Morgunblaðið - 18.12.1997, Side 80
t-yrsTir meo
' “ ”.. '▼
S^ervfciiJi nrtf II
HP Vectra PC
Whp% hewlett
PACKARD
Sjáðu meira á www.hp.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLFmO, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Djúpstæður vandi blasir við Sjúkrahiisi Reykjavíkur
Ekkí horfur á að slysa-
deild verði fullmönnuð
Banaslys í
umferðinni
í Reykjavík
BANASLYS varð í umferðinni í
Reykjavík í gærmorgun er sjötíu og
þriggja ára gömul kona varð fyrir
sendibíl. Var hún flutt á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur og lést þar
nokkru síðar af völdum áverka.
Lögreglunni í Reykjavík var til-
kynnt um slysið kl. 8.08 í gærmorg-
un. Sendibíl var ekið eftir Suðurgötu
í norðurátt og á kaflanum milli Há-
skólans og Þjóðminjasafnsins lenti
hann á konunni. Hún er talin hafa
verið á leið austur yfir götuna.
Dimmt var en þurrt í Reykjavík í
gærmorgun.
Fór strax í aðgerð en
lést af völdum áverka
Konan hlaut mikla áverka og var
flutt í skyndingu á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem
hún fór strax í aðgerð en hún lést
nokkru síðar af völdum áverkanna.
Lögreglan í Reylgavík biður þá
sem kynnu að hafa orðið vitni að
slysinu að gefa sig fram.
Ekki er hægt að gefa upp nafn
hinnar látnu að svo stöddu.
MEIRIHLUTI lækna á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur er hættur
störfum. Jón Baldursson yfirlæknir
segir að unnið sé að því að fá sér-
fræðinga til starfa af öðrum deildum,
en fyrir liggi að deildin verði ekki
fullmönnuð næstu vikurnar. Vandi
slysadeildar er djúpstæður m.a.
vegna þess að þar hafa í langan tíma
verið miklir erfiðleikar við að fá
nægilega marga lækna til starfa.
„Það er Ijóst að slysadeildin verður
ekki fullmönnuð næstu vikur. Ég ótt-
ast að þessi kjaradeila dragist á lang-
inn og jafnvel þó að samningar verði
samþykktir er verulegt áhyggjuefni
ef ungu læknai-nir skila sér ekki aft-
ur til starfa,“ sagði Jón.
Sex ungir læknar ætla sér að
hætta störfum hjá SHR um áramót
og eru þær uppsagnir óháðar
óánægju ungra lækna með kjör sín.
Aðrir læknar sem sagt hafa upp
störfum eru annaðhvort hættir eða
hætta um helgina. Til viðbótar út-
skrifast óvenjufáir læknar úr lækna-
deild næstu tvö ár. Jón sagði að þetta
yki enn á vandann. Uppsagnir ungra
lækna kæmu á versta tíma því að
álag á slysadeild væri að jafnaði mik-
ið um jólin. Aðsókn í þessari viku
hefði ekki verið eins og þegar mest
væri að gera og læknum hefði tekist
að anna eftirspurn.
Kerfið hrunið en lausn ófundin
A slysadeild starfa að jafnaði átta
aðstoðarlæknar og fimm sérfræðing-
ar, auk afleysingalæknis. Jón sagði
að allir aðstoðarlæknarnir væru að
hætta. Enn væru tveir við störf, en
þeir myndu hætta um áramót.
Sigurður Ásgeir Kristinsson, sér-
fræðingur á slysadeild, sagði að
vandi slysadeildar væri djúpstæður
og hann myndi ekki leysast þó að
samkomulag tækist við þá lækna
sem sagt hafa upp störfum. Slysa-
deild hefði til margra ára byggt á
kerfi ungra lækna. Þetta kerfi hefði
verið að láta unda síga á síðustu ár-
um og nú hefði því verið greitt náð-
arhöggið. Á síðustu árum hefðu verið
miklir erfiðleikar við að fá unga
lækna til starfa. Ástæðurnar væru
m.a. þær að framboð á ungum lækn-
um væri of lítið og álag á starfsfólk
deildarinnar væri geysilega mikið.
22 hættu á Land-
spftala í gær
Tuttugu og tveir aðstoðarlæknar
hættu störfum á Landspítalanum í
gær og hafa þá alls 25 ungir læknar
horfið frá störfum þar.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
lækningaforstjóri, segir að upp-
sagnirnar bitni einkum á lyflæknis-
og handlæknisdeildum. Þar verði
sérfræðingar að ganga næturvaktir
og sinna bráðaþjónustu. Hægt sé að
sinna bráðatilfellum með þessum
hætti en aðrar læknisaðgerðir sem
ekki teljist til bráðaaðgerða, t.d.
hjartaþræðingar, sitji á hakanum
fyrir vikið og þjónusta göngudeilda
skerðist.
Þorvaldur Veigar segir að fyrst
um sinn valdi þetta ástand ekki
neinni hættu fyrir sjúklinga á spít-
alanum. „Ef þetta stendur lengi
fara málin að vandast og auðvitað er
þetta mikil röskun fyrir spítalann,"
segir hann.
Hluti fískibátaflotans á Rifí á Snæfellsnesi stóð í ljósum logum um miðja nótt
Morgunblaðið/Guðlaugur Wium
BATANA þijá rak frá öðrum bátum þegar landfestar brunnu. Að öðrum kosti hefði getað farið verr og kviknað í fleiri bátum. Fiskikör í nálægum báti bráðnuðu vegna hitans.
Þrír bátar ónýtir
ÞRÍR bátar eyðilögðust í eldi í höfninni á Rifi á Snæfellsnesi aðfara-
nótt miðvikudags. Voru það allt plastbátar, 4-6 tonn að stærð, og
sukku þeir allir í höfninni. Tveir bátanna náðust af hafsbotni í gær.
HURÐASKELLIR
Elísabet Jensdóttir á Rifi sá eld-
inn fyrst út um stofugluggann hjá
sér en hún var að pakka inn jóla-
gjöfum um kl. þrjú um nóttina. Þá
voru bátamir orðnir alelda. Hún
hafði strax samband við lögreglu.
Slökkvistarfi var lokið um klukkan
fjögur.
Tókst að bjarga öðrum bátum
með því að draga þá til
Bátarnir lágu bundnir við flot-
bryggju hafnarinnar en auk þeirra
voru fjölmargir aðrir bátar í höfn-
inni. Margir aðrir bátar voru við
flotbryggjuna og var mikil hætta á
því að eldur læstist í þá.
Trillusjómenn komu fljótlega á
staðinn og drógu bátana til með því
að festa taug í þá frá bílum. Mjög
líklegt er talið að kviknað hefði í
þeim ella. Fiskikör í nærliggjandi
báti bráðnuðu.
Fljótlega eftir að eldurinn kom
upp brunnu landfestar þannig að
bátana rak út á höfnina og þar
sukku þeir einn af öðrum.
Eitraðar lofttegundir
mynduðust
Eitraðar lofttegundur mynduð-
ust við bruna plastbátanna en eng-
an sakaði í slökkvistarfinu.
Bátarnir voru Blíðfari SH 153
sem er fjögur tonn, Ingunn ÁR 27
sem er sex tonna bátur og stærstur
þeirra var Óli SH 305 sem var átta
tonn.
Ekki er vitað með vissu um upp-
tök eldsins en talið hugsanlegt að
kveikt hafi verið í kabyssu eins
þeirra. Tjónið er talið vera hátt í 30
milljónir króna.
Miðlunartil-
laga í lækna-
deilunni
RÍKISSÁTTASEMJARI leggur
fram miðlunartillögu í kjaradeilu
Læknafélags Reykjavíkur og
Reykjavíkurborgar í dag. At-
kvæði verða greidd um tillöguna
á fóstudag og laugardag.
Ekki búist við miklum breyt-
ingum frá kjarasamningi
Tveir sáttafundir hafa verið
haldnir í deilunni og þykir sýnt að
samkomulag tekst ekki án at-
beina sáttasemjara. Ekkert hefur
verið gefið upp um efni miðlunar-
tillögunnar, en ekki er búist við að
hún feli í sér miklar breytingar
frá þeim kjarasamningi sem gerð-
ur var 2. desember sl. Læknar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur felldu
samninginn með 86 atkvæðum
gegn 84. Læknar á öðrum sjúkra-
húsum samþykktu samninginn.
Ungir læknar ekki með
atkvæðisrétt
Ungir læknar sem sagt hafa
upp störfum á spítalanum fá ekki
að greiða atkvæði um tillöguna
þar sem þeir eru ekki lengur á
launaskrá hjá spítalanum.