Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 46
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FRÍÐA SÆMUNDSDÓTTIR Þegar kær tengdamóðir er kvödd leita minningar liðinna ára á hugann. Þessar minningar eru bæði ljúfar og sárar. Þær minning- ^ir sem tengjast persónu Fríðu tengdamóður minnar eru ljúfar, en hinar sáru tengjast fremur atburð- um sem lífíð færir okkur. Leiðir okkar Fríðu lágu saman um rúm- lega þrjátíu ára skeið og á svo löngum tíma fer ekki hjá því að fólk kynnist vel og fær að lifa sam- an margar stundir jafnt í gleði og sorg. Ef ég ætti að lýsa þeim þátt- um sem helst einkenndu tengda- móður mína verður orðið lífsgleði fyrst fyrir. Hún tók lífínu fagnandi og þakkaði allt hið góða sem henni hlotnaðist, en hinar erfiðu stundir þreyði hún með þolgæði án þess að æðrast og flíkaði ekki tilfinningum sínum. „Eg er sátt við lífið, ég held ♦4ð engum í heiminum geti liðið bet- ur en mér,“ eru orð sem henni voru töm. Glaðlyndi hennar var sérstakt og sá hún gjaman spaugilegar hlið- ar hinna ýmsu atvika. Hlátur henn- ar var smitandi og kastaði hún stundum fram hnyttnum visum þótt því færi fjarri að hún teldi sig hagmælta. Fríða var einnig stolt kona og ákveðin í að standa undir þeim kröfum sem lífið lagði henni á herðar. Þann eiginleika taldi hún sig hafa erft frá móður sinni, Sig- ríði Ólafsdóttur, sem var fyrir- mynd hennar í lífinu. Líf þeirra mæðgna tvinnaðist saman á sérstakan hátt og segja .^ná að vissir kaflar úr lífi Sigríðar 'Uiafi endurtekið sig í lífi Fríðu. Fríða missti föður sinn árið 1912 aðeins fjögurra ára að aldri. Hann fórst í sjóróðri frá Steingrímsfirði í Strandasýslu. Sigríður stóð þá uppi án fyrirvinnu með sex böm aðeins fjömtíu og þriggja ára að aldri. A þessum áram var sjaldgæft að ekkjum tækist að halda fjölskyld- unni saman og vinna fyrir henni einar síns liðs. Þetta tókst Sigríði þó með hjálp barna sinna er þau stálpuðust. Sigríður trúði Fríðu dóttur sinni fyrir því að ung að ár- ®%m hefði hún átt sér þann draum að mennta sig, en slíku var ekki til að dreifa fyrir aldamótin í fátæku sjávarþorpi á Vestfjörðum. Þessi draumur varð þó sá drifkraftur sem knúði fjölskylduna til að flytja frá Bolungarvfk, fyrst til Akureyr- ar árið 1915 og síðar til Reykjavík- .^ur árið 1920. Sigríður réðst í þessa flutninga til að veita börnurn sínum aðgang að þeirri menntun sem hugur þeirra stóð til. Eldri syst- umar Guðrún og Guðný lærðu að sauma, Óskar hóf nám í Mennta- skólanum, Hafliði í Kennaraskólan- um, Ólöf í Kvennaskólanum og Fríða í Verslunarskólanum. Fríðu varð tíðrætt um þessi ár og þann dugnað og framsýni sem móðir þeirra sýndi við að tryggja bömum sínum menntun. Arið 1951 stóð Fríða í sömu sporam og móðir hennar þrjátíu og níu áram áður. Þetta ár andaðist eiginmaður hennar Hallgrímur Stefánsson, sjómaður og netagerð- armeistari. Fríða var þá fjöratíu og þriggja ára, á sama aldri og móðir hennar hafði orðið ekkja og stóð ein uppi með fimm börn, það yngsta, Þórdís, nýlega orðin fimm ára gömul. A þessum tímamótum varð fordæmi Sigríðar móður hennar að hennar miklu fyrirmynd. Hún skyldi halda fjölskyldunni saman og koma börnum sínum til mennta án opinberrar aðstoðar. Þetta tókst henni á sama hátt og móður hennar með dyggri aðstoð og samstöðu barnanna. Fyrstu árin eftir lát Hallgríms stundaði Fríða bókbandsstörf, saumaskap og barnagæslu ásamt heimilisstörfum. Henni bauðst síð- an verslunarstjórastarf hjá Mark- aðnum á Akureyri, sem hún gengdi um nokkurra ára skeið þar til hún réðst í að kaupa verslunina árið 1956. Rak hún verslunina af mikl- um dugnaði og annaðist sjálf öll innkaup. Hún fór í margar inn- kaupaferðir til útlanda, sem á þeim tíma var meira fyrirtæki en nú er. Fríða var mjög fróðleiksfús kona og reyndi hún að nota innkaupa- ferðirnar til að kynna sér viðkom- andi lönd og sækja tónleika, sem hún hafði mikið yndi af. Fríða stundaði síðan verslunarstörf þar til hún lét af störfum um sjötugt og varð svo nátengd starfi sínu að hún var jafnan kölluð „Fríða í Mark- aðnum“. Jafnframt atvinnu sinni tók Fríða mikinn þátt í félagsstörf- um. Hún var meðal stofnenda Slysavarnadeildar kvenna og sat í stjórn hennar í tuttugu ár. Taldi hún sér málið skylt þar sem hún hafði misst fóður sinn af slysföram á sjó. Fríða starfaði um árabil í Oddfellowreglunni og gegndi þar trúnaðarstörfum auk þess sem hún starfaði í Sjálfstæðisfélagi Akur- eyrar, spilaði bridds og söng í kór- um. Hún var félagi í Kantötukór Akureyrar og formaður Kirkjukórs Akureyrar í tólf ár þar sem hún söng í fjölda ára. í formannstíð sinni hafði Fríða forgöngu um að kórinn réðst í útgáfu á hljómplötu árið 1968. Þetta var fyrsta stóra sálmasöngsplatan sem gefin var út hér á landi og jafnframt fyrsta platan sem hljóðrituð var í stereó. Fríða Sæmundsdóttir var fædd árið 1908 og hefði því orðið níræð á þessu ári. Hún lifði mikið framfara- skeið í sögu þjóðarinnar og var vel meðvituð um það. Henni vora í fersku minni lifnaðarhættir íyrri kynslóða og kunni því vel að meta ýmis nútímaþægindi sem okkur yngra fólkinu finnst oft sjálfsagðir hlutir. Fríða miðlaði stundum yngri kynslóðunum af reynslu sinni. Þetta gerði hún á mjög sér- stakan hátt þannig að aldrei varð vart beiskju eða sjálfsvorkunnar, þrátt fyrir erfið skilyrði. Hún hafði ásamt móður sinni búið um tíma í kofa þar sem kindur vora hafðar í stíu í öðram endanum og öðra sinni höfðu þær mæðgur haldið til á lofti í fiskhúsi ásamt fleira fólki, en á neðri hæðinni var geymdur fiskur í stöflum. Þetta fiskhús var að Hafn- arstræti 106 á Akureyri, en í þessu sama húsi rak Fríða síðar verslun sína, Markaðinn, í nokkur ár. Henni hafði tekist að nýta sér reynslu sína á jákvæðan og upp- byggilegan hátt og vildi að við yngra fólkið þekktum hið liðna til að við lærðum að þakka fyrir þau lífsgæði er við njótum. Hún varaði okkur einnig við því að gleyma ekki hinum gömlu góðu gildum svo sem heiðarleika og trúmennsku í lífs- gæðakapphlaupi nútímans. Þegar ég kynntist Fríðu, sem til- vonandi tengdamóður, var hún enn í blóma lífsins, þótt komin væri hátt á sextugsaldur. Hún starfaði fullan vinnudag og sinnti félags- málum af mikilli atorku í frítímum sínum. Bömin vora uppkomin, erf- iðleikatímar að baki og hún geislaði af lífsgleði og framtakssemi. Arin liðu og hún lét af störfum á vinnu- markaði en sinnti áfram félags- störfum á meðan kraftar leyfðu. Þegar um hægðist naut hún þess að vera meira samvistum við börn sín og bamabörn en áður hafði gef- ist tími til. I raun var hún komin á langömmualdur þegar henni fór að finnast hún vera amma og þess nutu yngri bamabörnin í ríkum mæli. Þau fengu senda handprjón- aða sokka og vettlinga og lærðu af henni að leggja kapal á ýmsa vegu og spila hin flóknustu spfl. Ég hef á tilfinningunni að Fríða hafi, ólíkt mörgum öðram, haft meira gaman af samskiptum við börn eftir að þau fóra að eldast og hægt var að spjalla við þau og kenna þeim sitt af hverju, en af gælum við unga- börn. Hún naut þess mjög að spila við þau og segja þeim frá ýmsu sem hún hafði reynt eða lesið. Fyr- ir það þakka þau nú. Við hin eldri fengum að njóta smekkvísi hennar í litasamsetningum í teppum sem hún heklaði og ýmsum munum sem hún bjó til. Síðustu árin sem hún gat unnið í höndunum notaði hún kraftana til styrktar Rauða kross- inum og prjónaði mikinn fjölda af lopateppum sem send vora til bág- staddra í fjarlægum löndum. Þá var ekki hægt að gefa henni betri gjöf en poka af lopa til að prjóna úr. Árið 1989 varð Fríða fyrir þeirri þungu sorg að missa yngstu dóttur sína Þórdísi. Hún lést úr krabba- meini fjöratiu og þriggja ára að aldri frá eiginmanni og þrem börn- um. Enn kemur aldurinn fjöratíu og þrjú ár við sögu þeirra mæðgna, en Þórdís lést á sama aldri og móð- ir hennar og amma höfðu orðið ekkjur. Á þeim stundum sem við sátum saman við sjúkrabeð Þórdís- ar kynntist ég hinum mikla innri styrk sem Fríða bjó yfir. I þessari reynslu bognaði hún, en brotnaði ekki. Hún sem að jafnaði flíkaði ekki trú sinni fól dóttur sína Guði á vald og treysti honum. Fríða Sæmundsdóttir var smá- vaxin kona, fríð sýnum, rösk og kát, söngelsk og félagslynd. Þegar litið er yfir lífshlaup hennar er einkenn- andi hversu vel hún lifði lífinu. Hún tókst á jákvæðan hátt á við hvert nýtt æviskeið, naut gleðistundanna í ríkum mæli og skoraðist ekki undan mótlæti og erfiðleikum, heldur mætti þeim með hugprýði og æðr- aðist ekki. Það er dýrmætt að hafa fengið að vera samvistum við slíka konu. Guð blessi minningu tengdamóð- ur minnar, Fríðu Sæmundsdóttur. Anna Guðrún Hugadóttir. Nú er Fríða amma dáin og upp í hugann koma margar minningar um liðna tíð og erfitt að ákveða hvar grípa skal niður. En eitt það fyrsta sem ég gerði mér grein fyrir þegar ég fór að reyna að koma hugsunum mínum niður á blað var hvað hún var í raun stór kona hún amma. Þetta finnst eflaust ein- hverjum furðuleg lýsing þar sem hún var mjög lágvaxin kona en þeir sem hana þekktu era mér öragg- lega sammála. Ég leit alltaf upp til hennar og alls þess sem hún gerði. Þar sem fjölskylda mín fluttist frá Akureyri þegar ég var aðeins 3 ára vora samverastundirnar með ömmu ekki eins margar og ella hefði orðið en þeim mun skemmti- legra var að fara norður og hitta hana og alla ættingjana þar. Það var alltaf svo gaman og gott að koma á Gránufélagsgötuna til ömmu og í huga mér var alltaf ein- hver ævintýraljómi yfír heimilinu. Ég heyri enn brakið i gólfinu í gamla húsinu og lyktin gleymist seint og vekur hún upp margar góðar minningar. Það var eitthvað við þetta hús sem fékk mann til að hugsa svo mikið. Þar var svo margt að sjá, bæði gamalt og nýtt og allt svo spennandi. Fljótlega lærðum við, ég og systkini mín, að oft var að finna eitthvert góðgæti í falleg- um krakkum á innskotsborðum og hillum hjá ömmu og laumuðumst við oft til að fá okkur mola, þó oft- ast spyrðum við nú um leyfi. Það var alveg ómetanlegt að fá að hafa ömmu með okkur í einhver þau bestu sumarfrí sem fjölskyldan hefur farið í, til Sikileyjar og Krít- ar. Við amma áttum þar margar góðar stundir, sátum og spiluðum rommí og töluðum um gamla tíma og svo urðum við hrifnar af sama manninum, honum Kralla á Sikiley, ég aðeins 11 ára en hún 71 árs og þreyttumst við aldrei á að fara og hlusta á hann spila og syngja falleg ítölsk lög á píanó- barnum. Við gerðum okkur ekki gi-ein fyrir þessu þá en þegar litið er til baka getur maður ekki annað en brosað og glaðst yfir því að við gátum keypt okkur plötu með kappanum áður en við urðum að snúa heim aftur. En báðar yljuðum við okkur við sönginn hans á dimm- um vetrarkvöldum og hugsuðum til baka til góðra tíma á Sikiley. En það er annað sem yljar okkur núorðið á köldum vetrarkvöldum á mínu heimili. Það er heklaða búta- teppið sem amma gaf mér þegar ég fór að búa. Hún spurði mig hvað mig langaði mest í og ég óskaði mér að fá heklað bútateppi eftir hana. Hún varð hissa á bón minni en teppið kom og er það eitt mesta djásnið á heimilinu. Mér hefur alltaf þótt það geyma svo margar minningar því þar er að finna af- ganga af garni frá ýmsum tímum sem settir era saman af mikilli smekkvísi og listfengi. Þetta teppi hefur alltaf verið mér mjög dýr- mætt og sérstaklega núna þegar amma er farin. Eg gæti haldið lengi áfram því hún amma kenndi mér svo margt en ég set punktinn hér. En þótt hún sé farin lifir minningin um hana í hjarta mínu og þakka ég Guði fyrir þessa miklu og góðu konu. Blessuð sé minning hennar. Vera Guðmundsdóttir. Nýlega hef ég sagt frá því í bók þegar fóðuramma mín, Sigríður + Fríða Sæmunds- dóttir var fædd í Skálavík við Isafjarð- ardjúp 5. febrúar 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sæ- mundur Benedikts- son, sjómaður, f. 8. okt. 1857, d. 5. okt. 1912, og síðari kona * hans, Sigríður Ólafs- dóttir, f. 28. júlí 1870, d. 3. nóv. 1957. Áttu þau saman sex börn. Frá fyrra hjónabandi átti Sæmundur þijú börn sem Sigríð- ur ól upp með sínum börnum, en alsystkini Fríðu voru: Guðrún, skólastjórafrú að Finnbogastöð- um í Ámeshreppi, Guðný hús- freyja í Hafnarfirði, Óskar, kaup- maður á Akureyri, Hafliði, kenn- ari í Reykjavík og Ólöf, húsfreyja á Selfossi. Eiginmaður Fríðu var Hall- grímur Valdimar Stefánsson, fæddur í Brattahlíð á Árskógs- „strönd 18. sept. 1896. Hallgrím- ur var sjómaður og netagerðar- meistari á Akureyri. Hann lést 26. mars 1951. Börn Fríðu og Hallgríms eru: 1) Stefán, raf- eindavirki, maki: Sigrún Berg- man.i, börn: Tómas Bergmann, Hallgrímur, Guðrún Hörn og Guðmundur. 2) Lilja, tónlistarkennari, maki: Baldur Frí- mannsson, börn: Gréta og Geir. 3) Guðmundur, lyfja- fræðingur, maki: Anna Guðrún Huga- dóttir, börn: Vera, Daði, Hugi og Alma. 4) Hafliði Magnús, sellóleikari og tón- skáld, maki: Ragn- heiður Árnadóttir, börn: Almar, Andri og Stefán Sölvi. 5) Filippía Þórdís, hjúkrunarfræðingur og ljósmóð- ir, d. 12. júlí 1989, maki: Páll Ammendrup, börn: Sigrún Mar- ía, Fríða Dröfn og Dagur Páll. Afkomendur Fríðu og Hallgríms eru nú 34. Fríða lauk prófi frá Verslunar- skólanum árið 1927. Jafnframt náminu vann hún ýmis störf yfir sumartímann, en árið 1929 flutti hún til Akureyrar og hóf störf við verslunina Esju sem Óskar bróðir hennar rak. Starfaði hún í Esju þar til hún gifti sig. Fríða rak verslunina Markaðinn um árabil. Hún tók mikinn þátt í félagslífi á Akureyri og lét mörg framfara- mál til sfn taka. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ólafsdóttir, sem misst hafði mann sinn í sjóinn frá sex ungum börn- um, lagði af stað frá Bolungarvík með barnahópinn í lest á litlu skipi áleiðis til Akureyrar. Þetta var ár- ið 1915 og segir það sína sögu um hugsunarhátt ekkjunnar, að til- gangur búferlaflutninganna var að koma börnunum til mennta. Þegar hafís við Horn hindraði för norður fyrir land og snúið var við til ísa- fjarðar, sagði hún við ráðamenn sem töldu þessu ferðalagi til Akureyrar með börnin lokið: „Nei, ég fer bara hringinn.11 Og gerði það. Yngst barnanna var Fríða Sæ- mundsdóttir sem í dag er borin til hinstu hvílu. Ekki dugði skóla- ganga á Akureyri þeim hugmynd- um sem móðir hennar hafði um menntun barnanna. Eftir nokkur ár á Akureyri fluttist hún með þau til Reykjavíkur. Lauk Fríða námi frá Verslunarskólanum. Mun það trúlega ekki hafa verið algengt á þeim tíma að efnalausar stúlkur úr sjávarplássum hlytu þá mennt- un. Einhverjum hefur sjálfsagt þótt þetta menntabrölt óþarft þvi ekki vann Fríða mikið við verslunar- störf eftir námið, aðeins stuttan tíma í verslun föður míns á Akur- eyri. En menntunin kom heldur betur að gagni síðar. Með manni sínum, Hallgrími Stefánssyni, átti hún fimm börn og var hið yngsta fjögurra ára er hann féll frá. Upp úr því gerðist það að hún tók við verslunarstjórastarfi í versluninni Markaðnum og eignaðist svo verslunina og rak hana um langt árabil og var meðal vinsælli kaup- manna í höfuðstað Norðurlands. Þykir mér merkileg þessi saga af mæðgum tveim. Fyrirhyggja móðurinnar að tryggja framtíð barna sinna með menntun, og kraftur og dugnaður beggja er þær stóðu einar uppi með börn sín. Fríða föðursystir mín var lagleg kona, lágvaxin, grönn, kvik og létt á fæti og létt í lund. Hún var skarpgreind, fróð, gædd prýði- legri kímnigáfu og kunni vel að vekja glaðværð og hlátur og hló sjálf yndislega smitandi hlátri. Ég held samt að höfuðeinkenni henn- ar hafi verið viljastyrkur og þraut- seigja, sem ég þykist vita hvaðan er komin. Hún lauk öllu sína ævi- starfi með sæmd og kveður nú síð- ust systkinanna, kjarnafólks sem aldrei brást skyldum sínum við guð og menn. Blessuð sé minning hennar. Magnús Óskarsson. Amma Fríða var einstaklega hjartahlý manneskja sem lét okkur alltaf líða svo vel og era minning- arnar um hana margar og góðar. Við munum hversu mikið við hlökkuðum ávallt til þegar hún var að koma til Reykjavíkur í heim- sókn. Við vissum að þá var í vænd- um mikil spilamennska langt fram eftir kvöldum. Hún hafði líka frá svo mörgu spennandi að segja og gaf okkur heilræði sem munu alltaf nýtast okkur vel. Enn skemmtilegra fannst okkur samt að ferðast norður til Akureyr- ar á sumrin þar sem við hittum alla ættingjana sem við sjáum annars sjaldan. Amma tók okkur opnum örmum og bauð okkur velkomin á Gránufélagsgötuna. Þar voru spilin að sjálfsögðu tilbúin, en einnig fengum við að skoða allt dótið sem hún geymdi í skápunum, þar á meðal gamalt dót sem mamma átti. Oft leið langur tími á milli heim- sókna til ömmu og var það því sárt í hvert sinn sem við þurftum að kveðja hana eftir stutta, en skemmtilega dvöl. Amma Fríða hefur loksins feng- ið langþráðan frið og við vitum að hún er komin á stað sem henni líð- ur vel á og getur hitt mömmu okk- ar. Við munum aldrei gleyma henni og öllum þeim góðu stundum sem hún gaf okkur. Sigrún, Fríða og Dagur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.