Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ómar A gáruðu vatni Auknar líkur á sameining’ii sjúkra- - húsa í Reykjavík HORFUR eru á því að ríkisstjórnin ákveði á naastunni að sameina sjúkrahúsin tvö á höfuðborgar- svæðinu en fresti um sinn að sam- eina sex sjúkrahús á suðvesturhom- inu. Stjórnvöld hafa samþykkt að láta halda áfram vinnu við hug- myndir VSO-ráðgjafar um samein- inguna. I viðtali Morgunblaðsins við Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðis- málaráðherra kemur fram að sl. þriðjudag hafi á ríkisstjórnarfundi verið ákveðið að láta halda áfram vinnu við skipulagsathugun með það fyrir augum að „framtíðarsýn um öflugt háskólasjúkrahús, er byggi á samþættu sjúkrahúskerfi í Reykjavík verði að veraleika, í samræmi við tillögur VSÓ-ráðgjaf- ar“. Aðaláherslan verði lögð á þætti er snúa að Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur í þessum áfanga. Vinnan verði skipulögð í samráði við VSÓ-ráðgjöf. ■ Hriktir í kerfínu/Bl Deilumál rædd á fundi Halldors Ásgrímssonar með forsætis- og utanríkisráðherra Noregs í Óslá Smuguviðræður hefjist fljotleffa Scan-Foto VEL fór á með utanríkisráðherrum Isiands og Noregs, þeim Iialldóri Ásgrímssyni og Knut Vollebæk, í upphafi vinnufundar þeirra í gær. VIÐRÆÐUR íslands, Noregs og Rússlands um lausn á deilunni um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi hefjast á nýjan leik inn- an skamms. Þetta er niðurstaðan af vinnufundi Halldórs Asgrímssonar utanríkisráðherra með utanríkis- ráðherra Noregs, Knut Vollebæk, í Ósló í gær. Halldór átti einnig stutt- an fund með Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra. „Við Bondevik fóram yfir fisk- veiðimálin, Evrópusamstarfið og Schengen, en síðan fórum við mun nákvæmar yfir þessi mál, ég og ut- anríkisráðherrann,“ segh’ Halldór. Hann segir að þeir hafi orðið sam- mála um að hefja á ný viðræður embættismanna um Smuguveiðarn- ar sem fyrst. Áður en ný ríkisstjórn tók við völdum í Noregi hafði verið rætt um að utanríkisráðuneyti íslands, Noregs og Rússlands myndu setja saman nefnd til að hefja samninga. Halldór segir að fyrir þremur dögum hafi borizt jákvætt svar frá Rússum. „Við reiknum með að þessai’ viðræður geti hafizt fljótlega," segir Halldór. Skilja að það leysir ekki málið að útiloka ísland frá kvóta Aðspurður hvort svo virðist sem sjónarmið Peters Angelsens sjáv- arútvegsráðherra hafi orðið undir í norsku ríkisstjóminni, en Angelsen hefur viljað loka Smugunni með útfærslu lögsögunnar og útilokað að Island fengi kvóta í Barentshafi, seg- ir Halldór: „Norðmönnum er alveg ljóst að það leysir ekki málið að úti- loka okkur frá kvóta, vegna þess að við munum halda áfram að veiða. í sjálfu sér getum við lifað við að halda áfram að veiða án þess að semja um það, en við viljum koma þessu máli út úr heiminum. Það verður aðeins gert með því að við fáum fiskveiðiréttindi. Ég held að öllum sé þetta ljóst, hvort sem þeim líkar það eða ekid.“ Utanríkisráðherra segist hafa útskýrt fyrir norska starfsbróður sínum hvers vegna ísland hafi sagt upp samningi ríkjanna um loðnu- veiðar. „Ég tjáði honum hins vegar að við vildum ná niðurstöðu um nýjan samning sem fyrst og það er reiknað með að viðræður um það hefjist fyrir áramót. Okkur er mikið í mun að ná niðurstöðu fyrir næstu vertíð, sem hefst væntanlega í júlímánuði,“ segir Halldór. Verð á mjólkurkvóta lækkar EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. VERÐ á mjólkurkvóta hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum. Töluvert framboð er á mjólkurkvóta um þessar mundir, en bændur eru tregir að selja frá sér kvóta á því lága verði sem nú geng- ur. Ný og strangari reglugerð um framutölu í mjólk tekur gildi um áramót og ljóst að bændur þurfa að losa sig við kýr með háa frumutölu í kjölfarið. Undanfarið hefur verð á mjólkur- kvóta farið lækkandi. Það náði há- marki síðastliðið vor þegar það fór í 169 krónur lítrinn. Nú er það komið niður í 130 krónur lítrinn að meðaltali. Mjög mikið framboð er á mjólkurkvóta um þessar mundir og má því allt eins búast við að verðið lækki enn meir. Guðbjörn Árnason, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, sagði að verðið hefði lækkað á síðustu vikum og vitnaði í sölu nú fyrir nokkrum dögum þar sem kvóti hefði verið seldur á 125 kr. lítrinn. Héldi sú þróun áfram, að mjólkur- framleiðendum fækkaði líkt og síðustu ár, taldi Guðbjörn að gera mætti ráð fyrir að stjórn fram- leiðslunnar með kvóta yrði óþörf innan tíu ára. Ný reglugerð varðandi frumutölu í mjólk tekur gildi um næstu áramót og verður hún mun strangari, fer úr 600 þúsund á millílítra í 400 þúsund. Það er því ljóst að bændur verða að losa sig við mikið af kúm sem eru með háa framutölu. Fjósum lokað Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði að eftir breyting- una yrði þeim fjósum lokað þar sem frumutala mældist 5-600 þúsund að meðaltali og þar yfir í þrjá mánuði. Ovæntur fundur gamalla teikninga Alþingishúsið með kjallara ÁÐUR óþekktar teikningar af Alþingishúsinu frá árunum 1879 til 1880, og þar á meðal uppdrættir sem virðast vera endanlegar byggingar- teikningar hússins, komu nýlega í leitirnar í Þjóðskjalasafni íslands. Þessar teikningar hafa fram að þessu verið taldar glataðar. Enn fremur hafa fundist í safninu frumtillögur að stækkun Alþing- ishússins frá árunum 1906 til 1907. Er þar gert ráð fyrir annars konar viðbyggingu við húsið en Kringlumú svoneftidu sem reist var 1909. Sér- fræðingum var ókunnugt um tilvist þessara teikninga. Guðmundur Magnússon, skjala- vörður, skýrir frá því í grein í Morg- unblaðinu í dag að það hafí verið fyrir hreina tilviljun að hami fór að kynna sér óflokkað safn teikninga sem varðveittar voru í öryggis- geymslu Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162. Teikningarnar höfðu verið fluttar í safnið ásamt mörgum skjalabögglum úr kjallarageymslu eins ráðuneytamia nokkrum misser- um fyrr og biðu rannsóknar og •7\BTKIAVI! viðgerðar. Hafði ekki verið kannað sérstaklega hvað þær sýndu. Guðmundur segir forvitnilegt að sjá þarna teikningu af Alþing- ishúsinu með kjallara undir. Um kjallarami sem aldrei var byggður hafi ýmislegt verið skrifað og skrafað en fram að þessu hefúr mönnum ekki verið Ijóst um hvers kouar kjallara var að ræða og hvaða áhrif hann hefði haft á útlit þinghússins. ■ Frumteikningar/26 • • Oflugasta Kröfluholan EIN hola af þeim fimm sem boraðar hafa verið við Kröflu í ár virðist vera mjög öflug en hún gefur um 27 kg af háþrýstigufu á sek. Það jafngildir um 11-13 megawöttum og er þetta öflugasta holan sem þarna hefur verið boruð. Fram til þessa hafa holurnar gefið um 2-4 MW en ein sker sig þó úr með 10 MW. Að sögn Ásgríms Guðmundsson- ar jarðfræðings er þessi nýja hola búin að blása frá því um miðjan október og því ríkir nokkur bjartsýni með framhaldið. Virkjunin hefur verið í gangi í tíu ár með full- um afköstum en nú er verið að stækka hana og setja upp nýja vél og er gert ráð fyrir að framleiðslan verði komin í 60 MW í árslok 1998.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.