Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 16

Morgunblaðið - 25.11.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTB 30 milljóna króna hlutafjárútboð hjá Þorbirni hf. 58 milljóna hagnað- ur fyrstu 8 mánuðina HLUTAFJARÚTBOÐ Þorbjarnar hf. hófst í gær. Um er að ræða allt að 30 milljóna króna hlutafjáraukn- ingu að nafnvirði og verða bréfín seld á genginu 7,57. Að hlutafjárút- boðinu loknu verður sótt um skrán- ingu hlutabréfa fyrirtækisins á Verðbréfaþingi Islands og er þess vænst að skráning bréfanna geti átt sér stað í febrúar 1998, að því er segir í útboðslýsingu. Það er ís- landsbanki sem mun annast útboð- ið. Sem kunnugt er sameinaðist Bakki í Hnífsdal Þorbimi hf. nú í sumar og miðaðist sameining við 1. maí. Fyrstu átta mánuði þessa árs nam velta Þorbjamar rúmum 1,2 milljörðum og nam tap af reglu- legri starfsemi fyrir skatta röskum 80 milljónum króna. Uppgjörið nær til reksturs Þorbjamar frá janúar til ágústloka og er rekstur Bakka inni í þeim tölum frá maí og til ágústloka. Tapið sem varð af rekstri hins sameiginlega félags skýrist fyrst og fremst af miklu tapi af rækju- Söluhagnaður nam 112 milljón- um króna vinnslu á Vestfjörðum vegna verk- falls. A móti kemur hins vegar um 112 milljóna króna söluhagnaður og því varð tæplega 60 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins íyrstu átta mánuði ársins. Mikið tap hjá Bakka fyrir sameiningu Velta Þorbjarnar hefur aukist talsvert undanfarin ár, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Arið 1994 varð 4 milljóna króna tap af rekstri félagsins en árið 1995 skil- aði það 4 milljóna króna hagnaði. A síðasta áiá nam hagnaður félagsins hins vegar rúmum 85 milljónum króna. Sambærilegar tölur fyrir Bakka eru ekki gefnar upp í útboðslýs- ingu en fram kemur að 191 milljón- ar krónu tap hafi orðið af rekstri Haustráðstefna EDI-félagsins '97 Hótel Loftleiðum, bíósal, 25. nóvember, kl. 14.00 til 17.00 Daaskrá: Kl. 13.00 - 14.00 Innritun fundargesta. Kl. 14.00 Setning. Vilhjálmur Egilsson, formaður EDI-félagsins. Kl. 14.10 EDI í Danmörku: Stefna danska ríkisins í upplýsingatæknimálum. Bjarne Emig. formaður Dansk EDI-rád og DANPRO. Tryggingastofnun og rafrænn lyfseðill. Sigþór Örn Guðmundsson, deildarstjóri tölvudeildar TR. Kaffihlé. EDI og ECR - Hlutverk staðlaðra rafrænna viðskipta í skilvirkri neytendasvörun. Ingi Þór Hermannsson, framkvæmdastjóri EAN á íslandi. Kl 16.30 Keðjukaup - Skjákaup Olíufélagsins hf. Steingrímur Hólmsteinsson, verkefnisstjóri í Upplýsingatæknideild Olíufélagsins hf. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Óskar B. Hauksson, forstöðumaður Upplýsingavinnslu Eimskips. Verð: Kr. 3.500,- Nánari upplýsingar og skráning: Skrifstofa EDI-félagsins, Jakob Falur. Sími 588 6666, fax 568 6564, netfang: jakob@chamber.is Kl. 15.00 Kl. 15.30 Kl. 15.50 félagsins að teknu tilliti til tæplega 130 milljóna króna söluhagnaðar fyrstu átta mánuði síðasta rekstr- arárs félagsins, þ.e. frá september til aprílloka. Samlegðaráhrifa ekki farið að gæta Áætlað er að rekstrartekjur Þor- bjarnar á þessu ári verði um 2 milljarðar króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að þær aukist í 2,5 milljarða og munar þar mest um að á þessu ári er starfsemi fyrirtækis- ins í Bolungarvík og Hnífsdal að- eins inni í uppgjöri síðustu átta mánuði ársins. I útboðslýsingu segir að gert sé ráð fyrir nokkrum ábata vegna stærðarhagkvæmni með samein- ingu Þorbjöms og Bakka. Hafí stjómendur þá helst litið til kostn- aðar vegna yfirstjómar og betri vaxtakjara í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar, sem þetta útboð sé m.a. hluti af. Þá aukist fjölbreytni í starfsemi félagsins við sameiningu óg nú þegar hafi t.d. verið dregið úr land- frystingu í Bolungarvík og sjó- frysting aukin á móti. „Þar sem svo skammt er liðið frá sameiningu Þorbjöms hf. og Bakka hf. hafa samlegðaráhrif sameiningarinnar ekki skilað sér að fullu og ekki er búist við að það gerist á allra næstu mánuðum. Ljóst er þó af rekstri félagsins síð- ustu tvo mánuði að framlegð út- gerðar og landvinnslu Þorbjöms hf. frá 1. september er svipuð og hún var á fyrri hluta ársins. Félagið hefur nýlega keypt rækjufrystiskipið Hrafnseyri ÍS-10 og er það að fullu fjármagnað. Hef- ur félagið ekki áform um aðrar fjárfestingar á næstunni," segir í útboðslýsingu. Þrískipt sölutimabil Sölutímabili hlutafjárátboðsins verður skipt í þrjá hluta, forkaups- réttartímabil, sem standa mun fram til 12. desember, almennt sölutímabil, sem stendur frá 16. desember til 16. janúar, og tilboðs- tímabil, sem standa mun frá 23. janúar til 29. janúar 1998 hafi hlutafjárátboðið klárast á fyrri tímabilunum tveimur. Á tilboðstím- anum verða bréfin seld hæstbjóð- endum en félagið hefur þó heimild til að hafna öllum tilboðum. Nafnvirði hlutafjár fyrir útboðið er 450 milljónir króna. Rekstrartekjur 1.144,4 Hagnaður(Tap) 85,2 1994 1995 1996 (4,1) .... i 1994 3,9 1995 1996 Lmaí- 1 jan.- 31. ág.'97 31 a9-'97 Bolungarvík/ Rekstrarreikningur Grindavík Hnífsdalur Samtals | Rekstrartekjur Miiijónir króna 664,1 575,4 1.239,5 Rekstrargjöld 602,2 607,5 1.209,7 Afskríftir 66,6 66.9 133.6 Rekstrarhagnaður 62,0 (32,1) 29,8 Fjármagnsliðir (37,9) (72,0) (109,9) Hagn. af reglul. starfsemi 24,1 (104,2) (80,1) Aðrar tekjur og gjöld 12,2 99,6 111,8 Skattar 26,4 26,4 Hagnaður tímabilsins 62,8 (4,6) 58,2 Veltufé frá (til) rekstri 84,9 (45,0) 39,9 Efnahagsreikningur 1. maí 1997 I Eignir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 899,7 Fastafjármunir 3.137,2 Eignir samtals 4.036,9 I Skuidir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir 1.016,5 Langtímaskuldir 2.241.1 Skuldir samtals 3.257,6 Víkjandi skuldir samtals 75,0 Eigið fé Hlutafé 450,0 Annað eigið fé 254.3 Eigiö fé samtals 704.3 Skuldir og eiglð fé samtals 4.036.9 Þrjú ný hlutafélög á Verðbréfaþing STJÓRN Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka á skrá þingsins hlutabréf Islenskra sjávar- afurða hf., Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. og Bifreiðaskoðunar Is- lands hf. Síðastnefnda félagið verð- ur væntanlega hið fyrsta sem hlýtur skráningu á nýjum vaxtarlista þingsins, en að því meðtöldu verða skráð félög orðin 49 talsins. I upp- hafi þessa árs voru skráð félög 32 talsins. íslenskar sjávarafurðir hafa í hyggju að bjóða út nýtt hlutafé í kjölfar skráningarinnar og hefur fé- lagið boðað til hluthafafundar í því skyni þann 1. desember. Þar verður óskað eftir heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins í þeim til- gangi að styi'kja fjárhag þess. Á fundi Fjárvangs hf. í síðustu viku sagði Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri IS, að afkoma samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins hefði verið í járnum. Þessa slöku afkomu má einkum rekja til flutninga á verksmiðju fyrirtækis- ins í Bandaríkjunum. TILKYNNING UM SKRANINGU HLUTABREFA A VERÐBREFAHNGI ISLANDS HRAÐFRYSTIHÚS ESKIFJARÐAR HF. Stjórn Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka á skrá hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Skráning hlutabréfanna hefst hinn 27. nóvember nk. Landsbréf hf. eru umsjónaraðili skráningarinnar. Skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. Suðurlandsbraut 24 og Strandgötu 1, Akureyri. & , LANDSBRÉF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfsími 535 2001, Strandgötu 24, 600 Akureyri, sími 460 6060, bréfsími 460 6050, landsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.