Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður bankaráðs Landsbankans um risnukostnað bankans Föst risna bankastjórn- enda líklega afnumin Davíð Oddsson Smásögur eftir Davíð Oddsson VAKA - Helgafell gefur út smásagnasafn eftir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þetta er fyrsta bók Davíðs, en smásaga og Ijóð eftir hann hafa birzt í blöðum og tímarit- um og leikrit hans verið sýnd á sviði og í sjónvarpi. FÖST risna til yfirmanna Lands- banka íslands verður væntanlega afnumin, að sögn Kjartans Gunn- arssonar, formanns bankaráðs LI, en um er að ræða greiðslur á mánaðargrundvelli sem eiga sér áratugalanga hefð í bankanum og ætlaðar eru til risnunotkunar. Hæsta greiðsla til bankastjóra er um 400 þúsund krónur á ári, en greiðslan fer síðan stiglækkandi til starfsmanna í yfirstjórn bankans. Sagði Kjartan að þessar greiðslur væru taldar fram sem risna á launaseðli viðkomandi. „I raun og veru eru þetta bara laun og þetta er ekkert sértækt fyrir þetta fyrirtæki. Þetta er gert í fjölmörgum fyrirtækjum, en hins vegar hafa menn yfírleitt gefist upp á að gera þetta,“ sagði Kjart- an. Bílastyrkir starfsmanna taldir með Hann sagði að svokölluð föst risna bankans næði einungis til ákveðins hóps starfsmanna, en risna samkvæmt reikningi væri öll risna sem greidd væri 900 starfsmönnum bankans í aðal- stöðvunum og 60 útibúum. I svari viðskiptaráðherra við fyr- irspum Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað ríkisbankanna kom fram að samtals hefði verið um að ræða 1,3 milljarða króna frá og með árinu 1993. Þar af er um að ræða um 650 milljónir króna hjá Lands- bankanum. Kjartan sagði að þar af væru greiðslur vegna bifreiða- styrkja til um 200 starfsmanna um 400 milljónir króna og þar væri ein- ungis um kjaramál að ræða. Mismunurinn væri það sem greitt hefði verið starfsmönnum fyrir ferðakostnað á vegum bank- ans á fimm árum innanlands og er- lendis, risnukostnað og annan bif- reiðakostnað. Samanlagt væri þetta rúmt 1% af rekstrarkostnaði bankans á þessu tímabili. Árlegur ferðakostnaður Alþingis 60 milljónir Kjartan sagði að til samanburðar mætti geta þess að árið 1992, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félags- málaráðherra, hafi aksturskostnaður í félagsmálaráðuneytinu, þar sem eru um 15 starfsmenn, verið 30 miUjónir króna. Þá hefði árlegur ferða- kostnaður þessi sömu ár og miðað var við í fyrirspuminni til viðskipta- ráðhena verið sjö milljónir króna. „Það er hægt að fara í mildnn samanburð í þessum efnum, en sár- ast finnst mér að þingmaður skuli vera að þenja sig yfir ferða- kostnaðarreglunum. Þær eru ein- faldlega eins og í þinginu, því þing- menn fá greiddan allan ferða- kostnað, fargjöld, gistingu, síma- kostnað á hótelherbergjum og morgunmat samkvæmt framlögðum reikningum, en að auki fá þeir 80% í dagpeningum, og er ferðakostnaður Alþingis nú á ári um 60 milljónir króna,“ sagði Kjartan. Síldin blessuð og vöktuð TVEIR bandarískir gyðingar eru nú staddir í Neskaupstað til að fylgjast með og blessa sfldina, sem þeir kaupa frá Sfldarvinnslunni. Alls kaupa þeir um 250 tunnur af fiakaðri sfld í bitum þaðan og annað eins frá Friðþjófi hf. á Eskifirði. Gyðingarnir fylgjast grannt með öllu. Fyrst líta þeir um borð í bátana, því ekki má hreisturslaus fiskur vera í farminum. Síðan fylgjast þeir með framleiðslunni og vefja sér kör með þeirri sfld, sem þeim líkar bezt. Sú sfld er siðan blessuð af presti (rabbúia) og eftir það er henni haldið sér þar til hún er sett á tunnur. Innsigla þeir þá tunnumar svo þeir séu ömggir um að fá þá sfld, sem þeir völdu. Þessir aðilar hafa keypt sfld af Sfldarútvegsnefnd undanfarin ár, en þeir em ættaðir frá Tékklandi. GYÐINGAPRESTUR frá Bandaríkjunum blessar og tek ur út sfldina í Sfldarvinnslunni. Mjög strangar reglur gilda um mataræði heittrúaðra gyðinga. Fara verður á ákveðinn hátt að við vinnslu matvælanna og blessa þau síðan til þess að leyfilegt sé að neyta þeirra. Þetta á við um allan mat og drykk sem þeir neyta. Blaðamannafélag Islands 100 ára Ráðunautur um skertan rétt landeigenda til nýtingar hlunninda Eigendur sjávarjarða vilja snúa vörn í sókn EITT hundrað ár vora í gær liðin frá því Blaðamannafélag íslands var stofnað. Þessa vikuna hefur ýmislegt verið gert til að minnast þessa og í gær var hátíðar- og sögukvöld þar sem lesið var úr væntanlegri Fjölmiölasögu íslands, auk þess sem þrír blaðamenn vora heiðraðir fyrir 40 ára starf við blaðamennsku, taldir frá hægri Atli Steinarsson, sem lengst af starfaði á Morgunblaðinu, Björa Jóhanns- son, Morgunblaðinu, og Gísli Sig- urðsson, Morgunblaðinu. Lengst til vinstri er Lúðvík Geirsson formað- ur BÍ. í dag verður tímamótanna áfram minnst með fundi um fjöl- miðlun á nýrri öld, en hátíðarhöld- unum lýkur með afmælishátíð á Hótel Islandi á laugardagskvöld. „ÝMIS hlunnindi jarðeigenda hafa verið tekin af þeim eða þrengd smátt og smátt. Landeigendur, sérstaklega á sjávarjörðum, hafa haft samband við mig og lýst áhuga á hittast til að ræða hags- munamál sín. Það er auðvitað ekki hlaupið að því að endurheimta fom hlunnindi, en landeigendur hafa ekki síður í huga að spyma við fótum svo þessi þróun haldi ekki áfram,“ sagði Arni Snæbjömsson, hlunnindaráðunautur Bændasam- taka íslands, í samtali við Morg- unblaðið. Ámi ritaði grein í Bændablaðið í liðinni viku þar sem hann rifjar m.a. upp að fjölþættar sjávamytjar hafi fylgt jörðum á Islandi frá fomu fari og landeigendur m.a. átt allan veiðirétt innan netlaga. Á síðustu ámm hafi bændasamtök á Norðurlöndunum lagt aukna áherslu á að halda hlunnindum jarða, eða a.m.k. krefjast bóta fyrir réttindamissi. „Ég ritaði þessa grein ekki að tilefnislausu, því landeigendur hafa Réttur til silungs- veiða skertur og landhelgi bænda rofín sýnt áhuga á að snúa vöm í sókn,“ sagði Ámi. „Ég get nefnt sem dæmi, að áður var silungsveiði í net góður búhnykkur, ekki síst hjá bændum á sjávarjörðum á Norður- landi. Nú má ekki leggja út net alla daga eins og áður, auk þess sem reglur um gerð netanna hafa verið þrengdar mjög. Þá verða landeig- endur að leggja net fjær ósum lax- veiðiáa en tíðkaðist. Landeigendur hafa engan áhuga á að ganga gegn rétti þeirra sem nýta lax- veiðihlunnindi, en leggja áherslu á samvinnu við lausn svona mála.“ Ámi nefndi annað dæmi um þverrandi hlunnindi landeigenda. „Dæmi em um að dragnótaveiðar séu leyfðar inni í fjörðum. Þar hafa menn farið á bátum meðfram landi, fælt fiskinn úr landhelgi bænda og rekið hann út á dýpi þar sem þeir koma botnvörpum við. Skelfisk- veiðar geta einnig orkað tvímælis, því landeigendur þurfa að veita leyfi ef þær em stundaðar innan netlaga, þ.e. 115 metra frá stórstraumsfjömmáli.“ Byggðaþróun og þorskveiðar Ámi sagði að áður fyrr hefðu bændur á sjávarjörðum mátt veiða þorsk og selja. „Byggðaþróunin hefði líklega orðið önnur ef þessi regla hefði haldist. Landeigendur hafa engan áhuga á ofveiði fremur en aðrir sem nýta þorskstofninn, en hins vegar þykir þeim skjóta skökku við þegar þessi réttur er af þeim tekinn og færður öðrum. Sama á við um grásleppuna, sem gengur upp í landsteinana. Bænd- ur mega veiða í soðið fyrir sjálfa sig, en ekki til að selja.“ Viðbrögð við grein Árna í Bændablaðinu hafa verið nokkur, en hann reiknaði ekki með að land- eigendur funduðu um málið fyrr en síðar í vetur, líklega eftir áramót. GiUirtil 30.11 '97 staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum yfir 2.000,- hr. @ SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.