Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ no .........., ... ... .... 28 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 ERLENT Tvö ný tilfelli af fuglaflensu Hong Kong. Reuters KJÚKLINGASÖLUKONA, kemur kjúklingum sínum fyrir á stærsta kjúklingamarkaði Hong Kong f gær. Markaðurinn var þá opnaður á ný eftir að hafa verið lokaður í nokkra daga vegna dularfullrar fuglaflensu sem orðið hefur tveim- ur mönnum að bana. Sjúkdúmurinn er talinn hafa borist til Hong Kong með kjúkling- um frá Guangdong héraði en 80.000 til 100.000 kjúklingar eru fluttir þaðan til borgarinnar dag- lega. Sjúkdómsins, sem einkennist af háum hita, hósta og verkjum, varð fyrst vart í mönnum í maí á þessu ári. Síðan þá hafa níu tilfelli verið greind í mönnum auk þess sem grunur leikur á því að tvö tilfelii til viðbótar tengist honum. Enn er hins vegar ekki vitað hvort sjúk- dómurinn geti smitast á milli manna eða berist eingöngu í menn frá kjúklingum. Donna Shalala, heilbrigðismála- ráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Hong Kong í sfðustu viku og hitti þar m.a. lækna sem sendir höfðu verið til Kfna til að kanna sjúk- dóminn. Að heimsókninni lokinni tilkynnti talsmaður hennar að ráð- herrann teldi enga ástæðu til að óttast að sjúkdómurinn bærist til Bandarfkjanna. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að sennilega sé ekki um faraldssjúkdóm að ræða. Reuters SAMmém sAMmtam samb i FORSYNING A MORGUN KL. 11.HIIDIGITAL FORSYNING A JOLAMYNDINNI 1997 VIÐ ERUM EKKI EIIM I HEIMIIMUM Breskir kaup- menn niót- mæla banni KJOTKAUPMENN í Bretlandi héldu í gær áfram mótmælum gegn banni stjórnarinnar við sölu nautakjöts á beini sem tók gildi í fyrradag. Jack Cunningham land- búnaðairáðherra ákvað að setja bannið eftir að vísindamenn skýrðu frá því að örlítil hætta væri á því að kúariða gæti bor- izt í menn við neyzlu kjöts á beini. Margir slátrar- ar sögðust myndu virða bannið að vettugi og bjóða brezkum almenningi hvers konar nautasteikur til kaups. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins (ESB), sagði að hann myndi láta rannsaka hvort brezk stjórnvöld hefðu brotið lög ESB með því að banna einnig innflutning nautakjöts sem ekki samræmdist brezkum heilbrigðis- reglum. Femand Boden, landbún- aðarráðherra Lúxemborgar, sem hafði stjórnað tveggja daga löng- um viðræðum landbúnaðarráð- herra ESB-landanna 15, sagði að ESB-ríkin verði að taka sameigin- lega á kúariðuvandanum. „Við megum ekki grípa til að- gerða hver í sínu homi,“ sagði Boden og svaraði með því beinlínis yflrlýsingum Cunninghams frá því á mánudag um að ríkisstjórn hans bannaði innflutning nautakjöts frá öllum þeim löndum sem ekki hefðu gripið til sömu aðgerða gegn kúariðuhættunni og gert hefði ver- ið í Bretlandi. Gerd Sonn- leitner, forseti þýzku bænda- samtakanna, gagnrýndi harkalega í gær aðgerðir Bret- landsstjómar. „Englendingar ættu fyrst að leysa þeirra eigin kúariðu- vanda áðui’ en þeir reyna að draga aðra með sér niður í svaðið,“ sagði hann í útvarpsviðtali. Hague sýnir samtöðu William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, reitti ríkisstjómina til reiði með því að heimsækja kjöt- markað í London sama daginn og bannið tók gildi til þess að sýna brezkum slátramm stuðning. Hague sagði brezkan kjötiðnað horfa fram á „dauf jól“ vegna þess hvaða stefnu kúariðumálið hefði nú tekið eftir nýjustu aðgerðir stjóm- arinnar. EVRÓPA^ ESB leggur refsi- toll á norskan lax FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins ákvað í gær að leggja 13,7% refsitoll á lax frá 29 norskum laxeldisstöðvum. Fram- kvæmdastjómin telur stöðvarnar hafa brotið samkomulag frá í sept- ember, um að virða lágmarksverð ESB og skila skýrslum um sölu sína. Meirihluti heldur samkomulagið Refsitollurinn tók gildi strax í gær og gildir í fjóra mánuði. Að sögn norska blaðsins Aftenposten er ákvörðunin nú tekin til að verja hagsmuni laxeldisstöðva innan ESB í jólaverzluninni. ESB hætti við að leggja refsitoll á norskan lax í september og gerði samkomulag við samtals 190 lax- eldisstöðvai’. Mikill meirihluti þeirra hefur haldið samkomulagið, en í því fólst að stöðvamar virtu lágmarksverð ESB og skiluðu framkvæmdastjóminni ársfjórð- ungslegri skýrslu um sölutölur. Laxeldisstöðvamar 29 fá tæki- færi til að skýra mál sitt fyrir framkvæmdastjóminni og er því mögulegt að einhverjar þeirra sleppi við refsitollinn. SIEMENS | Uppþvottavél Tekur 12 manna stell, 3 þvottakerfi, Aqua Stop flæöiöryggi, hljóðlát. jv ctgr. Verd A 55.900. m - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 RílFTeDflUERZLUN ÍSLflNDS If

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.