Morgunblaðið - 09.11.1997, Side 41

Morgunblaðið - 09.11.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 41 FRÉTTIR Morgunblaðið/Egill Egilsson Knáir knattspyrnukappar Flateyri. Morgunblaðið. ÆFÍNGAMÓT í knattspyrnu fyr- ir 11-12 ára stelpur og stráka var nýlega haldið í íþróttahúsi Flat- eyrar. Þátttakendur, sem komu frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og frá Boltafélagi ísafjarðar, voru á bilinu 60-70. Ætlunin er að halda áfram með svipuð mót frá nærliggjandi nágrannabæj- um á næstunni. Meistaramót Hellis 1997 MEISTARAMÓT Hellis 1997 hefst miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Mótið verður sjö umferða opið kappskákmót. Þetta er í 6. sinn sem mótið fer fram, en núver- andi skákmeistari Hellis er Andri Áss Grétarsson. Meistaramótið verður nú reiknað til alþjóðlegra skákstiga í fyrsta sinn. Mótið er öllum opið. Teflt verður á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum og hefj- ast umferðir alltaf kl. 20.00. Þátttöku má tilkynna til Daða Arnar Jónssonar, eða með tölvu- pósti til Taflfélagsins Hellis: hellirvks.is. Fréttir af mótinu munu birtast á heimasíðu Hellis: www.vks.is/skak/hellir. Bæði verða birt úrslit allra skáka og eins helstu skákir hverrar umferðar. Öllum er velkomið að fylgjast með mótinu og er aðgangur ókeyp- is. * Ovanaleg- ur fundur Ólafsvík. Morgunblaðið. ÞEGAR starfsmenn Snæfellsbæjar voru að grafa fyrir nýrri skolplögn við Félagsheimilið Klif á dögunum ko_m upp sjónvarpssnúra merkt RÚV Trú og Taska 1. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að snúran hefur sennilega týnst þegar verið var að vígja Félags- heimilið 1987. Hafa þá starfsmenn RÚV, sem voru við sjónvarpsupp- tökur, týnt þessari snúru sem svo var urðuð á svipuðum tíma. Virðist snúran hafa verið í góðri geymslu þarna neðanjarðar því hún var með öllu óskemmd. Getur sá sem saknar hennar vitj- að hennar hjá starfsmönnum Snæ- fellsbæjar í Ólafsvík. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum PÉTUR Bogason með snúr- una góðu i höndunum. Morgunblaðið/Egill Egilsson Fyrsta einbýlishúsið í 15 ár Flateyri. Morgunblaðið. ÞESSA dagana vinnur Guðjón Guðmundsson, verksljóri á Flat- eyri, hörðum höndum ásamt að- stoðarmönnum við að klæða ný- byggt hús sitt að utan. Guðjón hóf byggpngpu hússins í ágúst á þessu ári og stefnir að því ótrauður að ljúka ytri frá- gangi sem fyrst. Þetta mun vera fyrsta einbýlishúsið sem byggt hefur verið í 15 ár. Guðjón hefur búið í einum af þeim fjölmörgu sumarbústöðum sem eru fyrir á svæðinu, en þau hjónin misstu hús sitt í flóðinu fyrir tveim árum. Aðspurður kveðst Guðjón vera bjartsýnn á áframhaldið, annars hefði hann ekki ráðist í þessa nýbyggingu. MIWIMIMGAR INGVI SAMÚELSSON + Ingvi Samúelsson var fædd- ur í Sauðeyjum á Breiða- firði 17. júlí 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogs- kirkju 7. nóvemher. Að morgni 31. október síðastlið- inn barst mér frétt um að Ingvi Samúelsson, samstarfsmaður minn og félagi í 28 ár, hafi látist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur þá um morguninn. Varð mér hverft við þessa frétt, þrátt fyrir að búast hafí mátt við slíkri frétt um nokkurt skeið, því heilsa Ingva var farin að gefa sig eftir langa starfsævi, enda kominn á áttugasta og fjórða aldursár. Fyrstu kynni mín af öðlings- manninum Ingva Samúelssyni voru í júní 1963, þegar ég ásamt tvíbura- bróður mínum hóf rekstur á Diesel- verkstæðinu Boga hf. Þá vann Ingvi nokkru neðar við sömu götu, á öðru dieselverkstæði. Um þetta leyti var mikil gróska í innflutningi landbún- aðartækja allskonar, svo sem drátt- arvélum og landbúnaðaijeppum knúnum dieselvélum. Vélverk dies- elverkstæðið þar sem Ingvi starf- aði, hafði gert samning við Garðar Gíslason hf. sem flutti inn Austin Gypsy landbúnaðaijeppa um að herða upp og yfirfara dieselvélar þessara tækja meðan ábyrgð fram- leiðanda var í gildi. Dieselstillingar voru svo til ný grein í vélaviðgerðum á þessum tíma og var aðeins eitt dieselstilliverkstæði starfandi á landinu. Vélverk og Dieselverk- stæðið Bogi hófu starfsemi sína á sama árinu og keyptu nýjustu stilli- tæki fyrir dieselstillingar. Ingvi hafði brennandi áhuga á þessari nýju tækni í vélaviðgerðum, og vildi kynna sér og ná í alla þá þekkingu, sem fáanleg var til þess að verða fullfær til að gera við flókin oliu- verk af ólíkum gerðum og stærðum. Þar sem Dieselverkstæðið BOGI hf. hafði á að skipa sérmenntuðum mönnum frá enska fyrirtækinu C.A.V. sá Ingvi möguleika á að ná í þekkingu á þessu sviði, ef hann skipti um vinnustað. Marga ferðina átti hann yfír í Boga, frá því í júní 1963 fram í september sama ár, til þess að leita ráða vegna þeirra vandamála sem hann var að glíma við í Vélverk. Í september 1963 bað Ingvi um vinnu í Boga hf. en þá hafði hann sagt upp störfum í Vél- verk. Hann var ráðinn og þar starf- aði Ingvi óslitið til ársins 1988 í júní, þegar Dieselverstæðinu Boga hf. var lokað af annarlegum ástæð- um í fullum og blómlegum rekstri. Dieselverkstæðið Bogi s.f. var opn- að aftur 17. marz 1989 með þrem- ur starfsmönnum og var Ingvi Samúelsson einn þeirra. Hann sagði upp starfí sínu í Boga sf., 1. maí 1990, vegna vanheilsu konu sinnar, Önnu K. Friðbjamardóttur. Hún lif- ir mann sinn 91 árs gömul. Það var mitt stærsta happ í rekstri fyrirtækisins að hafa ráðið Ingva í vinnu og fá að njóta starfs- krafta hans svo lengi sem raunin varð á eða í tæpa þijá áratugi. Ingvi var völundur í höndunum, vandvirk- ur með afbrigðum. Samviskusemi Ingva var annáluð og heiðarleikinn slíkur að hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu sem hann lét frá sér fara. Verkkunnáttan var slík, að aldrei þurfti að vinna upp verk sem hann hafði unnið. Fyrir kom að Ingvi lenti í erfíðum verkefnum, sem varð að leysa á stuttum tíma undir mikilli pressu og eftirrekstri, sem er slæmt fyrir þann sem vinn- ur við fínvinnu. Það truflaði ekki hans trausta og hnitmiðaða verklag og var hann ótrúlega afkastamikill miðað við vinnuhraðann, sem virtist hægur en var það í raun ekki. Fyr- ir kom að Ingvi fór snemma heim úr vinnu, þegar hann var að glíma við næstum óleysanleg verkefni; tók með sér nokkrar viðgerðabækur á ensku og grúskaði í þeim fram eft- ir kvöldi. Næsta dag var hann mættur til vinnu um kl. fjögur eða fímm um morguninn og var þá búinn að leysa vandamálið, þegar hinir komu til vinnu. Svona var INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. des- ember 1907. Hún lést á Drop- laugarstöðum 13. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 22. október. Elsku amma er dáin. Sárt er að. horfa á eftir svo góðri vinkonu. Yndislegar minningar um hana hjálpa okkur í sorginni. Amma fylgdi okkur í gegnum margt í lífinu, bæði gleði- og sorg- arstundir. Við fráfall móður okkar í júlí síðastliðnum var gott að eiga ömmu að því hún var einstaklega hlý og gaf okkur ávallt styrk á erfið- um stundum. Heimili ömmu var okkur alltaf opið og þangað var gaman að koma og gott að vera. Þrátt fyrir háan aldur var amma ung í anda og bar aldurinn vel. Við áttum margar ánægjulegar stundir með henni þar sem við sátum saman og röbbuðum um lífið og tilveruna og nutum ein- stakrar gestrisni hennar. Við systurnar erum þakklátar fyrir að börnin okkar fengu tæki- færi til að kynnast ömmu, slíkri perlu sem hún var. Við trúum því að amma sé nú komi til afa sem hún saknaði sárt og til elskulegs sonar, Grétars, og tengdadóttur, Kristínar, sem létust langt um aldur fram. Við kveðjum elskulega ömmu okkar með söknuði og munum ávallt minnast hennar með gleði og hlýhug. Birna, María og Ingibjörg. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ingvi, en ekki fékk maður að vita hvenær hann mætti um morgunin því að hann skrifaði ekki þennan tíma á verkið, hafði ekki samvisku til að taka fyrir þá töf, sem hann taldi hafa orðið á viðgerð olíuverks- ins. Slíka menn er ekki hægt að finna í dag. Ingvi var ákaflega dagfarsprúður maður, skipti aldrei skapi við sína vinnufélaga eða viðskiptavini fyrir- tækisins, en þjónustulundin og vilj- inn til að hjálpa var mikill. Ingvi starfaði mikið að félagsmálum í Félagi járniðnaðarmanna og var hann trúnaðarmaður félags síns á sínum vinnustað alltíð. Félag járn- iðnaðarmanna í Reykjavík keypti eyðibýli í Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi sem heitir „Kljár“. Þar vann Ingvi ómælda vinnu ásamt félögum sínum við að gera upp húsakynnin, sem síðan eru notuð sem sumarhús fyrir félagsmenn. Þar eyddi Ingvi mörgum sumarleyf- um sínum við smíðar og endurbæt- ur því Ingvi var jafnvigur á tré og járni. Var öll þessi vinna unnin í sjálfboðavinnu. í frítíma sínum stundaði Ingvi fjallaferðir á Willisn- um sínum, ’46 módel, og var þá oft haglabyssan og riffíllinn með í för, því Ingvi var frábær skytta. Stundaði hann ijúpnaveiðar á hveij- um vetri ásamt syni sínum Samú- el, frá því að hann hafði aldur til að fara með vopn. Einnig hafði hann gaman af að renna fyrir sil- ung með stöng. Þökk sé Guði fyrir að hafa feng- ið að njóta starfskrafta þinna Ingvi, í svo langan tíma, og ég vil kveðja þig með þessum fátæklegu orðum mínum. Eg bið algóðan Guð að vernda og vera með Önnu konu þinni í hárri elli einnig með Samma, Dóru og fjölskyldum þeirra. Sigurður Finnbogason. Crfisdrykkjur A Vaitingaliú/i* Gnn-mn Sími 555-4477 •sj ^ / FOSSVOGI Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.