Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 18.12.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 35 LISTIR Margnea Tómasdóttir sópransöngkona í óperustúdíói Kölnaróperunnar Fjölgar í „íslensku tónlistarnýlendunni“ MAGNEA Tómasdóttir sópran- söngkona hefur í haust starfað við óperustúdíó Kölnaróperunnar, sem er einskonar undirbúningur fyrir fulla atvinnumennsku í faginu. Er samningur Magneu til tveggja ára. Fimm söngvarar starfa í stúdíó- inu og var Magnea annar tveggja sem teknir voru inn í hópinn í haust. Er starf hennar margþætt, óperu- sýningar og tónleikar á vegum stúdíósins, auk þess sem lítil hlut- verk í óperuuppfærslum Kölnar- óperunnar koma reglulega í hlut „lærlinganna“. „Þetta er mjög góður staður að byija á,“ segir Magnea, sem lauk framhaldsnámi í söng frá Trinity College of Music í Lundúnum í fyrra. „Það er mikil óperuhefð í Þýskalandi og Kölnaróperan er í nópi tíu stærstu húsanna í Þýska- landi. Auk þess held ég að mín rödd henti betur í Þýskalandi en á Eng- landi, þar sem fólk hefur ólíkan smekk.“ Fyrsta verkefni Magneu ytra var að syngja lítið hlutverk í Aidu eftir Verdi í Kölnaróperunni sjálfri. í kjölfarið komu svo tónleikar nýlið- anna í stúdíóinu en fyrir þá fékk hún góða dóma í Kölner Stadt-An- zeiger. Um þessar mundir er hún að æfa hlutverk Donnu Elviru í Don Giovanni eftir Mozart en sú sýning er samstarfsverkefni óperustúdíóa í Köln, Manchester, París og Mílanó. Er frumsýning fyrirhuguð í mars 1998 í Köln. Þá mun Magnea fara með lítið hlutverk í Macbeth eftir Verdi í Kölnaróperunni í vor. Heim í febrúar Magnea mun koma fram á ljóða- tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ 14. febrúar næstkomandi en að öðru leyti hyggst hún alfarið einbeita sér að óperustúdíóinu í vetur, kynnast heimi atvinnumennskunnar úr ná- vígi og læra tungumálið. Með vorinu kveðst hún á hinn bóginn þurfa að fara að leiða hugann að prufusöng, helst sem víðast, því engin trygging sé fyrir því að hún komist á fastan samning við Kölnaróperuna, þótt hún hafí verið í stúdíóinu. Undra- vagn BÆKUR Myndabók RIGNINGARBÍLLINN eftir Janosch í þýðingu Hauks Hannessonar. Utgefandi: Bjartur 1997,28 síður. MAGNEA Tómasdóttir sópransöngkona Því fer fjarri að Magnea sé eini íslendingurinn sem tengist Köln- aróperunni um þessar mundir. í fyrrnefndum dómi í Kölner Stadt- Anzeiger er meira að segja gengið svo langt að kalla óperuna „ís- lenska tónlistarnýlendu“. Skyldi svosem engan undra því þar starfa nú tveir aðrir söngvarar, Erlingur Vigfússon og Jóhann Smári Sæv- arsson, sem báðir störfuðu áður í óperustúdíóinu, auk þess sem sá þriðji, Kolbeinn Jón Ketilsson, kemur til starfa á hausti komanda. Þá er Gerður Gunnarsdóttir fiðlu- leikari fastráðin við hljómsveit Kölnaróperunnar og annar fiðlu- leikari, Una Sveinbjarnardóttir, leikur endrum og eins með hljóm- sveitinni. Telpa eða kona? BÆKUR Barnasaga DÚFA - LÍSA OG SONUR VINDSINS eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Bókaútgáfan Skjaldborg, 1997. 176 síður. ÞETTA er önnur bókin sem höf- undar senda frá sér um Dúfu - Lísu. Nú er hún orðin 12 ára, lifir þetta undarlega skeið, þá líkami og sál takast hvað harðast á, og glíman sú er grimm. Sálin er barnssál, spurult sakleysið, - á enn hæfileikann til þess að vera sannur vinur, og þess hefír hún notið með syni vindsins, „skáldinu", og skóla- systurinni Jessíku. Nú, svo er það þessi undarlegi skrokkur, hærra og hærra lætur í honum, engu lík- ara en hann þykist orðinn harpa vorsins. Svo hár er hljómur þessar- ar „hörpu“, að sálin verður að grípa fyrir „eyru“ og „augu“, missir taktstig við „skáldið", Jessíku og skólann, tekur að troða dansinn með glæsipíunum. Gam- an, - gaman syngur veröldin við leðurklæddri „konu“ með farðaða vör og á háum hælum, en ekki lengi. Sálin þroskast sem sé líka, og allt í einu áttar Dúfa - Lísa sig á mun þess sem er ekta og gervi. Hún snýr.við. Helmer, „skáldið“, og Jessíka eru verur, sem hún vill ná takti við á ný. Það tekst, - þó ekki átakalaust, en það tekst, og reynslunni ríkari feta þau stig móti morgnum nýrra daga. Höfundar segja söguna vel, lifa sig inn í þennan dularfulla heim, lýsa honum af lífsins nautn, - sænskt - klúrir á stundum. Ungir táningar munu fagna þessari bók, skilja, að þeir eru ekki einir með gátur sínar og sárs- auka. Þýðing Jóns er mjög góð, af vandvirkni unnin. Prentvillupúkinn hefir læðzt inn á titilsíðu, merkt sér hana, prakkarinn. Sig. Haukur * Astarskot BÆKUR I>ýd«l barna- og unglingabók EVA OG ADAM AÐ VERA EÐA VERA EKKI - SAMAN eftir Máns Gahrton, myndskreyting- ar Hohan Unenge. Þýðandi Karl Helgason. Æskan, 1997 - 121 bls. EVA og Adam eru saman í bekk en það er í gítartímum sem þau kynn- ast betur og verða skotin hvort í öðru. Það er vissulega góð tilfinning að vera skotinn en hún gerir mann líka taugaóstyrkan. Allt verður svo erfitt, til að byrja með. Vinirnir með sínar augngotur og glósur gera hlut- ina ekki auðveldari. En það sem er erfiðast er að fá að vera í friði. Eva og Adam eru sjaldan ein heima. Eva á tvo bræður sem eru sítruflandi. Adam á hins vegar áhugasama móð- ur sem dregur fram myndaalbúm þegar Eva kemur í heimsókn. Eftir nokkrar samverustundir verður allt auðveldara. Þau verða öruggari og þegar þau eru saman þurfa þau ekki að gera neitt merkilegt, það er samt gaman. Allt þar til Eva hættir í gít- arnáminu og snýr sér að leiklist. Nú eiga þau ekkert sameiginlegt áhuga- mál og Eva er svo upptekin af leikrit- inu að hún talar varla um annað en það sem gerist á æfingum. Þá er erfitt að lifa. Afbrýðisemin brýst fram og þau rífast. Þau rífast svo mikið að það setur sambandið í hættu því hvorugt vill bakka. Persónurnar takast á við dagleg mál, vinina, áhugamálin og íjölskyld- una. Auðvitað koma upp vandamál en þá er bara að leysa þau. Þegar Eva og Adam rífast hugsar Eva hvernig hún hafí leyst málin þegar hún var lítil og hvort það sama gildi nú þegar Adam á í hlut. Eva er held- ur ekki tilbúin til að viðurkenna að hún þurfi á athygli að halda og geti verið afbrýðisöm, nei hún er þrosk- aðri en það. Sagan er hlý og skemmtileg. Per- sónumar eru líklega 13 ára og er þetta þeirra fyrsta ástarskot. Þess vegna vita þau ekki alveg hvemig á að haga sér. Hún hentar lesendum frá tíu, ellefu ára aldri. Letrið er stórt og skemmtilegar myndir prýða bókina. Kristín Ólafs Yinakvöld á aðventu í Flens- borg KÓR Flensborgarskóla í Hafnarfirði heldur jólatón- leika sunnudagskvöldið 21. desember kl. 20.30 og er þetta árlegt Vinakvöld á aðventu, en svo nefnast tónleikarnir. Á dagskránni verða innlend og erlend jóla- og aðventulög og önnur hátíðartónlist sung- in og leikin af kórfélögum. Gestir vinakvöldsins að þessu sinni verða þær Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöng- kona og Marion Herrera hörpuleikari. Áðgangseyrir er kr. 700 fyrir 21 árs og frítt fyrir alla yngri. Stjórnandi Kórs Flens- borgarskóla er Hrafnhildur Blomsterberg. MYNDABÓK fyrir unga lesendur. Hér segir frá Ágústi, fjölskyldu hans og Lillu vinkonu. Mestur örlagavaldur í lífi snáðans er Frikki afí hans, slíkur völundur, að hann smíðar barnabarni sínu ekki aðeins bíl, heldur töfrabíl. það er vel, því ungum dreng er erfitt að hemja óskir sínar við eina gerð. Stundum vill hann glæsivagn; - stundum má hann vera minni; - stundum þarf snáðinn kranabíl; - stundum sjúkrabíl; - stundum vöru- bíl; - stundum kappakstursbíl! Frikki afi var slíkur dverghagi, að hann leysti allan vanda stráksa: bíllinn hreinlega breytti um gerð, aIlt eftir því til hvers hann var ætlað- ur, og það með svo skjótum hætti, að vart festi auga á. Oft er hægt að breyta með vatns- úða úr garðslöngu, en grunur minn er, að til þess þurfi töfragripurinn að standa kyrr. Frikki afi veit, að garðslöngunni verður ekki ætíð við komið, því útbýr hann fararskjótann með tölvu, sem á svipstundu breytir honum í algjört tryllitæki, ef leynitákn hugvitsmannsins eru sleg- in inn. Þetta er sem sé bók um sam- skipti lítils kúts og afa hans, löngu áður en stráksa verður ljóst, að afí gamli getur ekki allt!!! Myndir eru mjög skemmtilegar, barnslega einlægar. Þýðing Hauks er góð, hefði þurft aðeins lengri yfirlegu og þá orðið listagóð. Að rölta með slíka bók að rúm- stokki barns hlýtur að vera gaman. Sig. Haukur ----------------- Bókalestur á Sólon LJÓÐAKVÖLD verður á efri hæð Sólon íslandus í kvöld, 18. desember, kl. 20.30. Félagar í Nykri, Björgvin ívar, Bergsveinn Birgisson, Sigtrygg- ur Magnason og Andri Snær munu lesa úr verkum sínum. Ágústína Jóns- dóttir, Börkur Gunnarsson, Njörður P. Njarðvík o.fl. munu lesa ljóð. Kvöldið er haldið til heiðurs Þórði Helgasyni lektor sem hefur hvatt marga unga höfunda til dáða, segir í kynningu. Einnig mun Guðbergur Bergsson lesa úr skáldævisögu sinni. NÝ OG ENN BET Rl NILFISK F^^G£/?0/ érto ■ rr< 1W VI Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /rDnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Áttundi fyrirlestur „Laxnessársins" í Norrœna húsinu í dag f{l. /7. /5: / ffi " (/) • »1 mrnmm • Gerpla sem Islendingasaga n© » - vj' '"W ^4 - Vésteinn Ólason rœðir um Halldór Laxness Vésteinn Ólason prófessor heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist Gerpla sem íslendingasaga. Halldór samdi Gerplu í anda íslendingasagna en þó er ýmislegt sem gerir hana ólíka hinum fornu sögum þegar allt kemur til alls, eins og Vésteinn mun ræða um í fyrirlestri sínum. Erindið hefst klukkan 17:15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Vésteinn Ólason hefur birt ýmsar greinar um verk Halldórs Laxness enda þótt sérsvið hans sé íslenskar miðaldabókmenntir. í fyrirlestri sínum má því segja að Vésteinn sameini þetta tvcnnt með því að bera Gerplu Halldórs Laxness saman við íslendingasögurnar. Vésteinn Ólason lauk doktorsprófi frá Háskóla íslands árið 1983. Hann var prófessor við Óslóarháskóla 1985-1991 en hafði áður verið lektor við Kaupmannahafnarháskóla 1968-1972. Þá var hann gistiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley 1988-1989. Vésteinn hefur verið kennari við Háskóla íslands með hléum frá 1972, fyrst sem lektor í almennri bókmenntasögu en er nú prófessor í íslenskum bókmenntum. Fyrirlestur í é Norræna iiúsinu VAK\- HELGAFELL í DAG KL. 17.15 Laxnessklúbburinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.