Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR --------------------------------------------------------------------- I Samræmd könnunarpróf í stærðfræði og fslensku í 4. og 7. bekk grunnskóla j Bestur árang- ur í Reykjavík Nemendur í Reykjavík náðu bestum áranffri í samræmdum könnunarprófum í 4. bekk grunnskóla í íslensku og stærð- fræði. Bestum árangri í stærðfræði í 7. bekk náðu nemendur í Reykjavík en í ís- lensku náðu nemendur í Reykjavík, ná- grenni Reykjavíkur og á Norðurlandi eystra bestum árangri. Ómar Friðriksson kynnti sér fyrstu niðurstöður. RANNSÓKNASTOFNUN uppeld- is- og menntamála hefur gefið út fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og ís- lensku sem haldin voru fyrir nem- endur í 4. og 7. bekk grunnskóla á öllu landinu dagana 14. og 15. októ- ber. Rúmlega 4.300 nemendur þreyttu prófin í 4. bekk og tæplega 3.700 í 7. bekk. Markmiðið með samræmdu könnunarprófunum er einkum að meta að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggist á og að vera til leiðbeiningar um náms- stöðu þeirra. í greinargerð Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála með niðurstöðunum er bent á að könnunarprófin eru ekki yfirlitspróf úr öllum námsþáttum sem teknir eru fyrir í íslensku og stærðfræði. „Valdir hafa verið ákveðnir náms- þættir innan þessara greina til að álykta um kunnáttu nemenda í þeim. Val námsþáttanna gefur ekki til kynna að þeir séu mikilvægari en þeir námsþættir sem ekki eru með að þessu sinni. Auk heildareinkunnar fá nemend- ur einkunn í hverjum námsþætti. Heildareinkunn er gefin í heilum og hálfum tölum á kvarðanum 1-10 og byggist á vegnu meðaltali náms- þátta. Einkunnir námsþátta eru gefnar í heilum tölum á kvarðanum 1-10 og byggjast á hlutfalli réttra svara. Auk hefðbundinna einkunna er fengin safntíðni fyrir heildarein- kunn og hvem námsþátt. Safntíðni segir til um hversu hátt hlutfall nemenda, sem tóku prófið, er með ákveðna einkunn og lægri. Fái nem- andi t.d. safntíðnina 55 þýðir það að 55% nemenda sem tóku prófið, vom með jafnháa og lægri einkunn," seg- ir í greinargerð Rannsóknarstofn- unar uppeldis- og menntamála. 5,3 hæsta meðaleinkunn í stærðfræði en lægsta 4,4 Þegar niðurstöður prófanna era bornar saman milli landshluta kem- ur í ljós að bestum árangri bæði í ís- lensku og stærðfræði í 4. bekk náðu nemendur í Reykjavík. Er meðal- einkunn þeirra 5,3 í stærðfræði og 5,2 í íslensku. Hafa ber í huga að í samanburði milli landshluta og kynja eru notaðar svokallaðar normaldreifðar einkunnir. Hæsta mögulega einkunn í þeim einkunna- stiga er 9 og lægsta er 1. Meðalein- kunn er 5. Þessi kvarði sýnir út- komu nemenda miðað við aðra sem tóku prófið. Næstbestum árangri í íslensku í 4. bekk náðu nemendur á Norðurlandi eystra en í stærðfræði náðu nemendur á Norðurlandi eystra og í nágrenni Reykjavíkur næstbestum árangri. Bestum árangri í stærðfræði í 7. bekk náðu nemendur í Reykjavík, og er meðaleinkunn þeirra 5,3 en í íslensku náðu nemendur í Reykja- vík, nágrenni Reykjavíkur og á Norðurlandi eystra bestum árangri, með meðaleinkunnina 5,2. Lægsta meðaleinkunn í stærð- fræði var á Austurlandi, bæði í 4. og 7. bekk þar sem meðaleinkunn nem- enda var 4,4 í báðum aldurshópum. I sambærilegu prófi á síðasta ári var meðaleinkunn grunnskólabama á Austurlandi í stærðfræði nokkuð hærri en nú eða 4,7. Lægsta meðaleinkunn í íslensku nú var á Suðurnesjum bæði í 4. og 7. bekk, eða 4,5 í 4. bekk og 4,2 í 7. bekk. Á síðasta ári vom nemendur í 7. bekk á Suðumesjum einnig með lægstu meðaleinkunn í íslensku samanborið við aðra landshluta. ÍRwiiTiMíri^íTpírM 11 fe.tensíkiu 'sygj íí 4, M|jt H©®'® 'ð® 'VWlí Einkunn í sler ska i F iaðac eftii1 heilc Jarei ikunr íum 1997 r1 197 : 5,2 <Z / ó v£/ J r \ • . 9 a ! > 4 K W Tl T 4,y 4,8 ? f w ! á y \ i * V >< 4,7 4,6 - M 996 á y— f < J y Æ w— S y 1 4,3 4,2 i < Q i 1 5, S \ i *E 1 0 1 V C 3 i 1 5 g l> - = 3> *C = 1 X 5 S 3 b 5 c/ 3 i X í -c n ? i í 3 O >9 — 5 t 5 5 1 2 1 3 « i E - - 3 *c 3 3 C/ c a=; h; -i ! ” 1 ! 5 s a 1 c w ■« 3 3 5> 3 5 íK'öíTiiriíun^ínpíröí íí nsíIfBmsíkna ö'g íí 1, feBÍkk HBl w tWl Einkunn í sler ska . ...a: laðad efti heil dar- y 19£ >7-1 inku nnun 199 7 c 5,2 <L 5 G É 0,1 f y .4 vv W 4,y V /. y n y 4,8 199 B-' J M M t r 1 w K 4,0 4,4 4,3 -C N Reykjavík Nágr. Reykjav. KlnrAurl m/c - 1 5 S 7 § 5 : 2 *E i i "CJ 'C 3 C C - to "5 3 5 c/ j 3 -b 5 ‘í s 3 O 5 á : 73 « i ! 5 ? ' ■g § 3 “ Æ <o c — -h= 3 5 g> 5 a | 3 « -Q 5 J Einkunn c Jtærðfr; sði : iaðað efti heil Jarei nkun lum 997 5,3 < % W ^ jrl 996 ... vi W /. 0,1 \ y g L nW. ..á y ’m y 4,y 7 4,o / v V, 4,7 199 7-* r v y— 4,b 7 w J (7 i 4,5 4,4 . V 9— 4,3 . £ < < Q <1 s, 3 K ð : Q c ‘0 2 ? 1 = t -• = 3> *C = 1 <0 T ■Í3 C </> ij > T: o> r ■s 3 “5 3 T: f I 2 c 3 E \ 1 2 ° 0 -b S 3 I 3 -í 3 - = *c í s 1 } 2 } < 3 3 8 " : 15 3 3 3 f c - - V 5 i 3 ^ 3 C 5 J - V = C 2 S *> X 5> 5 3 Nóbelsverðlaunahafí í stjórn fslenskrar erfðagreiningar Starfsmönnum fjölgaði úr i 20 í 90 á fyrsta starfsári 1 BRESKI nóbelsverðlaunahafínn í læknisfræði frá árinu 1982, Sir John Vane, hefur gengið til liðs við Islenska erfðagreiningu og tekið sæti í stjóm hennar. Ár er nú liðið frá því fyrirtækið hóf starfsemi og kveðst Kári Stefánsson, forstjóri, vonast til að á næstunni verði gengið frá samningi við erlent lyfjafyrirtæki er tryggi fjármagn til verkefna næstu 5 til 10 árin. Þegar íslensk erfðagreining tók til starfa 22. nóvember á síðasta ári vom starfsmenn 20 en þeir em nú 90. Kári Stefánsson segir að meðal nýrra starfsmanna sé fjöldi há- menntaðra íslenskra sérfræðinga sem hafi flust til landsins frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Norðurlöndum. Hann segir árang- ur rannsókna fyrirtækisins góðan og það sé m.a. að þakka góðri sam- vinnu við lækna vegna rannsókna á einum 30 sjúkdómum, hæfu starfs- fólki og því að íslendingar séu erfðafræðilega einsleit þjóð. Kári segir vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa staðsett erfðavísa fyrir MS sjúkdóm og psoriasis og að náðst hafi mikill ár- angur í vinnu við meðgöngueitrun, gamabólgu og sykursýki. íslensk erfðagreining hefur náð samningum við nokkur erlend lyfjafyrirtæki um samvinnu við leit að erfðavísum með stökkbreyting- ar sem valda algengum sjúkdóm- um. Vonast forsvarsmenn fyrir- tækisins til að geta lokið innan nokkurra vikna viðræðum við er- lent lyfjafyrirtæki, samningi sem tryggt gæti fjárhagsgmndvöll fyr- irtækisins næstu fimm til 10 árin. Kári segir mikla umfjöllun í er- lendum fjölmiðlum auðvelda samn- inga við mögulega kaupendur verkefna. Þeir eru helst innan lyfjaiðnaðarins og segir Kári að fyrir hvert lyf sem fari á markað séu þróuð og prófuð að minnsta kosti 10 til 20 önnur sem mistakist. Reynsla af lyíjagerð Sir John Vane, sem fékk nóbels- verðlaun í læknisfræði árið 1982 fyrir framlag til rannsókna á prostaglandínum og fyrir að upp- götva verkun aspiríns, stundaði rannsóknir við Oxford og Yale há- skóla og er meðlimur bresku vís- indaakademíunnar. Kári Stefáns- son segir mikinn feng að því að fá hann til liðs við íslenska erfða- greiningu ekki síst vegna reynslu hans af lyfjagerð og samskiptum við lyfjaiðnaðinn. Hann er sjötugur og rekur í dag eigin rannsókna- stofu í London. Á blaðamannafundi í gær, þar sem Kári Stefánsson greindi frá helstu þáttum í starfi íslenskrar erfðagreiningar, gerði hann frið- helgi einkalífsins að umtalsefni og sagði fyrirtækið í farar- broddi hvað snerti virðingu þess vegna þeirra sem tækju þátt í rannsóknum. Hann sagði samstarf við íslensku þjóðina skipta miklu máli enda gæti hún lagt til mikilvæg lífsýni. Upplýsingar sem talist geta viðkvæm- ar við rannsóknir segir Kári vera tengslin milli kenni- tölu og sjúkdóms- greiningar þátttakenda. Ferlið inn- an fyrirtækisins miðist við það að enginn þeirra sem höndli sýni geti nokkra sinni vitað frá hvaða ein- staklingi sýnið komi né að þeir hafi minnstu hugmynd um hverjir taki þátt í rannsóknum. Vinna sem tengist einstaklingum beint er val sjúklinga í rannsókn, innköllun og taka sýna og fer hún fram á vegum lækna sem vinna með íslenskri erfðagreiningu í hverri rannsókn. Síðan er ferlið á þann veg að sýni era merkt með strikamerki og það merki tengt kennitölu á sérstöku blaði. Strika- merkið og kennitalan era lesin inn í tölvu undir eftirliti fulltrúa tölvu- nefndar og hver kennitala fær þannig dulkóða sem tengist strika- merkinu við vinnslu sýnanna. Lyk- ill að dulkóðanum er læstur inni í skáp hjá tölvunefnd og hefur eftir- litsfulltrúi hennar einn aðgang að honum. Segir Kári nú unnið að því að gera þetta kerfi enn öraggara í samvinnu við Tölvunefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.