Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 53

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 53 r skiptum borgaranna við stjórnvöld og óþarfa laga- og reglugerðar- ákvæði verða afnum- in.“ og „Tryggt verður að eftirlitsaðilar íþyngi fyrirtækjum ekki um of með starfsemi sinni.“ Því frumvarpi sem hér er rætt um er ætlað að vinna að þessum mark- miðum. Það er hins vegar ekki eingöngu ríkisvaldið eða núver- andi ríkisstjórn sem fýsir að gera slíkar umbætur. I tíð síðustu ríkisstjórnar var frum- varp þetta fyrst unnið. Að auki hefur fjöldi aðila í þjóðfélag- inu, sér í lagi úr atvinnulífinu, hvatt til þess að komið verði böndum á opinberar eftirlitskvaðir. Þá skuld- bundu ríki OECD sig í maí 1997 til að vinna að umbótum í reglu- stýringu í löndum sín- um og ber okkur íslend- ingum að verða við því. Nýtt verklag Frumvarpið kveður á um að ný íþyngjandi reglusetning skuli ekki samþykkt nema áður hafí farið fram greining sem gefí til kynna að ábati samfélagsins af breytingunni sé meiri en óhagræðið. Þá skulu eftirlitsreglur hafa tak- markaðan gildistíma svo sérstaklega þurfi að endurnýja þær. Reglusetning miðist við þá sem eiga að fara eftir henni, en ekki aðeins þá sem setja hana og stýra. Orri Hauksson Forsætisráðuneytið skal hafa um- sjón með samræmingu í framkvæmd laganna og forsætisráðherra skipar nefnd sér tii fulltingis. Meðal annars á þeim vettvangi er hægt að tak- marka eftirlitsstarfsemi sem starf- rækt er í skjóli hins opinbera og vinna að stöðugum umbótum á því eftirliti sem áfram er talið nauðsyn- legt. Dæmi um slíkar umbætur er að gefa einkareknum skoðunarstof- um í ríkari mæli tækifæri á að spreyta sig og koma á samkeppni milli faggildra aðila sé þess kostur. Þar sem slíkri ráðstöfun verður við komið má gera ráð fyrir að sjálf- stæðar skoðunarstofur muni veita víðfeðmari eftirlitsþjónustu en hinar opinberu eftirlitsstofnanir geta. Fyrirtæki þurfa þá ekki að vænta heimsókna jafn margra eftirlitsaðila og nú og kostnaður vegna sam- skipta við þessa aðila ætti að fara lækkandi. Eins er bráðabirgða- ák-væði í frumvarpinu sem kveður á um að endurskoða skuli eldri reglur á næstu þremur árum. Markvisst skref Það má deila um hvort frumvarp- ið gangi nógu langt í að binda hend- ur opinberra aðila til reglustýringar. Ljóst er þó að frumvarpið felur í sér markvissar leiðir til lagabóta. Það byggist á þeirri meginreglu að hafna takmörkunum á athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. At- vinnulífíð má ekki ijötra umfram það sem brýn nauðsyn krefur. Efnahags- legur afrakstur þjóðarinnar er enda að miklu leyti ákvarðaður af því svigrúmi sem hið opinbera veitir. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisr&ðherra. Lítill og þægileguz - Ericsson GA628 GSM HANDSÍMI • 217 g með rafhlöðunni • Rafhlaða endist í allt að 83 klst. í bið • Númerabirting • SMS skilaboðasending og viðtaka PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 . Þjónustumidstöð í Kirkjustræti, sími 800 7000 Söludeiid Kringlunni, simi 550 6690 Póst- og simstöðvar um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.