Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1200 miUjóna któns greiðsla Suðumesjamanna á ári í auðlindargjald: AUÐLINDAGJALDINU til greifanna er öllu landað framhjá vigt samkvæmt lögum . . . The Art of Entertainment Pioneer markað rbur&i á lslandi? >pp> gi'œjunicir Samkvæmt skoðanakönnyn Hagvangs í desember 1996 eru 26,2% heimila á Islancn með Pkmeer hljómflutningstæki. Fjórir næst stærstu keppinautarr samanlagt eru rrjinni en Pkmeœ. Hvað segir þetta þér um gæði Pioneer tækja? ...vinsœldjr Pioneer hij eru ótvírœð 79.900, N-770 Magnarí: 2x100w (RMS, 1kHz, 811) • Utvarp: FM/AM, 24 stöðva mlnni • Gelslaspllari: Tekur 26 dlska ’ Segulbandstœkl: Tvðfalt Dolby B • Hátalarar: Prlskiptir 100w (DIN) • Pegar sfíll gœbi og afl fara saman N-170 ' Magnari: 2x25w (RMS, 1 kHz, 6£1) ' Utvarp: FM/AM, 30 stöðva minni Gelslaspilari: Þrlggja dlska ■ Segulbandstæki: Tvofalt Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN) N-470 Magnarl: 2x70w (RMS, 1kHz, 6£1) Utvarp: FM/AM, 24 stööva minni Geislaspllari: Einíaldur „Slot ln“ Segulbandstækl: Tvöfalt Dolby B Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN) The Art of Entertainment Reykjavík: Byggt og Búið Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Verslunin Hegri. Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö.Þórshöfn. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík^ Neskaupstað.Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík. Áhrif Biblíunnar á íslensku Biblían er ein- stök heimild um íslenskt mál Jón G. Friðjónsson JÓN G. Friðjónsson pró- fessor í íslenskri mál- fræði við Háskóla ís- lands hefur unnið að rann- sóknum á áhrifum Biblíunn- ar á íslenskt málfar síðast- liðin ár. Jón flutti fyrirlestur um athuganir sínar á mál- þingi vegna 150 ára afmæl- is Prestaskólans fyrir nokkru og þá er afrakstur þeirra að finna í Rótum málsins, sem nýlega kom út. Segir Jón athugun á bibl- íumáishefð íslenskunnar hafa komið af sjálfu sér þegar hann vann að fyrri bók sinni, Merg mdlsins, sem kom út árið 1993. - Hvers vegna er þáttur Biblíunnar svo veigamikill í málinu? „Þegar ritlistin barst til íslands var hún snemma tekin í þágu kirkjunnar og margar elstu heimiidir um íslensku eiga því rætur sínar að rekja til Biblíunnar. Hið elsta sem ritað var á Islandi voru lög, ættfræði og þýðingar helgar. Með þýðingum helgum er til dæmis átt við ýmiss konar pred- ikunarsöfn eða útskýringar á ritum kristilegs efnis. Þessar kristilegu bókmenntir hafa fallið dálítið í skuggann af öðrum bókmenntum svo sem Eddukvæðum, íslendinga- sögum og konungasögum. Að þeim ólöstuðum eru þessar bókmenntir þó mjög merkilegar, ekki bara sem texti heldur sem heimild um tungu- málið.“ - Hvernig var rannsókninni háttað? „Ég las allar kristilegar bók- menntir með skipulegum hætti og safnaði dæmum. Einnig las ég mis- munandi útgáfur Biblíunnar og lagði þá tii grundvallar Guð- brandsbiblíu og þýðingu Odds Gott- skálkssonar frá 16. öld en athugaði einnig dæmi úr síðari biblíuútgáf- um. Eg gaf mér fjóra viðmiðunar- punkta, það er í fyrsta lagi málið til foma, Guðbrandsbiblíu, Viðeyj- arbiblíu og nútímamál. Þetta bar ég saman og valdi dæmi sem sem skipta máli, í samræmi við megin- markmiðið. Nauðsyniegt er að bera saman beinar þýðingar Biblíunnar á al- mennt málfar því þetta tvennt er samofið. Þegar best tekst til um biblíuþýðingar sækja þýðendur efnivið út fýrir hina helgu bók í almennt og lifandi mál. Fyrsta Bibi- ían á íslensku ber talsverðan keim af frumtextanum, sem var á þýsku. I þýðingunni á Viðeyjarbiblíu er hins vegar ausið ótæpilega af lind- um almenns málfars. Sá sem ætlar að taka sér fyrir hendur athugun á biblíumáli fær því ekki raunsanna mynd af áhrifunum nema hann skoði almennt málfar líka.“ - Eru áhrif Biblíunnar á ís- lensku víðtækari en á önnur tungu- mál? „Ég held að svo sé og af tveimur ástæðum. Fyrsta má nefna al- kunna íhaldssemi ís- lenskunnar og áhrif Biblíunnar eru því í samræmi við margt annað sem varðveist hefur í málinu. í öðru lagi má ekki gleyma því að íslensk biblíumálshefð á sér miklu lengri sögu en annars staðar því segja má að hún sé óslitin allt frá 12. öld. Elsta málfarslega fyrir- mynd Þjóðveija, Lútersbiblían, er hins vegar ekki gefin út fyrr en á 16. öld.“ - Var citthvað sem kom þér á óvart við þessa rannsókn? „Áhrifin eru miklu meiri en mig hafði órað fyrir. Ég fann sífellt fleiri dæmi og fleiri líkingar og merking- ► Jón G. Friðjónsson fæddist í Reykjavík hinn 24. ágúst 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964. Haustið 1965 hóf hann nám við Háskóla íslands og lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði vorið 1969 og cand. mag.-prófi í íslenskri og al- mennri málfræði í janúar 1972. Að námi loknu starfaði hann við Orðabók háskólans fram á haustið 1972 en var að því búnu ráðinn sem Wissenschaftlicher Assistant við Christian-Albrecht háskóla í Kíl þar sem hann ann- aðist meðal annars íslensku- kennslu. í september árið 1975 var hannskipaður lektor við Háskóla íslands í íslensku fyrir erlenda stúdenta, dósent við sama skóla árið 1982 og prófess- or í íslenskri málfræði árið 1994. Jón hefur ritað ýmsar greinar og bækur um íslenskt mál og málfræði, meðal annars Merg málsins sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1993. in hefur oft og tíðum gjörbreyst. Málshátturinn Sá sem vill ekki þeg- ar hann má, má ekki þegar hann vill er ágætt dæmi. Hann hafði allt aðra merkingu áður, eða þá, að sá sem ekki vill snúa til betri vegar þegar hann getur, getur það ekki þegar hann sjálfur vill, því að of seint er að iðrast eftir dauðann. Merkingin var því miklu dýpri áður og þannig eru mörg dæmi. Orðalag breytist oft mjög mikið. Dæmi um það er orðasambandið blása einhverjum eitthverju íhrjóst, sem upprunnið er úr sköpunarsög- unni þar sem guð blés manninum lífsanda í bijóst. Þetta er notað enn þann dag í dag, talað er um að fá innblástur og blása nýju lífí í eitt- hvað. Annað dæmi er orðasam- bandið vera ekki í rónni, sem á sér fomar rætur. Mönnum fannst að lík- amsástandið endurspe- glaði að einhveiju leyti andlegt ástand líka. í Davíðssálmum er að finna orða- samfcandið hafa ekki ró eða frið í sínum beinum. Síðan gerist það að annað stofnorðið fellur brott og eftir stendur að vera ekki í rónni. Annað dæmi af sama toga er þeg- ar talað er um að eitthvað sé eitur í beinum manns, og svona mætti lengi telja. Þegar alls er gætt, beinna og óbeinna áhrifa Biblíunn- ar og kristilegra rita á íslenska tungu, virðist mér réttmætt að halda því fram að ekkert eitt rit hafi haft jafn djúptæk áhrif á ís- lenskt mál og Biblían." Áhrifin eru meiri en mig óraði fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.