Morgunblaðið - 25.11.1997, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Afmæl-
isstykki
í Stykk-
ishólmi
LEIKLIST
Lcikfclagið Grímnir
STYKKIÐ
eftir Jón Hjartarson. Leikstjóri: Jón
E. Júliusson. Leikarar: Þórður S.
Magnússon, Jóhanna Guðbrandsdótt-
ir, Elín Finnbogadóttir, Einar
Strand, Vilhjálmur H. Jónsson, Sig-
rún Á. Jónsdóttir, Margrét H. Rík-
harðsdóttir, Linda S. Sigurðardóttir,
Guðmundur B. Kjartansson, Gunn-
steinn Sigurðsson, Hermann Guð-
mundsson, Bryaja Jóhannsdóttir,
Hjaltí Grettisson, Arni Valgeirsson,
Karl G. Karlsson, Þröstur I. Auðuns-
son, Erna B. Guðmundsdóttír, Þor-
grímur Vilbergsson, Traustí H. Ól-
afsson, Edze Jan de Haan, Einar
Guðjónsson, Guðbjörg Stefánsdóttír,
Una Særún Karlsdóttir, Berglind
Gestsdóttír, Ólafur I. Bergsteinsson,
Elín R. Þórðardóttir, Halla B. Guð-
mundsdóttir. Sönghópur: Anna Ein-
arsdóttir, Birna Pétursdóttir, Björg-
vin Ragnarsson og Njáll Þorgeirsson.
Leikmynd: Jón Svanur Pétursson.
Ljósameistari: Þorsteinn Sigurðsson.
Útsetning tónlistar og söngstjóri:
Hafsteinn Sigurðsson.
Félagsheimilið Stykkishólmi, laugar-
daginn 22. nóvember.
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk-
ishólmi á 30 ára afmæli á þessu ári
en kaupstaðurinn sjálfur fagnar hins
vegar 400 ára verslunarafmæli sínu.
Af þessu tilefni hefur Grímnir feng-
ið Jón Hjartarson, leikara og rithöf-
und með meiru, til að frumsemja
leikverk sem byggt á sögulegum
atburðum er varða kaupstaðinn og
íbúa hans á 19. öld. Þetta verk, sem
kallast „Stykkið", var frumsýnt í
Stykkishólmi síðastliðið laugardags-
kvöld.
Reyndar á leikfélagið rætur að
rekja aftur um 120 ár eða til Sjón-
leikafélagsins sem stofnað var í
Hólminum árið 1877. Það hlýtur að
teljast með merkari leikfélögum á
íslandi, þó ekki væri nema fyrir þær
sakir að það varð fyrst leikfélaga
til að setja á svið leikverk eftir ís-
lenska konu, en það var leikritið
„Víg Kjartans“ eftir Júlíönu Jóns-
dóttur, skáldkonu frá Akureyjum,
sem einnig var fyrsta konan til að
gefa út ljóðabók á íslandi.
Júlíana skáldkona er ein af u.þ.b.
30 sögulegum persónum sem við
sögu koma í „Stykkinu", en verkið
FÉLAGAR Grímnis ættu að taka formann sinn sér til fyrirmyndar og sleppa meira fram af sér
beislinu í leiktúlkuninni, segir í dómnum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
JÓN HJARTARSON höfundur leikrits, Jósef Blöndal, Jón Svan-
ur Pétursson sáu um tónlistarflutning leikmynd.
er byggt upp af svipmyndum úr
mannlífi kauptúns í mótun og gerist
um mibik síðustu aldar. Svipmyndir
Stykkisins eru 17 talsins og tengjast
þær flestar á einhvem hátt. Fjöl-
skylda Árna Thorlacius, kaupmanns
og bónda, kemur mikið við sögu og
hefst verkið á þreföldu brúðkaupi
þar sem m.a. er verið að gifta dótt-
ur Árna. Árni Thorlacius var mikils
metinn íbúi í Stykkishólmi og þekkt-
ur fyrir brautryðjandastörf á sviði
útgerðar og veðurathugana, svo eitt-
hvað sé nefnt. (Um Árna - og aðrar
sögulegar persónur - má fræðast
allnokkuð af því að lesa leikskrána
sem er ítarleg og vönduð.)
Stykkið er haganlega saman sett
af Jóni Hjartarsyni, sem hefur hvort
tveggja í senn: auga fyrir því kóm-
íska og leikræna í mannlegum sam-
skiptum og gott vald á tungumálinu.
Svipmyndir hans eru víða tengdar
með tónlist sem sungin er af kvart-
ett, sem I eru Anna Einarsdóttir,
Birna Pétursdóttir, Björgvin Ragn-
arsson og Njáll Þorgeirsson, og
stundum taka fleiri úr hóp leikar-
anna undir eða jafnvel allur leikhóp-
urinn, eins og í lokalaginu. Lögin í
sýningunni eru flest þekkt sönglög
frá síðustu öld og annast Hafsteinn
Sigurðsson útsetningu þeirra. Tvö
laganna hefur Jón Svanur Pétursson
frumsamið, en auk hans og Haf-
steins skipar Jósep Ó. Blöndal hljóm-
sveitina sem leikur lifandi undir sýn-
inguna. Jón Svanur á einnig heiður-
inn af leikmyndinni sem er hönnuð
af útsjónarsemi og þjónar vel til-
gangi sínum.
Það eru á milli 50 og 60 bæjarbú-
ar sem koma að þessari afmælisupp-
setningu á einn eða annan hátt. Þar
af eru 26 leikarar sem skila 30 hlut-
verkum á sviðinu. Vinna þessa fólks
einkennist af þeim krafti og sköpun-
argleði sem einkennir lifandi áhuga-
mannaleikhús um landið allt. Ekki
er hægt að fjalla um einstaka leik-
ara, enda kannski lítil ástæða til
þess. Sýningin er borin uppi af hópn-
um sem heild en ekki einstökum leik-
urum innan hans.
Þótt ljóst væri að flestir í leikhópn-
um skemmtu sér vel og liði vel á
sviðinu þá hefði ekki skaðað af
hleypa dálítið meira lífi í leikinn.
Sum atriðanna voru nokkuð daufleg
vegna kyrrstöðu leikaranna á svið-
inu. Hérna hefði leikstjórinn Jón E.
Júlíusson, mátt gefa skýrari fyr-
irmæli um hreyfingar og líf á svið-
inu. Þetta átti sérstaklega við hóp-
senur, en þó einnig við atriði þar sem
leikarar eru fáir á sviði. Einnig skorti
dálítið á fjörleika í söngatriðum. Ég
gæti trúað að nokkur þreyta í bland
við frumsýningarskjálfta ætti hér
nokkra sök. Margir léku þó fjörlega
og án allra þreytumerkja og má þar
t.d. nefna formann leikfélagsins,
Guðmund Braga Kjartansson, sem
fór á kostum í hlutverki drukkins
bónda. Félagar Grímnis ættu að taka
formann sinn sér til fyrirmyndar og
sleppa meira fram af sér beislinu í
leiktúlkuninni.
Af þessari afmælissýningu
Grímnis má hafa bæði skemmtun
og fróðleik nokkurn um sögu kaup-
staðarins. Ég hvet sem flesta til
halda upp á afmælið með Grímni
og fara að sjá þessa metnaðarfullu
sýningu.
Soffía Auður Birgisdóttir
Hestar, holar og folk
MYNPLIST
Gallcrí Listakot
MÁLVERK
BRYNDÍS
BJÖRGVINSDÓTTIR
Opið 10 tíl 18. Sýningin stendur til
30. nóvember.
BRYNDÍS Björgvinsdóttir lærði
myndlist í Reykjavík en býr nú og
málar á Hólum í Hjaltadal og mynd-
irnar sem hún sýnir í Listakoti eru
undarleg samsuða af sveit og borg,
náttúru og manngerðum hlutum.
Málverkin eru öll af hestum, en það
eru ekki vakrir norðlenskir gæðing-
ar heldur rugguhestar, leikfanga-
hestar og hestar úr hringekju,
hengdir upp á pijóna. Náttúran
birtist hér aðeins í bakgrunni og
það ekki einu sinni í öllum myndun-
um, stílfærð og frekar afstrakt,
enda leysist hún alveg upp í af-
straktform í sumum myndanna.
Hestarnir eru aftur skrautlega mál-
aðir og er rauður litur mest áber-
andi og minnir jafnvel á jólin þegar
komið er svo langt fram á haust.
Það kemur því óneitanlega dálítið
flatt upp á mann þegar Bryndís
segir í sýningarskrá að verkin séu
unnin „út frá þeirri ánægju sem
fylgir hestamennsku og útiveru“.
Við fyrstu sýn virðast þessar
myndir ekkert eiga skylt við reið-
mennsku og ferðalög í náttúrunni.
Þær virðast miklu fremur ætlaðar
til skreytinga í barnaherbergi.
Engir reiðmenn eru sjáanlegir í
myndunum, heldur aðeins hestarn-
ir þar sem þeir rugga á þúfunum
með heimskulegt bros á stífmáluð-
um vörunum. Kannski má segja
að það felist einhver húmor í því
að tefla saman reiðmennskuhug-
myndinni - hinu heilaga sambandi
knapa og hests - við barnaleikföng
og barnalega afþreyingu skemmti-
garðsins. Kannski vill Bryndís
koma því til skila hve barnslega
hrein ánægjan af reiðmennskunni
er. Kannski er hún að gera grín
að hestamönnum og segja að tóm-
stundagaman þeirra sé aðeins
barnalegur leikur. Við þessu fæst
ekkert afdráttarlaust svar í mál-
verkunum og þess vegna hlýtur
áhorfandinn að fara frekar ófull-
nægður burt því ef ekki fæst botn
í þennan hugmyndaleik standa að-
eins eftir skreytimyndir. Það að
tefla saman óvæntum og andstæð-
um þáttum í málverki getur virkað
sterkt á áhorfandann og það er
ekki endilega þörf á því að lista-
maðurinn leysi úr öllum þeim mót-
sögnum sem vakna í verkum hans;
þversögnin sjálf getur verið frjó.
En hér fær maður þó helst á tilfinn-
inguna að skemmtileg hugmynd
hafi vaknað og verið gerð að heilli
sýningu - þótt aðeins sé um tólf
verk að ræða - án þess að reynt
hafi verið að kafa frekar ofan í
hana eða vinna úr henni eitthvað
sem í raun gæti talað til áhorfenda.
http://www.if.is/
n i n n y /
MÁLVERK
JÓNfNA MAGNÚS-
DÓTTIR, NINNÝ
Vinnustofusýning Jónínu á sér
framhaldslíf á Netinu og þar má
skoða fjölda mynda sem hún hefur
málað á undanfömum þremur
árum. Myndir hennar skiptast mjög
í tvo flokka og virðist þar ekki vera
um tímabil að ræða, heldur tvö við-
fangsefni sem hún er að vinna úr
samtímis. Myndirnar eru unnar með
olíu á striga, eða með olíu og bland-
aðri tækni. Flestar stærstu mynd-
irnar túlka hugtök eða einhvers
konar tákn: Hugarflug, lífsblómið,
víðáttur, tímamót. í þeim myndum
gætir þó nokkurs ofhlæðis þar sem
tákn og myndir velkjast hver um
aðra án þess að ná að vekja upp
neina dulúð eða sterka tilfmningu.
Þær verða frekar eins og mynd-
skreytingar við titilinn.
Nú er það engan veginn óhugs-
andi að gera megi góðar myndir
úr mörgum táknum og því til sönn-
unar höfum við átt hér á íslandi
listamenn eins og Einar Jónsson og
Hvernig
lítur
pamfíll
út?
LEIKLIST
Flensborgarskólinn
HVER DJÖFULLINN
ER í GANGI?
Leikstjóri og höfundur: Þorsteinn
Bachmann. Leikarar: Axel Finnur
Norðfjörð, Hlini Jóngeirsson, Elísa-
bet Grétarsdóttír, Ásdís Steingrims-
dóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Unnar
Sveinn Helgason, Kristín Svava Sva-
varsdóttír. Hljóð: Sveinn Rúnar Jó-
hannsson. Ljós: Þórður Aðalsteins-
son, Stefán Þór Stefánsson. Flens-
borgarskólanum, Hafnarfirði, laug-
ardagskvöldið 22. nóv.
Á SNÆFELLSNESI er sumar-
bústaður. Þangað halda nokkrir vin-
ir, yfir eina helgi um vetur. Ætlun-
in er að skemmta sér og slappa af.
Það tekst nokkuð vel framan af
fyrsta kvöldinu. Þá birtist fimmti
vinurinn, sem af einhveijum ástæð-
um sagðist ekki komast með þessa j
helgi. Með honum er anzi dularfull-
ur gaur og sumarbústaðardvölin
tekur ögn krappa U-beygju.
Þessi er söguþráður nýs leikrits,
Hver djöfullinn er í gangi?, sem
Leikfélag Flensborgarskóla frum-
sýndi laugardagskvöldið síðasta.
Höfundur þess er Þorsteinn Bach-
mann sem jafnframt leikstýrir.
Að lítill hópur sem af einhveijum
sökum er einn, Ijarri öðrum og sam-
bandslaus við umheiminn, er síður
en svo nýtt yrkisefni (nefni ég
landsfrægasta leikritið þessa vik-
una, Skólaferð, sem dæmi). Það er
því erfitt að finna ný sjónarhorn á
söguna, enda var fátt nýtt i þessu
verki. Einna helzt var það andlegi
þátturinn sem fékk meira rúm hér
en annars staðar. Leikarar skiluðu
sínu með mikilli prýði, þó persónu-
sköpun hafi verið heldur þunn frá
höfundarins hendi. Þær voru ein-
faldlega of venjulegar til að maður
nennti að láta örlög þeirra sig ein-
hveiju varða.
Senuþjófar, ef svo má segja, voru
hljóð- og ljósamenn. Notkun hljóða
og ljósa var hreint frábær, hvernig
andrúmsloft afskekkts sumarbú-
staðar í stormi og skammdegi var
dregið inn í salinn.
Svo ég segi alveg einsog er þá
varð ég fyrir eilitlum vonbrigðum
með þessa sýningu vegna þess ein-
faldlega að ég veit að Flensborgar-
ar geta gert betur.
Heimir Viðarsson
Alfreð Flóka. En forsenda þess að
slík verk gangi upp er að í myndun-
um felist einhvers konar rannsókn,
að þær nái að velta upp þverstæðum
hugmyndanna, kveikja nýja hugsun
eða sýna áhorfandanum nýjan flöt
á viðfangsefninu. Slíkt er þó sjald-
gæft og oftar en ekki virka myndir
af þessu tagi eins og frekar yfir-
borðskennd og augljós útfærsla á
einfaldri merkingu.
í mannamyndum Ninnýjar er
hins vegar meira að gerast og þær
vinna upp það sem skortir á tákn-
rænu verkin. Á einfaldan og hisp-
urslausan hátt raðar hún saman
andlitslausu fólki sem stendur, situr
eða gengur um í óræðu umhverfi.
Einfaldleiki þessara mynda er
styrkur þeirra og í þeim sést að
Ninný kann vel að fara með form
og myndbyggingu, og hún getur
með fáum pensilstrokum málað
manneskju sem með líkamsstöðu
sinni og afstöðu til annars fólks í
myndinni túlkar ótrúlega sterka til-
finningu. í þessum myndum býr
styrkur Ninnýjar sem málara og
vonandi á hún eftir að vinnar frek-
ar úr þessu viðfangsefni.
Jón Proppé