Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 29
/
Islensk
tónlist í
New York
TÓNLISTARHÁTÍÐIN FOCUS
verður haldin í New York dag-
ana 28.-30. janúar. Þema hátíð-
arinnar er tónlist Norðurland-
anna og ber yfirskriftina Scand-
inavia Today.
Á sex tónleikum í Lincoln
Center og Julliard Theatre verða
flutt jafnmörgy'slensk verk. Þau
eru Elja eftir Áskel Másson, en
það verður fyrsta verk á opnun-
artónleikunum í Loncoln Center;
Fantastic Rondos III eftir Atla
Heimi Sveinsson; Musubi eftir
Atla Ingólfsson; Renku eftir Kar-
olínu Eiríksdóttur, Píanótríó eft-
ir Hafliða Hallgrímsson og Strati
eftir Hauk Tómasson. Meðal
þeirra sem eiga verk á hátiðinni
eru mörg fremstu tónskáld Norð-
urlandanna. Þar má nefna Magn-
us Lindberg, Jukka Tiensuu og
Kaiju Saariaho frá Finnlandi,
Per Norgárd og Poul Ruders frá
Danmörku, Olav Anton
Thommesen og Cecilia Ore frá
Noregi og Karin Rehnqvist og
Par Lindgren frá Svíþjóð. Flytj-
endur á hátíðinni eru hljómsveit-
ir hins virta Julliard skóla; Julli-
ard Ensemble sem Joel Sachs
sljórnar og Julliard Orchestra
undir stjórn Roberts Duerrs.
Ekkert íslensku verkanna hefur
áður heyrst á tónleikum í Banda-
ríkjunum.
♦ ♦♦
Nýjar bækur
• ÖKUNÁMIÐ er eftir Guðna
Karlsson. Hún er ætluð ungum og
verðandi ökumönnum sem eru að
búa sig undir bílpróf. Kennt er
hvernig á að aka bíl við ýmsar
aðstæður, veitt undirstöðuþekking
um bílinn og búnað hans, öll
umferðarmerki og reglur eru
útskýrð, og að lokum er kafli um
slys og skyndihjálp. Bókin kemur
út í endurskoðaðri gerð, með fjölda
skýringarmynda og myndum af
umferðarmerkjum.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 120 bls. og kostar 2.480
kr. Prentvinnsla var í höndum
Prentsmiðjunnar Odda hf. Böðvar
Leós gerði skýringarmyndir í
bókina og kápu gerði Helga Páiína
Brynjólfsdóttir.
LISTIR
Harðar deilur um byggingu Árþúsundshvelfíngar f London
Ekkert rúm
fyrir Jesúm
London. The Daily Telegraph.
ÓVENJULEG deila stendur nú
yfir vegna fyrirhugaðrar bygging-
ar svokallaðrar Arþúsundshvelf-
ingar (Millenium Dome) í
Greenwich í London. Deilt er um
þátt kristninnar við skreytingu
hvelfingarinnar, en einn hinna
listrænu ráðgjafa við bygginguna,
Terence Conran, hefur lýst því yf-
ir að kristilegt þema sé „algerlega
óviðeigandi“.
Hvelfingin skiptist í níu hluta
og kallast einn þeirra „Andinn“ og
er deilt um að hve miklu leyti
kristnin tengist þessu þema, eða
önnur trúarbrögð. Terence Conr-
an liggur undir miklu ámæli frá
kirkjunnar mönnum, sem segja að
um næstu aldamót fagni kristnir
menn fæðingu frelsarans. Hann
telur það hins vegar alls ekki við
hæfí að leggja áherslu á ein trúar-
brögð framar öðrum.
Conran kveðst óttast að skreyt-
ing hvelfingarinnar verði í anda
amerískra predikara ef kristnin
verði áberandi, enda sé grunn-
þema hvelfingarinnar tíminn, ekki
kristnin. „Þetta er óður til alda-
mótanna og tengist kristninni að-
eins lauslega ... Fæðingardagur
Krists hefur aldrei verið sannað-
ur,“ segir Conran.
Eins og við er að búast hafa
þessar yfirlýsingar skapað mikið
fjaðrafok og hefur þess m.a. verið
krafist að Conran verði rekinn. Þá
hefur verið deilt um gríðarlegan
kostnað við verkið.
Listrænn stjórnandi þess, Steph-
en Bayley, sagði upp og fullyrti að
það hefði ekki gert honum auð-
veldara fyrir að ráðherrann sem
verkið heyrir undir, Peter Mand-
elson, láti stjórnast af almennings-
álitinu.
Hefur Mandelson lýst því yfir að
kristnin verði eitt höfuðefna
skreytinga hvelfingarinnar.
Til að koma til móts við kirkj-
unnar menn og til að hægt verði
að standa við fullyrðingar Mandel-
sons hefur nú verið lagt til að gerð
verði teiknimynd um ævi Krists
og muni leikarinnar Ralph Fienn-
es ljá honum rödd sína. Myndin
verði sýnd í kvikmyndahúsum en
sviðsmynd og brúður gerðar eftir
teikningunum verði hafðar til sýn-
is í hvelfingunni.
GÓLFFLÍSAR
Stærð 30X30
áður kr. 1.790 m2
núkr. 1.253 m2
ARMSTRONG
gólfdúkur
Teg. GGMFORT
áður kr. 1.473 m2
GOLFTEPPI
Teg. ARGUS
4m á breidd
áður kr. 1.595 m
100°/o polypropylene
Teg.RUBY
stærð 80x150
kr. 2.282 pr.stk.
stærð 120x180
BOEN parket
®BEYKI STRUKTU
áður kr. 3.9E4 m2
I TILBOÐSifERÐia
I FILTTEPPI
I Teg. FUN
4m á breidd, 15 litir
1200m2 fyrsta flokks
stigahúsateppi
Verð aðeitts
kr. 1.300 pr.stk.
SOMMER |
plastparket
W3 álagsþol / 4 Utir
núkr. 1.835 m2
70 sm 80 sm 90 sm
á breidd
Takið málin
með það flýtir
afgreiðslu!
Góð greiðslukjör!
Raðgreiðslur til allt að
36mánaða
#
AFGANGAR:
TEPPI, DUKAR, FLfSAR
ALLT AD 70% AFSL.
OPNUNARTÍMI: 9-18 vlrha daga
10-16
TEPPABUÐIN
Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950