Morgunblaðið - 20.11.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 20.11.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Félagsmálaráð hefur áhyggjur af miklu atvinnuleysi kvenna Atvinnuleysi jókst um 21% á fyrstu 10 mánuðum ársins SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir, for- maður félagsmálaráðs, segir sláandi hversu mjög atvinnuleysi hefur aukist meðal kvenna á Akureyri. Ráðið ræddi þróun atvinnuleysis á fundi fyrir nokkru, en á íyrstu 10 mánuðum þessa árs voru að jafnaði 8% færri karlar atvinnulausir en á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum konum um 21% á sama tíma. Hefur félagsmála- ráð lýst yfir áhyggjum sínum af vaxandi atvinnuleysi kvenna og tel- ur það einnig mikið áhyggjuefni hve fá atvinnutækifæri bjóðast stórum hópi atvinnuleitenda yfir 60 ára aldri. „Það virðist vera mun meira framboð á vinnu fyrir karlmenn, þeir eiga af einhverjum ástæðum auðveldara með að fá atvinnu um þessar mundir,“ sagði Sigfríður og nefndi að til að mynda væri mikið að gera í byggingariðnaði, næg verkefni og gott tíðarfar. Skortur á starfs- menntun vandamál Um síðustu rnánaðamót voru 327 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, 103 karlar og 224 konur. Um það bil helmingur þessa hóps er yfir 50 ára aldri. Þá eru að sögn Rögn- valdar Símonarsonar, forstöðu- manns atvinnudeildar Akureyrar- bæjar, langflestir þeirra sem á at- vinnuleysisskrá eru einungis með grunnskólamenntun. „Það er stórt vandamál hér á landi að ekki er boð- ið upp á neina starfsmenntun, skemmra nám sem menntar fólk í ákveðnum starfsgreinum,“ sagði Rögnvaldur og nefndi að t.d. i Dan- mörku færi enginn að starfa í versl- un án þess að hafa lokið einhverju starfsnámi. „Við höfum lagt alltof litla áherslu á þetta,“ segir hann. Nokkm- hópur ungs fólks, sem ein- ungis hefur gi-unnskólapróf og litla starfsreynslu, er á atvinnuleysis- skrá, en það að vera án nokkurrar menntunar er að sögn Rögnvaldar ávísun á atvinnuleysi. Samdráttur í heilbrigðisgeira Ástæður þess að svo miklu fleiri konur en karlar eru án atvinnu á Akureyri um þessar mundir sagði Rögnvaldur erfítt að segja um og engin ein skýring þar á. Samdráttur í heilbrigðisgeira og á félagssviðinu hefði sitt að segja, hann bitnaði harðar á konum sem væru í meiri- hluta þess starfsfólks sem ynni við umönnunarstörf. Þá væri töluvert um konur á skrá sem nýlega hefðu lokið 6 mánaða fæðingarorlofí og hefðu ekki fundið atvinnu við hæfí. Uppgangurinn væri hins vegar mestur í stórframkvæmdum ýmiss konar en við þær störfuðu karlar í mun meira mæli en konur. Sagði Rögnvaldur nokkur brögð að því undanfarna mánuði að vinnu- veitendur hefðu verið að segja upp starfsfólki sem komið væri yfír sex- tugt en sá hópur ætti í miklum erf- iðleikum með að fá atvinnu. Nánast væri útilokað fyrir konur í þessum hópi að fá vinnu. Minningarreitur um týnda ástvini Söfnun stendur yfir SAMHYGÐ, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og ná- grenni, hefur reist minningarreit á Höfða, austan við kirkjugarðinn á Akureyri. Minningarreiturinn er ætlaður öllum þeim sem misst hafa ástvini sem ekki hafa fundist og er hægt að setja plötu með nafni hinna týndu á þar til gerða steina í minn- ingarreitnum. Aðstandendur hafa þá sinn stað þar sem þeir geta minnst hins látna. í miðjum reitn- um er stór steinn sem ætlaður er þeim sem vilja minnast ástvina sem hvíla annars staðar. Flosi Jónsson gullsmiður sér um gerð plötunnar og einnig er hægt að leita til Smára Sigurðssonar hjá Kirkjugörðum Akureyrar. Reiturínn vígður 3. nóvember Söfnun stendur nú yfir til að standa straum af kostnaði við að koma reitnum upp og sér sr. Svavar A. Jónsson um reikning í Sparisjóði Norðlendinga (nr. 401995). Minningarreiturinn verð- ur vígður sunnudaginn 30. nóvem- ber næstkomandi. Morgunblaðið/Hermína GunnþórsdóttiR Bakkabræður brugðu á leik NORRÆNA bókasafnsvikan var haldin á bóka- safninu á Dalvík líkt og víðast annars staðar á landinu í liðinni viku. Börn og unglingar áttu stóran þátt í dagskrá vikunnar, meðal annars voru fluttir á safninu stuttir leikþættir af þeim Bakkabræðrum úr Svarfaðardal, en þeir ættu að vera dalvískum ungmennum nærtækur sagna- brunnur. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis 45 ára Okeypis blettaskoð- un á afniæl- isdaginn KRABBAMEINSFÉLAG Akur- eyrar og nágrennis verður 45 ára á morgun, föstudaginn 21. nóvember. Það var stofnað föstudaginn 21. nóvember árið 1952 og voru stofnfé- lagar 64. Fyrsti formaður þess var Jóhann Þorkelsson héraðslæknir. Félagið er nú eitt stærsta krabba- meinsfélag landsins. Frá árinu 1988 hefur félagið rekið skrifstofu og hefur starfsemin auk- ist ár frá ári. Nú starfa tveir starfs- menn hjá félaginu, Halldóra Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Brynja Óskarsdóttir upplýsingafull- trúi. Núverandi formaður er Jónas Franklín læknir. Tímapantanir í dag I tilefni þessara tímamóta hefur stjórn félagsins í samvinnu við þá Reyni Valdimarsson og Þorstein Skúlason húðlækna á Akureyri ákveðið að bjóða almenningi á fé- lagssvæðinu ókeypis blettaskoðun á afmælisdaginn á skrifstofu félagsins við Glerárgötu 24, annarri hæð. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð, til dæmis blettir sem stækka, eru óvenjulegir að lit eða lögun og ef um er að ræða sár sem ekki gróa. Nauðsynlegt er að bóka tíma á skrifstofu félagsins í dag, fímmtu- daginn 20. nóvember frá kí. 9 til 16. -------------- Frönsk lög og ljóð FRANSKIR dagar, dagskrá í tali og tónum verður í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. nóvember, og hefst hún kl. 21. Kennarar og nemendur Tónlist- arskólans á Akureyri og Mennta- skólans á Akureyri flytja frönsk lög og ljóð og fléttar sögumaður, Sverr- ir Páll Erlendsson dagskrána sam- an. Flutt verða ljóð á frönsku og ís- lensku eftir valinkunn frönsk skáld og tónlist eftir þekkt frönsk tón- skáld. Fresta varð þessari dagskrá á Frönskum dögum sem haldnir voru á Akureyri í lok október af óviðráðanlegum orsökum. Aðgang- ur er ókeypis. Komum á slysadeild FSA fjölgaði milli ára Mun fleiri leituðu í neyðarmóttöku kynferðisafbrota MUN fleiri leituðu í neyðarmót- töku fyrir fórnarlömb kynferðis- afbrota á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri á síð- asta ári en árið áður. Arið 1995 leitaði einn einstaklingur til neyðarmóttökunnar en í fyrra voru 16 komur í neyðarmóttök- una, þar af 6 um verslunar- mannahelgina. Undirbuningsvinnu við að koma á stofn áfallahópi FSA var fram haldið og var slíkur áfalla- hjálparhópur formlega stofnað- ur á árinu, með þátttöku starfs- fólks á slysadeild, geðdeild og djákna sjúkrahússins. Þetta kemur fram í ársskýrslu FSA fyrir síðasta ár. Heildarkomufjöldi á slysa- deild árið 1996 var nokkuð meiri en verið hefur undanfarin ár, eða 10.478 og þar af voru um tveir þriðju hlutar nýkomur. Nýkomur eru flestar yfir sum- artímann, eða á tímabilinu júní, júlí og ágúst. Aberandi álagstoppur varð um verslunarmannahelgina og tengdist hann útihátíðinni Halió Akureyri. Flestir sem leituðu á slysadeildina um verslunar- mannahelgina voru á aldrinum 16-24 ára. Sjávarútvegsfyrirtæki KEA sameinast í Snæfelli Aætluð velta næsta árs um 4 milljarðar króna MAGNÚS Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga, segir að skipulagsmál félagsins séu fyrirferðarmikil í umræðunni á deildafundum félagsins sem nú standa yfír á félagssvæði KEA. Fyrsti fundurinn var hjá Akureyrar- deild sl. þriðjudagskvöld og í gær voru fundir haldnir í Fnjóskdæla- deild og í Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxndæladeild. ,Á þessum fundum er ég að fara yfír þær skipulagsbreytingar sem þegar hafa verið gerðar og fyrirhug- aðar eru hjá okkur. Við erum að taka sjávarútveginn frá KEA og færa yfír í Snæfell og í kjölfarið að sameina Snæfell og Útgerðarfélag Dalvík- inga. Einnig eru Gunnarstindur og Snæfellingur á leið inn í Snæfell fyr- h- áramót. Við höfum vaxið gífurlega í sjávarútvegi og gerum ráð fyrir að brúttóveltan í þeirri grein, sem var um 1600-1700 milljónir króna í fyrra, aukist á næsta ári í um 4 millj- arða hjá Snæfelli." Magnús Gauti segir að uppbygg- ing Snæfells hafí miðast að því að höfuðstöðvar og skrifstofuhald fyrir- tækisins verði á Dalvík en á móti muni skrifstofuhald á vegum KEA þar dragast mikið saman. Þá er Flutningamiðstöð Norðurlands, FMN, að yfirtaka skipaafgreiðslu KEA á Dalvík frá og með næstu mánaðamótum. Bflaverkstæði Dalvíkur hlutafélag „Þá hefur verið tekin ákvörðun um að stofna hlutafélag í kringum Bflaverkstæði Dalvíkur, sem er í eigu KEA, og er liður í selja fyrir- tækið í kjölfarið. Við ætlum ekki að vera í því að reka vélsmiðjur og bíla- verkstæði, enda slíkur rekstur ekki inni í þeirri mynd sem við höfum varðandi framtíðina. Við ætlum að einbeita okkur að því að vera í þeim greinum sem við eigum vaxtar- möguleika í og hagkvæmni stærðar- innar nýtist og á móti að hætta í þeim greinum sem ekki eru stórar og henta okkur illa.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur KEA leigt Hótel KEA frá sér frá og með næstu ára- mótum. Hótelkeðjan Foss-Hótel ehf. hefur tekið hótelið á leigu til fímm ára. Tap varð á rekstri KEA og dótt- urfélaga fyrstu sex mánuði þessa árs og nam það 112 milljónum króna, samanborið við 35 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. í endurskoðaðri rekstraráætl- un félagsins er hins vegar gert ráð fyrir verulegum rekstrarbata á síð- ari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.