Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 26

Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Þjóðarflokkurinn eykur fylgi sitt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í Danmörku Minni hægri- sveifla en búist var við Reuters Konunglegt gullbrúðkaup ELÍSABET Englandsdrottning og eiginmaður hennar, Filipus, hertogi af Edinborg, sjást hér koma til hádegisverðar í Guildhall í gær. Hádegis- verðurinn markaði upphafið að hátíðahöldum í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra hinn 20. nóvember og að máltíð lokinni hlýddu þau á tónleika sem yngsti sonur þeirra, prins Edward, hafði skipulagt. í dag verður hátíðarathöfn í Westminster Abbey þar sem þau gengu í hjónaband fyrir 50 árum og er mikill Qöldi konungborinna kominn til London til að vera við athöfn- ina. Að henni lokinni mun drottningin ganga út á meðal þegnanna og er það Iiður í viðleitni konungsfjölskyldunn- ar til að nálgast alþýðu lands- ins. Frakkland Fjárlaga- halli minnkaður FRANSKA ríkisstjómin sam- þykkti í gær breytingar á fjárlögum ársins í ár í því skyni að tryggja að landið uppfylli hin efna- hagslegu skilyrði sem sett eru fyrir stofnaðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. Með breytingunni lækkar fjár- lagahalli ársins í 270,7 milljónir franka úr 284,8 milljónum, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum ársins, en þau voru verk fyrri ríkisstjómar sem fór frá í júní sl. Fjárlagahalli franska ríkis- sjóðsins sem hlutfall af þjóðartekj- um verður þannig 3,1% í ár, að sögn Christians Sautters, fjárlaga- ráðherra. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HÆGRIBYLGJAN í dönsku bæjar- og sveitarstjómarkosning- unum varð ekki jafnmikil og skoðanakannanir höfðu spáð um hríð. Danski þjóðarflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu um rúm fjögur prósent, Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, missti um tvö prósent og Jafnaðarmannaflokkur- inn og Sósíah'ski þjóðarflokkurinn misstu hvor um sig rúmt prósent miðað við síðustu kosningar. Jafnaðarmannaflokkurinn getur hins vegar haft áhyggjur af að hann hefur engin tök í yngsta aldurs- flokki kjósenda, sem annaðhvort kjósa hinn frjálslynda Venstre eða Einingarlistann, sem er yst til vinstri. Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, var sigur- hreif á kosningakvöldið, þar sem flokkurinn er ekki lengur aðeins bundinn við stærstu borgir og bæi, heldur hefur náð fótfestu víðast hvar um landið. Hluti af fylgisaukn- ingu hans er fenginn frá Framfara- flokknum, sem Mogens Glistrup stofnaði á sínum tíma, en þjóðarflokkurinn er klofningsflokk- ur frá Framfaraflokknum og á góðri leið með að taka við hlutverki hans. Kjærsgaard segir sigur flokksins glöggan vitnisburð um áhyggjur Dana yfir innflytjendum. Hún von- ast nú eftir kosningum sem fyrst, því hún túlkar það sem svo að upp- sveifla flokksins nú sé aðeins daufur endurómur af því, sem flokkurinn gæti fengið í þingkosningum. Ymsir hafa rýnt í niðurstöður kosninganna til að átta sig á áhrifl um útlendingaumræðunnar. I útbæjum Kaupmannahafnar, þar sem margir útlendingar búa, fékk Danski þjóðarflokkurinn víða um tíu prósent. Sama mynstur þekkist í öðrum löndum, þar sem útlendinga- andstöðuflokkar hafa komið upp, til dæmis í Frakklandi. En í öllum þessum bæjum eru borgarstjórarn- ir jafnaðarmenn, sem hafa talað mjög gegn útlendingum. Af því draga margir þá ályktun að þeir hafi kynt undir fylgi þjóðarflokksins og um leið hrakið frá sér útlend- inga, sem hafa stutt jafnaðarmenn í þessum bæjum hingað til og eigi því sök á fylgistapi flokksins um leið. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra gaf til kynna að stjórnin myndi halda áfram að herða á regl- um gagnvart útlendingum, en í ljósi þessara niðurstaðna er það hugsan- lega ekki heppilegt svar við fram- gangi Danska þjóðarflokksins. í Kaupmannahöfn hefur Jafnaðarmannaflokkurinn ríkt með Sósíalíska þjóðarflokknum, en miss- ir þann meirihluta og þótt hann sé enn stærsti flokkurinn þarf hann að sækja sér stuðning meðal annarra flokka nú ef Jens Kramer Michel- sen borgarstjóri á að halda velli. Samningaviðræður um framvind- una í Kaupmannahöfn og skipting fagborgarstjóraembætta milli flokka munu væntanlega taka nokkra daga. í kosningunum voru þijú stór mál uppi í borginni: Fram- tíð nýju strætisvagnabyggingarinn- ar á Ráðhústorginu, viðbygging við Konunglega leikhúsið og lokun „Kommunehospitalet“, sem er öldr- unardeild. Með þeim meirihluta sem nú er að myndast virðist stuðningur við að rífa strætisvagna- bygginguna, byggja ekki við leikhúsið og halda rekstri spítalans áfram. Sveiflusjóðir 5tað gengisfellinga Hclsingfors. Morgnnblaöið. FINNSK stéttarfélög og vinnu- veitendur sömdu á mánudaginn um sjóðakerfí sem á að draga úr neikvæðum efnahagssveifl- um ef Finnar gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Sjóðir þessir eiga að vega það upp að ekki verður lengur unnt að fella gengi til þess að efla samkeppnisstöðu útflutn- ingsiðnaðar. EVRÓPAt Fulltrúar fínnska alþýðusam- bandsins töldu á þriðjudaginn að sjóðakerfíð gæti samsvarað allt að tíu prósenta gengisfellingu. Með samkomu- laginu þykja stéttarfélögin hafa fallist á þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að Finnar verði meðal fyrstu þjóða í EMU. Almenningur mun lítið verða var við sjóðakerfíð. í sjóðina munu renna ýmis launatengd gjöid sem voru sett á þegar efna- hagskreppan stóð sem hæst i byrjun áratugsins. Þá urðu þeir sem höfðu vinnu að borga nokk- ur prósent af tekjum sinum í tryggingagjald til að standa und- ir atvinnuleysisbótum og lífeyris- greiðslum. Til stóð að leggja þetta kerfí niður en nú munu peningarnir hins vegar tryggja framkvæmd EMU í Finnlandi. Ef áætlanir standast mun sjóðakerfíð vera fullbúið árið 2004 en þá eiga rúmir 7,5 millj- arðar fínnskra marka að vera í sjóðunum. Wei heitir frekari baráttu KÍNVERSKI andófsmaður- inn Wei Jings- heng verður útskrifaður af bandarísku sjúkrahúsi í dag en hann var látinn laus í Peking sl. laugardag til að geta leitað sér lækninga á Vesturlöndum. Hann mun ræða við fréttamenn í New York á morgun en í samtali við fréttamann Newsweek á leið til Bandaríkjanna sagðist hann myndu halda áfram baráttu sinni fyrir auknum lýðréttind- um í Kína. í samtalinu lofaði hann efnahagsumbætur Dengs Xiaopings leiðtoga Kína en gagnrýndi hann fyrir einræðis- lega stjómarhætti. Wei sagðist efíns um að Jiang Zemin hefði festu til að koma á umbótum, hann hefði verið lengi við völd en ekki sýnt neina staðfestu. Tveir líflátnir í Illinois TVEIR menn, 42 og 45 ára, voru líflátnir með tæprar klukkustundar millibili í State- ville-fangelsinu skammt frá Joliet í Illinoisríki í fyrrinótt með banvænni lyfjagjöf. Ann- ar þeirra myrti tvo menn er hann rændi skartgripaverslun í útborg Chicago 1980 og hinn kæfði 9 ára dreng í kynferðis- legri árás í sömu borg árið 1977. Mannskæð bílsprengja BÍLSPRENGJA sprakk í borginni Hyderabad á Ind- landi í gær og biðu a.m.k. 22 bana. Um 20 til viðbótar slös- uðust. Sprengjan var falin í jeppabifreið sjónvarpsstöðvar og var hún sprengd með fjarstýringu er bifreiðin stóð fyrir utan myndver. Grunur leikur á að uppreisnarmenn úr útlægum maóistasamtökum hafi verið að verki. Alnæmi mest á Indlandi INDLAND er á góðri leið með að verða helstu upptök alnæmissjúkdómsins, að sögn Bamahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Um það bil 400 þúsund vannærð götubörn í Nýju Del- hí, Kalkútta, Bombay og Ma- dras eru í meiri hættu að verða sjúkdómnum að bráð en nokkrum öðrum. Að sögn sér- fræðinga eru milli þrjár og fimm milljónir Indverja sýktar af alnæmi eða miklu fleiri en í nokkru öðru ríki jarðarinnar. Strandaði með flóttamenn SKIP með um 400 ólöglega inn- flytjendur innanborðs strand- aði skammt frá Monasterace á suðurströnd Ítalíu í gær og voru skipbrotsmenn fluttir til vistunar í bráðabirgðaskýlum. Skipið lagði úr höfn í Istanbúl í síðustu viku og voru um 100 flóttamanna Kúrdar en hinir frá Pakistan, Bangladesh og Sri Lanka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.