Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 13 FRETTIR Hringvegur í N-Múlasýslu Ahrif lagningar metin í annað sinn SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið aðra athugun á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar í Norður- Múlasýslu. Skipulagsstjóri ríkisins fór í október síðastliðnum fram á frekara mat á umhverfisáhrifum framkvæmdaiTnnar og staðfesti um- hverfisráðherra úrskurð hans 6. jan- úar síðastliðinn. Vegagerðin er framkvæmdarað- ili verksins og vann hún skýrslu um frekara mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar sem Skipulagsstofnun hefur nú til at- hugunar. Leitað verður umsagna frá Náttúruvernd ríkisins, Nátt- úrufræðistofnun Islands, Þjóð- minjasafni Islands, veiðimála- stjóra, Byggðastofnun og hrepps- nefndum Vopnafjarðar og Jök- uldals. Framkvæmdin verður að auki kynnt Landsvirkjun og Ferðamálaráði íslands. Mats- skýrsla Vegagerðarinnar mun liggja frammi í Skjöldólfsstaða- skóla, á skrifstofu Vopnafjarðar- hrepps, í safnahúsi Austurlands á Egilsstöðum, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík til 13. febrúar næstkomandi og skulu athugasemdir berast Skipu- lagsstofnun fyrir þann tíma. Bæta samgöngur milli Norður- og Austurlands Umræddur vegur, sem nefndur er Háreksstaðaleið, liggur úr Langadal að Armótaseli og eru framkvæmdimar liður í því að bæta samgöngur milli Norður- og Austurlands auk þess sem þær miða að því að tengja Vopnafjarð- arsvæðið við Mið-Austurland. I úrskurði skipulagsstjóra var óskað eftir frekari samanburði á legu Háreksstaðaleiðar, vegar um Sauðár- og Gestreiðarstaðaskarð í Möðrudalsfjöllum og uppbyggingu núverandi vegar. Farið var fram á að gerð yrði grein fyrir fram- kvæmdakostum viðkomandi leiða með tilliti til legu, lengdar, lang- halla, beygjukrappa, vegsýnar, efnisþarfar, kostnaðar, veðurfars, áhrifa á umferðaröryggi, landnotk- unar, menningarminja, gróðurs, dýralífs, jarðmyndana og lands- lags. I matsskýrslu Vegagerðarinnar kemur m.a. fram að Háreks- staðaleið liggi lægst leiðanna og um mesta jafnlendið. Hún sé hönn- uð fyrir 90 km/klst en hönnunar- hraði um skörðin og núverandi leið sé 60-90 km/klst. Samkvæmt könnun Veðurstofu Islands er snjósöfnun á Háreks- staðaleið meiri en á núverandi leið en skaflasöfnun þar að öllum lík- indum minni. Áætlað er að 63% Háreks- staðaleiðar og 33% núverandi leið- ar liggi um gróið land leiðin um skörðin liggi að mestu um ógróið land. Með Háreksstaðaleið verður ferðaþjónusta í Möðrudal og Sæ- nautaseli fjær hringveginum auk þess sem vegatengingar inn á fjallvegakerfi landsins versna. Þá verður erfiðara að þjónusta raf- línu Landsvirkjunar sem liggur norðan núverandi vegar. Vegur um skörðin myndi einnig liggja fjær Möðrudal og Sænautaseli en núverandi vegur en myndi bæta aðgengi að byggðalínu Lands- virkjunar um Möðrudalsfjall- garða. I úrskurði skipulagsstjóra var einnig farið fram á að gerð yrði grein fyrir þeim kosti að vegteng- ing yrði um Fjöllin, Vopnafjörð og Hlíðarfjöll með jarðgöngum undir Hellisheiði. Slíkt kemur hins veg- ar ekki til greina að mati Vega- gerðarinnar vegna kostnaðar. Fólk Doktorspróf í eldi sjávardýra •ALBERT Kjartansson Imsland varði doktorsritgerð um eldi sjávar- dýra við fiski- og sjávarlíffræðideild Háskólans í Björgvin í Noregi 21. nóvember sl. Tilgangur rit- gerðar Alberts var að rannsaka vaxtarferli sand- hverfu (Scopht- halmus maximus) og leggja mat á mikilvægi ólíkra umhverfis- og erfðafræðilegra þátta á vöxt sand- hverfu. Tilraunir sýndu að með því að ala fiskinn á lengri ljóslotu en sem nemur hinni náttúrulegu sé hægt að auka vöxt sandhverfuseiða og sandhverfuhrygna á öðrum vetri. Að auki lækkaði hlutfall kynþroska hænga í þeim hópum sem aldir voru við stöðugt ljós samanborið við hópa sem aldir voru við náttúrulega ljóslotu. Niðurstöður úr einstak- lingsbundnu hermilíkani (IBM = individual based model) bentu til að tvær meginástæður lægju að baki vaxtarbreytileika í eldistilraunum með sandhverfu: (a) erfðatengdur vaxtarþáttur hvers einstaklings og (b) samspil erfðatengds vaxtarþáttar og félagslegra þátta sem tengjast stærðarháðri stigskipun. Tveir mögulegir erfðatengdir vaxtarþættir voru kannaðir: erfðabreytileiki í blóðrauða og kynjabundinn vöxtur og kynþroski. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að til að hámarka framleiðslu í sandhverfueldi þarf að ala fiskinn við stöðugt ljós, ala fisk af mismunandi stærð við mismunandi hitaferli, velja úr hraðvaxta blóðrauðaarfgerðir og leggja áherslu á eldi hreinna hrygnu- hópa. Þetta leiðir til betri og jafnari vaxtar sem mun auka framleiðni og lækka fjármagnskostnað í eldi á sandhverfu. Leiðbeinendur Aiberts voru dr. Gunnar Nævdal og dr. Sigurður Stefánsson í Háskólanum í Björgvin í Noregi. Andmælendur voru dr. Ric- hard FitzGerald frá Háskólanum í Cork á Irlandi og dr. Kjell Reitan frá Háskólanum í Þrándheimi í Noregi. Albert er fæddur 7. júlí 1965. Hann lauk stúdentsprófi á náttúru- fræði- og tungumálabraut frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti haustið 1985. Hann lauk cand. mag.-prófi í líffræði frá Háskólanum í Björgvin 1991 og cand. scient.-prófi í eldi sjáv- ardýra (aquaculture) 1993. Álbert hlaut fjölmarga styrki til doktorsnámsins og til framkvæmdar rannsókna tengdu því, m.a. frá Há- skólanum í Björgvin, norska rann- sóknaráðinu (NFR), norræna rann- sóknasjóðnum (NorFA) og sjávarút- vegsráðuneytinu. Albert er sonur Thorvalds Kjart- ans Imsland kjötiðnaðarmanns og Dagbjartar Svönu Engilbertsdóttur smurbrauðsdömu. Unnusta Alberts er Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir fiskifræðingur. Albert hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til áframhaldandi rannsókna á vaxtar- og erfðafræði lúðu og sandhverfu. Útboð óhjákvæmilegt „MÉR sýnist óhjákvæmilegt sam- kvæmt reglum Evrópusambandsins að bjóða út styrki vegna flugs á þessa staði en mér hafði ekki dottið í hug að ESB gerði kröfur um útboð á evrópska efnahagssvæðinu þegar um jafnlágar upphæðir væri að ræða og tvær til þrjár milljónir,“ sagði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra aðspurður um hugsanleg útboð flugs frá Akureyri til Gríms- eyjar og Raufarhafnar svo og milli Reykjavíkur og Gjögurs. Samgönguráðherra sagðist strax ætla að láta athuga útboð en ekki bíða næsta árs og taldi sjálfsagt að verða við þessum kröfum. Yrði því kannað með útboð á flugleiðunum út frá Akureyri og milli Reykjavík- ur og Gjögurs sem notið hefðu styrkja. Þá sagðist hann einnig telja að samkvæmt reglum ESB væri rétt að kanna útboð vegna styrkja heilbrigðisráðuneytisins til sjúkra- flugs sem veittir hafa verið íslands- flugi og Flugfélagi íslands vegna flugs frá m.a. ísafirði, Egilsstöðum og Grímsey. Tillaga um færslu göngustígs inn í kirkjugarð Stígur í Fossvogs- garði gafst ekki vel FÆRSLA almenns göngustígs inn í Fossvogskirkjugarð fyrir þremur ár- um gafst ekki vel og var stígurinn færður úr garðinum aftur, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis. Guðrún Jónsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans, hefur lagt fram til- lögu þess efnis að kannaðir verði möguleikar á því að göngustígur sem liggur meðfram Suðurgötu, frá Kirkjugarðsstíg að Hringbraut, verði færður inn í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þórsteinn segist ekki hafa séð til- Axworthy til íslands LLOYD Axworthy, utanríkis- ráðherra Kanada, er væntan- legur hingað til lands í næstu viku og mun ráðherrann ræða við íslenzk stjómvöld. Axworthy kemur með einkaþotu frá Svíþjóð síðdegis 20. janúar og fer af landi brott um hádegisbil daginn eftir. Hann mun samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hitt ut- anríkisráðherra, utanríkis- málanefnd Alþingis og hugs- anlega fleiri forystumenn. lögur Guðrúnar en ýmislegt þurfi að gera áður en slíkt geti komið til framkvæmda. Byrja þurfi á þvi að stokka upp lýsinguna í garðinum og stórauka hana. Svæði með nýjum leiðum viðkvæmara Þórsteinn segir að árið 1995 hafi verið veitt bráðabirgðaleyfi til þess að stígar í vestanverðum Fossvogs- kirkjugarði yrðu notaðir sem al- mennir göngustígar. Gatnamála- stjóri hafi óskað eftir því og látið koma þar upp lýsingu eftir að leyfið fékkst. í fyrstu hafi lítil umferð verið um stígana en árið 1996 hafi hún stóraukist. Þá hafi fljótt orðið vart við óánægju aðstandenda enda hafi gönguleiðin verið nálægt svæði með nýjum leiðum. Þórsteinn hafði samband við gatnamálastjóra eftir að hann varð óánægjunnar var og í framhaldi af því var nýr stígur malbikaður neðan við garðinn. Göngustígurinn er því ekki lengur í garðinum heldur við voginn. Þórsteinn telur að slík vandamál muni síður koma upp í kirkjugarðin- um við Suðurgötu þar sem leiðin þar séu eldri. Viðhorf aðstandenda verði þó að öllum líkindum könnuð áður en nokkur ákvörðun verði tekin í mál- inu. Það séu þeir sem muni ráða ferðinni í þessu máli. Júlfus Vífíll Ingvarsson um orkugjafa í bflum Framtíðin trúlega í vetni og fjölorkuvélum „HJÁ okkur em ákjósanlegar að- stæður til rannsókna á notkun raf- magnsbíla og ég vona að Island geti orðið eins konar tilraunaland á þessu sviði. Landið er lítið, auðvelt að hafa stjórn á rannsóknum á rekstri bíla og hér er framleitt vetni. Allt þetta gefur okkur for- skot til að bjóða hagstæð skilyrði í þessu skyni,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. Júlíus á sæti í svokallaðri vetnisnefnd sem iðn- aðarráðherra skipaði á síðasta ári og fjallar hún um nýjungar varð- andi aðra orkugjafa en olíu og bensín. „Menn hafa oft talið að stutt væri í að rafmótor færi að leysa bensínvélina af hólmi en það verð- ur varla alveg á næstunni. Fram- tíðin liggur trúlega í vetnisbílum eða fjölorkubílum, rafbílum með búnaði til að framleiða rafmagn,“ segir Júlíus. „Vetnisbílar eru mengunarlausir nema hvað mið- stöðin verður að vera sjálfstæð og knúin bensíni eða olíu.“ Júlíus segir mikilvægt og ánægjulegt skref hafa verið stigið þegar yfirvöld ákváðu að fella nið- ur vörugjöld af rafbílum, það gæti verið upphafið að því að stíga fleiri skref til að ýta undir notkun ann- arra orkugjafa. Fyrir nokkru var vetnisnefndinni boðið að kaupa Subaru-bíla frá Finnlandi og er Júl- íus spurður hverju nefndin hafi svarað því tilboði: „Bílarnir voru framleiddir hjá Subaru í Japan og fluttir til Finnlands þar sem vél- amar voru teknar úr og rafmótorar settir í þeirra stað. Slíkt verð- ur aldrei hagkvæmt því framleiðslukostnaður- inn með þessu móti verður of hár. Verk- smiðjurnar vilja heldur ekki afgreiða bílana vélarlausa, það truflar framleiðslu- ferilinn, svo að ég á ekki von á að við getum nýtt þetta tilboð. Við er- um hins vegar með fleiri tilboð frá öðrum rafbílaframleiðendum til skoðunar." Safnar upplýsingum og kemur á samböndum Hlutverk vetnisnefndarinnar er að vera iðnaðarráðherra til ráðu- neytis um næstu skref í notkun annarra orkugjafa en bensíns í um- ferðinni hérlendis og segir Júlíus nefndinni þannig ætlað að afla upp- lýsinga og koma á samböndum, hún myndi sjálf ekki standa fyrir neinum kaupum eða framleiðslu. „Ein hugmynd okkar er sú að ríkisfyrirtæki ríði á vaðið og leggi sitt til umhverfismálanna með því að nota bíla sem ekki eru knúnir venjulegum orkugjöf- um. Þannig gætu þau ýtt undir þessa þróun og þama þyrftu Ríkis- kaup líka að koma til skjalanna og meta hag- kvæmni innkaupa og rekstrar á rafbílum." Júlíus leggur áherslu á að breytingar í þess- um efnum muni taka langan tíma og vandinn sé enn sá við hefðbundna rafbíla hversu fyrirferðarmiklir raf- geymar séu og geta bílanna tak- mörkuð. „En ýmsir bílaframleið- endur eru að hefja fjöldaframleiðslu á bílum sem ekki eru knúnir venju- legum vélum. Til að mynda er Niss- an um þessar mundir að kynna bíl sem knúinn er rafmótor og lítilli dísilvél sem hleður rafmótorinn þegar á þarf að halda. Toyota og Honda eru líka að koma með slíka blendingsbíla og General Motors hefur hafið framleiðslu rafbíla," segir Júlíus að lokum. JÚLÍUS Vífill Ingvarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.