Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 33' LISTIR Þannig vöxum við frá fallegu fjöllunum í eitt- hvað enn þá stærrau AJU í Nuuk á Grænlandi er listmálari, skáld, kennari og heimspekingur. Hann er náttúru- barn Grænlands sem nærist á lífsorkunni sem hann fær í samskiptum við öfluga náttúru og samfélag sem byggist á vinarþeli. AJU leggur mikið upp úr birtunni og uppáhaldsviðfangs- efni hans er fólk norðursins. Arni Johnsen ræddi við AJU um lífsviðhorf hans og áhersl- urnar í lífsnautninni og þroskanum. Morgunblaðið/RAX AJU við tvö málverka sinna þar sem myndefnið er sótt í náttúrustemmningu. AJU ER málari, skáld, heim- spekingur og kennari og fyrst og fremst er hann ákaflega hlý persóna og það stafar töfrum af lífsgleði frá honum. Kris- ján Aju er barn náttúrunnar og stemmningin ræður miklu hvort sem hann málar landslag, andlit fólks eða yrkir ljóð um lífið og til- veruna. Við sátum í stofunni hjá honum og skoðuðum nýjustu mál- verkin hans, myndir af fólki og landslagi. „Ljósið í kringum okkur er magnað, ljósið í Nuuk er einstakt, sérstaklega frá mars til sepember. Þá mála ég,“ sagði Aju. „Maður ræður aldrei alveg ferð,“ hélt hann áfram, „nú hafa fuglamótífin verið lengi í burtu en þau skjóta upp kollinum á vorin. Manneskjurnar eru þó alltaf aðalviðfangsefnið í myndum mínum. í gamla daga var þetta mest teikning en menningar- arfurinn er styrkurinn í eðli okkar og þráin eftir virðingu og félags- skap án þess að hólfa allt af og skipuleggja í botn, gerilsneyða lífsandann. Stoltið okkar er að vera inúítar. Það er þetta sem hrærir mig, að grípa fólk, fugla og abstraktið en náttúran sjálf er undiraldan í þessu öllu. Ég vinn helst með Iiti og form þannig að þau fái samband við hvort annað. Það eru andstæðurn- ar sem kalla á mig og í gegnum myndirnar reyni ég að sjá landið sem við eigum. Það er hundkalt á veturna hér hjá okkur, mjög kalt, en ég vil fjalla um áhrifin af kuldanum í litum á náttúruna og fólkið. Það mannlega talar til okkar, seiðir fólk og það er gefandi að ná slíku, skapa vanga- veltur og tilfinningar, fá samband sem er heillandi tilfinning og lífs- reynsla. Mynd getur sagt góðan dag til okkar eða sagt farið vel. Ég er meira og meira farinn að sjá myndirnar eins og tónlist, gefa stemmningunni lausan tauminn. Lit- ur er litur og blátt er blátt en þegar litirnir fara að spila saman, byijar Qörið. Þannig getur tónlistin verið leiðbeinandi. Tónlistin skapar hring og hringurinn er svo mikilvægur fyrir mig, ró hringsins sem spannar lífið allt. Maður má ekki gera hlut- ina eins, heldur allt öðruvísi, annars stöðvast hringurinn. Þannig er ég stemmingsmálari með útfærslu á ákveðnum þáttum í náttúrunni. Ljóssins Ieið er mitt viðfangsefni, fólk norðursins er uppáhaldsefnið mitt og eitthvað japanskt. Það er mikilvægt í hversdagslífinu hér að byggja á gömlum hefðum þótt við tökum á móti því sem er nýtt og þróum það saman og umsköpum það. Ég get ekki málað kajak, hrein- dýr eða ísbirni, því ég hef ekkert verið á þessum veiðum. En þetta skiptir samt allt miklu máli. Með því að láta andstæðurnar vaxa saman eða bijóta nýjar leiðir þá kemur nýr tónn og það er nýi tónninn sem stækkar hringinn. Inn- an hringsins eru allir möguleikarnir í félagsskap. Listmálunin er upplif- un fyrir mig. Ég byija að tala við myndimar, geng inn í mynd rammans og skapa ævintýri hvers- dagsins. Það er mikilvægast að koma því út sem er að bijótast um innan í manni. Utsýn verður að koma til, það er h'fslykillinn, því þannig vöxum við frá fallegu fj ö 11- unum í eitthvað ennþá stærra. Við höfum lítið rými f sjálfu sér en við höfum svo mikið að segja. Utan dyra er allt svo stórt og þess vegna eigum við að halda okkur við það smáa, halda okkur við það nálæga. Sjáðu natnina í vinnu kvenna al- mennt, ótrúleg natni og aftur natni sem skapar svo margar og mikil- vægar festur til að byggja á. Ná- lægðin er svo öflug, nálægðin við lifandi fólk, ltfsmarkið sjálft, mann- eskjuna, húsin, birtuna, samfélagið. Margir smáhlutir hafa verið í höndum fólks, fengið allan varm- ann. Listhandverkið er þess eðlis og sem betur fer byggist hluti af kennslunni í Grænlandi á takti ltfs- ins í Grænlandi. Og mikil nálægð getur hins vegar orðið abstrakt, lft- ill steinn í Ijósinu er síbreytilegur þótt ímynd steinsins sé óbreytanleg í sjálfu sér. Náttúran er sffellt að setja saman milljónir forma, abstrakt forma í sjálfri sér. Hið abstrakta kemur einnig inn á við eins og til dæmis þegar við íjarlægj- umst það þekkta með því að þreifa okkur áfram á nýjar slóðir, alveg eins og þegar sólin brýtur nýja liti í ljósinu við einhvetjar aðstæður. Blátt er blátt og það er grunnlitur- inn okkar, en hann gefúr færi á öllu lifrófinu þegar lagt er af stað, lagt af stað í leik með lífinu og öllum mögnleikunum sem það gefur eftir afli og atorku okkar sjálfra." • • UTSOLUTILBOÐ Allir kjólar 1.000 kr. Allir hattar 500 kr. Skyrtur og pils frá 500 kr. NYTT KORTATIMABIL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.