Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 38
, 38 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Velferð margra
er í veði
A UNDANGENGNUM árum
hafa allmiklar umræður orðið um
hversu ákvarða skyldi um tengsl
launa í landinu annars vegar og
bóta_ almannatrygginga hins veg-
ar. Áður fyrr var lengi miðað við
breytingar á ákveðnum grunn-
launataxta Dagsbrúnar, en með
tiðum taxtatilfærslum þótti það
ekki góð viðmiðun og upp tekið
Iviðmið við meðalvikukaup verka-
fólks.
Að undanskildum samningum á
aimennum vinnumarkaði, sem fólu
í sér krónutöluhækkun og sérstaka
hækkun lægstu launa, þá reyndist
þessi viðmiðun býsna traust. 1995
brást reikningsmeisturum hins
vegar bogalistin og útkoman varð
miklu síðri fyrir launþega Trygg-
ingastofnunar en annað láglauna-
fólk í landinu. Sannarlega máttu
þeir sem bætur eiga að helzta eða
eina tekjulega athvarfi sínu sízt
við því að njóta ekki sem skyldi
þeirra kjarabóta sem sérstaklega
voru ætlaðar láglaunafólki, því
engir eru lægri í launum en ein-
mitt launþegar Tryggingastofnun-
ar ríkisins. Að öðru leyti gilti sama
prósentuhækkun og kjarasamn-
ingar skiluðu, þó þess beri ævin-
lega að gæta að sú prósenta segir
lítið þegar um svo lágan tekju-
grunn er að ræða sem raun ber
vitni.
Fyrir tveim árum hugðist ríkis-
stjórnin tjúfa algerlega öll tengsl
launa og bóta, boðaði það ákaft í
krafti þess að slík sjálfvirkni í kerf-
inu væri af hinu vonda - fyrir ríkis-
kassann vel að merkja. Hörfað var
þó frá því ráði og bráðabirgða-
ákvæði sem gilda skyldi til tveggja
ára samþykkt á þingi en orðalag
þess heldur óljóst.
Eins og alþjóð veit voru einmitt
gerðir kjarasamningar á þessum
tíma eða árla árs 1997
og aðall þeirra kjara-
samninga sá að lág-
markslaun skyldu ekki
verða lægri en 70 þús.
kr. frá og með ársbytj-
un 1998. Bætur al-
mannatrygginga
hækkuðu eins og
kunnugt er um 2% í
ársbytjun 1997, í kjöl-
far kjarasamninga um
4% til viðbótar og svo
enn í kjölfar Kjara-
dóms um 2,5% og þótti
stjórnvöldum þá sem
þau hefðu vel gjört og Helgi
sannarlega var hér um Seljan
meiri hækkun á ári að
ræða en mörg undangengin ár.
Nú og svo hækkuðu bætur enn um
4% um nýliðin áramót.
Allt er þetta vissulega í rétta
átt, en krafa Öryrkjabandalags
Islands var og er einföld og skýr
en sanngjörn um leið, að hámarks-
bætur - allir fjórir bótaflokkarnir
- grunnlífeyrir, tekjutrygging,
heimilisuppbót og sérstök heimilis-
uppbót - verði að lágmarki þær
sömu og lágmarkslaun í landinu.
Og þá spyrja menn eðlilega hvort
svo sé ekki, hvort hámarksbætur
kr.
og lágmarkslaun eigi
ekki a.m.k. samleið?
Og menn spyija einnig
að því hvort ekki séu
aðrir bótaflokkar til
s.s. benzínstyrkur og
uppbót. Fyrst varð-
andi þá bótaflokka þá
eru þeir einungis
kostnaðargréiðslur og
hvergi nærri allir fá
þær - eðlilega.
Dag hvern fæ ég
hér inn á borð hjá mér
launaseðla Trygginga-
stofnunar ríkisins, því
bæturnar eru laun líf-
eyrisþegans, sem
nema nú um 63.500
á mánuði, og þá er um allar
&
%
KVÖLDlÍÓLI
KOPAVOGS^
NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1998
TUNGUMAL
Kennt er í byrjenda-,
framhalds- og
talæfingaflokkum
ENSKA
DANSKA
NORSKA
SÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
SPÆNSKA
ÞÝSKA
JAPANSKA
KATALÓNSKA
10 vikna námskeið
20 kennslustundir
ISLENSKA
fyrir útlendinga
5 vikna námskeið
20 kennslustundir
BÓKBAND
10 vikna námskeið
40 kennslustundir
GLERLIST
10 vikna námskeið
40 kennslustundir
LEIRMÓTUN
6 vikna námskeið
25 kennslustundir
LJÓSMYNDUN I
3 vikna námskeið
9 kennslustundir
LJÓSMYNDUN II
7 vikna námskeið
24 kennslustundir
SKRAUTRITUN
8 vikna námskeið
16 kennslustundir
TEIKNUN I
8 vikna námskeið
32 kennslustundir
TRÉSMÍÐI
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
TRÖLLADEIG
4 vikna námskeið
16 kennslustundir
ÚTSKURÐUR
9 vikna námskeið
36 kennslustundir
VATNSLITAMÁLUN
8 vikna námskeið
32 kennslustundir
VIDEOTAKA
1 viku námskeið
14 kennslustundir
BÚTASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÚTASAUMSTEPPI
8 vikna námskeið
18 kennslustundir
FATASAUMUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
KÁNTRÝ-FÖNDUR
6 vikna námskeið
24 kennslustundir
BÓKHALD
smærri fyrirtækja
4 kennslustundir
24 kennslustundir
VÉLRITUN
7 vikna námskeið
2! kennslustund
Tölvunámskeið:
WORD og WINDOWS
fyrir byrjendur
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
WORD II og kynningar
á POWER POINT
4 vikna námskeið
20 kennslustundir
EXCEL
fyrir byrjendur
4 vikna námskeið
20 kennslustudnir
AUSTURLENSKIR
GRÆNMETISRÉTTIR
3 vikna námskeið
12 kennslustundir
GÓMSÆTIR
bauna-, pasta- og
grænmetisréttir
3 vikna námskeið
12 kennslustudnir
ÍTÖLSK MATARGERÐ
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
HEIMILISGARÐURINN
3 vikna námskeið
9 kennslustundir
AÐ SETJA NIÐUR LAUKA
1 viku námskeið
3 kennslustundir
FJOLGUN OG
UPPELDI PLANTNA
1 viku námskeið
6 kennslustundir
GARÐSKÁLAR OG
GARÐSKÁLAJURTIR
1 viku námskeið
3 kennslustundir
STÍGAR OG STÉTTAR
í GARÐINUM
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
TIMBURPALLAR
OG SKJÓLVEGGIR
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
TRJÁKLIPPINGAR
1 viku námskeið
6 kennslustundir
GÖNGUFERÐIR
í ÓBYGGÐUM
Undirstöðuatriði fyrir
göngufólk tekin fyrir
*Kennt á áttavita
2 vikna námskeið
8 kennslustundir
EIGIN
ATVINNUREKSTUR
2 vikna námskeið
20 kennslustundir
MARKAÐSSETNING
2 vikna námskeið
20 kennslustundir
GÍSLA SAGA
SÚRSSONAR
Námskeið fyrir
foreldra og nemendur
8 vikna námskeið
16 kennslustundir
Starfsmenntunarsjóðir ýntissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náins í Kvöldskóla
Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Framsókn, VR og Starfsmannafélag Kópavogs.
Kennsla hefst 21. jcinúar
Innritun og upplýsingar um námskeiðin 12.-22. janúar kl. 17-21 í sínium 564 1507,
564 1527 og 554 4301 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.
tekjur að ræða. Það eru nefnilega
ótrúlega margir öryrkjar sent hafa
mánaðartekjur býsna langt frá
þeirn lágmarkslaunum sem nú er
skylt að greiða á landi hér og ekki
annað vitað en gjört sé.
Það er sanngjörn og
sjálfsögð krafa öryrkja,
segir Helgi Seljan, að
bætur - laun lífeyris-
þegans - fylgi a.m.k.
lágmarkslaunum í þjóð-
félaginu.
Þetta er auðvitað meginmál, en
til viðbótar ber þess svo að geta
að aðeins einhleypingar geta haft
þessar hámarksbætur, fólk í sam-
búð eða hjónabandi er snöggtum
lægra, enda aðeins með grunnlíf-
eyri og tekjutryggingu hið mesta,
en svo skerða makatekjur tekju-
trygginguna og eftir getur svo líf-
eyrisþeginn setið með sinn grunn-
lífeyri einan sem dugir þá vart til
að mæta aukaútgjöldum vegna
fötlunarinnar.
En aftur að tengslum launa og
bóta. Við afgreiðslu bandormsins
svokallaða nú fyrir jól var lögfest
nýtt ákvæði um tengsl þessi. Orða-
lag þess er svohljóðandi: - Bætur
almannatrygginga, svo og greiðsl-
ur skv. 59. gr. og fjárhæðir skv.
17. gr., skulu breytast árlega í
samræmi við fjárlög hverju sinni.
Ákvörðun þeirra skal taka mið af
launaþróun, þó þannig að þær
hækki aldrei mir.na en verðlag
skv. vísitölu neyzluverðs".
Síðasti málsliður er vissulega
góði-a gjalda verður, ef verðbólgan
færi nú fram úr launaþróun, en
sem betur fer eru nú allar spár
um hið gagnstæða, svo vonandi
þarf ekki til þess að grípa, en var-
nagli góður er hér á ferð.
Hins vegar lýstu bæði fulltrúar
öryrkja sem eldri borgara því yfir
að þeim þætti of óljóst um orðalag-
ið - að taka mið af launaþróun,
enda á undan það meginatriði að
ijárlög ráði hveiju sinni. Hér hefðu
menn viljað sjá fortakslausa teng-
ingu við launavísitölu svo tryggt
væri að launaþróun yrði að fullu
fylgt í stað þess að taka mið af
henni.
Við sáum það nú fyrir skemmstu
að kaupmáttaraukning hefði orðið
um 10,8% milli sambærilegs árs-
tíma 1996 og 1997 og þrátt fyrir
8,6% hækkun bóta á þessum tíma
þá vantar hér ærið upp á og hefur
á skort á undangengnum árum.
Einmitt það hefur til þess orðið
að siíkt bil er orðið milli hámarks-
bóta og lágmarkslauna, bótunum
í óhag og þar með launþegum
Tryggingastofnunar að sjálfsögðu.
Hvað sem því líður að mið verði
tekið af launaþróun í framtíðinni
í samræmi við það ákvæði nú þá
er þetta ógnvekjandi bil ótvíræð
staðreynd og það verða stjórnvöld
að brúa sem bezt í öllu blessuðu
góðærinu.
Menn spyija ugglaust hvort
hlutur almannatrygginga hafi ekki
vaxið svo hrikalega mikið í heild-
arútgjöldum ríkisins að sanngjarnt
sé að spyrnt sé við fótum. Vissu-
lega hafa heildarútgjöld til al-
mannatrygginga aukizt á síðustu
fimm árum en sé litið á hlutfall
þeirra í heildarútgjöldum ríkisins
þá kemur í ljós óbreytt prósenta
frá 1992. Útgjöld vegna almanna-
trygginga hafa því ekki verið
þyngri baggi á ríkiskassanum en
hver önnur útgjöld. Þetta sýna
skýrslur svart á hvítu en tekið
skal fram að enn skortir tölur fyr-
ir síðasta ár.
Aðeins svo í lokin þá var sú
undarlega ráðstöfun gjörð við af-
greiðslu hins áður umtalaða band-
orms að lagaákvæði um fram-
kvæmd frítekjumarks var fellt
brott og eftir stendur ekki stafur
um hversu framkvæma skuli. Full-
trúar Iífeyrisþega mótmæltu þessu
kröftuglega en allt kom fyrir ekki.
Fyrra iagaákvæði tryggði farsæla
framkvæmd yfirhöfuð, en vegna
skerðingarákvæðanna í lögunum
skiptir miklu máli að frítekjumörk
öll séu framkvæmd sem réttlátast.
Nú er engin lagaleg forsögn hér
um og von að spuit sé hvað í ósköp-
unum valdi?
Það er að lokum sanngjörn og
sjálfsögð krafa öryrkja að bætur -
laun lífeyrisþegans - fylgi a.m.k.
lágmarkslaunum í þjóðfélaginu. Á
stjórnvöld skal því skorað að vinna
að því af alúð og með markvissum
hætti. Velferð svo tnargra er í veði.
Höfundur er félagsrnálafulltrúi.
'vm
IÞROTTASKOLI
BARNANNA
hefst
laugardaginn
17. janúar
Sfeólinn verður starfræfetur fyrir 3-6 ára börn
á laugardögum í vetur í íþróttahúsi KR:
3-4 ára kl. 10-11
5-6 ára kl. 11-12
NÝTT NÝTT NÝTT
íþróttaskóli fyrir 6-9 ára börn.
Skólinn verður starfræktur á þriðjudögum
og fimmtudögum í vetur.
Starfið hefst þriðjudaginn 20. janúar.
6-7 ára kl. 14.30-15.30
8-9 ára kl. 15.30-17.00
Nánari upplýsingar og skráning í félagsheimili KR
I síma 511 5511 eftir kl. 14.00.