Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 20 . NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
H
AÐSENDAR GREINAR
Þverrandi þjónusta
við heyrnarskerta
HINN 14. nóvember
1937 var Félagið
Heymarhjálp stofnað
af framsýnu og dug-
miklu fólki sem á einn
eða annan hátt hafði
kynnst vandamálum
heyrnarskertra.
Heymarhjálp er því 60
ára um þessar mundir.
Fyrstu áratugina var
helsta verkefni félags-
ins að útvega heyrnar-
skertu fólki nýjustu og
bestu heymartæki sem
til voru á hverjum tíma.
Félaginu tókst fljótlega
að fá þær reglur fram
að ríkið greiddi 70% af
verði tækjanna til að létta neytend-
um kaupin. Er ekki að efa að það
hefur verið mikið átak í miðri
kreppunni. En ljóst er að þessi
starfsemi Heyrnarhjálpar
gjörbreytti lífi heyrnarskerts fólks
um allt land á þessum ámm. Fé-
lagið kappkostaði af öllum mætti
að þjóna fólki á öllu landinu.
Með tilkomu Heyrnar- og tal-
meinastöðvar íslands árið 1978 tók
ríkið að sér þau verkefni sem
Heymai’hjálp hafði sinnt í rúm 40
ár. Miklar væntingar vora gerðar
til stofnunarinnar og starfsfólks
hennar. Stjórnendur og starfsfólk
einsetti sér strax í byrjun háleit
markmið og framkvæmdi þau s.s.:
að hafa alltaf til afgreiðslu nýjustu
og bestu heymartæki, að þjóna
heymarskertum á öllu landinu með
árvissum heimsóknum í helstu
héruð, að framkvæma
reglulegar heym-
armælingar á öllum há-
vaðasömum vinn-
ustöðum, að koma á
stofn endurhæfingu
heyrnarskertra,
að halda regluleg
námskeið fyrir
starfsfólk heilbrigðis-
stofnana.
Allt var þetta gert
og meira til. A stofnun-
ina valdist áhugasam-
ur kjami fagfólks sem
hefur fylgt henni þann
tíma sem hún hefur
starfað. Reglan gilti
um 70% þátttöku ríkis-
ins í verði tækjanna. Á þeim tíma
var undantekning ef fólk þurfti að
bíða eftir heymartækjum sem
læknar stofnunarinnar höfðu mælt
með.
I dag, 20 áram síðar er staðan
þessi:
Langur biðlisti er eftir heyrn-
artækjum.
Þjónustuferðir út á lands-
byggðina hafa nánast alveg fallið
niður.
Heymarmælingar á há-
vaðasömum vinnustöðum eru í al-
gjöra lágmarki.
Endurhæfingarstöð fyrir heyrn-
arskerta heyrir sögunni til.
Þörf á þjónustu við heyrnar-
skerta hefur aukist til mikilla muna
undanfarin ár. Kemur þar margt
til. Ungt fólk sættir sig frekar við
að nota heymartæki nú en áður og
leitar beinlínis eftir þeim. Notkun
heyrnartækja er ekki sama feimn-
ismálið nú og fyrr. Heyrnartækin
era minni en áður. Eftir því sem
tækin eru minni krefjast þau meiri
sérsmíði og eru miklu dýrari en
gömlu tækin. Eldri borgarar era
miklu opnari fyrir að nýta sér
tækni eins og þessa og vilja heyra
betur og er það vel.
Þessi þróun er svo í hróplegu
ósamræmi við það að sú stofnun
sem á að veita þjónustuna fær
hvorki að auka við mannskap né
aukið fé til að greiða hlut ríkisins í
verði heyrnartækjanna. Fjármagn
Láta mun nærri, segir
Friðrik Rúnar
Guðmundsson, að
25-30 þúsund
-----7--------------------
Islendingar séu
heyrnarskertir.
til Heyi’nar- og talmeinastöðvar
Islands þ.m.t. til heymartækja-
kaupa hefur verið óbreytt í a.m.k. 7
ár.
Allt hefur þetta aukið gríðarlega
álagið á starfsfólk stofnunarinnar
og það er langt frá því að við það sé
að sakast. Starfsfólkið reynir að
leysa hvers manns vanda sem kost-
ur er og bera neytendur því vel
söguna þótt biðin geti stundum
verið þreytandi. Það er ómetanleg-
Friðrik Rúnar
Guðmundsson
ur kostur að geta fengið á einum
stað alla þjónustu sem við á s.s.
heyrnarmælingu, læknisskoðun,
viðgerðir og endurstillingu á
heymartæki og að endurnýja
tækið ef þörf er á.
Heyrnar- og talmeinastöð
Islands er eini sölu- og
þjónustuaðili heymartækja. Stofn-
unin á samkvæmt lögum hennar að
sjá um alla ofantalda þætti og
meira til. Stofnunin fær fast fram-
lag á fjárlögum til að sinna þessu
hlutverki sínu. Eina viðbótarfjár-
magnið sem veitt hefur verið á
undanförnum árum var fé sérstak-
lega merkt breytingum og end-
urbótum á leiguhúsnæði því sem
stofnunin hefur í
Sjálfstæðishúsinu. Heyrnarskertir
hafa lítið gagn af nýjum gólfdúkum
og veggfóðri.
Nú er eðlilegt að spurt sé. Getur
þetta heyrnarskerta fólk ekki bara
borgað meira? Nú þegar greiða
neytendur 40% af verði heyrn-
artækjanna. Slíkt er algjörlega
óþekkt á öðram Norðurlöndum og
meir að segja í Bretlandi hafa
heymarskertir rétt á heyi’n-
artækjum sér að kostnaðarlausu.
Heyrnar- og talmeinastöð
Islands er eini þjónustuaðili fyrir
heyrnarskerta á Islandi. Stofnunin
á mjög í vök að verjast vegna fjár-
skorts. í dag er t.d. margra
mánaða bið eftir heyrnartækjum.
Slíkt ástand er að sjálfsögðu al-
gjörlega óþolandi. Við getum
ímyndað okkur ef ríkið hefði
einkasölu á gleraugum og leyfði
sér að láta sjónskert fólk bíða í
marga mánuði eftir gleraugum.
Ekki era tök á að senda starfs-
menn út á land. Nú skulu allir
koma suður sem þurfa að end-
urnýja tæki jafnt börn sem eldra
fólk. Þó vitað sé að heyrnar-
skerðing af völdum hávaða er al-
gengasti atvinnusjúkdómur í
vestrænum löndum era heyrn-
armælingar á hávaðasömum vinn-
ustöðum í lágmarki.
Miklu fleiri Islendingar eru
heyrnarskertir en flestir gera sér
grein fyrir. Láta má nærri að þeir
séu á milli 25-30 þúsund. Þar af
nota a.m.k 15 þúsund heyi’nartæki.
Eg ætla ekki að nefna hér öll þau
félagslegu vandamál sem fylgja
skertrí heyrn en vil benda á að
þegar heyrn fólks dofnar eru al-
gengustu viðbrögðin þau að löngun
til að draga sig í hlé frá öllum
mannlegum samskiptum eykst. Til
þess að heyrnarskertir geti lifað í
íslensku málsamfélagi, notið
menntunar, menningar og al-
mennra mannlegra samskipta
verður að tryggja það að þjónustan
við nauðsynlegan tæknibúnað
þeirra skerðist ekki. Einnig er það
ábyrgðarhluti í nútímasamfélagi að
forvamir og eftirlit með há-
vaðaskaða skerðist.
I tilefni af 60 ára afmæli Heyrn-
arhjálpar hvet ég alla heyrnar-
skerta og aðstandendur þeirra til
að gera tvennt:
★ Að ganga í Heyrnarhjálp svo fé-
lagið fái enn meiri slagkraft en
áður (s. 551 5895)
★ Að láta í sér heyra á opinberam
vettvangi og samtaka, þrýsta á
sína þingmenn og aðra pólitíska
fulltrúa um að þjónustustofnun
þein'a, Heymar- og talmeinastöð
Islands, fái þann starfskraft og
fjármagn sem þarf til að þjónustan
verði viðunandi.
Eg vil að lokum minna á
ráðstefnu um hávaðaskaða og
heymarvernd sem Félagið Heyrn-
arhjálp stendur fyi’ir í Ráðhúsinu í
Reykjavík á morgun, fóstudaginn
21. nóvember, kl. 13.00. Ráðstefnan
er öllum opin og hvet ég alla til að
mæta.
Höfmxhir er fyrrverandi formaður
Heyrnarhjálpar.
„Pressuball"
aldarinnar
Afmælishátíd
Blaðamannafélagsins
á Hótel íslandi
laugardaginn 22. nóvember 1997.
Glæstleg afmælisdagskrá
glæsiieg hátið
Karlakór Reykjavíkur
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Hátíðarávarp
Fjölmiðlar í „léttu Ijósi"
Hljómsveit
Björgvins Halldórssonar
sér um tónlistina
Húsið opnað kl. 18.30 með fordrykk
Dagskráin hefst kl. 19.30.
Hátíð sem enginn má missa af
Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi
ísíma 568 7111.
Reykjavíkurvælið -Af
sprungum og skælum
UPP Á síðkastið hef-
ur rannið upp fyrir
landslýð að allt er í
rasli í Reykjavík. Ekki
hefur linnt löngum
grátgreinum um
vandræði Reykvíkinga
og raunir þeirra era
svo óskaplegar, að
gamla lands-
byggðarvælið hljómar
sem vinalegt bamahjal
í sanngjörnum samn-
anburði.
Speki um sprungur
Vart hafði maður
þerrað tárin eftir tvær
sorglegar sjónvarps-
lýsingar á sprangu nokkurri í
Borgarspítalanum, að sama
sprangan var sýnd aftur og aftur á
einhverri annarri sjónvarpsrás,
með sama gamla góða grátkórinn
til taks. Urvinda eftir heimsóknir
fréttamanna í sprangu Borgarspít-
alans, birtust síðan pattaralegir
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrirWmom
Launakerfi
Stimpilklukkukerfi
gn KERFISÞRÓUN HF.
cj Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
stjórnendur spítalans
og sögðu okkur að þeir
yrðu að fá 300-500
milljónir til að loka
sprangunni títtnefndu.
Állt bendir nú til þess
að framkvæmdavaldið
sannfæri löggjafar-
valdið um að
bráðnauðsynlegt sé að
loka nokkrum ómerki-
legum sjúkrastofnun-
um og íþyngjandi
skólum úti á landi til að
reiða fram þessa aura.
Verst, að ekki sé hægt
að flytja spranguna
uppí Templarahöll þar,
sem stjórnendur ríkis-
spítala stjóma á mörgum hæðum,
hún kæmi sér vel þegar kæmi að
því að sannfæra almenning um
viðhaldsþörfina þar.
Þingkonur þinga
Vegna vanda spítala í Reykjavík
settust tvær þingkonur við ríkis-
styrktan hljóðnema í útvarpi og
vora sammála um að búið væri að
braðla svo mikið „úti á landi“ að nú
væri kominn tími til að Reykvík-
ingar fengju einhverja lækna- og
spítalaþjónustu. Vora þingkonurn-
ar á einu máli um, að eitthvað
ægilegt myndi gerast ef ekki yrði
bragðist skjótt við. Helst þyrfti að
loka öllum sjúkrahúsum úti á landi
í hvelli, nema kannske á Akureyri,
enda þar góð bakrödd í reykvíska
vælukórinn.
Þetta ægilega sem
gæti gerst ef...
Ógnin sem batt þingkonurnar
réttsýnu svo stíft saman var fólgin
í því að einhverjum dytti í hug að
Reykjavík væri ekki Paradís og
Meðan vælukór
Reykjavíkur grætur út
styrki og er sammála
um vesöld Reykjavíkur,
telur Sigurjón Bene-
diktsson ekki tilefni
fyrir aðra að kvarta.
félli í þá gryfju að flytja eitthvert
annað en til Reykjavíkur! Stjórn-
málamenn þjóðarinnar líta á það
sem mestu ógn aldarinnar að sam-
keppni komi frá útlöndum um
búsetu. Það væri svo óskaplega
slæmt að vera í jaðarbyggð. Það
væri bara ekki mönnum bjóðandi
að eiga heima í jaðarbyggðinni
Reykjavík og þurfa að standa í
samkeppni við útlönd.
Lítið ráð
Niðurstaðan af því að hlusta á
Reykjavíkui’vælið er sú, að enginn
ætti að flytja á hið ægilega
jaðarsvæði, Reykjavík. Þar er allt í
steik. Sprangnir spítalar, þung-
lyndar þingkonur og vonlaus sam-
keppni við útlönd. Engir almenni-
legir læknar, slappir stjórnendur
og sjúkt samfélag.
Meðan vælukór Reykjavíkur
grætur út styrk til samgöngubóta
milli Reykjavíkur og Seltjarnar-
ness, meðan skælt er yfir sprung-
um Borgarspítalans, meðan hálfur
þingheimur og allir borgarfulltrúar
era sammála um vesöld Reykjavík-
ur, þá er ekki tilefni fyrir aðra að
kvarta.
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.
Sigurjón
Benediktsson