Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 31
Samvinna
verkamanns
og listamanns
HVERT er hlutverk lista-
mannsins og hversu mikið
frelsi þarf einstaklingurinn
að hafa til að þroska sína fagur-
fræðilegu vitund? Þessu hefur
listamaðurinn Ólafur Gíslason
lengi velt fyrir sér og á sýningu í
Galleríi Ingólfsstræti 8, sem verð-
ur opnuð í dag kl. 16, kynnir hann
samvinnuverkefni sitt og nokkurra
verkamanna sem nefnist Deila
með og skipta.
Verkefninu er ætlað að skapa
snertiflöt milli atvinnulffs og list-
heims, rjúfa einangrun listarinnar
og færa hana til raunveruleikans.
Ólafur leitaði til atvinnufyrirtækja
í borginni og fór fram á þátttöku
þeirra f verkefninu með því að
velja einstakling úr hópi starfs-
manna sinna og greiða honum
laun í þá þrjá daga sem viðkom-
andi starfaði með listamanninum
að verkefninu. Verkefnið var lagt
fyrir starfsmannaráð fyrirtækj-
anna og kynnt starfsmönnum
þeirra. Síðan var valið úr hópi ein-
staklinga sem buðu sig fram til
þátttöku.
eir sem tóku þátt í að deila
með og skipta við listamann-
inn voru þau Birgir Eggerts-
son, starfsmaður Mjólkursamsöl-
unnar, Baldur Gunnarsson frá
Nóa-Sír/usi, Ólafur Stefánsson frá
Kassagerðinni, Finnur Leifsson frá
Áburðarverksmiðjunni, Magnús
Skúlason frá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar og Erna Arnórsdóttir
frá Granda. Listamaðurinn hitti
þátttakendurna einslega og settist
niður með þeim við vinnuborð þar
sem málin voru rædd og í samein-
ingu reynt að komast að þvf hvað
hverjum einstaklingi lá á hjarta og
hvernig best væri að koma því til
skila í gegnum listina. Fagurfræði-
legt mat er mjög tengt lífshlut-
verki einstaklingsins og sköpun er
mest notuð sem hvíld frá daglegu
streði. Þessir einstaklingar höfðu
ekki tengt það að mála vegginn
heima hjá sér því að hafa pólitísk-
ar skoðanir eða að fullkomna
framleiðsluvélar með hugmynda-
ríkum og einfóldum lausnum við
listsköpun. Ólafur segir að það
hafi hrifið sig í samtöium við þátt-
takendur hversu hispurslaust þau
gengu að inntaki verka sinna og
voru ftjáls gagnvart ytri formum.
ferli sínum hefur Olafur
gjarnan unnið verkefni sem
tengjast út i' samfélagið með
einum eða öðrum hætti. Þó aldrei
jafn beinskeytt og nú þegar sam-
vinna á sér stað sem tekur mið af
persónu ákveðinna einstaklinga og
hugmyndum þeirra. I september
sl. vann Ólafur að verkefni í Vín
sem nefndist Vika bóhemsins. Þar
fékk hann til samstarfs við sig
nokkur veitingahús í borginni sem
buðu gestum sínum upp á sérstak-
an Menu Boh'eme utan við eigin
matseðil. Gestir sem völdu af bó-
hemamatseðlinum þurftu ekki að
greiða fyrir matinn í peningum
heldur myndsköpun og hjálagt á
borðum þeirra voru penslar og lit-
ir og gert var upp við þjóninn með
teikningu.
yrr í sumar hafði listamaður-
inn sett upp fljótandi
pramma rétt utan við vin-
sæla sólbaðsströnd í Þýskalandi.
Þangað gátu gestir staðarins synt
og á prammanum beið þeirra síðan
leir sem þeir gátu mótað úr að
vild. Á sama tíma og sýning Ólafs
stendur yfir í Galleríi Ingólfsstræti
8 verður opnuð á Listasafni Is-
Iands sýning á nýjum aðföngum
safnsins þar sem til sýnis verður
verk Ólafs, Myndpöntun, frá 1991.
Listamaðurinn auglýsti í Morgun-
blaðinu þjónustu sína við gerð
Iistaverks sem unnið væri sam-
kvæmt óskum kaupandans. Rúsín-
an í pylsuendanum var sú að hvert
verk yrði unnið í tveimur eintök-
um, annað fengi kaupandinn en
hitt færi inn á listasafn og þar með
yrðu verk þessara einstaklinga
einnig að safngripum. Myndpönt-
ÚTSALAN
í fullum
gangi
TÍSKUVERSLUN
KRINGLUNNl 8-12
SÍMI 553 3300
LISTIR
Morgunblaðið/...
RAUNVERULEIKATENGSL listarinnar eru myndlistarmanninum Ólafi Gíslasyni ákaflega mikilvæg. Á
sýningu sinni, Deila með og skipta, í Galleríi Ingólfsstræti 8 hefur hann gengið til samstarfs við sex fulltrúa
verkafólks í listsköpun.
un segir hann standa næst hug-
myndum sinum í verkinu Deila
með og skipta. „I báðum tilvikum
er ég að draga upp portrettmynd
af ákveðnum einstaklingum. Per-
sóna þessara nafngreindu einstak-
Iinga skín í gegnum óskir þeirra
og þrár og hið fasta form listalífs-
ins og hversdagslífsins, einkalífs-
ins, hefur verið leyst upp,“ segir
Ólafur. „Þetta byrjar sennilega allt
á vangaveltum mínum um hlut-
verk listamannsins. Hvort er ég
viðtakandi eða gerandi? Þessi
gagnvirku áhrif milli mín og
áhorfandans eru mjög mikilvæg
og aldrei sem nú þegar ég vinn í
beinum samskiptum við einstak-
linginn.“
Olafur segir að sýningin gefi
þversnið af ákveðnum þjóð-
félagshóp þar sem vettvang-
ur listarinnar sé víðs íjarri raun-
veruleikanum. „Eg gegni helst
hlutverki miðils í þessari vinnu og
tengi þessa einstaklinga inn í list-
heim sem er þeim mjög fjarri en
ég get opnað þeim leið inn í með
minni reynslu,“ segir Ólafur.
„Sköpunin felst í forsendunum,
inntaki hlutarins, því enginn verð-
ur listamaður af því einu að mála
með olíu eða móta í leir. Allt helg-
ast það af samhenginu og þvi
hvernig hlutirnir eru gerðir. Það
er þó ekki ætlun mín að gera þetta
fólk að listamönnum. Eg hef hins
vegar áhuga á tengslum listarinn-
ar við raunveruleikann. Nái þessir
tveir heimar saman á sýningunni
held ég að verkefnið hafi tekist.“
UTSALAN
HEFST
ÍDAG
Jakkaföt áður 17.900, nú 9.900
Buxur áður 4.900, nú 2.900
Skyrtur áður 2.900, nú 1.500
Vesti áður 4.900, nú 2.900
Jakkar áður 9.900, nú 6.900
VCXJ
Kringunni, sími 533 1720
Laugavegi 91, sími 511 1718.