Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAGANEPND Dagsbrúnar og Framsóknar að störfum. > > I > > I I | » I » » i m (hinna nýju laga. innsk. laganefnd) sé að efla áhrif valdastofnana inn- an félagsins á kostnað félagsmann- anna sjálfra." Þama nefnir hann sem rök listakosninguá í stað per- sónukosningar, mikið vald trúnað- arráðs og meint minnkandi vald félagsfunda. Rétt er að svara þessu. Listakosning er eins og kunnugt er afar algengt foiTn kosninga í fé- lögum hér á landi. Nafngiftin „skrílræði" sem Gunnar notar fyrir listakosningu er því fráleit. Laga- nefnd félagsins var þeirrar skoðun- ar að með þeirri breytingu á stjóm- arkosningu þar sem helmingur stjórnar er kosinn í senn, hafí verið komið nokkuð til móts við þá sem vilja persónukosningu. Nefndin og mikill meirihluti félagsmanna töldu að listakosning tryggði betur sam- stöðu innan félagsins og vildi láta reyna á þetta fyrirkomulag sam- hliða tvískiptingu stjómarkosninga. Gunnar Guðmundsson segir í grein sinni: „Þá er tekið fram í lög- unum að æðsta vald í málefnum fé- lagsins sé í höndum trúnaðarráðs, sé ekki annars getið. Hvert er vald hins almenna félagsmanns og ályktunarbærni félagsfunda?“ spyr hann. Svarið er að þetta ákvæði um trúnaðarráð er nánast samhljóða ákvæði og var í eldri lögum Dags- brúnar. Erfitt er að sjá að verið sé að efla trúnaðarráðið með óbreyttu ákvæði. Þá segir Gunnar að „vilji menn ná fram niðurstöðu sem ekki er að skapi trúnaðarráðs þurfa minnst 300 félagsmenn að sitja þann fund.“ Ákvæðið er óbreytt frá fyrri lögum. Trúnaðarráðið hefur ekki verið eflt á kostnað félagsfunda í lögun- um. Staðreyndin er sú að félags- fundir eru jafnþýðingarmiklir og nauðsynlegir í starfsemi félagsins og áður og ný lög breyta því ekki. Það er rétt að árétta að trúnað- arráð félagsins er skipað 100 trún- aðarmönnum/fulltrúum helstu starfsgreina félagsins og tryggir valddreifingu innan félagsins. Þetta skipulag hefur reynst vel. Bent skal á að sæki 300 manns fé- lagsfund er hann æðri trúnaðar- ráðsfundi. Aðildin að ASÍ og VMSÍ Gunnar telur að félagsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar sé gerður að „áhrifalausri sýndar- samkomu" þar sem miðstjórn ASI og framkvæmdastjórn VMSÍ verði að samþykkja lagabreytingar fé- lagsins. Þessu er til að svara að sambærileg ákvæði eru í öllum lögum ASI og VMSÍ-félaga. Ef Dagsbrún og Framsókn - stéttar- félag ætlar að vera innan heildar- samtaka, þarf það að hlíta lögum samtakanna. Afstaða Gunnars í garð heildar- samtaka er í rauninni óskiljanleg þar sem þau eni samtök aðildarfé- laga á borð við Dagsbrún og Fram- sókn - stéttarfélag. Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag hefur áfram fullan sjálfsákvörðunarrétt í eigin málum. Miklar breytingar á lögunum Laganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar var vel ljóst þegar hún hóf störf fyrir nærri tveimur árum að hún átti erfitt starf fyrir höndum. Deilur höfðu lengi staðið um lögin og gagnrýni komið fram á þau. Gagnrýnt var að erfitt væri að bjóða fram í félaginu, lagabreyt- ingar væru erfiðar og margt fleira var nefnt til sögunnar. Laganefndin féllst á þau sjónar- mið að breyta þyrfti lögunum í veigamiklum atriðum. Breytingar voru gerðar á stjómskipan og kosningafyrirkomulagi, kjörtíma- bili er breytt, gengið er nú til kosn- inga um hluta stjórnar hverju sinni, stjóm er ekki kosin lengur samhliða trúnaðarráðskosningu, ný ákvæði eru um samninganefnd, nýtt jafnréttisákvæði er í lögunum og margt fleira mætti nefna. Fullyrða má að ný lög Dags- brúnar og Framsóknar - stéttar- félags eru mjög til bóta frá fyrri lögum. Lögin hafa á málefnalegan hátt verið færð í nútímalegt horf í anda lýðræðis og jafnréttissjónar- miða. Um leið em allar breyting- ar á lögunum gerðar auðveldari. Með þessari jákvæðu fullyrðingu sendum við Gunnari Guðmunds- syni kveðju með þeirri von og vissu að reynslan af nýju lögunum muni skila félagsmönnum Dags- brúnar og Framsóknar - stéttar- félags þeim árangri sem að var stefnt. Höfundar, Atli Gíslason, Ingunn Þorstcinsdo'ttir, Sigurður Bessason, Þórir Daníelsson og Þráinn Hall- grímsson, skipa laganefnd Dags- brúnar og Framsóknar - stéttarfé- lags. kbt í «n,k,U Ö/fc odidos VerSd®' FuHor&'nsU,p S í'lfSl 3*^ • Skíðabo«1o«orð'mSSt' o,ma- 09 1 ö ^ EURO - VISA NÝTT KORTATÍMABIL! - P6stsendum samdægurs FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 41* daleikuY Þú klippir út myndina hér til hliðar og límir á svarseðilinn sem birtist á síðu 49 í Morgunblaðinu 14. janúar. Þá átt þú möguleika á að vinna ferð fyrir tvo í Tívolí í Kaupmannahöfn, miða á sýninguna Bugsy Malone eða geisladisk með tónlist- inni úr sýningunni. Mynd1 af1° tAstflONfJ JRoreunWabtb Ástúðleg umhyggja og lifandi litir í litalínunni frá MARBERT. Þú getur valið um 6 tegundir af andlitsfarða frá MARBERT allt eftir þvi hvemig húð þín er. Andlitsfarðinn inniheldur vitamín og UV filter sem virkar gegn skaðlegum áhrifum í umhverfmu. Við bjóðum upp á skemmtileg tilboð í litalínunni í næstu MARBERT verslun. Kynning í dag, fimmtudag. NANA, Hólagarði, sími 557 1644. Kynning á morgun, föstudag BRÁ Laugavegi 66, sími 551 2170. ÞREKTÆKJA ÚTSALA Skeifunni 11, s. 5889890
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.