Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 23
Hundruð þúsunda enn án rafmagns og hita í Quebec
Mörgum hætta búin
vegna mikils kulda
þaki jarðlestarstöðvar.
HUNDRUÐ þúsunda íbúa í
Quebec-fylki í Kanada voru enn án
rafmagns í gær, og hefur svo verið
í rúma viku. Næturfrost fór í 35
gráður með vindkælingu í suðvest-
urhluta Quebec í fyrrinótt, að því
er Canadian Press greinir frá, og
var búist við svipuðu veðri áfram,
og er óttast að kuldinn geti reynst
hættulegur mörgum sem ekki geta
hitað upp híbýli sín vegna raf-
magnsleysisins.
Að degi til er frostið um 15 gráð-
ur og að sögn veðurfræðinga er
það allt að sjö gráðum kaldara en
að meðaltali. Búast má við að frjósi
í pípulögnum í óupphituðum hús-
um. Talsmaður rafmagnsveitna
Quebec sagði að kuldinn gerði
erfitt um vik að sinna viðgerðum.
„Maður þarf bara að vera úti við í
fimm mínútur til þess að átta sig á
því að nú er ekki gott að vera uppi
í rafmagnsstaur.“
Lucien Bouchard fylkisstjóri
hvatti fólk sem ekki hafði raf-
magn til þess að leita skjóls hjá
ættingjum eða vinum eða í neyð-
arskýlum þar sem upphitun væri.
„Ég vil hvetja meðborgara mína
til þess að veita hættunni athygli.
Við erum ekki vön því að búa við
þessar aðstæður," sagði
Bouchard.
Fimmtán hafa látist
Að minnsta kosti fimmtán
manns hafa látist af völdum veð-
ursins, en alls féllu um 100 milli-
metrar af frostrigningu í Quebec,
austurhluta Ontario og Atlants-
hafsfylkjunum. Frostrigning veld-
ur því að ísing hleðst upp og af
þeim sökum hafa rafmagnsburðar-
virki brotnað og raflínur slitnað.
Um 400 þúsund þeirra heimila sem
eru enn án rafmagns eru í 99 bæj-
arfélögum í Monteregie, suður af
Montreal.
I fyrradag var aflétt opinberu
neyðarástandi í höfuðborginni
Ottawa, en það ríkti enn í dreifbýl-
inu suðaustur af borginni þar sem
tugir þúsunda voru enn án raf-
magns. Aðfaranótt þriðjudags
tókst að koma á rafmagni á 97%
Montreal-eyju, en rafkerfi borgar-
innar stendur tæpt þar eð fjórar af
fimm háspennulínum til hennar
eru enn í sundur.
„Munaði mjóu“ í Montreal
Framkvæmdastjóri rafmagns-
veitna fylkisins hvatti til þess að
skólar, verslanir og iðnfyrirtæki í
borginni verði lokuð enn um sinn
þar eð hætta sé á að skyndileg
aukning í orkunotkun myndi reyn-
ast rafkerfinu ofraun. Bouchard
viðurkenndi að kerfið væri við-
kvæmt og sagði að á tímabili hefðu
stjórnvöld óttast um Montreal
þegar fjórar háspennulínur hefðu
slitnað. Hefði fimmta h'nan slitnað
hefði allt athafnalíf í borginni lam-
ast svo dögum skipti. Sagði
Bouchard að þarna hefði „munað
mjóu“.
Margar götur í miðborginni
voru lokaðar í gær á meðan
slökkviliðsmenn hreinsuðu ís af
þökum skrifstofubygginga. Gífur-
leg hætta stafaði af klakastykkj-
um, sumum allt að 60 cm þykkum,
sem féllu af háhýsum og niður á
götu.
PEUGEOT
PEUGE0T 306 SYMBIO
FRANSKA LJ0NIÐ HLAÐIÐ STAÐALBUNAÐI Á LÉTTU VERÐI
1600 cc vél • 90 hestöfl • 5 gíra • bein innsprautun
regnskynjari á framrúðu • þokuljós að f raman vökva-og veltistýri
loftpúðar báðum megin • rafdrifnar rúður að framan • útvarp og
segulband stillt með stöng í stýri • hœðarstillanlegt ökumannssœti
bílbeltastrekkjarar ^fjarstýrðar samlœsingar með þjófavörn • litað
gler • höfuðpúðar i aftursœti niðurfellanleg aftursœti 40/60
rafdrifnir hliðarspeglar • rafgalvaníseraður • hiti í afturrúðu
samlitir stuðarar • barnalœsingar á afturhurðum
MUNDU: PEUGE0T 306 SYMBI0 - VERÐ: 1.360.000 KR.