Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kambódía Deilt um kjördag Phnom Penh. Reuter. HUN Sen Kambódíuleiðtogi sagð- ist í gær vilja að þingkosningar færu fram í maí næstkomandi eins og ráð væri fyrir gert. Lagðist hann gegn frestun þeirra eins og Sar Kheng innanríkisráðherra lagði til á þingi í fyrradag. Kheng, sem haft hefur eftirlit með undirbúningi kosninga, sagði að ekki væri nægur tími til að ljúka nauðsynlegum tæknilegum undir- búningi fyrir maí. Lagði hann til að kosningunum yrði frestað fram í október. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), tók und- ir með Kheng í gær og sagði að stjórnvöld í Kambódíu ættu að hugleiða að fresta kosningunum ef ekki væri hægt að halda frjálsar og drengilegar kosningar í maí. Hun Sen tjáði blaðamönnum í gær að það væri óbreytt stefna stjómvalda að kosningarnar skyldu fara fram 23. maí. Þingið hefði hins vegar síðasta orðið. Skipaði það nefnd í kjölfar yfirlýs- ingar Khengs til þess að kanna stöðu mála og gera tillögu um end- anlegan kjördag. Efnt var til þingkosninga í Kam- bódíu árið 1993 fyrir tilstuðlan SÞ og mun undirbúningur þeirra og framkvæmd kostað stofnunina tvo milljarða dollara. Tilgangurinn var að endurreisa lýðræði í landinu eft- ir langvarandi innanlandsófrið. Flokkur Norodom Ranariddh prins vann naumlega en þeir Hun Sen deildu störfum forsætisráð- herra í samsteypustjóm. Stjórnar- samstarfið fór út um þúfur er átök blossuðu upp í sumar og Hun Sen vék Ranariddh frá. Reuters Vetur í Evrópu VETRARKLÆDDUR hundur í Moskvu, þar sem frost hefur far- ið niður í allt að 28,8 gráður und- anfarna daga. A.m.k. níu manns hafa frosið í hel í borginni auk þess sem 13 hafa farist í eldum sein þeir kveiktu til þess að reyna að halda hita á hýbýlum sínum. Talið er að allt að 50 manns hafi farist í kuldunum sem geng- ið ha ' yfir Evrópu að undan- förnu en áratugir eru frá því jafnkalt hefur verið í álfunni á þessum árstíma. Kuldarnir koma að vonum verst niður á heimilis- lausum en að auki hefur hálka á vegum valdið miklum slysaöld- um. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 31 Þráðlaus sími verð kr. 12.900 stgr. temmni itiiboð 240 mín. vídeóspólur frá Philips 60W mattar Ijósaperur frá Philips 24 mynda 200 asa filmur frá Agfa Úrvalið hjá Heimilistækjum er bókstaflega rafmagnað nú fyrir jólin. Svo ekki sé minnst á verðið sem er sérstakt hátíðarverð. Verslunin er sneisafull af öllum hugsanlegum tækjum og áhöldum fyrir heimilið sem henta mjög vel til jólagjafa og annarra tækifærisgjafa. Heimilistæki hafa löngum verið þekkt fyrir vörur í háum gæðaflokki og fjölbreytt úrval af tækjum fyrir heimilið. Líttu inn fyrir jólin og kynntu þér frábært úrval af góðum heimilistækjum á hátíðarverði. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 15 OO http.//www. h t. 18 umboðsmenn um land allt © - © © © ©
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.