Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 27
___________ERLENT__________
Slavneskar stúlkur
ganga kaupum og sölum
>.
RINA stóð í þeirri trú að útlitið
myndi forða sér frá að daga uppi
í úkraínska þorpinu sem hún ólst
upp í. Fyrir nokkrum mánuðum
svaraði hún auglýsingu um starf í
ísrael og hélt af stað í von um að
efnast á því að dansa nektardans.
Raunin varð önnur, passinn hennar
var brenndur að henni ásjáandi
skömmu eftir komuna til Israel og
henni sagt að hún væri nú eign
manns sem rak vændishús í Haifa.
Irína hafði, eins og hund-
ruð þúsunda úkraínskra
kvenna, látið blekkjast
og var orðin kynlífsþræll.
Því fer fjarri að saga
Irínu sé einsdæmi. Um
1.500 stúlkur hafa komið
frá Úkraínu og Rússlandi
til Israel, og það er að-
eins einn áfangastaður af
mörgum. Sala á fáfróðum
og örvæntingarfullum
stúlkum í vændi er sívax-
andi grein glæpasam-
taka, sem auðgast gífur-
lega.
Vændi er ekki nýtt af
nálinni, Asíulöndin voru
um áratugaskeið einn
helsti áfangastaður karla
í kynlífsferðum en efna-
hagshrunið í lýðveldum Sovétríkj-
anna sálugu og Austur-Evrópu eftir
hrun kommúnismans hefur opnað
ábatasamasta markað, sem austur-
evrópskir glæpahópar hafa komist í
kynni við; austur-evrópskar konur
sem eiga ekkert annað en draum um
betra líf.
Melludólgar, lögreglumenn og
starfsfólk góðgerðarstofnana eru
sammála um að úkraínskar og rúss-
neskar konur séu þær verðmætustu
á vændismarkaðnum um þessar
mundir. Hins vegar er útilokað að
gera sér grein fyrir því hversu
margar konur hafa verið hnepptar í
kynlífsþrældóm.
Flestar eru ólöglegir innflytjend-
ur í löndunum þar sem þær starfa
og sumar þeirra gerðust vændiskon-
ur af fúsum og frjálsum vilja.
Sameinuðu þjóðirnar hafa giskað
á að um fjórar milljónir manna séu
fluttar ólöglega á milli landa á
hverju ári, og að það sé fólk sem sé
lokkað eða þvingað til að vinna við
alls kyns þjónustu. Alþjóðasamtök
um fólksflutninga giska á að um
hálf milljón kvenna sé flutt til landa
í Vestur-Evrópu á ári hverju.
400.000 konur farið
frá Úkraínu
Margar kvennanna eru í sömu
sporum og Irína. Hún fylltist skelf-
ingu er henni var gert ljóst að hún
ætti að stunda vændi og neitaði.
Hún var barin illa og henni nauðgað,
og þá gafst hún upp. Írína komst úr
klóm melludólganna er lögregla
gerði árás á vændishúsið og bíður
hún þess nú að verða send aftur til
Úkraínu. „Þið megið kalla mig kjána
fyrir að láta glepjast," segir Írína,
sem er 21 árs. „Það er eini glæpur-
inn sem ég hef framið. Eg var
heimsk. Heimsk þorpsstúlka. En
geta menn í raun og veru keypt og
selt konur og komist upp með það?“
spyr hún.
Glæpasamtökin sem standa að
sölunni á konum í vændi hafa flest
aðsetur í Moskvu og Kiev, höfuð-
borg Úkraínu. Þaðan stjórna þau
flutningi kvenna allt austur til Japan
og Tælands og til fjölmargra landa (
Vestur-Evrópu. Þá eru glæpahóp-
arnir í samvinnu við vændishúsaeig-
endur og sjá konunum fyrir fölsuð-
um skilríkjum.
Framtíðin er ekki björt í Úkraínu,
konur eru tveir þriðju þeirra sem
eru án atvinnu og mánaðarlaun
þeirra sem hafa vinnu eru rétt rúm-
ar 2.000 kr. ísl. Margar konurnar
fara sjálfviljugar af stað, láta freist-
ast af atvinnutilboðum sem fela í sér
hærri laun en þær geta látið sig
dreyma um heima fyrir.
Hefur úkraínska innanríkisráðu-
SÞ telja að um 200
milljdnir manna hafi
verið hnepptar í þræl-
ddm um heim allan.
Þar á meðal eru
hundruð þúsunda
kvenna, sem er haldið
í kynlífsþrælddmi
neytið giskað á að um 400.0000 kon-
ur undir þrítugu hafi farið úr landi
sl. áratug. Og til marks um hvert
konurnar halda má nefna að tæ-
lenska sendiráðið í Moskvu segist fá
um 1.000 umsóknir um vegabréfsá-
ritun frá Rússlandi og Úkraínu á
degi hverjum og eru langflestir um-
sækjendanna konur.
ísrael er annar dæmigerður
áfangastaður. Vændi er ekki ólög-
legt þótt rekstur vændishúsa sé það.
Þau eru engu að síður fjölmörg.
Fjórar deila rúmi
„Mann langar til að segja þeim að
virðist eitthvað of gott til að vera
satt þá er sú yfirleitt raunin,“ segir
Ljúdmíla Birjúk, úkraínskur sál-
fræðingur sem hefur aðstoðað
margar stúlkurnar við heimkomuna.
„En það er erfitt að gera sér grein
fyrir því hvað ótti og fávísi getur
gert fólki.“
Konurnar hafa enga hugmynd um
hvað bíðm- þeirra. Flestum er haldið
í íbúðum, á börum og á vændishús-
um, þar sem þær sinna viðskiptavin-
um, allt að fimmtán á dag. I mörg-
um tilvikum eru stúlkurnar á vökt-
um og rúminu sem þær sofa í, deila
þær með þremur öðrum stúlkum.
Helsta von þessara ólánsömu
kvenna er að lögreglan uppræti
starfsemina og sendi þær úr landi.
Þær bera ekki vitni gegn mönn-
unum sem hafa þær í haldi, því það
kostar þær að öllum líkindum lífið. í
Istanbúl horfðu sex Rússar á þegar
tveimur löndum þeirra, vændiskon-
um, var hrint niður af svölum. Úkra-
ínsk kona, sem flýði af vændishúsi í
Serbíu í október sl. var hreinlega
hálshöggvin á götu úti þar
í landi.
Og einni viku fyrir jól
komst upp um glæpahring
í Mílanó á Ítalíu, sem hélt
uppboð á konum frá Sovét-
ríkjunum gömlu. Konurnar
voru boðnar upp í hópum,
hálfnaktar, og söluverðið
fyrir hverja var að jafnaði
um 70.000 ísl. kr. eða
minna.
200 milljónir þræla
í heiminum
Michael Platzer, sem hef-
ur yfirumsjón með aðgerð-
um á vegum Alþjóða glæpa-
vamastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, segir ýmsar
ástæður fyrir því að það er
eins ábatasamt og raun ber vitni að
hneppa konur í kynlífsþrældóm.
Platzer segir gróðann geysimikinn
og kostnaðinn að sama skapi fremur
h'tinn. „Eiturlyf selja menn einu sinni
en konur geta aflað fjár lengi. Og lög-
in eru glæpamönnunum hliðholl því
vændi er hálf-löglegt í mörgum lönd-
um, sem gerir lögreglu erfitt íyrir að
ráðast gegn starfseminni, og í flest-
um tilvikum eru viðui-lögin lítil.“
Sem dæmi um þetta er ísrael en
þar, og í fleiri löndum, er ekki bann-
að að selja fólk.
Platzer segii' útilokað að gera sér
grein fyrir því hversu margar konur
hafa verið hnepptar í kynlífsþræl-
dóm. „En vilji menn hengja sig í töl-
ur, má nefna að um tvö hundruð
milljónir manns eru fórnarlömb nú-
tímaþrælahaldara. Vændiskonur eru
lítill hluti þeirra, flestir eru börn sem
vinna í ólöglegum verksmiðjum,
verka- og þjónustufólk og ólöglegir
innflytjendur."
Platzer minnh- á að talið er að um
tólf milljónir Afríkubúa hafi verið
hnepptar í þrældóm og fluttar til
Ameríku á fjórum öldum. Nú séu
þrælarnir um 200 milljónir.
Byggt á The International Herald Tribune.
• Byrjendanámskeið
• Framhaldsnámskeið
• Söngleikjahópur
(byrjendur, jramhald)
• Barna- og unglingahópar
• Einsöngsnám
(klassískt og söngleikja)
Píanókennsla
Meðal kennara:
Rapnhelður Hall • Iris Erlingsdóttir
Anna Sigurðardóttir • Helga Finnbogadóttir
Sigrún Grendal • Ragnheiður Lárusdóttir
Upplýsingar og innritun i sirna: 561 2455
alla virka daga frá kl. 10 -17.
SÖniCSMIÐJAIU IÉ
Reuters
RUSSNESKAR vændiskonur í haldi lögreglu í Moskvu.
Þær lifa engu sældarlífi og því síður þær stúlkur sem
halda úr landi í von um betra starf og hærri laun.
1 4 p
M
jg. ■■■■i ||
• 4 ® i
fc. '
■w§ m -
0 RíHflU býður upp á fjölbreytt
úrval af vörum á sviði
húsa- og byggingar-
tækni
0REHAU er með alhliða kerfis-
lausnir fyrir flutning á
vatni, varma og skólpi
0 REHAU „press fittings“ (hulsur)
pípulagningakerfi
HIS 311 fyrir heimili
0 RAUPINK ofnatengikerfi
'□ REHAU gólfhitunarkerfi
■k w
hljóðeinangrandi skólp-
lagnakerfi fyrir heimili
þakrennukerfi með
hámarksvatnssöfnun
REHAU
- VIT Á VATNI
FJÖLTÆKNI SF.,
Súðarvogur 7,
sími 568 7580, fax 568 7585.