Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STARFSHÓPUR á vegum Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar hf. leggur til að Iðnþróunarfélagið, atvinnumála- skrifstofa Akureyrarbæjar og Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar sameinist í nýju öflugu atvinnuþró- unarfélagi á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Byggðastofnunar í félaginu, svo og fleiri aðila sem á einn eða annan hátt koma að atvinnuþróun á svæð- inu. Þá er lagt til að stofnaður verði sjóður til áhættufjárfestinga og að hann verði vettvangur þeirra sem vilja leggja atvinnuþróun í Eyjafirði lið með hlutafjárframlögum. Bjami Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar, er einn þriggja manna í starfs- hópnum og hann sagði að fleiri en Iðnþróunarfélagið væru að vinna að atvinnuþróun á svæðinu. Nefndi hann Byggðastofnun, atvinnumála- nefndir, Ferðamálamiðstöðina og Héraðsnefnd Eyjafjarðar í því sam- bandi. Starfíð markvissara „Þarna er gerð tillaga um nýtt skipulag á atvinnuþróunarstarfi í Eyjafírði og að allt samstarf sveit- arfélaga í Eyjafírði í atvinnumálum og sameiginleg stefnumótun fyrir Hita- og vatnsveita Akureyrar Reikningar sendir út á tveggja mán- aða fresti SAMÞYKKT hefur verið í stjórn Hita- og vatnsveitu Akureyrar að senda út reikninga á tveggja mán- aða fresti, en fram til þessa hefur verið innheimt fyrir vatnið einu sinni í mánuði. Flestar hita- og rafveitur, m.a. Rafveita Akureyrar, senda út reikn- inga fyrir vatns- og orkunotkun á tveggja mánaða fresti eða sjaldnar og er nú komið að því að Hita- og vatnsveita Akureyrar geri það einnig. Ekki eins erfítt Ákvörðunin var tekin með hlið- sjón af því að verð á heitu vatni hjá veitunni hefur lækkað umtalsvert á undanfórnum árum og álykta for- svarsmenn hennar því að ekki verði eins erfitt fyrir viðskiptavini að fá reikning fyrir tvo mánuði í senn eins og var þegar vatnsverð var sem hæst á Akureyri. Útsendingu reikninga verður hagað þannig að reikningur frá Rafveitu Akureyrar berst ekki í sama mánuði og hitaveitureikning- urinn og er með því móti verið að jafna greiðslu viðskiptavina. Fyrir- komulagið verður með þeim hætti að viðskiptavinir fá reikning fyrir tveggja mánaða hitavatnsnotkun ein mánaðamót og um þau næsta kemur reikningur fyrir tveggja mánaða raforkunotkun og svo koll af kolli. ---------------- Söngtónleikar SÖNGTÓNLEIKAR verða í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju næst- komandi laugardag, 17. janúar, kl. 15. Fram koma Margrét Sigurðar- dóttir sópran og Magnús Friðriks- son tenór, píanóleikari er Richard Simm. Á efnisskrá eru þekkt ein- söngs- og tvísöngslög, innlend og erlend. Margrét og Magnús eru virkir þátttakendur í sönglífí á Akureyri og hafa lokið prófí frá Tónlistarskól- anum á Akureyri. Richard Simm er þekktur undirleikari, bæði með kór- um og einsöngvurum. ÆFINGAR eru hafnar á söng- leiknum Söngvaseiði, The Sound of Music, hjá Leikfélagi Akureyr- ar en frumsýning verður 6. mars næstkomandi í Samkomuhúsinu á Akureyri. Með þessari sýningu verður húsið opnað gestum á ný eftir gagngerar endurbætur, einkum á áhorfendasal en í hann verða sett ný sæti. Tónlistin í Söngvaseiði er eftir Richard Rodgers, söngtextarnir eftir Oscar Hammerstein annan og þeir Howed Lindsay og Russel Crouse sömdu leikhandritið. Flosi Ólafsson þýddi verkið á ís- lensku. Vinsæll söngleikur Söngvaseiður var frumsýndur í New York árið 1959 og hefur allar götur síðan verið meðal vinsælustu söngleikja enda er sagan sem sögð er spennandi og rómantísk og tónlistin hugljúf og hrífandi. Verkið gerist í Austur- ríki skömmu áður en heimsstyrj- öldin síðari skall á. Sagan er byggð á ævi Maríu Rainer, ungr- ar konu sem hugðist gerast nunna, en réðst í þess stað barn- fóstra til Georgs von Trapp kapteins, ekkjumanns og sjö barna föður. Börnin eru óstýri- lát, kæra sig lítið um nýjar og nýjar bamfóstrur og fínna upp á ýmsu til að gera Maríu lífið leitt. Með glaðlyndi sínu og tónlistar- gáfum tekst henni þó að vinna hug þeirra og hjarta. Áður en Ieiknum lýkur bráðna fleiri hjörtu. Allt gerist þetta í skugga ógna þeirra sem stafa af vaxandi gengi nasismans. Þóra Einarsdóttir óperusöng- kona fer með aðalhlutverkið, barnfóstruna Maríu, og er þetta í fyrsta sinn sem hún starfar með LA. Hið sama gegnir um Hinrik Ólafsson sem leikur Georg von Trapp. Hrönn Hafliðadóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir hafa heldur ekki komið við sögu fé- lagsins áður, en Hrönn leikur abbadisina og Jóna Fanney leik- ur Lísu, elstu dótturina. Hjalti Valþórsson fer með hlutverk Rolfs, kærasta Lísu. í hlutverk- um annarra barna von Trapp verða þær Unnur Helga Möller og Inga Bára Ragnarsdóttir sem skiptast á að leika Lovísu, Ingi- sjóðnum og tekið þátt í uppbyggingu atvinnulífs með áhættufjármagni án þess að taka þátt í rekstri félagsins." Ávöxtunin til fjárfestinga Bjarni sagði ýmsar tölur hafa ver- ið nefndar varðandi atvinnuþróunar- sjóðinn en sjóður með 600-800 millj- óna króna stofnfé myndi gerbreyta þeirri stöðu sem hér hefur verið varðandi áhættufjármagn. „Menn hafa hugsað sér að ávaxta stofnfé sjóðsins og nota ávöxtunina til fjár- festinga.“ Stjóm Iðnþróunarfélagsins mun afgreiða tillögumar endanlega frá sér í lok þessarar viku og í fram- haldinu fer málið til formlegrar um- fjöllunar hjá sveitarfélögunum. „Það er svo sveitarfélaganna að taka mál- ið til afgreiðslu og ég er á þeirri skoðun að meðal sveitarstjórnar- manna sé meirihluti fyrir þessum breytingum." Með Bjama í starfshópnum vora Daníel Árnason, formaður stjórnar Iðnþróunarfélagsins og nefndar- maður í atvinnumálanefnd Akureyr- arbæjar, og Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson, bæjarstjóri á Dalvík. Ráðgjafi starfshópsins var ráðinn Sigfús Jónsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri. mar Davíðsson Ieikur Friðrik, Hildur Þóra Franklín og Helga Valborg Steinarsdóttir leika og syngja Birgittu til skiptis, Mörtu leika þær Helga Margrét Clarke og Rakel Hinriksdóttir, Kurt leika þeir Vilhjálmur B. Braga- son og Baldur Hjörleifsson og Audrey Freyja Clarke og Erika Mist Arnarsdóttir leika yngstu dótturina, Grétu, til skiptis. Rósa Kristín Baldursdóttir verður Elsa Schrader, barónessa og keppinautur Maríu um hylli von Trappe, Aðalsteinn Bergdal verður Max Detweiler, Þráinn Karlsson verður í hlutverki einkaþjónsins Frans og Guðbjörg Thoroddsen leikur frú Scmitli ráðskonu. Námskeið um skatta- mál SKATTAMÁL - nýlegar breytingar er yfírskrift nám- skeiðs sem Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga á Norður- landi efnir til á Akureyri laug- ardaginn 24. janúar næstkom- andi. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa með skatta- og fjár- mál fyrirtækja að gera og verða á því kynntar nýlegar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Auk þess verð- ur farið yfír helstu breytingar á öðrum lögum sem varða skatta og önnur atriði sem tengjast framtalsgerð vegna tekjuársins 1997. Kennari er Árni Tómasson viðskipta- fræðingur, löggiltur endur- skoðandi og stundakennari við Háskóla Islands. Skráning þarf að berast til Endurmenntunarstofnunar fyrir þriðjudaginn 20. janúar næstkomandi. Þijár söngkonur, Hildur Tryggvadóttir, Sigrún Arn- grímsdóttir og Þuríður Vil- hjálmsdóttir verða í hlutverkum nunna og bregða sér einnig í önnur gervi, en auk þeirra leika í sýningunni Jónsteinn Aðal- steinsson, Jón Júlíusson og Mar- inó Þorsteinsson. Sýning Leikfélags Akureyrar er unnin í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og munu 14 hljóðfæraleikarar úr sveitinni leika á sýningum undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar. Ingvar Björnsson hannar lýs- ingu, Messíana Tómasdóttir er höfundur leikmyndar og bún- inga og Auður Bjarnadóttir verður leikstjóri. AKUREYRI Tillögur um breytingar á atvinnuþróunarstarfí á Eyjafjarðarsvæðinu Nýtt og öflugt at- vinnuþróunarfélag Sjóður til áhættufjárfestinga að baki félaginu svæðið verði viðfangsefni Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar. Þannig verður starfið markvissara, enda erfitt fyrir lítil félög með kannski einn starfsmann að ná árangri. Stærri eining býður upp á verka- skiptingu og sérhæfingu starfs- manna og þeir hafa stuðning hver af öðrum. Þá teljum við ekki vænlegt til ár- angurs að hafa atvinnuráðgjöf fyrir einstaka atvinnugreinar í aðgreind- um félögum. Sameinað félag getur nýtt betur þá fjármuni sem varið er til stai’fsins en mörg lítil félög. Þá era ríkisstofnanir, sjóðir og samtök í atvinnulífi áhugasamari um að fela einu öflugu félagi svæðisbundin verkefni en nokkrum smáum félög- Rekstrarframlag uin 30 milljónir Akureyrarbær á tæplega 50% eignai'hlut í Iðnþróunarfélaginu, önnur sveitarfélög á svæðinu um 20%, Byggðastofnun um 20% og aðr- ir minna. Rekstrarframlag sveitarfé- laga á svæðinu til þeirra þriggja ein- inga, sem lagt er til að sameinist, er tæpar 30 milljónir króna. Bjami sagði að hingað til hafi aðil- ar, sem ekki tilheyra sveitarstjóm- um eða ríki, verið tregir að leggja fé í Iðnþróunarfélagið. „Fyrirtæki á svæðinu, lífeyrissjóðir eða verka- lýðsfélög era tilbúin að kaupa hluta- fé en era ekki tilbúin að standa að rekstri Iðnþróunarfélagsins. Með þeirri breytingu sem við leggjum til geta þessir aðilar keypt hlutafé í Morgunblaðið/Kristj án FÖNGULEGUR hópur leikara og söngvara kom saman á fyrstu æfingu á Söngvaseiði, The Sound of Music, og stillti sér upp til myndatöku í stöllunum neðan Sigurhæða. Leikfélag Akureyrar Æfingar hafnar á Söngvaseiði JÓNA Fanney Svavarsdóttir fer með hlutverk Lísu, elstu dóttur Georg von Trapp. Á myndinni er hún með föður sínum, kunnum söngvara, Svavari Jóhannssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.