Morgunblaðið - 15.01.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Suðurskautsfararnir komnir heim, þreyttir en ánægðir
LEIÐANGURSMENN beijast gegn hörðum vindi í desember, skömmu fyrir lok ferðarinnar. INGÞÓR Bjarnason með frosið skegg og sárar
Þennan dag komust þeir ekki nema um sjö kílómetra. varir í fímbulkuldanum.
Guð og
gæfan var
með okkur
*
Suðurskautsfararnir þrír komu til Islands í
gær. Þeir voru þreyttir og báru merki þess
erfíðis sem þeir hafa lagt á sig síðustu
vikurnar, en ánægðir með afrekið og
___móttökurnar á Islandi. Helgi_
Þorsteinsson fylgdist með heimkomunni.
ISLENSKU suðurskautsfaram-
ir, Ólafur Öm Haraldsson, Har-
aldur Öm Ólafsson og Ingþór
Bjamason, vom þreytulegir,
síðhærðir, skeggjaðir, magrir og
með ummerki kalsára í andliti þegar
stigu inn í flugstöðvarbygginguna á
Keflavíkurflugvelli klukkan rétt
rúmlega sex í gærmorgun eftir flug
frá Orlando í Bandaríkjunum.
Ferðin frá Suðurskautslandinu
hafði tekið tæpa fjörutíu flugtíma
með stuttri hvíld á milli. Þeir virtust
þó hafa nægan vilja og orku til sinna
allri þeirra athygli sem að þeim
beindist allan gærdaginn, enda
ánægðir með að fórin hefði gengið
slysalaust. „Guð og gæfan var með
okkur,“ sagði Ólafur Órn eftir heim-
komuna.
Eftir að þremenningamir stigu úr
flugvélinni fengu fjölskyldur þeirra
nokkur augnablik í einrúmi til að
heilsa þeim eftir langan aðskilnað, en
síðan tók við hersing fjölmiðla-
manna, samherja Ólafs úr Fram-
sóknarflokknum, félagsmanna í
Alpaklúbbnum og ýmissa sem að-
stoðað höfðu þá við undirbúninginn
og meðan á ferðalaginu stóð.
Heiðursgöng úr skfðum
Félagar í Alpaklúbbnum mynd-
uðu heiðursgöng úr skíðum sem
suðurskautsfararnfr gengu gegnum
að hópnum sem beið þeirra. Halldór
Ásgrimsson utanríkisráðherra flutti
stutta ræðu þar sem hann lofaði af-
rek ferðalanganna og sagði íslensku
þjóðina vera stolta af þeim. Einnig
fagnaði þeim Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra og framsóknar-
þingmennirnir Hjálmar Árnason og
Valgerður Sverrisdóttir.
Frá Keflavíkurflugvelli var haldið
í verslunina Útilíf í Glæsibæ þar sem
samankomnir voru helstu aðstoðar-
menn suðurskautsfaranna og spurðu
þá spjörunum úr um hvemig hefði
gengið. Þeir vildu meðal annars vita
hvemig fatnaðurinn, tækin og mat-
urinn hefði reynst.
Mishlýtt á höndum
eftir stöðu sólar
Þeir Ólafur, Haraldur og Ingþór
lofuðu búnaðinn, en gátu þó bent á
ýmislegt sem bæta mætti, enda
hafði hver einstakur hlutur gengist
undir harða prófraun. Þeir nefndu
sérstaklega að þeim hefði orðið kalt
á höndunum. „Við vorum með
svarta hanska sem hlýnuðu vel þeg-
ar sólin skein á þá,“ sagði Ólafur.
„Fyrri hluta dagsins var okkur því
hlýtt á þeirri hendinni sem þá sneri
mest á móti sólu en hin var kaldari.
Eftir því sem leið á daginn og sólin
færðist á himninum snerist þetta
við.“
Sveið undan koníakinu
Þremenningamir fengu kalsár á
andlit, hendur og læri, Haraldur þó
minnst. Hann slapp einnig alveg við
sár á vömm sem kvöldu félaga hans
nyög á tímabili. „Þegar við fengum
okkur koníakssopa í tilefni af því að
hafa náð einhverri breiddargráðunni
sveið ansi mikið í varimar," segir
Ingþór.
Lítið var haft fyrir rakstri á ferða-
laginu, enda var skeggið ágæt vörn
gegn veðrinu. Klakadrönglar vildu
þó safnast í það og þá varð að slá af
áður en sest var að snæðingi. Eitt
sinn fór svo að húfa fraus föst við
skeggið á einum þeirra, og ekki var
önnur leið til að losa hana heldur en
að klippa það.
Suðurskautsfaramir íslensku lentu
ekki í neinum veralegum erfíðleikum
í ferðinni og hlýtur það að teljast vel
sloppið. Af þremur leiðöngram sem
lögðu af stað á pólinn um svipað leyti
varð einn að gefast upp.
INGÞÓR og Ólafur Öm skála fyrir jólunum á aðfangadag, í koníaki sem þeir drukku úr filmuhylkjum.
í baksýn em sokkar hengdir til þerris í tjaldinu og í poka glyttir í dagbók eins af ferðalöngunum.
ÍSLENSKI fáninn blaktir við Ijald leiðangursmanna á
Suðurskautslandinu í síðari hluta ferðarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
EIGINKONUR suðurskautsfaranna heilsa þeim innilega á
Keflavíkurflugvelli í gærmorgun eftir langar fjarvistir.
Bensínblandaður matur
orkuríkur
Þau áföll sem Islendingamir lentu í
vora að mestu minniháttar. Til dæmis
lenti bensín í hluta matarbirgða
þeirra. Þeir Ólafur og Ingþór segja
þó að Haraldur hafi látið sig hafa það
að borða mat þótt eitthvert bensín-
bragð hafi verið af honum. Haraldur
samsinnir og segir að það hafi enda
verið mjög orkuríkur kostur. Ekki
veitti af, þvi matarlystin óx stöðugt
eftir því sem leið á ferðina. Dag-
skammturinn var 5.500-6.000 kalorí-
ur, sem er tvöfalt það sem fullorðnir
þurfa á að halda við venjulegar kring-
umstæður. Þegar sá fyrir endann á
ferðalaginu voru þeir þó famir að
bæta við skammtinn til að seðja
hungrið. Haraldur sagðist í gær
reyndar ennþá hafa borðað svo mikið
í einni máltíð eftir að ferðinni lauk að
hann gæti ekki hugsað sér meira.
Þeir Ólafur og Ingþór segjast báð-
ir hafa lést um nálægt sjö kfló í ferð-
inni. Haraldur þyngdist hins vegar
um fimm, en segist varla telja að það
hafi verið fita sem bættist við.
Þijár vikur til aðlögunar að
hversdagslífinu
I hádeginu í gær var haldin mót-
taka í Ráðherrabústaðnum fyrir þá
Ólaf, Harald og Ingþór. Friðrik
Sophusson fjármálaróðherra var
gestgjafi í fjarvera Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra. Fleira var á
dagskrá dagsins og margir vildu
ræða við þremenningana, en þeir
vora greinilega þreyttir enda höfðu
þeir ekki sofið nema í flugvélum síð-
ustu þrjá sólarhringa. Næstu vikur
ætla þeir að reyna að jafna sig og að-
laga sig venjulegu lífi. Ólafur Örn
segir að miðað við reynsluna frá því
fyrir nokkrum áram, þegar þeir
gengu yfir Grænlandsjökul, mætti
gera ráð fyrir þremur vikum til að
venjast hraða hversdagslífsins.