Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 18.12.1997, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Eígiit- leikar Temp James Band ieikurínn Þú getur unnið glæsilegan BMl/V 31Ei frá B&L Hver söng titillag Bnnd mgndarinnar „Fnr Ynur Eges Bn!g“? innai Hlustaðu eftir svarirw á FM 957, kiipptu auglýsinguna út og geymdu á vísum stað. Alla virka útgáfudaga Morgunblaðsins fram til 24. desember birtist ný spurning. Með síðustu spurningunni 24. desember birtist svarseðill sem þú fyllir út, heftir hin svörin þín við og sendir inn. HASKOLABIO £dJi:LLLdUÁ ÁLFABAKKA AÐSENDAR GREINAR Gangan langa ÞAÐ dreymir engan um að verða öryrki, en fólk veikist, lendir í slysum og stendur allt í einu frammi fyrir því að öll framtíðaráform og áætlanir verða að engu. En á þessum erf- iðu tímamótum þegar öll sund virðast vera lokuð má eygja ljós í myrkrinu „við búum á íslandi, þar sem vel- megunin er ein sú mesta í heiminum og samfélagið hlúir að þegnum sínum og styð- ur þá, sem lenda í alvar- legum áföllum með öflugu almannatrygg- ingakerfi". Þetta höfum við öll heyrt ráðamenn tala um á hátíðastundum, og við þökkum Guði fyrir að búa hér, en ekki t.d. í Ameríku. Og fólk fer af stað til þess að leita réttar síns, en það reynist vera löng og ströng ganga, og alls ekki eins og við höfðum gert okkur vonir Sigurbjörg Armannsdóttir ur feuist jyrst og fremst í Jiiystijöfnunar- eiginleikuni efnisins. Koddinn lugar sig uö hitu og þrýstingi höfuós og híils. Þnr iif leidundi niyndust engir þrýsti- punktur og blóóstreynii iielst óheft. ...(/e/ö({ ?/en/mn /(eí/'Si(/wcftf(i ijólayjö/' \ Emstukir Inystifófnnntireigiiileikiir Tempur L efnisins geru Jhh) ttt) verkum ut) Tempur kóddinn tryggir hryggstilunni réttu stöóu í svefni, lugur sig u<) höföinn og veitir luilsvöövunt stuöning/xinnig uö höfuö og liúls eru í sinni núttúrnlegu stiiöu. Þuö er engin tilviljun uö sjiikru/ijúlfúrur, læknur og sérfrœóingur uni ullun heiin nuelu nieö Tentpur. .5rW>'"' y/nr CÍIIX RADIX TEWPUk-PEDIC Svona sofum víÖ á 21. öfdinni! Grensósvegi 16 • 108 Rvk • S:588-8477 um. Því miður eru þeir margir í þessum spor- um sem eru það ungir að þeir hafa ekki áunn- ið sér rétt til lífeyris- greiðslna úr lífeyris- sjóðum og þurfa því alfarið að treysta á al- mannatryggingakerfið sér til lífsviðurværis. Þetta er oft fólk ný- komið úr námi og er e.t.v. jafnframt að eign- ast þak yfir höfuðið. Við skulum nú líta á hvað bíður ungs ör- yrkja, sem er í hjóna- bandi. Oskertar örorku- bætur nema 14.541 kr. á mánuði og ef um hreyfihamlaðan einstakling er að ræða fær hann að auki um 4.700 kr. á mánuði í bensínstyrk og ef hann á börn bætast við um 12.000 kr. barnalífeyrir með hveiju barni. Ef maki hans er með hærri tekjur en 74.654.00 á mánuði fær öryrkinn ekki tekjutryggingu, sem er 27.000 á mánuði né möguleika á að fá frek- ari uppbót vegna lyfja og læknis- kostnaðar. Sú ráðstöfun, að tengja greiðslur bóta almannatrygginga við tekjur maka, er algerlega ólögleg. Á þetta var bent í erindi til umboðsmanns Alþingis á sl. vetri og í kjölfarið rætt í utandagskrárumræðu á Al- þingi. Ástæða þess er, að í 17. grein laga um almannatryggingar segir: „Ef aðrar tekjur örorkulífeyris- þega en lífeyrir almannatrygginga, bætur samkvæmt lögum um félags- lega aðstoð og húsaleigubætur sam- kvæmt lögum nr. 100/1994 fara ekki fram úr 232.064 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upp- hæð 330.036 á ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar tekjur umfram 232.064 kr. skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru.“ Það er engum vafa undirorpið, að hér er átt við tekjur bótaþegans sjálfs, og hvernig skerða skuli tekju- tryggingu hans fari aðrar tekjur hans yfir ákveðin mörk. Þegar rætt er um tekjur einstakl- ings er átt við hann sjálfan, nema annað sé tekið fram. Þetta kemur ekki aðeins fram í lagatextum á borð við almannatryggingalögin heldur hvarvetna þar sem einstakl- ingar þurfa að.gera grein fyrir tekj- um sínum. í þessu sambandi gildir einu hvernig yfirvöld kjósa að skatt- leggja tekjur hjóna, enda er það annað mál. Fyrir nú utan það hvað þetta er óréttlátt hefur þessi ráðstöfun gríð- arleg áhrif á sjálfsmat öryrkjans. Hann er að ganga í gegnum það ferli að þurfa að sætta sig við heilsu- brest og sér ef til vill fram á það, að menntun sú sem hann hefur ver- ið mörg ár að afla sér, muni ekki nýtast honum til framfærslu í fram- tíðinni. Hann þarf nú að ganga manna á milli og biðja um aðstoð, ekkert er sjálfgefið, allt þarf að sækja um með tilheyrandi vottorðum og pappírsfargani. Og til að kóróna niðurlæginguna, er hann nú af því opinbera settur á framfæri maka síns. Því að bæturnar til hans eru svo skammarlega lágar að þær duga Blússur og silkibolir Frábært verð Glugginn Laugavegi 60 simi 551 2854 oft ekki einu sinni fyrir læknis- og lyfjakostnaði. Það ætti öllum að vera ljóst að hér er verið að níðast á þessum ein- staklingi og bijóta hann niður. Og þetta bitnar ekki aðeins á honum því að fjölskylda hans líður einnig fyrir þetta. Þar að auki er öryrkinn félagslega og efnahagslega úr takti við jafnaldra sína, sem eru útivinn- andi og af fullum krafti að koma sér áfram og skapa sér og sínum framtíðarheimili, og jafnvel á frama- braut. Þessi skerðing er afar athyglis- verð og lítt skiljanleg þegar litið er til hjúskaparlaga, þar sem skýrt er kveðið á um sameiginlega fram- færsluskyldu hjóna. í hjúskaparlög- um frá 14. apríl 1993 I kafla 2. grein segir: „Hjón eru í hvívetna Þá ráðstöfun, að tengja greiðslur bóta Al- mannatrygginga við tekjur maka, telur Sig- urbjörg Armannsdótt- ir algerlega ólöglega. jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hags- muna heimilisins og fjölskyldu. Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast við að framfæra fjölskyld- una með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á annan hátt.“ í 3. grein laganna segir ennfrem- ur „Hjón skulu skipta milli sín verk- efnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.“ Með ákvörðun sinni um skerðingu bóta til giftra öryrkja er hið opin- bera að skerða getu þessa hóps til þess að standa við sinn hluta hjú- skaparlaganna. En hjónabandið og fjölskyldan eru að flestra mati horn- steinn samfélagsins, og ætla mætti að það væri í þágu samfélagsins að treysta þessa undirstöðu frekar en að grafa undan henni. í því sam- bandi má nefna, að börn umvafin traustum fjölskylduböndum lenda sjaldan á villigötum. Allt öðru máli gegnir um þá sem missa atvinnu sína þar sem atvinnu- leysisbætur eru ekki háðar tekjum maka. Því opinbera finnst það greini- lega vera mikiu alvarlegra fyrir fólk að missa atvinnuna en heilsuna. Að mínu viti er þetta rökleysa, þar sem annars vegar er oftast um tíma- bundið ástand að ræða, en hins veg- ar því miður um varanlegt. Sama máli gegnir um örorkulífeyrisgreiðsl- ur úr lífeyrissjóðum, en þær eru ekki háðar tekjum maka. En eins og ég hef áður getið um eru því miður mjög margir öryrkjar, sem hafa ekki verið nægilega lengi á vinnumarkað- inum til þess að vinna sér inn lífeyris- réttindi úr lífeyrissjóðunum. Það að mismunur skuli vera á rétti einstaklingsins í þessum sam- tryggingasjóðum er alveg út í hött og hlýtur að vera lögleysa, og það er alls ekki við hæfi að gera fólki svo mishátt undir höfði. Það er augljóst að hið opinbera svífst einskis, þegar um er að ræða að skammta örorkulífeyrisþegum tekjur, þessum hópi sem kippt er burt úr eðlilegum farvegi, og neyðist til að laga sig að allt öðru lífs- munstri, en væntingar stóðu til. Til marks um bág kjör öryrkja má nefna, að margir þeirra neyðast til þess að leita á náðir hjálparstofn- ana á jólum. Við hljótum að gera þá kröfu, að bætur almannatrygginga til allra bótaþega miðist a.m.k. við lágmarks- laun í landinu og fylgi breytingum sem verða á þeim á hveijum tíma. Höfundur er er félagi í MS félagi íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.