Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 51 I I I I I I I I I I ( ( I ( I ( 3 ( ( J ( FRÉTTIR Minningarsióður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar |i' v i | Sí § á FRÁ afhendingu styrkjanna. Styrkur til stuðnings nýjungum í læknisfræði HIN árlega afhending styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, sem stofnaður var skv. ákvæði í erfða- skrá þeirra hjóna hefur farið fram. Til sjóðsins rann 1/8 hluti eignar þeirra í Silla og Valda. Samkvæmt skipulagsskrá er „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til stuðnings nýj- ungum í læknisfræði", bundinn rannsóknum á sviði öldnmarlækn- inga, heila- og taugalækninga, hjarta- og æðalækninga og augn- lækninga. Fyrstu styrkir voru veitt- ir árið 1985. Upphæð styrkjanna að þessu sinni var kr. 5.759.000.00 og skiptist hún milli 13 styrkþega. Þeir sem hlutu styrkina að þessu sinni voru: Til augnlækninga: Einar Stefáns- son, Ph.D. prófessor, forstöðulækn- ir við Augndeild Landspítalans, til rannsóknar á lífeðlisfræði gláku og glákulyfja og Súrefnisbúskap í sjón- taugum. Einar Stefánsson, Ph.D., prófess- or og forstöðulæknir við Augndeild Landspítalans, til rannsóknar á nýt- ingu tölvutækni og sjálfvirkni í heil- brigðisþjónustu. Meðumsækjendur eru Herbert Þorsteinsson og Ragn- ar B. Guðmundsson, tölvunarmenn. Friðbert Jónasson, dósent, yfir- læknir Augndeildar Landspítalans, til rannsóknar á faraldsfræðú klinik og áhættuþáttum drers á Islandi. Meðumsækjandi er Einar Stefáns- son, Ph.D. prófessor, forstöðulækn- ir á Augndeild Landspítalans. Haraldur Sigurðsson, sérfræð- ingur á Augndeild Landspítalans, til rannsóknar á augntóft eftir brottnám auga og erfðamunstri hrömunar í augnbotnum á Islandi. Harpa Hauksdóttir, læknir, til íramhaldsnáms í augnsjúkdómum við Hospital Ophtalmique Jules Gonin, University of Lausanne, Sviss. Til heila- og taugalækninga: Þor- bergur Högnason, stud.med. í MS námi við Beth Israel Hospital í Boston, til rannsóknar á stökk- breytingu á sérstöku erfðaefni (OMgp-geni) í sambandi við heila- æxli. Til hjarta-og æðalækninga: Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir, til rann- sóknartengds framhaldsnáms í far- aldsfræði hjartasjúkdóma. Þetta er doktorsverkeftii hennar við Erasm- us háskólann í Rotterdam. María Ragnarsdóttir, sjúkra- þjálfari á Landspítala, til rannsókn- ar á lungnafylgikvillum við hjarta- skurðaðgerðir. Til öldrunarlækninga: Anton Pét- ur Þorsteinsson, læknir við Uni- versity of Rochester School of Med- ieine, á sérstakri meðferð á kvíða hjá heilabiluðum öldruðum einstak- lingum, sem dvelja á hjúkrunar- heimilum. Arna Rún Óskarsdóttir, aðstoðar- læknir á Öldrunarlækningadeild Huddinge sjúkrahússins í Stokk- hólmi, til rannsóknar á Alzheimer sjúkdómi við Downs heilkenni. Björn Einarsson sérfræðingur í öldrunarlækningum við Öldrunar- lækningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. Rannsóknai-verkefnið er áhættuþættir æðakölkunar meðal heilabilaðra. Engilbert Sigurðsson, læknir, MSc, MRCPsych, við London School of Hygiene and Tropical Medicine og einnig við The Maudsley Hospital í London, til rannsóknar á faraldsfræði geðsjúk- dóma aldraðra (þunglyndis og heila- bilunar). Hugmyndin er að leita að erfðamörkum, sem valda þunglyndi, minnistapi og skertri getu til at- hafna daglegs lífs. Jón Snædal sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum við Öldrunar- lækningadeild Sjúki’ahúss Reykja- víkur, og Jakob L. Kristinsson, lyfjafræðingur, dósent við Rann- sóknarstofu Háskólans í lyfjafræði, til rannsóknar á magni kopars og ceruloplasmins ásamt ákvörðun á virkni superoxide dismutasa og ceniloplasmins í sermi sjúklinga með Parkinson sjúkdóm. Samverka- menn eru dr. med. Þorkell Jóhann- esson, prófessor, Rannsóknarstofu Háskólans í lyfjafræði og Guðlaug Þórsdóttir, sérfræðingur í öldrunar- lækningum, Öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Frá árinu 1985 hafa verið veittir 78 styrkir úr sjóðnum og hafa 30 verið veittir til öldrunarlækninga, 11 til heila- og taugalækninga, 16 til hjarta- og æðalækninga og 21 til augnlækninga. Við þetta tækifæri ávarpaði Har- aldur Sigurðsson, augnlæknir, gesti og sagði meðal annars: „Þökk sé sjóðstjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar, ég get nú ótrauður haldið áfram að vinna að þeim rannsókn- um sem nú þegar era í gangi og einnig hafið ný og spennandi verk- efni. Það er mikið Guðs lán að til hafi verið manneskjur á Islandi eins og Helga Jónsdóttir og Sigurliði Kristjánsson, fólk sem trúði því að rétt væri að ráðstafa peningum til vísindavinnu, til framtíðar. Og á sama hátt og dómgreind þeirra var skýr, þá treystu þau best skyldfólki sínu til að líta eftir sjóðnum." Morgunblaðið/Sigurgeir. SVIPMYND frá Suðurlandsmótinu í brids, sem fram fór í Vest- mannaeyjum um sl. helgi. BRIDS llinsjón Arnór G. Ragnarssun Sveit Kristjáns Más vann Suð- urlandsmótið í sveitakeppni Mótið fór fram í Framhalds- skóla Vestmannaeyja föstudaginn 9. janúar og laugardaginn 10. jan- úar, með þátttöku 11 sveita. Eftir harða baráttu tókst sveit Krist- jáns Más Gunnarssonar að endur- heimta Suðurlandsmeistaratitil- inn, sem aldrei þessu vant gekk þeim úr gi'eipum 1997. Með Krist- jáni spiluðu þeh’ Helgi Grétar Helgason, Guðjón Einarsson, Bjöm Snorrason og Vilhjálmur Þór Pálsson. Röð efstu sveita varð þessi: Sveit Kristjáns Más Gunnarssonar Selfossi 233 Byggingavörur Steinars Selfossi 219 Sigfiísar Þórðarsonar Selfossi 189 Gísla Þórarinssonar Selfossi 189 Magneu Bergvinsdóttur Vestm.eyjum 188 Eins og sjá má var geysihörð barátta um þriðja sætið, sem veit- ir þátttökurétt á íslandsmóti. Sveit Sigfúsar, sem spilaði án fyr- irliða síns, vann sveit Gísla í inn- byrðisviðureign, og það réð úrslit- um um hvor sveitin hreppti sætið mikilvæga. Sveit Byggingavara Steinars skipuðu Ólafur Steina- son, Sigfinnur Snorrason, Rík- harður Sverrisson og Runólfur Þór Jónsson. Sveit Sigfúsar skip- uðu Gunnar Þórðarson, Ólafur Týr Guðjónsson, Auðunn Her- mannsson og Brynjólfur Gests- son. Mótið var einnig reiknað með fjölsveitaútreikningi. Bestum ár- angri náðu eftirtalin pör: Guðjón Einarsson - Bjöm Snorrason 18,97 Ríkharður Sverriss. - Runólfur Þ. Jónss. 17,31 Kristján M. Gunnarss. - Helgi G. Helgas. 17,28 Olafur Steinason - Sigfinnur Snorrason 16,47 Keppnisstjóri var Stefán Jó- hannsson og stóð hann sig að venju með stakri prýði. Bridsfélag Húsavíkur Aðalsveitakeppni Bridsfélags Húsavíkur er að þessu sinni hald- in í boði Landsbanka íslands hf. á Húsavík. 8 sveitir mættu til leiks í fyrstu umferð. Spilaðir eru 24 spila leikir með forgefnum spilum og fjölsveitaútreikningi. Að lok- inni fyrstu umferð er staða efstu sveita þannig: Þórir Aðalsteinsson 25 Björgvin R. Leifsson 23 Sveinn Aðalgeirsson 22 Þórólfur Jónasson 19 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 12. jan. sl. var spil- aður eins kvölds tvímenningur. 30 pör mættu. Meðalskor 364. Besta skor í N/S: Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 444 GuðrúnJorgensen-ÞorsteinnKristjánsson 430 Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelsson 417 Vilhjálmur Sigurðsson - Viðar Guðmundsson 411 Bestu skor í A/V: Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 478 Maria Asmundsd. - Steindór Ingim.s. 446 Guðm. Guðmundsson - Gísli Sveinsson 414 Kristinn Karlsson - Jóhann Magnússon 400 Mánudaginn 19. jan. nk. hefst Aðalsveitakeppni 1998. Spilað eft- ir Monradkerfi með forgefnum spilum. Upplýsingar og skráning hjá Ólínu í síma 553-2968, Ólafi í síma 557-1374 á kvöldin og BSÍ í síma 587-9360. Spilað í Þöngla- bakka 1 öll mánudagskvöld kl. 19.30. Pör aðstoðuð við að mynda sveitir. Sameiginleg bridskvöld hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga og Bridsfélagi Breiðholts Spilaðir verða eins kvölds tölvu- reiknaðir tvímenningar með for- gefnum spilum á fimmtudags- kvöldum. Veitt verða rauðvíns- verðlaun fyrir efsta sætið í hvora átt. Spilamennska byrjar kl. 19.30 og keppnisstjóri er Isak Öm Sig- urðsson. Allir spilarai- eru vel- komnir og ísak aðstoðar við myndun para á staðnum. Islandsmót í parasveita- keppni1998 Islandsmót í parasveitakeppni fer fram helgina 31. janúar-1. febrúar. Fyrirkomulag verður með sama móti og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir af 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Spila- mennska hefst kl. 11 báða dagana og verður verðlaunaafhending u.þ.b. ki. 15.30 á sunnudeginum. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit. Tekið er við skráningu hjá BSÍ, s. 587-9360. fundir/ mannfagnaðurII félagsstarf l Þorrablót Austfirðingafélag Suðurnesja heldur hið árlega þorrablót í Stapa laug. 17. janúar. Borðhald hefst kl. 19.30. Stuðbandalagið úr Borgarnesi spilar fyrir dansi til kl. 03.00. Aðgöngumiðar verða seldir 15. janúar milli kl. 17 og 19 í Stapa. Ferðir frá BSÍ kl. 18.00 og veitingahúsinu Gaflinum, Hafnarfirði, kl. 18.30. I Nánari upplýsingar veittar í Kaffi Duus við smábátahöfnina í Keflavík, sími 421 7080. VSjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi Rabbfundur Með alþingismönnunum Sigríður Önnu Þórðardóttur og Árna Ragnari Árnasyni laugardaginn 17. janúar nk. kl. 10—12 í Sjálfstæðishúsinu, Víkurbraut 12, Grindavík. Fundurinn er öllum opinn. Stjóm Kjördæmisráðs. V Aðalfundur Hverfafélag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. þ.m. í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi, flytur ávarp. Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson. Stjórnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.