Morgunblaðið - 20.11.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 39
AÐSENDAR GREINAR
Erfðir og aukakíló
MARGIR sem berjast
við aukakíló og almenna
þyngdarstjómun vilja
kenna slæmum genum
um. Þessir einstakling-
ar hafa að vissu leyti
rétt fyrir sér. Ef annað
foreldra okkar er of
þungt em líkurnar
40-50% á að við
verðum það líka. Ef
báðir foreldrar era of
þungir fara líkurnar
upp í 70-80%. Það er
erfítt að segja til um
hvort þetta megi rekja
til ættgengni eða um-
hverfisaðstæðna. Marg-
ar rannsóknir hafa
verið gerðar um hvort óhófleg fít-
usöfnun sé ættgeng og komið hefur
fram að börn foreldra sem era ekki
í kjörþyngd og eru ættleidd til for-
eldra sem era í kjörþyngd hafa rík-
ari tilhneigingu til þess að verða of
þung.
Auðveldara að breyta
stærð en lögun
Þrátt fyrir þessa vitneskju er
ljóst að hvernig sem gen okkar era
og hvar og hvernig sem við ölumst
upp, geta allir komið sér í gott lík-
amlegt form og haldið sér í
kjörþyngd. Við getum verið viss
um að við erfum lögun foreldra
okkar eða ömmu og afa o.s.frv. Ef
annað eða báðir foreldrar safna
fitu á efri hluta líkamans
(eplalögun) era auknar líkur á að
við fítnum á sömu stöðum. Sama á
við ef fitusöfnunin er á neðri hluta
líkamans, þ.e. á mjöðmum og
læram (peralögun), sem er algeng-
ara á meðal kvenna. Hvort sem þú
hefur svokallað „epla“- eða „pera“-
vaxtarlag getur þú breytt stærð
þinni (fituhlutfalli) en lögunina hef-
ur þú erft og henni verður varla
breytt.
Breiðu mjaðmirnar
hennar ömmu
Nútímavísindi segja okkur að
það sé heilsufarsleg áhætta að vera
með of mikla líkamsfitu. Til að ákv-
arða hvort þú sért í aukinni heilsu-
farslegri hættu vegna ofþyngdar
geturðu mælt mitti þitt og
mjaðmir. Karlmenn sem era með
breiðara mitti en mjaðmir era í
áhættuhóp. Sama má segja um
konur sem hafa mittismál meira en
80% af mjaðmamáli.
Tilhneiging til fitusöfnunar er
óbreytanlegur
eiginleiki eins og
augnlitur. Við getum
tekist á við veikleika
okkar og lært að
stjóma þyngd okkar.
Of margir trúa bhnt á
erfðafræðilega þáttinn
um stærð og lögun lík-
amans og telja jafnvel
litla möguleika á að
komast í gott líkam-
legt form. Þetta er til
allrar hamingju hinn
mesti misskilningur.
Þó að vissulega ráði
erfðir miklu, þá stjóm-
um við sjálf neyslu- og
hreyfivenjum okkar.
Aukin hreyfing og skynsamlegt
fæðuval era venjur sem skila okkur
Tilhneiging til fitusöfn-
unar er ekki óbreytan-
legur eiginleiki. Hrafn
Friðbjörnsson hvetur
fólk til að takast á við
veikleika sína og læra
að stjórna þyngdinni.
betri heilsu og betra lífí. Það skipt-
ir ekki máli þótt þú hafir erft
breiðu mjaðmirnar hennar ömmu
þinnar, þær þurfa ekki að vera feit-
ar maðmir.
Duft í dollum og
skyndilausnir
í starfi mínu sem líkamsrækt-
arþjálfari hef ég heyrt ýmsar af-
sakanir og ranghugmyndir. Við
sem störfum á heilsu- og lík-
amsræktarsviði, þurfum í samein-
BIODROGA
snyrtivörur
ingu að vinna að þvi að veita fólki
réttar upplýsingar og fræðslu um
leiðir til að komast í gott líkamlegt
form á skynsamlegan hátt hvort
sem fólk er innan eða utan við
kjörþyngd. Við þekkjum það öll
þegar líkamsástandið er ekki sem
skyldi, þá er oftar en ekki gripið til
gömlu úreltu aðferðarinnar sem
nefnist megranarkúr. Áreynslu-
laus „þægileg“ skyndilausn sem
því miður er aðeins tímabundin
lausn og tekur ekki á grannvand-
anum sem er hreyfingarleysi og
slæmar neysluvenjur. Ekkert lát
virðist á framboði dufts í dollum,
pillum og ýmiss konar skyndi-
lausnum í megrun, þrátt fyrir að
fræðsla hafi aukist. Stöðvum þenn-
an endalausa megranarkúrafarald-
ur sem stuðlar að síaukinni fit-
usöfnun.
Okkur ber skylda til að hugsa
um framtíð barnanna og stuðla að
því að þau alist upp við hollar
neysluvenjur og heilbrigða hreyf-
ingu. Við þurfum að vera fyrir-
myndir sem sýna gott fordæmi og
hvetja þau og fræða um mikilvægi
þess að hugsa um heilsuna. Með
stuðningi okkar og hvatningu
sönnum við máltækið „heilbrigð sál
í hraustum líkama“
Munum að erfðii- era aðeins einn
af mörgum þáttum sem hafa áhrif
á þyngd okkar. Ásökum ekki for-
eldra eða umhverfí vegna eigin
ofþyngdar því okkar er valið.
Tökum ábyrgð á eigin lífi, temjum
okkur heilbrigðari h'fsstfl og náum
yfirráðum yfir eigin líkama, heils-
unnar vegna.
Höfundu r er fram k væm dus tjóri,
ACE líkamsræktarþjálfari og ICS
næringarráðgjafi.
hvermínúta
eftir kl.ig.oo
á kvöldin
PÓSTUR OG SÍMI
Hrafn
Friðbjömsson
á tilboðsverði
Sérfræðingur frá Jensen dýnuverksmiðjunum í Noregi
verður í verslun okkar dagana 20. - 22. nóvember. Af
því tilefni veitum við 15% afslátt af Jensen dýnum. Einnig
bjóðum við rúm og höfðagafla á sérstöku tilboði. Nú er
kjörið tækifæri til að eignast gæðadýnu og rúm á góðu
verði.
Jensen dýnurnar
fást ífjölmörgum gerðum og útfœrslum
Tilboð
á rúmum
og höfiðagöflum
inn til okkar og gerðu góð kaup á dýnum og rúmum.
Opið á virkum dögum frá kl. 9 -18, laugardögum
frá kl. 10 - 16 og sunnudögum frá kl. 14 -16
TM - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 - Sími 568 6822
SíSumú