Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Listagóð söngkona
TðlMLIST
Listasafn Kópavogs
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingi-
mundarson fluttu söngverk eftir ell-
efu íslensk tónskáld. Mánudagurinn
12.janúar, 1998.
SAGA íslenska sönglagsins
spannar rétt ríflega hundrað árin
og fyrstu einsöngslögin urði til í
rómantísku andrúmslofti, hingað
komnu frá Þýskalandi með við-
komu í Danmörku. A milli heims-
styrjaldanna náðu íslendingar að
kynnast þeim nútímaviðhorfum í
listsköpun, er bera tók á um alda-
mótin og þegar liststjórnun nas-
ista og kommúnista hafði hindrað
eðlilega framvindu í þýskri og
rússneskri listsköpun, varð nú-
tímalistin í raun frelsun undan
allri þjóðernislegri áþján og þá
varð til slagorðið „öll þjóðleg list
er vond“. Alþjóðahyggjan gat af
sér ópersónulega listsköpun og
það sem verra var, að tilfinninga-
semi var nær algerlega útrýmt.
Um síðir hafa menn fundið leið til
að endurmeta gömul gildi og þar
með sameina gamalt og nýtt.
Þessar sviptingar í mótun söng-
lagsins íslenska má greina í efnis-
skrá Auðar og Jónasar. Rómantík-
in er ríkjandi í söngverkum eftir
Eyþór Stefánsson (Hjá vöggunni),
Emil Thoroddsen (Vöggukvæði).
Sigurð Þórðarson (Vögguljóð) og
Þórarin Guðmundsson (Þú ert),
sem voi-u fallega flutt, sérstaklega
lög Emils og Sigurðar.
Tónleikarnii’ hófust á útsetning-
um Þorkels Sigurbjörnssonar á
átta íslenskum þjóðlögum og þar
mátti heyra á margan hátt
skemmtilega tilraun til að gefa
hinu frumstæða íslenska þjóðlagi
nútímalegt svipmót. Þjóðlögin
voru næsta lítið breytt en undir-
spilið var á stundum eins og af öðr-
um heimi, þó oft skemmtilega unn-
ið við mörg laganna, Besta lagið,
var Nátttröllið (Fögur þykir mér
hönd þín, snör mín en snarpa og
dillidó), þar sem saman vann mót-
un lagsins og undirspilsins í að
skapa dramatíska heild enda var
flutningur Auðar og Jónasar á
þessu frábæra lagi aldeilis glæsi-
legur.
Þrjú lög eftir Fjölni Stefánsson
birta okkur tvenna tímana. Tvö
þeirra voru í stíl þeim er einkenndi
upphaf nútímatónlistar hér á landi,
Minning við kvæði eftir Valgerði
Benediktsdóttur, er var hér flutt í
fysta sinn og Sólskin á Austurvelli,
við kvæði eftir Stefán Hörð Gríms-
son. Minnig er fagurlega unnið en
sérstaklega glæsilegt er lagið við
kvæði Stefáns og það var mjög vel
flutt. Þriðja lag Fjölnis var Litla
barn, við kvæði efitr Halldóru B.
Björnsson. Þama eru gömlu gildin
ráðandi og hefur þetta fallega lag
verið mikið sungið.
Ljóð fyrir börn, eftir Atla Heimi
Sveinsson, við samnefndan kvæða-
flokk eftir Matthías Johannessen,
er góð nútíma tónlist, að nokkru
tónlesin, oft á sérlega gamansam-
an hátt. Þarna mátti heyra
skemmtilega samtvinnun tónferlis
söngraddar og undirspils, varð-
andi mótun stíls og leikrænnar
tjáningar, sem allt var mjög vel út-
fært af Auði og Jónasi.
Fjögur lög eftir Jón Þórarinsson
ramma inn þessar sviptingar, því
Islenskt vögguljóð á hörpu og
Fuglinn í fjörunni eru samin áður
en Jón fer utan til náms en hann
var einn af fmmkvöðlum í nútíma-
legri tónsmíði hér á landi. Lög frá
þeim tíma vom ekki á efnis-
skránni, en lögin Jeg fandt í mor-
ges, við kvæði eftir Kristmann
Guðmundsson og Jeg elsker dig,
við kvæði Magdalenu Thoresen
era frá tíma endurmatsins. Öll
þessi lög em frábærar tónsmíðar
og voru vel flutt, einkum lögin við
kvæði Kristmanns og þó sérstak-
lega Jeg elsker dig.
Lög Jórannar Viðar hafa
nokkra sérstöðu í safni íslenskra
söngverka, því auk þess að vera
við jaðar nútímatónlistar, bera þau
í sér sönglínu, oft tónala og jafnvel
þjóðlega. Segja má að tónmál Jór-
unnar sé sambland tónbundins
frjálsræðis og nútímalegs tónferl-
is, beri í sér eins konar samkomu-
lag hins nýja og gamla, þar sem
henni hefur tekist að skapa sér
mjög persónulegan stíl. Öll lög
Jórunnar voru mjög vel flutt, sér-
staklega Unglingurinn í skóginum,
við kvæði Halldórs Laxness en
helst vantaði á túlkun textans í
Gestaboði um nótt við kvæði Ein-
ars Braga. Júnímorgunn, við
kvæði Tómasar Guðmundssonar,
var ágætlega flutt. Yngsta tón-
skáldið í þessum hópi var Tryggvi
Baldvinsson og mátti marka í lög-
um hans þá togstreitu á milli hins
gamla og nýja sem enn er í gangi.
Ekki veit undirritaður hvort
áheyrilegt lag hans við kvæðið um
hann krumma, eftir Davíð Stefáns-
son, er gamalt eða nýtt, en trúlega
er lag hans við kvæðið Gömul ljós-
mynd, eftir Sveinbjörn I. Bald-
vinsson, nær okkur í tíma. Þetta er
viðamikið lag sem Auður söng af
mikilli innlifun.
Tónleikunum lauk með þremur
lögum eftir undirritaðan, sem Auð-
ur og Jónas fluttu aldeilis vel. Það
er erfitt að syngja eingöngu ís-
lenska efnisskrá og eftir þessa tón-
leika verður ekki annað sagt en að
Auður Gunnarsdóttir er frábær
söngkona og hefur þegar aflað sér
mikillar og góðrar tækni, svo að
þarna er von í listagóðri söngkonu.
Samspil Auðar og Jónasar var í
heild gott og glampaði af leik
Jónasar, eins og þegar honum
tekst best upp í mótun fallegra
blæbrigða.
Jón Ásgeirsson
F
til framtfl
Markads-
og sölunám
Almennt
Stutt og hnitmióaó skrifstofunám
• Tölvur
• Enska
• Markaðsfræði
• Lögfræði
• Tollskýrslugerð
• Námsstefnur
• Tölfræði og aðferðir • Starfsþjálfun
• Stjórnun • Lokaverkefni
starfsnám í takt
við þarfir
vinnumarkaöarins.
i Tölvur
> Enska
| • Bókhald
> íslenska
> Verslunarreikningur
• Vólritun
•Tollskýrslugerð
• Námsstefnur
• Starfsþjálfun
Vlðurkenndur elnkaskóll
Skóll sem byggir á 23 óra
reynslu og hefð
Nám sem lelðir ftll auklnna
starfsmögulelka
Skóllnn sftarfar í ftakt vlð
þarfir atvfnnulífslns
Faxafeni 10 • Framtíðin ■ 108 Reykjavík
Sími: 588 5810 - Bréfasími: 588 5822
AIK nám f skólanum er að
fullu lánshæfft
Skóllnn undlrbýr nemendur
fyrfr sftörf á 21. öldlnnl
Hvergl á fslandl er að flnna
beftrf aðstöðu fyrfr nemendur
Morgunblaði Silli.
SIGURÐUR Hallmarsson við eitt verka sinna.
Vatnslitamyndir í
Safnhúsinu á Húsavík
Morgunblaðid. Húsavík.
FYRIR nýliðin jól sýndi fjöllista-
maðurinn Sigurður Hallmarsson
27 málverk, vatnslitamyndir, í
Safnhúsinu á Húsavfk. Flestar
myndanna voru landslagsmyndir
frá ýmsum stöðum víðsvegar um
landið, aðallega þó sunnan heiða
frá sl. sumri. I anddyri Safnhússins
héngu 19 myndir, sem Sigurður
málaði á sínum tfma af gömlum
húsvískum sjómönnum, en Krist-
ján Ásgeirsson, Höfða hf., hafði
látið gera þær og voru þær gefnar
safninu á liðnu sumri.
Sýningin var fjölsótt og seldust
flestar myndanna.
HANDVERK íbúa Sólheima í Grímsnesi verður til
sýnis í Jóni Indtafara.
Ibúar á Sólheimum
með yfírlitssýningu
NÚ stendur yfir á „loftinu" í versl-
uninni Jóni Indíafara, Kringlunni,
yfíriitssýningu á verkum íbúa Sól-
heima í Grfmsnesi. Á sýningunni
er m.a. vefnaður, s.s. mottur, dúk-
ar, veggteppi, töskur og treflar.
Kort úr endurunnum pappír og
kort með myndum máluðum á
silki. Málverk, myndir, auk leik-
fanga og skrautmuna sem unnir
eru úr tré. Kerti, s.s. bývaxkerti,
endurunnin kerti, skrautkerti o.fl.
Á Sólheimum er lögð áhersla á
endurvinnslu og að unnið sé með
náttúruleg hráefni. Allt sorp er
flokkað og eru um 60% af því end-
urnýtt á staðnum, hluti þess endar
sem handverk. Kertagerð Sól-
heima endurnýtir alla kertastubba
og aðra vaxafganga og tekur
verslunin Jón Indiafari á móti
vaxafgöngum fyrir kertagerðina.
Sýningunni Iýkur laugardaginn
31. janúar.