Morgunblaðið - 20.11.1997, Page 35
34 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HEIMSOKN
SCHRÖDERS
GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Sax-
lands, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær.
Heimsóknin hófst á Akureyri þar sem Schröder kynnt-
ist m.a. starfsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna Samheija
og Útgerðarfélags Akureyrar. Þau hafa á undanförnum
árum haslað sér völl í þýskum sjávarútvegi með kaup-
um á þarlendum fyrirtækjum.
í dag mun Schröder eiga fundi með íslenskum ráða-
mönnum, forseta íslands, forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra og sjávarútvegsráðherra.
Það er mikill fengur að komu Schröders hingað til
lands. Hann er einn forvitnilegasti stjórnmálamaður
Þýskalands um þessar stundir og talið er líklegt að
hann verði kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins í
þingkosningum er fara eiga fram síðari hluta næsta
árs.
Fyrir íslensku sjávarútvegsfyrirtækin skiptir miklu
máli að valdamesti stjórnmálamaður Neðra-Saxlands
komi á heimaslóðir þeirra og kynni sér reksturinn frá
fyrstu hendi. í því felst töluverð viðurkenning á starfi
þeirra í Þýskalandi undanfarin ár.
Það er hins vegar ekki síður mikilvægt fyrir íslend-
inga að einn helsti leiðtogi þýskra stjórnmála komi
hingað til lands í heimsókn. Samskipti íslendinga og
Þjóðverja hafa jafnan verið með miklum ágætum. Djúp-
ar og sterkar menningarlegar rætur tengja þjóðir okk-
ar saman og færa má rök fyrir því að hvergi sé jafnmik-
ill áhugi og skilningur á íslenskri menningu, að Norður-
löndunum undanskildum, en í Þýskalandi. Þjóðverjar
hafa jafnframt reynst okkur mikilvægir pólitískir
bandamenn þegar á reynir og því mikilvægt að tengsl
ríkjanna verði efld eftir því sem kostur er.
Þýskaland er ein helsta driffjöður samrunaþróunar-
innar í Evrópu og mun ráða miklu um mótun álfunnar
á næstu áratugum í krafti íbúafjölda síns og efnahags-
legs afls. Hyggist íslendingar eiga samleið með öðrum
Evrópuþjóðum gætu sterk tengsl við Þýskaland reynst
ómetanleg.
VERNDUN
PERSÓNUUPPLÝ SIN GA
FJÖLMIÐLAR hafa síðustu daga fjallað um kauptil-
boð íslenzkrar erfðagreiningar í Gagnalind, sem
hefur undanfarin fjögur ár unnið að þróun nýs sjúkra-
skráningarkerfis fyrir íslenzk heilbrigðisyfirvöld. Fólk
veltir því fyrir sér með hvaða hætti persónulegar upp-
lýsingar um sjúklinga eru skráðar, hverjir hafi aðgang
að þeim, hverjir megi miðla þeim og ekki sízt hveijir
eigi þær, eins og komizt var að orði í fréttaskýringu
hér í blaðinu í gær.
Kjarni málsins er sá að fólk verður að geta treyst
því að upplýsingar sem það veitir um einkahagi, m.a.
um eigið heilsufar, séu trúnaðarmál en fari ekki um
víðan völl. Það skiptir m.ö.o. meginmáli að tryggja
ótvírætt, að einstaklingsbundnar upplýsingar séu með-
höndlaðar af fullum trúnaði við þá er þær veita.
Breytingar í heilbrigðiskerfinu, ný vinnubrögð, nýja
tækni og nýtt sjúkraskráningarkerfi verður að laga
að þessu meginatriði, verndun persónuupplýsinga. Að
öðrum kosti verður trúnaðarbrestur milli viðskiptavina
heilbrigðisþjónustunnar, fólksins í landinu, og heil-
brigðiskerfisins. Ef varðveizla og meðferð einstaklings-
bundinna upplýsinga verður ekki jafn trúverðug, hér
eftir sem hingað til, leiðir það einfaldlega til þess að
þeir, sem slíkar upplýsingar eiga að veita, verða ekki
jafn opinskáir og áður. Slíkt þjónar ekki þeim til-
gangi, sem að er stefnt með öflun upplýsinganna, að
auðvelda greiningu og meðferð - eða gagnast læknis-
fræðilegum rannsóknum.
Sjúklingar eiga siðferðilegan rétt á því að heil-
brigðiskerfið meðhöndli persónulegar upplýsingar, það
er upplýsingar um einkahagi, sem trúnaðarmál.
Sérfræðingur í loftslagssamningum fjallar um ráðstefnuna í Kyoto
D
EAN Anderson, ráðgjafi við
Royal Institute of Inter-
national Affairs í London,
segir að eigi að gæta rétt-
lætis gagnvart sérstöðu einstakra
ríkja varðandi nýtingu endurnýjan-
legra orkugjafa og losun gróðurhúsa-
lofttegunda sé skynsamlegt að leyfa
skipti á losunarkvótum gróðurhúsa-
lofttegunda og óæskilegt að kveða á
um flatan niðurskurð. Hins vegar sé
ólíklegt að samkomulag náist um að
taka tillit tii sérstöðu ríkja á ráðstefnu
aðildarríkja loftslagssamnings Sam-
einuðu þjóðanna í japönsku borginni
Kyoto í næsta mánuði. Markmið ráð-
stefnunnar er að samþykkja bókun
við samninginn, sem skuldbindi iðn-
ríkin til að setja mörk á losun sex
gróðurhúsalofttegunda.
Anderson talaði á ráðstefnu Verk-
fræðingafélags íslands og Framtíðar-
stofnunar, sem haldin var í gær und-
ir yfirskriftinni „Gróðurhúsaloftteg-
undir - hvað getur atvinnuiífið gert?
- um kostnaðinn af því að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og sagði
að í því máli færi fram barátta milli
hagfræðilíkana. Hann fjallaði einnig
um þá kröfu að tekið yrði tillit til
sérþarfa þjóða og sagði að það að
leyfa skipti á losunarkvótum gæti
orðið tæki til að gera þjóðum kleift
að nýta sérstöðu sína.
Anderson, sem er sérfræðingur í
endurnýjanlegum orkugjöfum og
loftslagssamningum, fjallaði einnig
um ýmis ráð til að draga úr losun
mengunarefna, til dæmis skattlagn-
ingu eftir magni.
Ávinningur fyrir stærri þjóðir
Hann sagði að öll þau líkön, sem
notuð hefðu verið, sýndu í flestum
tilvikum ávinning fyrir stærri þjóðir,
en ekki væri þar með sagt að þau
ættu við þjóðir með sérstöðu, þar á
meðal Islendinga. Á Islandi væri jað-
arkostnaðurinn við að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda það mikill, þar
á meðal vegna nýtingar endurnýjan-
legra orkugjafa, að dregið gæti úr
þjóðarframleiðslu.
Hann sagði að þessi líkön gæfu
hins vegar ekki alltaf rétta mynd.
Ástralar hefðu til dæmis gert sitt eig-
ið módel og komist að þeirri niður-
stöðu að þeir myndu bera hærri kostn-
að, en sýndi ekki þá möguleika, sem
þeir hefðu á að gera betrumbætur í
ljósi auðlinda sinna.
„Það er hins vegar ekki hægt að
neita því að Ástralar vegna aðstæðna,
sem að sumu leyti eru svipaðar og á
Islandi og öðru leyti ekki, myndu bera
hærri jaðarkostnað ef gripið verður
til flats niðurskurðar þannig að allir
þurfi að draga jafnmikið úr losun,"
sagði Anderson.
Sérstaða erfiður málaflokkur
Hann sagði að sérstaða væri mjög
erfiður málaflokkur og samninga-
menn bæru því við að ekki væri tími
til að ná samkomulagi um það hvern-
ig ætti að reikna hana út og í þokka-
bót væri ekki sátt um það hvaða at-
riði ættu að vera til viðmiðunar.
„Ég tel því ólíklegt að jafna finnist
til að reikna út sérstöðu í Kyoto,“ sagði
hann. „Ég er hins vegar síður en svo
andsnúinn því að sérstaða skipti máli
og hjá stofnuninni, sem ég starfa við,
höfum við fundið færa leið.“
Hann sagði að reiknijafnan hefði
verið kynnt í sumar.
Anderson benti á að Bandaríkja-
menn Iegðu til að allir þeir, sem undir-
ritað hefðu viðauka eitt í Rammasamn-
ingi Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar, þar á meðal íslendingar,
megi stunda viðskipti með losunar-
kvóta, selja eða kaupa, til að uppfylla
þær skuldbindingar, sem samið verði
um I Kyoto eða síðar. Hann sagði að
fyrsta leiðin væri að ríkisstjómir skipt-
ust á losunarleyfum, til dæmis Banda-
ríkjamenn og Rússar. --------------
Ónnur leið væri að skipt-
in ættu sér stað í einka-
geiranum, annaðhvort milli
fyrirtækja innanlands, eins
og þegar tíðkaðist í Banda-
ríkjunum varðandi brenni- '■ "
steinsmengunarkvóta, eða á alþjóð-
legum grundvelli.
Verður að spenna bogann hátt
Gallinn við þetta væri ef markið
yrði ekki sett nógu hátt eins og
Bandaríkjamenn vildu gera og síðan
Ósennilegt að sam-
komulag náist um
tillit til sérstöðu ríkja
____Breskur sérfræðingur telur ólíklegt að samkomulag náist á
loftslagsráðstefnunni í Kyoto um að taka tillit til sérstöðu ríkja.
Á ráðstefnu um atvinnulífið og gróðurhúsalofttegundir kom fram
að yrði ný stóriðja á íslandi hindruð af þeim sökum gæti það í
raun komið niður á ástandi lofthjúpsins, sem þyrfti á framleiðslu
léttmálma með endumýjanlegri orku að halda.
FRÁ ráðstefnu VFÍ og Framtíðarstofnunar um gróðurhúsalofttegundir.
Morgunblaðið/Golli
Atvinnugrein-
ar keppi um
svigrúm til
útblásturs
yrði til sveigjanlegt kerfi, sem notað
yrði til að skiptast á losunarkvótum.
Hættan væri sú að hefjast myndu
pappírsviðskipti við Rússland og Aust-
ur-Évrópu. Þar hefði dregið úr losun
gróðurhúsalofttegunda frá viðmiðun-
arárinu 1990 og gætu Bandaríkja-
menn, sem losa sýnu mest af þessum
lofttegundum, því gert viðskipti þar
án þess að í raun drægi úr losun. Því
þyrfti að gera strangar kröfur um að
draga raunverulega úr losun.
Anderson sagði að stofnun hans,
RIIA, hefði viljað fínna einfalda og
færa leið til að reikna út sérstöðu
ríkja. Þeir hefðu notað japanska hug-
mynd um að miða við íbúatölu. Miðað
hefði verið við 15% flatan niðurskurð
losunar. Reiknaður hefði verið kostn-
aður og þegar stuðullinn einn var
notaður fyrir Bandaríkin reyndist
hann vera 1,5 eða 50% hærri fyrir
ríki á borð við ísland. Hægt væri að
setja mismunandi gildi í jöfnuna, þar
á meðal skipta út lofttegundum.
Hann sagði að samkvæmt þessum
útreikningum kæmi í ljós að áhyggjur
íslendinga um að flatur niðurskurður
væri þeim óhagstæður væru réttar.
Breytingar á hafstraumum geta
haft áhrif á fiskveiðar
Guðmundur Bjarnason umhverfis-
ráðherra sagði í erindi sínu á ráðstefn-
--------- unni að hlýnun loftslags
og hækkun yfirborðs sjáv-
ar vegna bráðnunar jökla
væru áhyggjuefni. „Ég vil
hins vegar vekja sérstaka
athygli ráðstefnugesta á
“ helsta áhyggjuefninu hvað
varðar lífsafkomu á Islandi vegna
loftslagsbreytingar af mannavöldum,"
sagði Guðmundur. „Það eru hugsan-
legar breytingar á hafstraumakerfi
jarðar, einkum þó Golfstraumnum.
Ljóst er að allar breytingar á haf-
straumum og hitastigi sjávar munu
DEAN Anderson, ráðgjafi við
Royal Institute of International
Affairs í London, talar á ráð-
stefnu Verkfræðingafélags fs-
lands og Framtíðarstofnunar um
gróðurhúsalofttegundir í gær.
hafa veruleg áhrif á alla grunnþætti,
sem áhrif hafa á fiskveiðar, svo sem
útbreiðslu fiskistofna, fiskigöngur og
staðsetningu hrygningarstofna. Við
getum því ekki leyft okkur að fjalla
um þetta af neinni léttúð.“
Guðmundur sagði að enn væri
margt óleyst í undirbúningsviðræðum
fyrir fundinn, sem haldinn verður í
Kyoto í Japan í desember, en hins
vegar væri samningsvilji og almennur
þrýstingur á að þar næðist árangur
færi vaxandi.
„Þegar taka þarf endanlega afstöðu
til niðurstöðu samningaviðræðnanna
í Kyoto er nauðsynlegt að hafa í huga
hvaða afleiðingar það kynni að hafa
ef íslensk stjórnvöld kysu að standa
utan fyrirhugaðrar Kyoto-bókunar,“
sagði Guðmundur. Hann kvaðst telja
að þau ríki, sem hefðu skrifað undir
viðauka eitt við Rammasamning Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt-
ingar, og kysu að standa fyrir utan
fyrirhugaða Kyoto-bókun myndu
verða beitt miklum pólitískum þrýst-
ingi bæði frá öðrum ríkjum í viðaukan-
um og þróunarríkjum um að axla þær
byrðar, sem aðild að bókuninni muni
fylgja. íslendingar eru meðal þeirra,
sem undirrituðu viðaukann.
Guðmundur kvaðst hóflega bjart-
sýnn á að niðurstaða næðist í Kyoto,
en gengi það ekki eftir yrði áfram
haldið og samningum lokið á næsta
eða í síðasta lagi á þar næsta ári: „Ég
tel því mjög mikilvægt að við íslend-
ingar verðum aðilar að þeirri niður-
stöðu, hvenær svo sem hún næst.“
Magnesíumverksmiðja gæti
stuðlað að minni losun
Á ráðstefnunni kom fram veruleg
gagnrýni á áform um flatan niður-
skurð útblásturs gróðurhúsategunda,
án þess að tekið væri tillit til sérstöðu
ríkja. Fram kom í máli a.m.k. tveggja
ræðumanna að orkufrek -----------
framleiðsla léttmálma á
Islandi væri lýsandi dæmi
um starfsemi, sem stuðlaði
að því að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda á
heimsvísu en yrði senni-
lega ekki leyfð ef öllum ríkjum yrði
gert að draga jafnmikið úr losun
gróðurhúsalofttegunda, burtséð frá
nýtingu endurnýjanlegrar orku.
Júlíus Jónsson, formaður Magnes-
íumfélagsins, sagði að magnesíum-
verksmiðjan, sem hugmyndir eru um
að byggja á Reykjanesi, myndi að
öllum líkindum losa um 350.000 tonn
af koltvísýringi miðað við núverandi
hönnun, sem væru 15% af útblæstri
koltvísýrings á íslandi árið 1995.
Magnesíum yrði hins vegar í framtíð-
inni notað í bíla til að létta þá og
draga úr eldsneytisnotkun þeirra og
væru nú flestir stórir bílaframleiðend-
ur aðilar að rekstri magnesíumverk-
smiðja. Miðað við að 70% af fyrirhug-
aðri 50.000 tonna ársframleiðslu
verksmiðjunnar yrðu notuð í bíla
mætti gera ráð fyrir að eldsneytis-
brennsla minnkaði, með þeim afleið-
ingum að útblástur koltvísýrings á
heimsvísu myndi minnka um 330.000
tonn á ári. Þetta hefðu viðurkenndir
fræðimenn reiknað út. Þannig mætti
gera ráð fyrir að nettóáhrifín á loft-
hjúp jarðar yrðu núll strax á fyrsta
rekstrarári verksmiðjunnar, en eftir
það yrði rekstur hennar andrúmsloft-
inu í hag. „Það er útilokað að hér á
landi mætti ná sömu lækkun á heims-
áhrifum koltvísýringsmengunar með
öðrum hætti,“ sagði Júlíus.
Hann bætti við að í þessum útreikn-
ingum væri ekki tekið tiliit til þess
hvernig orkunnar til verksmiðjunnar
væri aflað. Á íslandi yrði annars veg-
ar notað rafmagn frá fallvötnum og
hins vegar jarðgufa. Ný magnesíum-
verksmiðja í ísrael væri hins vegar
knúin með olíu, svo dæmi væri tekið.
Sæstrengur eini kosturinn?
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, tók undir þessi sjónarmið
og sagði að nýting endurnýjanlegra
orkugjafa ætti að geta styrkt sam-
keppnisstöðu íslands. Til þessa virtist
hins vegar ekki tekið tillit í loftslag-
sviðræðunum, þar sem stóru iðn-
aðarblokkirnar og hagsmunir þeirra
réðu ferðinni. Vatns- og gufuorka
væri ekki ráðandi hjá stórþjóðunum
og þess vegna tækju þær lítið tillit
til þess að hægt yrði að nýta hana.
Þórarinn benti á að þörf fyrir létt-
málma í heiminum yrði fullnægt,
spurningin væri aðeins hvar og hvern-
ig. Bráðnauðsynlegt væri að heild-
stætt mat á áhrifum nýrrar stóriðju
gæti farið fram. Ef ný stóriðja yrði
hindruð á íslandi væri eini kosturinn
til að nýta hinar endurnýjanlegu orku-
lindir landsins að flytja rafmagnið út
um sæstreng. Það þýddi hins vegar
talsvert orkutap og jafnframt að ekki
yrði um sömu atvinnuuppbyggingu í
landinu að ræða.
Eldsneytisnotkun fiskiskipa
mun minnka
Magnús Magnússon, vélaverkfræð-
ingur og stjómarmaður í Landssam-
bandi útvegsmanna, sagði að fískiskip
hefðu verið höfð fyrir rangri sök sem
eitt helsta vandamálið varðandi út-
blástur gróðurhúsalofttegunda á ís-
landi. Hann sagðist telja spá Hollustu-
verndar ríkisins um mikla aukningu
útblásturs frá skipum á næstu árum
ranga. Annars vegar væri tímabilið,
sem miðað hefði verið við, árin 1990-
1995. Þá hefði farið fram mikið kapp-
hlaup um aflahlut á Flæmingjagrunni,
Reykjaneshrygg, í Smugunni og Síld-
arsmugunni. Nú hefði verið settur
kvóti á veiðar á fjórum þessara svæða,
sem þýddi að mikið hefði verið dregið
úr sókninni. Hins vegar spáði Hollustu-
vemd stóraukinni notkun vetnisflúor-
kolefna í kælikerfum skipa, en líklegt
væri að þróunin yrði sú að náttúruleg-
ir kælimiðlar á borð við bútan eða þá
ammóníak yrði notað á kælikerfí stærri
skipa. Mest munaði þó um fiskveiði-
stjórn íslendinga, en með kvótasetn-
ingu afla og framsali kvóta hefði verið
stuðlað að minni sókn og fækkun físki-
skipa. Eldsneytisnotkun færi því
minnkandi, en ekki vaxandi.
Magnús spáði því að skattur á elds-
neyti myndi hafa óveruleg áhrif á
notkun þess, en þeim mun
meiri áhrif á samkeppnis-
stöðu íslensks atvinnulífs.
Hann sagði skoðunarvert
að atvinnugreinar kepptu
um það svigrúm, sem Is-
land hefði til útblásturs
gróðurhúsalofttegunda. Spyija þyrfti
hvar þjóðarframlegð á hvert kíló kol-
tvísýrings eða annarra gróðurhúsa-
lofttegunda væri lægst. Þar mætti
síðan grípa til ráðstafana til að draga
úr henni. Magnús nefndi landbúnað-
inn í þessu sambandi.
Ríki utan
Kyoto-bók-
unarinnar
beitt þrýstingi
Þriggja daga opinber heimsókn Gerhards Schröder, for-
sætisráðherra Neðra-Saxlands, hófst á Akureyri í gær
GERHARD Schröder við komuna til Akureyrar, en á móti honum tóku m.a. Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra og Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður. Sigríður Snævarr sendiherra stendur hjá.
Sterk tengsl milli
Islands og Cuxhaven
Morgunblaðið/Kristján
GUÐBRANDUR Magnússon, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags
Akureyringa, og Gerhard Schröder í matsal UA.
RIGGJA daga opinber heim-
sókn Gerhards Schröder,
forsætisráðherra Neðra-
Saxlands, hófst á Akureyri
í gær. Fokker-flugvél Landhelgis-
gæslunnar lenti á Akureyrarflugvelli
kl. 14.30. Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra, Björn Jósef Arnviðar-
son sýslumaður, Jakob Björnsson
bæjarstjóri, Hermann Sigtryggsson,
starfsmaður Akureyrarbæjar, Bene-
dikt Höskuldsson og Martin Eyjólfs-
son frá utanríkisráðuneytinu og Svan-
ur Eiríksson, ræðismaður Þjóðveija á
Akureyri, tóku á móti Gerhard
Schröder og fjölmennu fylgdarliði
hans á Akureyrarflugvelli.
Með í för voru m.a. Reinhart Ehni,
sendiherra Þýskalands, og Ingimund-
ur Sigfússon, sendiherra íslands í
Þýskalandi, fulltrúar fyrirtækja og
viðskiptalífs í Neðra-Saxlandi, m.a.
Finnbogi Baldvinsson sem stýrir fyrir-
tæki Samheija á Akureyri í Cux-
haven, Deutsche Fischfang Union
GmbH, DFFU. Fjöldi fjölmiðlamanna
fylgdi forsætisráðherranum.
Traust framsækið
sjávarútvegsfyrirtæki
Farið var í stutta skoðunarferð um
Akureyrarbæ undir leiðsögn Walters
Ehrat áður en haldið var í móttöku á
vegum Samherja sem fram fór um
borð í einu skipa félagsins, Guð-
björgu, sem lá við Fiskitanga.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samheija, ávarpaði gesti í
brúnni á Guðbjörgu og sagði m.a. að
stutt væri frá því fyrirtækið hefði átt
í viðræðum við stjórnvöld í Neðra-
Saxlandi um kaup á hlut þess í útgerð-
arfyrirtækinu Deutsche Fischfang
Union GmbH, en fleiri hefðu haft
áhuga á að kaupa þann hlut.
„Við sögðum ykkur að við hefðum
þekkingu og metnað til að byggja upp
traust og framsækið sjávarútvegsfyr-
irtæki til framtíðar í samvinnu við
verkalýðshreyfínguna og þýsk stjórn-
völd. Þið treystuð orðum okkar og
völduð þekkinguna. Ég lít svo á að
heimsókn ykkar nú sýni að þið séuð
sáttir við þá ákvörðun sem þið tók-
uð,“ sagði Þorsteinn Már og þakkaði
forsætisráðherranum sérstaklega það
traust sem fyrirtækinu var sýnt.
Prófaði skipstjórastól
Guðbjargar
Lýsti Þorsteinn markmiðum fyrir-
tækisins með rekstrinum í Cuxhaven
og sagði að lönd innan Evrópusam-
bandsins ættu að geta sótt fyrirmynd
að vel reknu og blómlegu fyrirtæki
þangað. Ætlunin væri að styrkja
stöðu matvælaiðnaðar á svæðinu, fyr-
irtækið ætti í framtíðinni að vera í
fararbroddi sjávarútvegsfyrirtækja
hvað varðaði tæknilega fullkomnun í
veiðum og vinnslu.
Gat Þorsteinn þess að óðum styttist
í kosningar í Neðra-Saxlandi og margt
væri líkt með starfi stjórnmálamanna
og sjómanna, veður á stundum válynd
og oft blési kröftuglega. „Þess vegna
þótti okkur vel við hæfi að taka á
móti ykkur um borð í skipi. í stjórn-
málunum ert þú í sæti skipstjórans,"
sagði Þorsteinn og beindi máli sínu
til Gerhards Schröder og bauð honum
að setjast í skipstjórastól Guðbjargar-
innar sem hann og gerði.
Úr Guðbjörginni lá leiðin í matvæla-
fyrirtækið Strýtu þar sem forsætis-
ráðherrann og fylgdarlið hans skoð-
uðu rækjuvinnslu fyrirtækisins,
kavíar- og síldarvinnslu.
í landvinnslu ÚA
Að skoðunarferð lokinni var haldið
að Útgerðarfélagi Akureyringa þar
sem Guðbrandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri, Guðmundur Tulinius
framkvæmdastjóri dótturfélags ÚA í
Þýskalandi, Meklenburger Hochsee-
fischerei, MHF, Gunnar Larsen tækni-
stjóri og Jón Hallur Pétursscn fjár-
málastjóri tóku á móti Schröder og
fylgdarliði.
Landvinnsla ÚA var kynnt en mikl-
ar breytingar hafa verið gerðar á
henni síðustu mánuði. Guðbrandur og
Guðmundur kynntu gestum starfsemi
fyrirtækjanna, ÚA og MHF. Heim-
sókninni lauk með kvöldverði á Fiðlar-
anum í boði Akureyrarbæjar, en hald-
ið var suður til Reykjavíkur í gær-
kvöldi.
Rétt ákvörðun
Gerhard Schröder þakkaði afar vin-
samlegar móttökur á Akureyri. Hann
sagði sterk tengsl vera milli Cuxhaven
og íslands og var afar ánægður með
rekstur Samheija í borginni, fyrirtæk-
ið hefði þegar unnið gott starf og
efaðist hann ekki um að það yrði
öflugra er fram liðu stundir. Var hann
sérlega ánægður með þá ákvörðun
stjómvalda að hafa selt Samheija hlut
sinn í DFFU.
„Það var góð ákvörðun og við mun-
um innan fárra ára, þegar við sjáum
hversu vel hefur tekist til, sjá að þarna
tókum við rétta ákvörðun," sagði
Gerhard Schröder, forsætisráðherra
Neðra-Saxlands, og bætti við að þekk-
ing og reynsla innan fyrirtækisins
hefðu vegið þungt er ákvörðun var
tekin.
í dag mun Schröder eiga viðræður
við utanríkisráðherra, þiggja hádegis-
verðarboð forsætisráðherra, eiga fund
með sjávarútvegsráðherra og þá býð-
ur forseti íslands honum ásamt fylgd-
arliði til Bessastaða.