Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kerti innkölluð vegna eldhættu VERSLUNIN Blómaval hefur hætt sölu á ákveðinni tegund kerta með áföstum kertastjaka vegna eldhættu sem virðist fylgja þeim. Um þtjú hundruð sex kerta pakkar hafa verið seld- ir í Blómavali. Bjami Finnsson, framkvæmdastjóri og eigandi verslunarinnar, biður þá við- skiptavini sem keypt hafa kertin að skila þeim aftur til verslunar- innar og að nota þau alls ekki. „Það vom tveir viðskiptavinir sem bentu okkur á þessa hættu, en þeir höfðu orðið fyrir því að kertastjakarnir hitnuðu mjög og sviðnað hafði undan þeim. Við prófuðum þetta sjálfir og kom- umst að sömu niðurstöðu. Senni- lega er það efni í gyllingunni á kertastjakanum sem hitnar svona og við óttumst jafnvel að það gæti kviknað í því. Við vilj- um því vara fólk við þessum kertum." Kertin eru lítil, um 4 sm í þvermál, og áfastur er gylltur leirkertastjaki. Kertin voru seld sex saman í pakka og kostuðu 300 krónur. Tveir ferðalangar teknir með jafnmikið af E-piIlum og fannst allt árið í fyrra Morgunblaðið/Ásdís LSD er oftast í formi vökva, sem hefur verið látinn síast í papplrsarkir með mörgum litlum myndum á, eins og sjást í glösunum. Ein mynd er einn skammtur. I glösunum tveimur yst til hægri eru E-pillur, sem eru til í öllum stærðum og litum. Andlát HANS KR. EYJÓLFSSON LÁTINN er í Reykjavík Hans Kr. Eyjólísson, fyrrverandi bakara- meistari á Vesturgötu og síðar móttökustjóri í Stjórnarráði íslands. Hans var fæddur í Bjarnareyjum á Breiðafirði 15. október 1904. Foreldrar hans voru Guðrún Hansdótt- ir og Eyjólfur Eyjólfs- son. Hálfs árs gamall var hann tekinn í fóst- ur af Margréti Magn- úsdóttur og Sigurvini Hanssyni, skipstjóra á ísafirði. Hjá þeim dvaldist hann til fjögurra ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur með fóstru sinni til dóttur hennar, Steinunnar Sigurð- ardóttur, sem gift var Sveini Hjart- arsyni bakarameistara. Þrettán ára hóf Hans störf í bakaríi Sveins og nam bakaraiðn. Að loknu námi í Iðnskóla Reykja- víkur fór hann til framhaldsnáms í kökugerð í Kaupmannahöfn og dvaldist þar í þijú ár. Að námi loknu kom hann aftur til starfa í Sveinsbakaríi og starfaði þar við köku- gerð. Eftir lát Sveins 1944 stjórnaði Hans bakaríinu. Eftir að hann hætti þéim rekstri gérðist hann mótttökustjóri í for- sætisráðuneytinu 65 ára gamall. Hann hætti ekki störfum sjötugur, eins og venja er, heldur var starfs- lokum hans oftlega frestað og jafnvel gerðar sérstakar bók- anir í ríkisstjórn um að hann mætti halda áfram starfi sínu eins lengi og heilsan leyfði. Hann hætti störf- um í Stjómarráðinu árið 1990, 86 ára gamall. Hafði hann þá starfað með tveimur forsetum og átta for- sætisráðherrum. Hans kvæntist hinn 24. maí 1930 Ólöfu Jónsdóttur frá ísafirði og eignuðust þau þijú börn. Þau hjón fluttust á Droplaugarstaði í Reykjavík árið 1991. Ólöf lézt fyrir rúmum þremur árum. Hæstiréttur tekur hart á E-pillum Mikið magn fíkniefna, aðallega E-pillur, fannst við leit hjá tveimur ferðalöngum, sem komu til landsins síðustu daga. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að miðað við þá afstöðu Hæstaréttar sem fram hafi komið í dómum megi reikna með þungri refsingu í þessum málum, verði ferðalangamir sakfelldir. FRÁ byijun þessa árs og allt til þriðjudagsins 16. desember sl. hafði verið lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna hér á landi, tæp 8 kíló af hassi, rúm tvö kíló af amfetamíni, hátt í fjögur þúsund skammta af LSD og tæplega 3.400 E-pillur. Á sunnudag var sænsk kona handtekin í Leifsstöð og fundust um 1.100 E-piilur og 300 skammtar af LSD í fórum hennar. Konan var að koma frá Hollandi. Örfáum dögum áður var hollensk- ur maður stöðvaður með m.a. rúm- lega 800 E-pillur. Samtals voru þau því með um 2.000 E-pillur, sem er svipað og hald var lagt á allt síð- asta ár. Þótt nýjustu málin teljist stór fíkniefnamál og séu það vissulega, hefur magn haldlagðra efna oft ver- ið meira en nú. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að þyngstu dómamir em kveðnir upp yfír þeim sem smygla hörðustu efnunum og á það jafnt við um dóma í héraði og fyrir Hæstarétti. Þyngsti dómur Hæsta- réttar í fíkniefnamáli er t.d. 6 ára fangelsi, en þar komu E-pillur og kókaín við sögu. Tugir kílóa Á síðasta ári var lagt hald á rúm 36 kíló af hassi, rúm 6 kíló af amfet- amíni og um 2.200 E-pillur. í einu og sama málinu var Hollendingur á sextugsaldri tekinn með 10 kíló af hassi og var reyndar dæmdur fyrir innflutning á alls 25 kílóum af hassi, 1,5 kílóum af amfetamíni og 5-600 E-pillum. Ekki skilaði allt þetta efni sér til lögreglu, en þó fundust rúm- lega 20 kíló af hassinu, um 500 E-pillur og 260 grömm af amfetam- íninu og var það vænn hluti af öllu því efni sem hald var lagt á það árið. Umræddur Hollendingur var gripinn í Leifsstöð í desember I fyrra og réttu ári síðar, eða í síðustu viku, var landi hans tekinn með yfir 800 E-pillur, 90 grömm af kókaíni og um 200 grömm af amfetamíni. Fyrstur í þessari Hollendingahrinu var hins vegar maður á þrítugs- aldri, sem var handtekinn í Kópa- vogi í nóvember í fyrra með 964 E-pillur og rúm 58 grömm af kóka- íni. Það var einmitt í máli hans sem Hæstiréttur felldi í janúar þyngsta dóm sinn hingað til og vísaði m.a. til greinargerðar yfírmanns Rann- sóknastofu í lyfjafræði, þar sem segir að virka efnið í E-pillum sé greinilega hættulegri vímugjafi en bæði amfetamín og LSD, einkum ef tekið sé tillit til bráðra og ban- vænna eituráhrifa. Komist Hæsti- réttur að sömu niðurstöðu um sök sænsku konunnar, sem flutti hingað 1.100 E-töflur og Hollendingsins með 800 töflumar eiga þau vart von á mildum dómi. LSD hvarf aldrei LSD var lítt áberandi hér á landi um nokkurra ára skeið, en það var töluvert í umferð hér á hippatíman- um. Það hefur aldrei horfið alveg, en oftast fundist nokkrir tugir eða hundruð skammta á ári. I fyrra voru skammtarnir 261 og árið þar á undan 11. Þessi tala rýkur upp í ár, því 3.678 skammtar af efninu hafa fundist. Þar munar auðvitað mest um 3.000 skammta sem fund- ust í maí í bréfi sem sent var hing- að til lands frá Belgíu. Það var stærsta sending sem fundist hefur í einu hér á landi. Ekki er hægt að álykta sem svo að framboð á LSD hafí stóraukist þrátt fyrir að heildartala haldlagn- ingar ijúki svona upp, því þarna er einu máli nánast um að kenna. Sama á við um þau tvö ár önnur sem skera sig úr vegna þess hve mikið hefur fundist af LSD. Árið 1985 fundust alls rúmlega 2.200 skammtar, þar af 2.000 í einu lagi. 1989 fundust tæplega 700 skammt- ar og þar af um 600 í einu og sama málinu. LSD er oftast í formi vökva, sem hefur verið látinn síast í pappírsark- ir. Efnið er því fyrirferðarlítið og getur reynst snúið að hafa uppi á því. Vítisenglar og dans Það vekur athygli í fréttum af sænsku konunni, sem handtekin var á sunnudag, að hún hefur þrisvar áður komið hingað til lands, í tvö skipti til að starfa sem „listdans- mær“ á veitingahúsi. Ekkert skal fullyrt um mál þessarar konu, enda lögreglu að rannsaka það. Starf konunnar leiðir þó hugann að því, að kanadíska lögreglan upplýsti ís- lenska starfsbræður sína sl. vor um að fyrirtæki sem íslenskir nektar- dansstaðir hafa átt viðskipti við, væru í eigu eða tengslum við Vítis- engla (Hell’s Angels). Kanadíska lögreglan sagði að fatafellur sem hingað kæmu væru margar á saka- skrá, í tygjum við Vítisengla og nytu vemdar þeirra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur lögreglan ekki séð merki þess að Vítisenglar væru að hasla sér völl hér. Að sama skapi hefur ekki orðið vart við að ísland sé orðið viðkomu- staður fíkniefnasmyglara á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu, eins og lögregluforingi hjá Interpol varaði við í samtali við Morgunblaðið í nóvember í fyrra. Sá sagði hættuna þá að hluti efnanna yrði eftir í við- komulandinu íslandi. Hingað berast svo sannarlega fíkniefni, en straum- urinn virðist liggja frá Hollandi og nálægum löndum til íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.