Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 44
*- 44 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 SKOÐUIM MORGUNB LAÐIÐ HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ SPÍTALAREKSTRINUM í REYKJAVÍK Á UNDANFÖRNUM árum hafa fjölmiðlar margsinnis gefið lands- mönnum þá mynd af íslenskum spítalarekstri, að á þeim bæjum sé víða stöðugur og alvarlegur vand- ræðagangur, hvað reksturinn varð- ar. Og á stundum svo alvarlegur, að með reglulegu millibili nái fjár- hagsvandi spítalanna þeirri stærðargráðu, að ýmist standi þeir frammi fyrir heilsuhótandi rekstr- arstöðvun heilla deilda, eða beinlín- is hruni og séu því ekki lengur griðastað- ur veikra og þjáðra, heldur nánast var- "* *» hugaverð hættusvæði, þar sem sjúklingar í gjörgæslu séu tii dæm- is ekki einu sinni varð- ir gegn veðrum og vinduin. Síðasta myndaserían, sem okkur var sýnd af ástandinu í Reykjavík, fjallaði aðallega um samanlagða heild- arfjárvöntun stóru spítalanna uppá eitt til ■ tvö þúsund milljónir króna, til að þeir gætu staðið áfram undir óbreyttum rekstri, endurbætt húsnæði og end- urnýjað nauðsynlegan tækjakost. Einnig var sagt frá ágreiningi miili stjórnenda Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) cg Ríkisspítala (RSP), ann- ars vegar og ríkisvaldsins hins veg- ar, um áreiðanleika rekstraráætl- ana fyrir spítalana og hitt einnig, hvort ríkið ætti að taka við stjórn SHR eða halda óbreyttu fyrirkomu- lagi. Nú hlýtur ofangreindur frétta- flutningur bæði að skaða ímynd spítalanna og þeirrar þjónustu, sem þeir eiga að veita. Síendurtekin ~ 1 neyðarköll úr sölum þeirra í þessum dúr sviptir þá því trausti, sem slík- ar stofnanir verða að geta gert til- kall til. Bæði hjá almenningi og æðstu stjórnvöldum. En þessar krísumyndir vekja einnig margar spurningar. Og fyrsta mikilvæga spurningin, sem öll þessi ósköp vekja, er að sjálfsögðu sú, hvort upphrópin séu sannleikanum sam- kvæm? Einhvern veginn virðist það nefnilega einkennilegt og mótsagn- arkennt, að hin marglofaða þjón- usta við sjúklinga hér á landi, skuli búa við slík skilyrði á spítölunum. Getur það virkilega verið rétt, að samanlagður uppsafnaður _ rekstrarhalli SHR og RSP sé raun- verulega hátt á annan milljarð króna? Og er það virkilega svo, að á SHR sé að finna gjörgæsludeild, sem fengist ekki samþykkt sem fbúðarhæft húsnæði? Nú verðum við auðvitað að trúa þessum lýsingum, því varla eru stjórnendur spítalanna að skrökva að yfirboðurum sínum og þjóðinni allri með þessum hætti. Við treyst- um því. Að því sögðu og í því ijósi, skulum við skoða málið betur. En frekari skoðun kallar strax á fleiri spurningar: Hvers vegna hefur ® ástandið orðið svona slæmt og hvar liggur ábyrgðin? Nú er það svo, að ég hef sjálfur mótað mér ákveðnar skoðanir varðandi þessi atriði og því ætia ég að svara þess- um spurningum af eigin sjónarhóli og reyndar tveimur spurningum til viðbótar: Hvers vegna á Reykjavík- , urborg alls ekki að stjórna rekstri ** * SHR otr hverniír er hyggilegast að vinna að lausn hins alvarlega rekstrarvanda stóru spítalanna til frambúðar? Hver er hinn eiginlegi rekstrarvandi stóru spítalanna og hvað veldur honum? Þegar við skoðum rekstur spítal- anna, verður okkur fljótlega ljóst, að unnt er að skipta vandamálum þeirra gróflega í tvo höfuðþætti, það er ytri þátt og innri. Þessir þættir eru bæði að- skiidir og samofnir, en sjálfsagt að ræða þá aðskilda, þó ekki væri til annars, en að gera okkur það auðveldara að skilja málið. Sem dæmi um ytri rekstrar- vanda spítalanna má til dæmis nefna: • Fjármagn til rekst- urs spítalanna er ár- lega ákveðið fyrirfram af Alþingi. Þetta fjár- magn er ætíð mun minna en stjórnendur spítalanna telja stofn- anir sínar þurfa. Spítalarnir fá minna en þeir þurfa. Alþingi ákveður mín- usinn. • Ef spítalarnir héldu rekstrar- kostnaði innan ramma fjárlaga og skiluðu jafnvel einhverjum afgangi, til dæmis vegna aukinna sértekna eða hagræðingar, þá yrði næsta árs framlag lækkað sem næmi af- gangnum. • Spítalar verða að taka á móti þeim bráðatifellum sem til þeirra sækja. Þeir hafa takmarkaða möguieika á því að skammta sér verkefni með hliðsjón af rekstrar- stöðu og á það sérstaklega við um magn og tegund bráðaverkefn- anna. • Það er regla frekaren undantekn- ing, að láta spítalana standa undir óvæntum og oft verulegum kostnað- arauka, sem fjármálaráðuneytið stofnar til með samningum um launahækkanir til starfsmanna. Þannig hafa fjármálaráðherrar mar- goft orpið sínum kostnaðareggjum í annarra hreiður. Svona að hætti gauka. Og slíkt hefur jafnvel verið gert, þótt hinn óvænti kostnaðar- auki bættist við fyrirliggjandi rekstrarhalla að hluta eða öilu leyti. • Stjórnendur spítalanna hafa á undanförnum árum fengið endur- teknar fyrirskipanir um að draga úr kostnaði við rekstur. Þó hefur ekki mátt skerða þjónustuna. Úr þessu hefur orðið til þekktur farsi, sem hefur verið nefndur „skyndilok- anir deilda“ og meintur „sparnaður" hefur að mestu leyti verið endur- greiddur spítölunum með aukafjár- veitingu sama ár eða árið eftir, en jafnframt hefur „sparnaðurinn" skiiið eftir sig kostnaðarauka ann- ars staðar í kerfinu. • Fjárveitingavaldið treystir ekki stjórnendum spítalanna. Og ekki heldur ráðherrar heilbrigðis- og fjár- mála. Endurtekin neyðaróp, vegna alvarlegrar fjárvöntunar, hafa leitt til endurtekinna samninga um auka- fjárveitingar til spítalanna í þeirri trú, að verið sé að leysa hinn krón- íska vanda. Og stuttu seinna endur- óma neyðarópin. En rekstur spítalanna á ekki síð- ur við innri vanda að stríða og sem dæmi um hann, vil ég nefna eftirfar- andi: • Stærsti innri vandi spítalanna er ef til vill stjórnskipanin. Yfir deildum og stærri einingum spítal- anna er enginn einn stjórnandi, heldur minnst tveir; læknir og hjúkrunarfræðingur. Þetta fyrir- komulag gerir það nánast vonlaust að gera einingar spítalanna stjórn- unarlega sjálfstæðar og raunveru- lega fjárhagslega ábyrgar. Þetta óefni er einn af ávöxtum hins hír- arkíska stríðs, sem ríkt hefur milli hjúkrunarfræðinga og lækna um langt skeið. • Forstjórar spítalanna eru raunar aðeins forstjórar að nafninu til. Þeir geta ekki farið gegn vilja sterkustu faghópa spítalanna í ákvörðunum sínum varðandi rekst- urinn. Þeir verða að fá grænt spjald. Það sama má segja um stjórnir spítalanna. Þær komast ekki heldur upp með rekstrar- ákvarðanir, sem mæta sterkri mót- spyrnu faghópanna. Þetta, nánast faglega ofbeldi, virðist sprottið af þeim grundvallar misskilningi ís- lenskra lækna og hjúkrunarfræð- inga, að þeir glati sínu faglega sjálfstæði við það eitt, að lúta stjórn einhvers, sem ekki hefur þeirra eig- in menntun. En einnig er hér á ferðinni augljós mynd af sérhags- munavörslu af verstu tegund. Þetta anarkíska fyrirbæri gerir alla vald- lausa í reynd og á töluverðan þátt í vandræðagangi spítalanna. Vel hæfur stjóri, úr hvaða menntageira sem er, getur auðvitað stjórnað Sameina á hátækni- sjúkrahúsin tvö undir eina stjórn, segir GunnarIngi Gunnarsson, og gera langtíma þjónustu- samning við hinn sam- einaða háskólaspítala. spítala eins og hverri annarri stofn- un, hafi hann bara nauðsynlegan aðgang að áreiðanlegri_ ráðgjöf úr röðum faghópanna. • Stjórnendur spítalanna eiga enga vörn gegn því, þegar skyndi- lega kemur inn sjúklingur, sem reynist síðar kosta reksturinn millj- ónir eða jafnvel tugi milljóna. Slíkt gerist og hefur sprengt áætlanir og útgjaldaramma heilla deilda. • Óvæntur kostnaðarauki vegna nýrra og dýrra Iyfja, getur einnig sett rekstur deilda úr skorðum. • Nútímaleg tækni- og tækjaþróun á sviði læknavísindanna getur leitt til mun betri þjónustu við sjúklinga og hagkvæmni fyrir þjóðina í heild, en til stórra vandræða fyrir spítal- ana, vegna fjármögnunarfyrir- komulagsins. Þannig hafa nýjar leiðir í sumum kviðarholsaðgerð- um, með hjálp kíkislanga, aukið afköst og stytt Iegutíma með til- heyrandi hagræðingu, en aukið verulega kostnað, vegna einnota hluta og annars, sem hefur keyrt rekstur skurðdeilda útúr ramma rektraráætlana. Og fyrir það hafa menn fengið skömm í hattinn. Abyrgðin Eitt af því, sem hefur verið ein- kennandi fyrir okkar þjóð, þegar upp koma dæmi sem þessi, þar sem opinberar stofnanir lenda í mjög alvarlegum rekstrarerfiðleikum, er einmitt þetta með ábyrgðina. Eng- inn vill bera hana. Og enginn er látinn bera hana. Erlendis tíðkast það alltént, að stjórnendum er gert að taka pokann sinn, þegar ámóta og umrædd vandræði hafa skapast í rekstri. En ekki á Is- landi. íslendingar vilja völdin án ábyrgðar. Svipað á við um háu forstjóralaunin. Erlendis eru þau laun kölluð áhættulaun, vegna þess, að þar geta forstjórar fokið fyrirvara-laust. En á íslandi bjóð- um við ofurlaunuð áhættustörf án áhættu. Þannig er landinn. Og þetta er auðvitað bara hluti af hinu þekkta íslenska agleysi, sem gegn- sýrir þjóðfélagið allt. Það er annar kapítuli. En hveijir ættu þá að bera ábyrgðina á rekstrarvanda spítal- anna? Á um tveggja milljarða upp- söfnuðum vanda og grotnandi hús- næðinu með meiru? Eru það for- stjórarnir? Framkvæmdastjórarnir? Stjórnir spítalanna? Heilbrigisráð- herra? Fjármálaráðherra? Ríkis- stjórnin öll eða sjálft Alþingi? Hér kemur margt til. En til að vera nú samkvæmur sjálfum sér, þá verður maður að skoða ábyrgðina sjálfa í bakgrunni þeirra ytri og innri skilyrða, sem rekstrinum eru búin. Núverandi rekstrarform gengur nefnilega alls ekki upp, eins og áður hefur verið rakið. Nema þá með því móti, að láta reksturinn aðlagast forminu og þá með skelfilegum afleiðingum, er til lengdar lætur. Því þá yrði reksturinn þannig, að spítalarnir héldu sjúklingum frá sér eftir bestu getu. Létu þá vera sem lengst, sem inni liggja. Höfnuðu nýjungum í hátæknibúnaði og lyfjum, til að halda sér þannig ávallt innan ramma fjárlaga. Því yrði sennilega fagnað af fjárveitingavaldinu, þar til spítalana dagaði uppi sem úrelt- ar heilbrigðisstofnanir, sem stæð- ust ekki lengur samanburð við er- lendar sambærilegar systurstofn- anir. En slíkt hefur ekki verið gert. Því þannig gera menn ekki. Og þess vegna verður vandinn til. Þannig ber Alþingi ábyrgð á þeim ónothæfa lagaramma, sem er að baki vandanum. Og ráðherrar sem og ríkisstjórn bera sína ábyrgð, á meðan rekstrarformi spítalanna er ekki breytt. Stjórnir spítalanna bera ábyrgð á því að þykjast vera að leysa vandann, með reglulegu millibili, með fölskvakenndum skyndisamningum við ráðuneytin og koma síðan aftur og aftur með harmakveinin og hótanir um það, að nú skuli skerða þjónustuna svo og svo mikið, vegna fjárskorts. En vitandi það fyrirfram, að slíkt muni ekki verða gert. Og forstjórar bera ábyrgð á því að taka þátt í vitleys- unni. Þannig liggur ábyrgðin á öllum stigum stjórnsýslunnar og hjá lög- gjafanum sjálfum. Hins vegar er starfsfólk spítalanna fyrst og fremst þolendur hins ranga rekstr- arforms spítalanna, bæði hvað varðar stjórnsýsluna og fjármögn- un. Þetta fólk hefur aftur og aftur verið látið reyna hið ómögulega, að aðlagast flötum niðurskurði á rekstri, sem hefur áður mátt þola stöðugt fjárhagslegt svelti, um leið og því er gert að halda þjónustu- stiginu óbreyttu. Þegar heilbrigðis- þjónusta er veitt við slík skilyrði, þá hlýtur hún að versna að gæðum og það bitnar að lokum á þeim sem síst skyldi; sjúklingunum sjálfum. Það hefur gerst og þar verður ábyrgðin einna þyngst. Hver og hvernig á að sljórna SHR? Þessi spurning hefur valdið til- fínningastormum. Reykjavík á stofnunina sjálfa að langmestu leyti og spítalinn hefur löngum verið stolt borgarinnar. Og ætti að vera það áfram. En það er nú einu sinni svo, að borgin stendur ekki lengur undir þeim útgjöldum, sem rekstur SHR kallar á, heldur er það ríkis- sjóður, sem borgar brúsann. Það er skattpeningur allra landsmanna, sem er eidsneytið. En samt er það borgin, sem stjórnar SHR. Hvernig stendur á því? Jú, það láðist að láta völdin fylgja fjármagninu, þeg- ar kostnaðurinn var fluttur af borg- inni yfír á ríkið. Hér koma tilfínn- ingarnar inn. Og grunnregla rekstrarhagfræðinnar var látin víkja. Ábyrgðin á rekstri og íjár- magni var aðskilin, til að þjóna til- fínningalegum duttlungum. Enn eitt dæmið um hið íslenska aga- leysi. Ég hef aldrei orðið var við tangur eða tetur af nothæfum rök- um sem gætu stutt það fyrirkomu- lag, sem nú viðgengst við stjórnun SHR. Að sjálfsögðu á ríkisvaldið að skipa stjórnir stofnana, sem rík- ið greiðir reksturinn á. Annað stenst ekki. Og fyrst verið er að ræða rekst- ur SHR, þá er rétt að koma inná annað tilfínningamál. Mér finnst nefnilega ekki aðeins nauðsynlegt og sjálfsagt, að fulltrúar fjárveit- ingavaldsins stjórni rekstri, sem ríkissjóður greiðir, heldur finnst mér jafn nauðsynlegt og sjálfsagt að sameina rekstur beggja spítal- anna undir eina stjórn. Þetta hefði þurft að gera fyrir löngu. Ég veit að menn greinir á um þetta mál og margur hefur mótmælt slíkum hugmyndum bæði munnlega og skriflega. En mér hefur fundist rök þeirra vera veik og sum jafnvel vafasöm. Helstu rök andstæðinga sameiningar hafa verið þessi: Að sameining leggi af mikilvæga sam- keppni milli stóru spítalanna. Að sameiningin leiði af sér ógurlegt bákn miðstýringar. Og að samein- ingin takmarki valfrelsi sjúkling- anna. Skoðum þessar fullyrðingar nánar. Þarf spítali yfírleitt sam- keppni til að standa sig vel og veita góða þjónustu? Lýtur rekstur spít- ala sömu reglum og hver annar „bissniss"? Veita þær deildir stóru spítalanna í Reykjavík, sem enga samkeppni hafa, verri þjónustu en hinar? Hvernig er ástandið á hjarta- skurðlækningadeild Landspítalans? Hún er án innlendrar samkeppni. Hvernig standa menn sig á þeim bæ? Eða þjónusta glasafrjóvg- urnardeildarinnar, já og heila- skurðlækningadeildar SHR? Þessar deildir verða aðeins skoðaðar með erlendum samanburði. Og hvað segir sá samanburður okkur? Hann segir okkur það, að þrátt fyrir allt, þá er frammistaða þessara deilda með því besta sem þekkist í heimin- um. Þrátt fyrir skort á innlendri samkeppni. Hvers vegna er árang- ur deildanna svona góður? Fyrst og fremst vegna þess, að á þessum deildum starfar fólk á heimsmæli- kvarða og skilar árangri í samræmi við framúrskarandi hæfíleika sína og þrátt fyrir afar erfíða starfsað- stöðu. Sannleikurinn er nefnilega sá, að eina eiginlega samkeppnin, sem kann að koma til greina milli spítala, er milli einkarekinna stofn- ana á þéttbýlustu velmegunar- svæðum í Bandaríkjunum, svo sem eins og í Kaliforníu. Allt tal um nauðsynlega samkeppni milli spít- ala á Islandi er raunar tóm vitleysa og gegnir sennilega því hlutverki fyrst og fremst, að fela önnur og vandræðalegri rök - rök sem þola síður opinbera um^öllun. Óttinn við hið ógurlega samein- aða bákn er ástæðulaus. Sameinað- ir eru spítalarnir af normal stærð Gunnar Ingi Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.