. Sú kenning er úrelt,“ sagði Hilmar. Næst talaði Skúli Johnsen borgarlæknir og kvaðst vera hlynntur þeim hugmyndum sem lægju að baki stofnun samtakanna og vænti alls hins besta af þeim. Hann hét stuðningi síns embættis við starfsemina. Ind- riði Indriðason stórtemplari kvaddi sér hljóðs og sagði góðtemplararegluna fagna SAÁ, bæði fyrirbyggjandi starfi þeirra og hjálparstarfi við hina sjúku. Jóhannes Magnússon bankafulltrúi sté næst í ræðustól og lýsti reynslu sinni af bar- áttunni við Bakkus á áhrifamikinn hátt. Hann lagði áherslu á að það þyrfti að draga fram vandamálið og hætta að fela alkóhólist- ann. Síðan fékk Pétur Sigurðsson alþingis- maður orðið og flutti þakkir fyrir hönd und- irbúningsnefndar. Hann sagði meðal annars að undirtektir almennings hefðu verið merki- legar. Fólk væri meðvitað um að áfengis- vandamálið snerti í raun hvern einasta lands- mann. Hér væri um þjóðarvakningu að ræða og menn stæðu í svipuðum sporum og braut- ryðjendur baráttunnar gegn berklaveiki á sínum tíma. SÁA vildi heilshugar samstarí við alla sem hefðu áhuga á að vinna gegn mesta meini aldarinnar. „Höldum sameinuð til starfa“ Framhaldsstofnfundur SÁÁ var haldinn á tilsettum tíma þann 9. október á Hótel Sögu og var Súlnasalurinn þéttsetinn enda mættu um 850 manns. Eggert G. Þorsteinsson setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Jóhannes Magnússon. Fundarstjóri skipaði síðan Egg- ert og Aðalheiði Bjamfreðsdóttur, formann Sóknar, sem fundarritara. Sverrir Garðars- son útskýrði drög að lögum samtakanna sem dreift hafði verið á fyrri hluta stofnfundar. Hver grein fyrir sig var borin undir atkvæði og samþykkt með örlitlum orðalagsbreyting- um. Einnig var samþykkt breytingartillaga frá undirbúningsnefnd um fjölgun í aðal- stjóm úr 15 í 36. Lög samtakanna í heild vom síðan samþykkt einróma. Strax að þvi loknu var gengið til stjórnarkjörs. Sérstök uppstillingamefnd lagði fram tillögu með 36 nöfnum. Var hún samþykkt einróma sem og nöfn fimm varastjórnarmanna. Að loknu stjórnarkjöri og kosningu endur- skoðenda var gert hlé í hálfa klukkustund til að nýkjörin stjórn gæti kosið framkvæmda- stjórn. Kosningu hlutu: Hilmar Helgason formaður, Binni Bemdsen, John Aikman, Einar Sverrisson og Björgólfur Guðmunds- son. Til vara: Ingibjörg Bjömsdóttir, Eyjólf- ur Jónsson og Sveinsína Tryggvadóttir. For- maður var kosinn sérstaklega en að öðra leyti skipti stjórnin með sér verkum. Hinn nýkjörni formaður, Hilmar Helga- son, tók síðan til máls og þakkaði það traust sem sér og samstjómarmönnum sínum væri sýnt með kjörinu. Hann hét á alla viðstadda að standa vel og dyggilega að baki stjóminni og veita verkefnum og baráttumálum sam- takanna öflugan stuðning. Án sameiginlegs allsherjarátaks væri ekki mikils að vænta. „Höldum sameinuð til starfa,“ sagði formað- urinn. Freeportklúbburinn FREEPORTFARAR stofnuðu með sér fé- lag 12. ágúst 1976 sem nefnist Freeport- klúbburimi. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að viðhalda og auka við fróðleik sem félagamir öðluðust á Freeportspítalanum og í framhaldsmeð- ferðinni. Ennfremur að miðla fróðleik um áfengismál með forgöngu um fyrirlestra- hald, veitingu námsstyrkja og með hverj- um þeim hætti sem þætti henta hveiju sinni. Einnig að vera vettvangur umræðu og upplýsingamiðlunar fyrir klúbbfélaga um hvað það sem væri efst á baugi í áfeng- ismálum þjóðarinnar á hveijum tíma. Þá var það ennfremur tilgangur félagsins að taka að sér, ef tilefni þætti til, þjónustu við eitthvert verkefni innan íslenskra áfengis- mála með fjáröflun eða sjálfboðaliðastörf- um. Félagið er óháð öðrum samtökum en klúbbfélagar sem einstaklingar eru hvattir til að leggja þeim hreyfingum lið sem að þeirra eigin mati beijast raunhæft gegn áfengisvandamálinu. Freeportfarar standa saman í bliðu og stríðu. Til marks um það má nefna að Freeportfari sem var á ferðalagi í Róm hóf þar drykkju á nýjan leik. Hann hringdi heim, félaus og illa haldinn. Þegar í stað lagði einn Freeportari af stað til Ítalíu, leysti manninn úr hótelskuld og kom hon- um beina leið á Freeportspítalann. Segja má að Freeportklúbburinn hafi verið undanfari SÁA. Klúbburinn bauð hingað til lands sérfræðingum í áfengis- meðferð frá Bandaríkjunum sem héldu fundi og fyrirlestra og komu fram í íjöl- miðlum. Klúbburinn veitti fjárstyrki til námsferða ráðgjafa SÁÁ eftir stofnun samtakanna og átti stóran þátt f að opna fordómalausa umræðu um áfengisvanda- málið. Fyrsti formaður Freeportklúbbsins var Anna Þorgrímsdóttir, en hún var jafnframt einn af fyrstu ráðgjöfum SÁÁ. Klúbburinn er enn starfandi þar sem ákveðinn kjarni úr hópi Freeportfara hittist reglulega. TÆPLEGA þúsund manns sóttu stofnfund SÁÁ og troðfylltu Háskólabíó. ágreiningur. „Mönnum sló saman. Flestir vildu halda fundinn á sæmilega huggulegum stað sem rúmaði tvö til þrjú hundruð manns. Það mætti til dæmis halda fundinn í Austurbæjarbíói eða á Hótel Borg. Hilmar harðneitaði að fallast á þær hugmyndir og heimtaði sjálft Háskólabíó. Mönnum blöskr- aði. Það var ekki á færi nema stjórnmála- flokka að fylla þúsund manna sal og kannski ekki einu sinni á þeirra færi, að minnsta kosti ekki allra. Hilmar sagði blákalt að þetta ætti að vera stormandi fundur sem mundi sprengja utan af sér þúsund manna sal og hann hafði sitt fram. En Hilmar varð hræddur þegar nær dró fundinum. Óttaðist að okkur tækist ekki að fylla salinn. Þá lagðist hann í símann og hringdi í fólk til að fá það á fundinn. Það mætti segja mér að hann hafi hringt í fimm til sex hundruð manns. Og auðvitað kjaftfyllti hann bíóið. Það hrikti í þjóðfélaginu eftir þennan þús- und manna fund,“ segir Guðmundur J. Guð- mundsson. Þýðingarmest að eyða ranghugmyndum og hleypidómum Boðað var til stofnfundar SÁÁ laugardag- inn 1. október 1977 í Háskólabíói klukkan 14. Fólk tók að streyma að löngu fyrir tilsettan tíma. Skólahljómsveit Kópavogs lék létt lög meðan fundargestir komu sér fyrir. Salurinn vai' nær fullsetinn þegai- Eggert G. Þor- steinsson fundarstjóri setti fundinn á slaginu tvö. Talið er að fundargestir hafi verið yfir 900. Fyrir hönd undirbúningsnefndar bauð Eggert alla viðstadda velkomna og ræddi um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.