Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gallar á fjölbýlishúsi við Frostafold
Byggingameistarar greiði bætur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt tvo byggingameistara
til þess að greiða 714 þúsund
krónur í bætur vegna bygging-
argalla á fjölbýlishúsi við Frosta-
fold.
Flutt var inn í húsið í lok ársins
1987 og málshöfðunin byggðist á
því að fljótlega hefðu komið í ljós
gallar í málningu og steypu, sem
lýstu sér í þvi að múr sprakk utan
af húsinu og skína tók í ryðgað
„Heimsend
1.490 á mann eða
í salnum okkar
frá 1.990“
Heimsend veisla með nýjum og súrum þorramat, hangikjöti,
saltkjöti, ekta nautakjötspottrétti, hrásalati og tilheyrandi
meðlæti, kostar aðeins 1.690- á mann (8 manns og fleiri).
VEISLUSMIÐJAN
Veislur og veitingar, Álfheimum 74, Glæsibæ, Rvík. sími 588-7400
jám. Auk þess hafi frágangi á
svalahandriðum, þakrennum og
fleiru verið ábótavant.
Samningaviðræður
árangurslausar
Samningaviðræður milli húsfé-
lagsins og byggingameistaranna
báru ekki árangur og kom málið
fyrir dóm þar sem húsfélagið gerði
2,6 milljóna kröfur byggðar á áliti
matsmanna.
Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi byggingameistarana til
að greiða húsfélaginu 714 þúsund
krónur. Stærsti liðurinn í því var
sá að sannað þótti að steypuhula á
steypustyrktarstáli væri á ákveðn-
um stöðum of lítil og sums staðar
nánast engin. Einnig hafði fundist
járnarusl og naglar í steypunni og
var það talið bera vott um kæru-
leysi iðnaðarmanna. Þá voru bygg-
ingameistaramirr dæmdir til að
kosta viðgerð á þakniðurföllum.
Þeir vom hins vegar sýknaðir af
ýmsum öðmm kröfuliðum, þar á
meðal um að þeir kostuðu háþrýsti-
þvott hússins fyrir málningu en
það taldi dómurinn falla undir við-
hald.
SJONARHOLL
Frumkvöðull að lækkun
gleraugnaverðs á íslandi
OLEKAUQNAVERSLUN J
Reykjavíkurvegur 22
220 Hafnarfjörður
S. 56S-S970
www. itn.is/sjonarholl
m
A
RODENSTOCK
-kjarnimálsins!
Samtök eldri sjálfstæðismanna
Beita sér fyrir
hagsmunamál-
um aldraðra
Guðmundur H. Garðarsson
AMTÖK eldri sjálf-
stæðismanna vora
stofnuð hinn 6. nóvem-
ber sl. og era stofnfélagar
rúmlega 500 talsins. Guð-
mundur H. Garðarsson er
formaður samtakanna.
„Stofnfundurinn var
mjög vel sóttur og á hann
mætti m.a. formaður flokks-
ins, Davíð Oddsson. Hann
lýsti ánægju með stofnun
samtakanna og sagðist
vænta góðs af þeim. Davíð
lagði áherslu á að þetta yrði
öflugur hópur innan flokks-
ins sem ynni að framgangi
hagsmunamála eldra fólks
sem og í öðram flokksmál-
um.“
- Hvers vegna voru sam-
tökin stofnuð?
„Eldra fólki hefur fjölgað
mikið undanfarin ár og því mun
fjölga enn frekar á næstu áram
miðað við aðra aldurshópa. Þó ég
telji ekki rétt að hólfa fólk niður
eftir aldri liggur það í augum
uppi að hagsmunir hinna ein-
stöku aldurshópa geta verið ólík-
ir svo og sjónarmið milli kyn-
slóða. Eftir því sem firring eykst
í þjóðfélaginu er erfiðara að ná
saman heildaramræðu um ýmsa
málaflokka og sú staða getur
komið upp að það halli á einstaka
þjóðfélagshópa með óæskilegum
hætti.
Það er skoðun margra og m.a.
okkar sem stóðum að stofnun
þessara samtaka innan Sjálf-
stæðisflokksins að hallað hafi á
eldra fólk í ákveðnum málaflokk-
um, auk þess hefur skort skipu-
lagðari umræðu á vettvangi
stjórnmála um það sem máli
skiptir fyrir aldraða.
Það er ákveðið framkvæði í ís-
lenskum stjómmálum að Sjálf-
stæðisflokkurinn skuli setja á
laggirnar samtök þar sem eldri
borgarar geta innan flokksins
fjallað um þjóðmálin og þá þætti
sem sérstaklega snerta stöðu
þeirra.“
Guðmundur segir að eðli máls-
ins samkvæmt hafi flokkurinn afl
til að beita sér fyrir framgangi
þeirra mála sem fyrir era tekin í
samtökunum.
- Hvaða málefni aldraðra teljið
þið brýnt að skoða?
„Það er brýnt að skoða skatt-
lagningu eldra fólks, en við telj-
um að ákveðin skattlagning eins
og holræsaskatturinn hafi komið
hart niður á rosknu
fólki í borginni. Þá telj-
um við að eftirlaun eigi
að hljóta svipaða með-
ferð við skattlagningu
og fjármagnstekjur,
þ.e.a.s. að hluta en eins og kunn-
ugt er nemur tekjuskattsprósent-
an tæpum 40% en fjár-
magnstekjuskattur 10%. Þegar
grannt er skoðað eru eftirlaunin
að stóram hluta fjármagnstekjur,
þ.e.a.s sá hluti sem eru vextir,
vaxtavextir og verðtrygging. Það
hefði geysilega þýðingu fyrir eft-
irlaunafólk að greiða 10% af
þessum hluta eftirlauna umfram
skattleysismörk í stað tæpra
40%.
Auk þess era heilbrigðis- og
tryggingamál ofarlega á baugi.
Það er búið að skerða greiðslur
frá Tryggingastofnun með afar
óviðeigandi hætti. Allt roskið fólk
hefur alla sína ævi greitt skatta
til að fá þessar grundvallar
tryggingabætur sem alltaf er
verið að skerða.
Auk þessa þarf að huga að um-
►Guðmundur H. Garðarsson
er fæddur í Hafnarfirði árið
1928. Hann er viðskiptafræð-
ingur að mennt og starfaði hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna frá 1960-1996, m.a. við
skipulags- og kynningarmál.
Hann er fyrrverandi þingmað-
ur Sjálfstæðisfiokksins og var
um tíma formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavikur og
er í stjórn Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna.
Eiginkona Guðmundar er
Ragnheiður Ásgeirsdóttir og
eiga þau tvo syni.
önnun aldraðra og svo mætti
áfram telja.“
Guðmundur bendir á að það
skipti miklu þegar verið er að
berjast fyrir hagsmunum og
sjónarmiðum að sú vinna sé unn-
in skipulega og af þekkingu.
Hann segir að eldra fólk hafi víð-
tæka þekkingu á ýmsum mála-
flokkum sem þarf enn betur að
útfæra eins og lífeyris-, trygg-
inga- og heilbrigðismálum.
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur
sýnt málaflokkum aldraðra mik-
inn áhuga og mörg dæmi era um
hversu vel flokkurinn stóð sig
þegar hann var í meirihlutaað-
stöðu í Reykjavík. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur einnig stutt við
málefni aldraðra með ýmsum
öðram hætti, m.a. komið nálægt
mótun almenna lífeyrissjóðakerf-
isins en grandvöllurinn að því var
lagður meðan Bjami heitinn
Benediktsson var forsætisráð-
herra í samvinnu við
aðila vinnumarkaðar-
ins. Þá hefur núverandi
forsætisráðherra, Da-
víð Oddsson, mildð
komið við sögu við ný-
skipan þessara mála eins og ný-
sett lög um lífeyrissjóði bera vott
um.“
- Hvernig verður starfsemi
samtakanna háttað?
„Að undanfórnu höfum við ver-
ið að undirbúa okkar störf í sam-
ræmi við tilgang samtakanna og
taka út þau áhersluatriði sem við
teljum að skipti mestu máli núna
og þegar til lengri tíma er litið.
Éftir að stjóm samtakanna
hefur gert sér grein fyrir þýðing-
armestu áherslunum mun hún
kynna sjónarmiðin innan flokks-
ins. Efnt verður síðan til funda
um málaflokkana í samráði við
önnur félagasamtök innan flokks-
ins. „Við munum beita okkar
áhrifum eins og við getum innan
flokksins og láta síðan okkar
sjónarmið koma fram opinber-
lega eftir því sem það á við.“
Skoða skatt
lagningu
eldra fólks