Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Útkeyrðar
ofurkonur
_ i
v
ALLTAF öðru hvoru
birta fínu glanstímarit-
in stórar greinar um
konur. Konur á besta
aldri sem eiga mann
og börn, hús og hund
og kött sem teygir sig
makindalega á út-
saumaða púðanum,
sem þessi kona saum-
aði af mikilli snilld.
Heimilið er yndislega
fallegt, frumlegt og
ber handlagni konunn-
ar fagurt vitni, útsjón-
arsemi hennar og hug-
myndaauðgi. Þetta er
kona sem vinnur úti,
helst sjálfstætt, krefj-
andi starf, sem hún er endalaust
að mennta sig í.
Viðtalið fer fram á heimili henn-
ar þar sem börnin koma og fara,
unglingurinn er að þjóta í íþróttir,
heimasætan í píanótíma. Mamman
færir blaðamanninum nýmalað
ilmandi kaffí, um leið og hún leys-
ir mikilvægt mál í símanum, hrær-
ir í pottinum, tekur ilmandi brauð-
snúða út úr ofninum - uppskrift
sem hún hefír þróað sjálf - kyssir
börnin, sem eru að fara, bless og
gefur yngsta barninu bijóst.
Blaðamaðurinn horfír með að-
dáun á þessa hæfileikaríku dug-
legu konu sem fyrir
utan allt þetta, saumar
allt á sig og börnin,
pijónar, föndrar fyrir
jól og páska, býr til
jólakortin og jólagjaf-
irnar, stundar göngur
og líkamsrækt, syndir
alla morgna, á hesta
og sumarbústað þar
sem hún stundar garð-
yrkju í stórum stíl.
Þetta er kona sem auð-
vitað geislar af lífs-
gleði og orku og svo
er hún svo ótrúlega
ungleg.
Þessar greinar hef
ég lesið í gegnum árin
með aðdáun og jafnvel smá öfund.
Svona fannst mér að duglegar
Hvað verður um
þessar ofurkonur þegar
fram líða stundir? Katr-
-----z--------------------
ín Oskarsdóttir telur
að glansmyndin sem
dregin er upp af þeim
verði svolítið snjáð með
tímanum.
Katrín
Óskarsdóttir
Fagleg ráðgjbf
Hagstætt verð
Leitið tilboða
Faxafenl 10 • 108 Reykjavík
Sími 581 1091 • Fax 553 0170
konur ættu að vera og ég reyndi
þetta sjálf. Setti upp sjálfstæðan
atvinnurekstur, lagði metnað minn
í að vinna hratt og vel og langan
vinnudag, eiga böm í leiðinni, gera
upp hús, sauma, föndra og pijóna,
og umfram allt að vera hress og
helst í góðu skapi.
En í blaðagreinunum kemur
hvergi fram vöðvabólgan, hjart-
sláttartruflanirnar og hækkandi
blóðþrýstingurinn sem ég fékk út
úr þessu öllu saman. Og auðvitað
tókst mér ekki að halda glansandi
heimili, ánægðum hundi og börn-
um. Svo skildi ég auðvitað við sam-
býlismanninn, sem var reyndar eini
jákvæði punkturinnn í þessu öllu
saman, því makaval mitt hafði
verið illa ígrundað frá byijun.
Ég vil með þessum skrifum mín-
um aðeins benda á hvílíkum skaða
svona skrif geta valdið og hvílíkum
ranghugmyndum þau geta komið
inn hjá duglegum konum. Og
reyndar körlum líka, því seinni
maðurinn minn, elskulegur, hefur
horft með aðdáun á duglegu kon-
una sína sem gekkst upp í aðdáun-
inni og reyndi að vera ennþá dug-
legri þar til hækkandi aldur, minna
þrek og úthald fóru að segja til
sín með fyrrgreindum afleiðingum.
Nei, kæru konur, látið ekki
blekkjast af ótrúlegum lýsingum
og fallegum myndum. Það er ekki
í mannlegu valdi að gera alla hluti
í einu.
Höfundur er húsmóðir og rekur
skreytinga- og skiltagerð.
Brjóta skóla-
yfirvöld í Hafn-
arfirði grunn-
skólalögin?
ÞAÐ er ekki að
ástæðulausu að Hafn-
firðingar tala um að
bænum okkar hafi verið
illa stjórnað undanfarin
þijú kjörtímabil. Skuldir
bæjarins hafa aukist um
rúma fjóra miljarða á
þessum tíma en samt
er Hafnarfjörður á eftir
öðrum sveitarfélögum í
uppbyggingu þjónustu
við íbúana. Ekki hafa
peningarnir farið í
kaldavatnslögnina að
bænum, ekki skolplagn-
ir, mjög takmarkað í
uppbyggingu grunn-
skóla og leikskóla.
Ég hef unnið með
foreldrum grunnskólabarna í bænum
undarfarin ár og fylgst með því sem
er að gerast í uppbyggingu skól-
anna. Mér finnst undarlegt að skóla-
nefnd Hafnarfjarðar láti frá sér fara
yfírlýsingu um að allir skólamir í
bænum verði einsetnir fyrir lok árs-
ins 2001 á sama tíma og bæjarráð
talar um að fá frest fram yfir árið
2003 til að einsetja skólana.
Staða mála er þannig í dag að
allir skólarnir sex eru tvísetnir og
rúmlega það, því fá ekki allir bekkir
grunnskólans lögboðinn tímafjölda
samkv. grunnskólalögum. Reyndar
fullyrða skólayfirvöld að
nóg sé að telja kennara-
tíma, þ.e. bekkjum er
skipt upp milli tveggja
kennara. En það er þeg-
ar komin úrskurður um
það mál frá mennta-
málaráðuneytinu, í febr-
úar síðastliðnum, þar
sem segir að ólöglegt
sé að miða við kennara-
stundir og áréttað að
nemendur í grunnskóla
fái þann vikulega tíma-
flölda sem lög kveða á
um.
Ekki er enn ljóst
hvernig á að einsetja
grunnskólana. Bæjar-
yfirvöld eru t.d. í stríði
við yfir 90% foreldra barna í Lækjar-
skóla vegna þess að foreldrar vilja
að allir bekkir þ.e. 1. til 10. bekkur
verði í skólanum en bæjaryfirvöld
vilja færa 8., 9. og 10. bekk yfir í
Víðistaðaskóla sem þarf svo að
stækka enn meir en ella, vegna ein-
setnigarinnar. Einnig er ekki ljóst
hvernig leysa á vanda Setbergsskóla
sem er þegar tvísetinn og hæpið að
endalaust verði hægt að lengja
bygginguna þar sem lóðin er tak-
mörkuð og ekki er endalaust hægt
að bæta við kennslustofum. Einnig
þarf aðstöðu fyrir kennara því öll
Þóroddur S.
Skaptason
Að lofa gulli og
grænum skógum
EITT af þeim raun-
hæfu málum sem ör-
uggt má talja að allir
fylki liði um, en allt of
fáir gera neitt í, er
skógrækt í byggð.
Sorglegt, því mjög auð-
velt og ódýrt er að
hleypa slíkri vinnu af
stað og verkið skilar
öruggum árangri til
langrar framtíðar.
Fyrir skömmu bar ég
fram tillögu í skipulags-
nefnd Hafnarfjarðar,
um að hafin verði undir-
búningur að „grænu
skipuiagi" sem er mót-
un og meðhöndlun
óbyggðra svæða með-
fram byggð og vegum. Þessi svæði
þarf að skipuleggja sérstaklega,
hvort sem það felst í að varðveita
svæðið ósnert eða móta leiksvæði,
hljóðvarnir eða bara fegra það
íbúunum til augnayndis. Allt of al-
gengt er að afgangssvæði séu bara
tyrfð og síðan hefst hinn árvissi
sláttur, sumarlangt. Ég tel að í
mörgum tilfellum gætum við sparað
sláttuvélarnar og bensínið og í leið-
inni ákveðna hljóð- og loftmengun.
Þess í stað mætti nota
vinnuafl og peninga til
skógræktar. Nýju
hverfin í jaðri bæjarins
eru ætíð snjóþung og
vindasöm því þessum
skipulagsþætti er ekki
sinnt sem skyldi. Til að
vinna á vindi og skaf-
renningi eru ýmis ráð
sem skipulagshönnuðir
á norðlægum slóðum
eru farnir að gefa gaum
í æ ríkara mæli. Skjól
er lykillinn að því að
gera útivist vænlegri í
kring um hýbýli okkar.
í Noregi er farið að
planta gróðri í skjólbelti
utan um fyrirhuguð
íbúðarhverfi löngu áður en þau fara
í framkvæmd.
Þá komum við að öðrum ávinningi
skógræktar í byggð. Öll lönd sem
aðild eiga að umhverfissáttmála ráð-
stefnunnar í Rio de Janeiro, verða
að vinna að því að skapa umhverfis-
legt jafnvægi, eða sjálfbæra þróun.
Sérstök framkvæmdaáætlun sveitar-
félaganna fyrir 21. öldina er í undir-
búningi, svokölluð staðardagskrá 21
(Local Agenda 21). Skógrækt hefur
Sigurður
Einarsson
PIPAR OG SALT -10 ARA AFMÆLI
10% AFMÆLISAFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÖÐRUM VÖRUM.
BRIDGEWATER - Sérhönnuð afmælisdrykkjarkrús
á hálfvirði dagana 20, 21 og 22 nóv.
ELSENHAM - Gæða Seville appelsínumarmelaði og sultur
boðin á sama verði og árið 1987 (einungis í dag).
Klapparstíg 44, sími 562 3614.
aðstaða var upphaflega hönnuð fyr-
ir um 400 til 500 nemenda skóla
og annar ekki 700 til 800 nemenda
skóla.
Það er ljóst að það er lítið mark
takandi á yfirlýsingu um að einsetja
eigi alla skólana fyrir lok ársins 2001
þegar ekki eru til lausnir á því ’hvern-
ig á að leysa vandann. Gera þarf
nákvæma áætlun um uppbyggingu
grunnskólana og taka alla þætti með
t.d. íþróttahús sem hingað til hefur
verið sleppt. Nauðsynlegt er að gera
sér grein fyrir hvernig uppbyggingin
verði fjármögnuð því bæjarfélag sem
skuldar yfir fjóra miljarða á ekki
Það er ljóst að það er
lítið mark takandi á yf-
irlýsingu um að einsetja
eigi alla skólana fyrir
lok ársins 2001, segir
Þóroddur S. Skapta-
son, þegar ekki eru til
lausnir á því hvernig á
að leysa vandann.
auðvelt með að byggja fyrir tæpa tvo
miljarða. Mikilvægt er að brýna fyr-
ir bæjaryfirvöldum að gæta þess að
uppbyggingin verði í sátt við bæj-
arbúa. Því það eru þeir sem nota
þjónustuna og greiða fyrir hana. Það
virðist ekki hafa verið grunnskólun-
um til gæfu að í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar sitja meðal annars skóla-
stjóri, aðstoðarskólastjóri og svo er
bæjarstjórinn kennari.
Höfundur er formaður
foreldraráðs Hafnarfjarðar og
tekur þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Ég legg til, segir Sig-
urður Einarsson, að
eitt af stefnumálum
Sjálfstæðisflokksins í
komandi bæjarstjórnar-
kosningum verði að lofa
bæjarbúum grænum
„bæjarskógum“ sem
eru gull framtíðarinnar.
þar mikla þýðingu sem mótvægi við
þá mengun sem brennsla iðnfyrir-
tækja og farartækja veldur. Allir eru
sammála um gildi skógræktar og
stór óskipulögð svæði um allt í bæn-
um eru til vitnis um að brýnt er að
hefjast handa. Skipulagsnefndin þarf
að hefla undirbúning með fulltrúum
Skógræktarfélags Hafnarfjarðar,
garðyrkjustjóra bæjarins, forstöðu-
manni unglingaskólans svo og lands-
lagsarkitekt til að leiða þessa skipu-
lagsvinnu. Ég tel einsýnt að áfram
megi virkja áhuga og afl ýmissa
hópa og félaga í skógræktarstarfi í
bæjarlandinu.
Fyrir utan þau tímabundnu bæjar-
mál sem óleyst eru í skólum, öldrun-
arþjónustu og stjórnun bæjarins svo
eitthvað sé nefnt, eru stóru framtíð-
armálin umhverfi og umhverfismót-
un. Ég legg til að eitt af stefnumál-
um Sjálfstæðisflokksins í komandi
bæjarstjórnarkosningum verði að
lofa bæjarbúum grænum „bæjar-
skógum" sem eru gull framtíðarinn-
ar. Til þess að fylgja því eftir ieita
ég eftir stuðningi í 4.-6. sæti fram-
boðslistans. Nánar um skoðanir mín-
ar á þessum og öðrum mikilvægum
málum má finna á heimasíðu minni,
www.arkitekt.is/x-D. Ég hvet sjálf-
stæðismenn til að fjölmenna í próf-
kjörið sem fram fer laugardaginn 22.
nóvember, og taka þannig þátt í að
raða á sigursælan lista.
Höfundur cr arkitekt og tekur
þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins i Hafnarfirði.