Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 4

Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sárfræðingar án samnings við Tryggingastofmm Engar eiginlegar gjaldskrár í gildi MEÐAN deila Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðinga er óleyst og Tryggingastofnun tekur ekki þátt í greiðslu kostnaðar sjúklinga eru ekki í gildi eiginlegar gjaldskrár og rajög mismunandi frá einum lækni til annars hvað heimsókn til sér- fræðings kostar. Þetta á við um sjúklinga þeirra sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við Tryggingstofnun, þ.e. háls-, nef- og eymalækna, skurð- lækna, bæklunarlækna, og þvag- færaskurðlækna. Kristján Guðmundsson, talsmað- ur háls-, nef- og eyrnalækna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú þegar ekki væri í gildi samningur setti hver læknir í raun upp það sem hann vildi fyrir viðtal enda sé ólög- legt að bindast samtökum um gjald- skrá. Gjaldið er einnig mishátt eftir þeirri þjónustu sem læknirinn lætur í té og einnig eftir sérgreinum. Kristján segir að sennilega sé al- gengast að viðtal hjá sérfræðingi kosti kr. 2.500-3.600 en meira ef jafnframt er gerð sérstök rannsókn eða annars konar „inngrip" af hálfu læknisins í viðtalinu. Þess eru einnig dæmi að tekið sé lægra verð fyrir hvert viðtal og endurkomugjald- skrár eru í gildi hjá sumum læknum. Kristján segir þetta ekki óalgengt og alþekkt að læknar taki allt niður í ekki neitt fyrir endurkomuviðtöl þótt gjaldskrár Tryggingastofnunar hafi e.t.v. ekki gert ráð fyrir því. Þá sagði hann að samkvæmt þeim hug- myndum sem settar hafi verið fram vilji sérfræðingar verðmeta hærra sjúklinga sem leita til sérfræðings með nýtt vandamál. „Það á að vera auðveldara og ekki eins tímafrekt að fást við sama vandamál hjá sjúklingi sem maður hefur hitt áður eða þeg- ar um endurkomu er að ræða,“ segir Kristján. Hann sagði að á árum áður hefði gjaldskráin gert greinarmun á því hvort um væri að ræða fyrsta viðtal eða endurkomu. Lftið dregur úr læknisheimsóknum Þrátt fyrir að samningur sé ekki í gildi og viðtal við sérfræðing kosti talsvert meira en meðan samningur var í gildi segir Kristján að lítið hafi dregið úr komum sjúklinga til sér- fræðinga og margir séu með frá 90% og yfir 100% bókanir í tíma. Hins vegar segir hann að sjúklingum finn- ist „það ekkert gleðiefni að vera bún- ir að borga skattinn og þurfa svo að borga íúllt gjald fyrir viðtalið, en hvað á fólkið að gera?“ segir hann. „Ég held að það verði sjálfsögð krafa, ef þetta ástand heldur áfram, að fólk fái endurgreitt eitthvað af því sem það hefúr greitt í skatt til að standa undir þessum aukna kostnaði.“ Halldór Ásgrímsson segir sjómanna- deiluna aivarlegri en margir hafí talið Frestar Afríkuför vegna deilunnar HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, hefur frestað fyrirhug- aðri ferð sinni til Afríku, sem hann hugðist fara síðar í mánuðinum, vegna kjaradeilu sjómanna og út- gerðarmanna. Halldór segir að deilan sé miklu alvarlegri en marg- ir hafi gert sér grein fyrir. Aformað hafði verið að ráðherra heimsækti fjögur ríki í suðurhluta Afríku dagana 24. janúar til 2. febrúar. Ríkin eru Namibía, Malaví og Mózambík, þar sem Þróunar- samvinnustofnun starfar, auk Suð- ur-Afríku. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ekki viljað fara svo lengi af landi brott eins og sjómannadeilan stæði nú. „Þetta mál er miklu alvarlegra en margir gera sér grein fyrir. Eg tel rétt að ég sé sem mest heima við þessar aðstæður og hef þess vegna ákveð- ið að fresta þessari ferð,“ segir Halldór. Samgöngnráðherra um eldsneytisgjald Oftekið gjald end- urgreitt „VIÐ munum fara að lögum varð- andi innheimtu gjalds af flugvéla- eldsneyti og komi í ljós að gjald hafi verið oftekið af Cargolux vegna Ameríkuflugs stafar það af misskilningi sem verður leiðrétt- ur,“ sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær. Samgönguráðherra sagði að mál- efni um eldsneytisgjaldið hefði komið á borð ráðuneytisins á liðnu hausti og verið unnið hratt í því máli en það hefði verið til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun í hálft ann- að ár. Ef í Ijós kæmi eftir athugun að eldsneytisgjald hefði verið tekið af Cargolux vegna áætlunarflugs til Bandaríkjanna yrði það leiðrétt, en lögin segðu afdráttarlaust að ekki skyldi greiða umrætt gjald af áætl- unarflugi þangað. Það ylti einnig á því hvemig Cargolux skilgremdi flugið mili íslands og Bandaríkj- anna hvemig farið yrði með málið. Samgönguráðherra benti og á að það væri ekki í valdi hans heldur Alþingis að breyta lögunum sýndist mönnum ástæða til þess. Hráefnissíló í smíðum ÞÓTT heldur sé nú orðið svalara sunnanlands með norðanáttinni síðustu daga er enn hægt að vinna ýmis útiverk, m.a. steypuvinnu. Var þessi að steypa kant undir hráefnissfló við bræðsluna í Þor- lákshöfn og lét blásturinn ekki á sig fá. Morgunblaðið/Þorkell Verður erfitt að finna lausn Hann segist þeirrar skoðunar að mjög erfitt verði að finna lausn á deilunni. „Það eina, sem maður heyrir frá deiluaðilum, er að málið sé í hnút og daginn eftir í enn meiri hnút. Þannig er það búið að ganga alllengi. Stjómvöld verða að ætlazt til að menn leggi sig mjög fram á næstunni um að finna leiðir til lausnar,“ segir Halldór Asgn'ms- son. ------------------- Hitaveita Reykjavíkur 11% hækk- un á 5 árum VERÐ á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur er nú 50,80 kr. fyrir tonnið en hjá Hita- og vatnsveitu Akureyrar er verðið 106 krónur. Hefur heita vatnið í Reykjavík hækkað um rúm 11% síðustu fimm árin en lækkað um 13% á sama tíma á Akureyri. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur feng- ust þær upplýsingar að í ársbyrjun 1993 hefði tonnið af heita vatninu kostað 45,70 kr. Það hefur hækkað nokkmm sinnum síðan, þ.e. tvisvar árið 1993 og tvisvar 1996 og var síð- asta hækkunin í ágúst það ár. Verð- ið er nú 50,80 kr. sem er rúmum 11% hærra en fyrir fimm árum. Hjá Hitaveitu Suðurnesja fengust þær upplýsingar að verðið hefði ekki hækkað á síðustu fimm ámm, það hefði verið óbreytt frá því í október 1991. ------------- Líðan manns- ins óbreytt LÍÐAN mannsins sem fékk raflost og féll úr mastri við Vesturlands- veg á mánudag er óbreytt. Hann liggur alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, hlaut m.a. bmnasár og beinbrot, og er honum haldið sofandi. Hringdu núna os fáðu þér miða V ' %/rhe*** d& HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 800 6611 vænlegast til vinnings Fuglarnir í Víkurfjöru hungur- moröa EINN af æðarfuglunum átta sem fundust dauðir í Víkurfjöm í byrjun árs hefur nú verið rannsakaður. Arnór Sigfússon hjá Náttúm- fræðistofnun Islands segir að við kmfningu hafi komið i Ijós að fuglinn hafi verið mjög horaður og að hann hafi því að öllum líkindum drepist úr hungri. Þetta var ungfugl og það kemur stundum fyrir, sérstaklega í vondum veðrum, að þeir verði hung- urmorða þar sem þeir em ekki jafn duglegir að bjarga sér og eldri fiigl- ar. Hins vegar hefúr tíð verið mjög góð á þessum slóðum undanfarið. Einnig var leitað að sníkjudýmm í innyflum hans þar sem oft er mikið af smkjudýmm f þessum fuglum. Hins vegar fannst ekki óvenjulega mikið af sníkjudýrum í þessum fugli. Einungis einn af fuglunum átta var skoðaður en Arnór segir líklegt að eins hafi verið ástatt fyrir hinum sjö og þeir hafi allir fallið úr hungri. Mikið álag á húð- og kynsjúkdómadeild Allt að 15 manns vísað frá á dag GÖNGUDEILD húð- og kynsjúk- dómadeildar Landspítalans verður á degi hverjum að vísa frá fjölda fólks sem til deildarinnar leitar. Ástæðan er mikið álag á starfs- menn, sem era of fáir til þess að sinna öllum sem þangað koma. Á kynsjúkdómaeiningu deildarinnar vinna tveir læknar og segir Jón Hjaltalín Ólafsson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítal- ans, að þeir hafi fram að þessu unn- ið í hálfgerðri akkorðsvinnu, en þeir séu orðnir langþreyttir og treysti sér ekki til að vinna áfram við þessar aðstæður. Jón tekur fram að hér sé ekki um að ræða að- gerðir í kjarabaráttu lækna. Hingað til hefúr fólk mætt á göngudeildina og beðið eftir að röð- in komi að því en biðin reynist oft löng og fólk hefur þurft frá að hverfa. Nú er að sögn Jóns verið að brevta vfir í tímapöntunarkerfi. Að undanfórnu hefur þurft að vísa frá allt að fimmtán manns á dag. Sumir þeirra freista þess að koma seinna, stundum nægir að hjúkranarfræð- ingar taki prufur, og í öðram tilfell- um fer fólk til kvensjúkdóma- eða heimilislækna. Ekki meira um kynsjúkdóma en áður Til göngudeildarinnar leituðu á árinu 1996 u.þ.b. 3.800 einstakling- ar vegna kynsjúkdóma og voru skráðar komur á deildina um 6.000. Jón segir fjöldann mjög svipaðan fyrir síðasta ár. Um 2.000 koma aðeins einu sinni en um 90% þeirra sem koma á deildina em á aldrinum 16-25 ára. Jón segir ekki meira um kynsjúk- dóma nú en áður. Undanfarin tutt- ugu ár hafi þeim þó stöðugt fjölgað sem leitað hafi til deildarinnar, eða þangað til í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.