Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AUGLÝSING
/. /itt/ft'
Margrét prinsessa gekk snúðugt
út úr kvikmyndahúsinu. Henni
hafði með naumindum tekist að
sitja og horfa á fyrstu atriðin í
Lista Schindlers. Hún tók að
ókyrrast í sætinu jafnskjótt og
hún sá bænakerti gyðinga
brenna niður uns eftir voru að-
eins reykjarlopar til að minna á
öskuna sem á eftir færi.
2. /u/fi
Einu sinni ... var Windsorættin
hugarórar og annað ekki. Hug-
detta í kolli hirðmanns. Valda-
ættin varð til 1917 til að dylja
þýskan uppruna konungs og
drottningar, og blekkingin gerði
þegnunum kleift að telja kon-
ungsveldið breskt, enda fyrirlitu
þeir Þýskaland.
Fram að því höfðu margir
enskir konungar aldrei mælt á
enska tungu. Þeir töluðu ein-
ungis þýsku af því að í næstum
tvö hundruð ár, frá 1714 fram á
þessa öld, fóru þýskir konungar
með völd í breska heimsveldinu
mann fram af manni. Árið 1915
kom loks konungur til ríkis í
Englandi, Georg V, sem gat tal-
að ensku án þýsks málhreims.
Hann var að vísu Þjóðveiji af
Sachsen-Coburg-Gotha ættinni
sem hafði ríkt í Englandi í átta-
tíu ár, en taldi sig ótvíræðan
Breta eigi að síður. Þegnar
hans, sem hötuðu Þýskaland,
Þjóðveija og allt sem þýskt var,
voru ekki vissir í sinni sök.
c 9. fta/fi
Winston Churchill tottaði vindil
sinn og velti fyrir sér vandamáli
sem virtist geta stofnað
stjórnarskránni í hættu: Hinn
nýi konungur, Játvarður VIII,
vildi tilkynna trúlofun sína og
bandarísku konunnar Wallis
Warfield Simpson.
„Hvers vegna ætti konungur
ekki að fá að giftast elskunni
sinni?“ spurði Churchill.
,Af því að England kærir sig
ekki um neina drottningar-
elsku,“ ansaði leikritahöfundur-
inn Noel Coward um hæl.
7. fta//i
Yorkhjónin, er nú voru konung-
ur og drottning Englands, lögðu
rækt við að efla mikilvæg vin-
áttubönd við Bandaríkjamenn í
von um áhrif á almenningsálitið
í Bandaríkjunum. Þau vildu að
Bandaríkin gengju í stríðið áður
en það væri um seinan fyrir
Stóra-Bretland.
Vorið 1939 höfðu konungur og
drottning boðið Joseph P. Kenn-
edy, ambassador Bandaríkjanna
við hirð heilags Jakobs, og Rose
konu hans að dveljast um helgi í
Windsorkastala. Við kvöldverð
sem haldinn var í Hásætissaln-
um settist drottning sjálf milli
Neville Chamberlain forsætis-
ráðherra og Kennedys ambassa-
dors. Hún hafði sagt ambassa-
dornum hve mjög hún og kon-
ungur hefðu notið nýafstaðinnar
ferðar til Bandaríkjanna og
hversu þau hefðu hrifist af for-
setanum og frú Roosevelt, er
buðu þeim upp á pylsur og bjór í
Hyde Park.
r). ft(/fi
Þegar Bandamenn höfðu brotið
nasistaveldið Þýskaland á bak
aftur, létu Bretar kjarkmikinn
leiðtoga sinn á stríðstímum,
Winston Churchill forsætisráð-
herra, lönd og leið en tóku
feimna litla konunginn sinn upp
á arma sína. Daginn sem Þýska-
land gafst upp, safnaðist mann-
grúi að Buckinghamhöll, fagnaði
og kallaði á ástsælan konung
sinn og drottningu. Konungsfjöl-
skyldan, sem var hin breska göf-
uga siðgæðisvitund holdi klædd,
var orðin þungamiðja Stóra-
Bretlands. Þegar konungshjónin
Bókin hefur slegið öll sölumet síðan hún
kom út sl. september. Fáar bækur hafa
fengið eins mikla umfjöllun erlendis,
enda birtist hér heildarsaga
Windsorættarinnar frá 1917, án þess að
nokkuð sé dregið undan.
gengu út á svalirnar til að veifa,
hrópaði rödd í manngrúanum:
„Guði sé lof fyrir góðan kóng!“
Georg VI hrærðist mjög, gekk
fram og stamaði: „G-g-guði s-sé
1-lof fy-fyrir gó-góða þ-þjóð!“
ó'. ft(t/fi
Ég afhenti handrit mitt í höllina
til leiðréttinga, og John Dauth,
blaðafulltrúi prinsins, hringdi
til mín í feikilegu uppnámi.
„Það verður að strika út þessa
setningu um bijóstagjöf. Alger-
lega og á stundinni."
„En hvers vegna?“ spurði ég.
„Það er aldrei talað um bijóst
þegar kóngafólk á í hlut.“
„Mætti ég orða þetta öðruvísi
og segja: „Prinsessan fæddi
barnið sjálf‘?“
„Það vekur enn hugmynd um
hin konunglegu brjóst, og það
má aldrei afhjúpa hin konung-
legu brjóst."
Þetta endaði með því að ég
strikaði þetta út,“ sagði Holden
og hló dálítið yfir hinum tepru-
legu hömlum konunglegra siða-
reglna.
7. /ta/fi
Krýningaræðið magnaðist 1953
og glaðværðin breiddist frá
London út til afskekktustu
byggða á Bretlandseyjum og í
samveldislöndunum. Breskar
húsmæður gengu með brúnar
skömmtunarbækur sem stjórn-
uðu innkaupum á smjöri, osti,
smjörlíki, kjöti og sykri. En nú
var hætt að skammta sykur og
fólk sem hafði farið á mis við
sætabrauð, sælgæti og smákök-
ur í fjórtán ár naut góðgætisins
til fullnustu. Hætt var að
skammta te og sömuleiðis egg.
<S\ fta/fi
Út í frá virtist Elísabet vera hin
ákjósanlega móðir. Myndir af
henni ásamt fríðum eiginmanni
og tveimur ungum börnum birt-
ust reglulega í dagblöðum og
tímaritum. Hún lærði af glöggri
móður sinni sem hafði staðið að
útgáfu bóka á borð við The
Family Life of Queen Elizabeth
(Fjölskyldulíf Elísabetar drottn-
ingar) þegar hún var drottning.
Hún skipulagði líka mynda-
þætti í dagblöð sem kallaðir
voru „Litlu prinsessurnar okkar
á heimili sínu“ og „Leiktími á
drottningarsetri", til þess að
vekja hugmyndir um unaðslega
konunglega fjölskyldu.
c9• ftf/fi
Varaforsætisráðherrann skýrði
drottningu svo frá að nokkrir
ráðherranna óttuðust að það
væri hinn sterki armur eigin-
manns hennar sem þarna væri
að verki. Síðan skrifaði varafor-
sætisráðherrann minnisbréf til
forsætisráðherrans þar sem
sagði: „Drottningin undirstrik-
aði að Filippus prins vissi ekki
um þessa ákvörðun og að hún
væri staðráðin í að ná þessu
fram.“
/O. /ta/fi
Forsetafrúin hafði lagt til að
systur hennar yrði boðið, Lee
Radziwill og eiginmanni henn-
ar, pólska prinsinum Stanislas
Radziwill. En eftir að listinn yfir
þá gesti sem mælt var með af
hálfu Hvíta hússins var sendur
til Buckinghamhallar, voru Ra-
dziwillhjónin strikuð út. Það
gerði drottningin.
//. fta/fi
Þegar ríkasti táningur veraldar1
var orðinn átján ára, hafði hann
enn ekki farið á stefnumót. En
þremur árum síðar, lokaár hans
í Cambridge, tókst ungri suður-
amerískri stúlku, sem var að-
stoðarmaður kennara hans við
skólann, að draga hann á tálar.
Eftir þessi kynni sín af kynlífi
kynntist Karl fjölda elskhuga og
gaf þeim öllum fyrirmæli um að
kalla sig „herra“ - meira að
segja í rúminu.
/2. /t[t/fi
Karl var í veiði á íslandi 27.
ág^st 1979 þegar hann fékk
símtal frá breska sendiherran-
um. „Yðar konunglega hátign,“
sagði sendiherrann, „ég er
hræddur um að ég hafi sorgar-
tíðindi að færa. ... Louis lávarð-
ur er ... Herra, mér þykir fyrir
þessu ... Mountbatten jarl af
Burma er látinn."
Karl var of hrelldur til að
gráta. Vantrúaður bað hann um
nánari fréttir af þessu en sendi-
herrann vissi þara það sem
hann hafði heyrt í fréttum BBC
svo Karl hringdi í móður sína í
Windsorkastala. Hún sagði hon-
um að „Dikki frændi“ hefði verið
í fríi á Irlandi en látið lífið í
sprengingu írska lýðveldishers-
ins.
/c V. /ta/fi
Hennar hátign deildi ekki hrifn-
ingu Filippusar prins á fallegu
Bandaríkjakonunni með ljósa
hárið, sem Mountbatten lávarð-
ur hafði einnig dáð. Þegar Grace
Kelly giftist Rainier fursta árið
1956, neitaði hún að mæta í
brúðkaupið.
/7. fi(i/fi
„Nei þakka þér fyrir,“ sagði
lejmiþjónustumaðurinn. Hann
reyndi ekki að fela reiði sína yfir
framkomu eiginmanns drottn-
ingarinnar, sem hún hafði látið
afskiptalausa.
„Viltu vera svo vænn. Þú
verður að þiggja boð drottning-
arinnar."
„Ég var búinn að segja nei
takk. Ég hef engan áhuga á að
umgangast þau ótilneyddur.“
/o. fta/fi
Vorið 1986 var erfiður tími fyrir
Söru Margréti Ferguson, sem
var tuttugu og sex ára, gekk
undir nafninu Fergie og var trú-
lofuð Andrési prinsi. „Sara var
svo sannarlega hjálparþurfi,“
sagði Lindka Cierach, „og ég
reyndi að útvega henni hjálp ...
ég fór með hana bakdyramegin
á læknastofuna og borgaði fyrir
hana meðferðina, svo enginn
uppgötvaði að hún kæmi þang-
að.“
/ó: fta/fi
Mennirnir tveir litu á hana
hissa.
„Pabbadagur í Brixton“ (hverfi
í London þar sem svertingjar
eru í meirihluta), svaraði Díana
glaðlega.
„Ég trúi því ekki að þú hafir
sagt þetta,“ sagði Karl.
/7- fta/fi
Strax á fyrsta ári hjónabandsins
fékk hertogaynjan af York viður-
nefnið hertogaynjan af Yuck.
Hún tók sér 120 frídaga en
Efríi úr Bresku konungsfiölskyldunni er birt með leyfi Warner Books © í New York. Breska kon-
ungsfiölshyldan heitir á frummálinu The Royals og er eftir alþjóðlega metsöluhöfundinn Kitty
Kelley. Bókin er 500 bls. með 100 ljósmyndum. Hún var 4 ár í vinnslu og byggir á viðtölum við yfir
800 heimildarmenn úr innsta hring. Bókin hefur enn ekki fengist útgefin í Bretlandi. Breska kon-
ungsfiölskyldan kom út á íslandi í síðustu viku. Útgefandi er Hans Kristján Ámason (HKÁ ©1997).
kvartaði samt undan álagi. Hún
kom 55 sinnum fram fyrir hönd
fjölskyldunnar það árið, en Anna
prinsessa 429 sinnum. Með
þessu ávann hún sér titilinn
iðjulausa hertogaynjan. Þegar
hún þyngdist um 25 kíló á fyrstu
meðgöngunni var hún uppnefnd
hertogaynjan af Bjórvík.
/iV. fta/fi
Hertogaynjan sýndi þakklæti
sitt og verðlaunaði hann með
rándýrum gjöfum, 100.000 króna
Louis Vuitton tösku sem búið
var að grafa upphafsstafi hans í,
úri frá Tag Heuer, skyrtum frá
Tumbull & Asser með sérsniðn-
um brjóstvasa fyrir farsímann,
kaffivél úr Harrods, djúprauðum
silkinærbuxum, ferð til Parísar
og hún hélt honum afmælis-
veislu undir tjaldhimni, þar sem
glymskratti lék uppáhaldslög af-
mælisbarnsins. Veislan kostaði
1,4 milljónir króna.
Hún vissi samt að hún var
orðin að athlægi í heimspress-
unni. „Ég hef verið gagnrýnd
svo harkalega síðustu sjö árin,
að ég hef glatað öllu mínu sjálfs-
trausti og sjálfsvirðingu." Hún
táraðist yfir myndatextanum:
„Síðustu fótspor Söru.“ Og henni
lá við að bugast þegar hún sá að
súkkulaðitær voru seldar í sjálf-
sölum á götum London.
19• fta/Zi
Opinberlega komu Spencerbörn-
in fjögur kurteislega fram við
stjúpu sína og eitt sinn sást
Díana snerta handlegg hennar
eins og í hluttekningu. „Þegar
ég sá (þá hreyfingu) ... varð mér
illt,“ sagði Sue Ingram, sem
starfaði í sautján ár fyrir Raine
Spencer.
20. fta/fi
Karl var opinskárri við starfs-
fólk sitt á Highgrove. „Ég finn
til innilegs léttis," sagði hann.
Hann var þá þegar byijaður að
gera upp herþergin sem Díana
flutti úr. Hann fyrirskipaði að
allt sem henni tilheyrði og hún
hafði ekki tekið með sér skyldi
brennt. Þar á meðal var eitt-
hvað af gömlum leikföngum
drengjanna. Efst á bálið var
fleygt rugguhesti sem Reagan,
forseti Bandaríkjanna, og frú
Reagan höfðu fært Vilhjálmi
prinsi í afmælisgjöf.
2/. fta/fi
í bók Dimblebys lýsir Karl
fóstru sinni og hjákonu með
sömu orðum - „ástríkar", „hlýj-
ar“, „aðlaðandi", „blíðar" og „um-
hyggjusamar“ - allt orð sem
barn gæti notað þegar það lýsir
móður sinni. Hann játaði einnig
á sig þrjú ástarævintýri með
Camillu: eitt áður en hún giftist
árið 1973, annað eftir að hún
hafði eignast börn og það þriðja
árið 1986 þegar hjónaband hans
og Díönu „var í molum", að því
er hann sagði.
22. fta/fi
Seinna sagði hún Richard Kay
hjá Daily Mail að hún hefði sagt
við Karl: „Ég elskaði þig og ég
mun ætíð elska þig vegna þess
að þú ert faðir barnanna
minna.“ En þegar Karl sá þá
yfirlýsingu á prenti reiddist
hann. Hann sagði einum aðstoð-
armanna sinna að þetta hefði
hún aldrei sagt. Það sem hann
myndi greinilega - og sagðist
aldrei myndu gleyma - var hót-
un konu hans mörgum mánuð-
um fyrr. Hann sagði að hún
hefði sagt: „Þú munt aldrei
verða konungur. Ég ætla að gera
út af við þig.“
(Utdrættir úr köflum bókarinnar)