Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 15. JANIJAR 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matarlyst
og fínar línur
Baráttan við aukakílóin er barátta við matar-
lystina, segir Margrét Þorvaldsdóttir, sem
kannaði orsök og afleiðingar.
í UPPHAFI nýs árs eru
strengd árleg heit um bættar mat-
arvenjur. Sérfræðingar í næring-
arfræðum eru teknir tali, fítu-
brennslunámskeið eru í boði á
heilsuræktarstöðvum og gimilegir
megrunarkúrar eru á síðum blaða
og tímarita. Þrátt íyrir góðan
ásetning reynist oft erfítt að losna
við aukapundin. Stundum reynast
þau verða hrein viðbót við þaulset-
in aukapund frá síðasta ári.
Hver sem skýringin er þá hafa
orðið hér margvíslegar breytingar
í neyslu og lífsstfl á síðari árum.
Neyslan er meiri og þjóðin, ekki
síst unga fólkið, er orðið
þrýstnara og þéttvaxn-
ara en áður var. Fiturík-
ari matur er oftar á
borðum en áður, salöt
með feitum sósum eru
vinsæl í samlokunni í há-
degi. Sætabrauð og sæt-
indi, gos, nasl og ídýfur
og allt sem gómsætt er
æsir upp löngun í meira
fituríkt og sætt matar-
kyns.
Matarvenjur á hátíð-
um eru einnig aðrar en
fyrir aðeins einum til
tveim áratugum. Þá
hófust jól á jólum. Jóla-
maturinn var aðeins
borðaður á jólum en
ekki alla jólafostu eins
og nú er gert með til-
komu jólahlaðborðanna
og þar er neyslan senni-
lega meiri en á jólum
vegna ofgnóttar gimi-
legra krása. Jólakökum-
ar vom aðeins borðaðar
á jólum en ekki alla jóla-
fóstu eins og nú er gert.
I loka hátíða reynast af-
gangar drjúgir fyrir lín-
umar og oft gleymist að
aðeins 70 prósent af fítu í máls-
verði miðað við hinar yngri. Ein
skýring er sögð vera sú, að eftir
því sem konur eldast hafa þær
meira glucagon hormón sem kallar
fram meiri sykur í blóðið. Það er
mjög óheppilegt vegna þess að
meiri sykumeysla hindrai’ fítu-
brennslu í líkamanum.
Ef þörf er talin á að liðka um
miðlínuna em hagnýtar upplýsing-
ar að finna í í bókinni „Under-
standing Nutrition." Þar kemur
fram að meiri eða minni neysla frá
degi til dags, eitt kfló af eða á,
skipti ekki miklu máli fyrir líkams-
ÞAÐ er sama hvað þú hamast, þú getur
ekki hrist það af, rúllað því af, lamið það
af eða bakað það af ... Eina leiðin er að
borða minna og stunda meiri líkams-
þjálfun.
gómsæt smákaka getur innihaldið
allt að 200 kaloríur - stykkið.
Fæstir hafa jafnað sig á of-
neyslu á jólum þegar vinsæl mat-
arhátíð hefst á Þorra. Síðan kemur
bolludagur og sprengidagur. Þess-
ir dagar em aðeins einu sinni á ári
og fastur punktur í tilvemnni, en
nú er ekld bolludagur aðeins á
bolludag heldur vikuna áður og
vikuna á eftir líka. Hefðir hafa ver-
ið látnar víkja og forskot tekið á
sæluna oftar en hollt er.
Breytingar sem þessar reiknast
ekki alfarið á gróðravon kaupa-
héðna, hagnaðarvon þeirra færi
fyrir lítið ef ekki væra til lystugir
kaupendur. Réttara væri að nefna
ofneyslufyrirbærið, baráttu við
matarlystina, fremur en baráttu
við aukakílóin. Af þeim ástæðum
væri stuðningur af meiri og ítar-
legri upplýsingum frá sérfræðing-
um um það hvemig líkaminn nýtir
fæðuna og hvemig bregðast eigi
við hinum ýmsum aðstæðum og
áreiti. Sem dæmi skal vitnað í
næringarþátt í síðasta nóvember-
blaði Science News. Þar kemur
t.d. fram skýring á því hvers vegna
fólk hefur tilhneigingu til að verða
þéttvaxnara með aldrinum. Þar
segir að líkamsfíta einstaklinga
tvöfaldist á aldrinum frá 20-50 ára.
Skýringin hefur verið talin vera of
mikil neysla og lítil hreyfing, en
ástæður em sagðar geta verið
fleiri.
Nýjar rannsóknir, sem gerðar
vom við Tuft-háskóla í Boston,
hafa leitt í ljós að hæfileiki líkam-
ans tii að brjóta niður og nýta mik-
ið magn af fitu minnkar með aldr-
inum. Það getur leitt til þess að
fíta í stómm málsverði hleðst upp
sem líkamsfita í stað þess að
brenna upp sem orka. I rannsókn-
inni, sem gerð var á konum, en
helmingur þeirra var á þrítugs-
aldri en hinar yfir sextugt, kom
fram að eldri neytendur brenndu
þyngd. Það er fyrst þegar jafn-
vægið raskast yfir lengri tíma að
breyting verður á þyngdinni. Jafn-
vægið fer úr skorðum þegar borð-
að er og svengd er ekki til staðar.
Við segjum gjaman þegar komið
er að gimilegu borði: „Eg er eigin-
lega ekkert svöng, en ég ætla
þiggja eina sneið.“ Þá er oft eins
líkaminn kalli á meira góðgæti.
Síðan koma heit um meiri sjálf-
saga og þá þarf að gera sér grein
fyrir hvað þarf til að koma á jafn-
vægi á ný. I bókinni kemur fram
að eitt pund (454 gr) af fituvef inn-
heldur 3.500 kaloríur og til að
losna við þær þarf fólk að neyta
3.500 færri kaloríum en það brenn-
ur. Að jafnaði nægir að draga úr
neyslunni um 500 kaloríur á dag til
að losna við eitt pund á viku. Þegar
metnar em kaloríur umfram orku-
þörf getm- verið nauðsynlegt að
átta sig á hvað mikið þarf að ganga
eða hlaupa þær af sér. Til að
brenna upp:
10 stk. kartöfluflögur (115 kal.)
þarf að ganga 44 mín. eða skokka í
13 mín.
!4 ltr. bjór eða kóla ( 150 kal.)
þarf að ganga 58 mín. eða skokka
16 mín.
1 sneið pizza kjamgóð (300 kal.)
þarf að ganga 2 klst. eða skokka í
33 mín.
ís 2/3 bolli (um 2 kúlur 200 kal.)
þarf að ganga 76 mín. eða skokka í
22 mín.
1 smákaka ( 50 kal.) þarf að að
ganga 20 mínútur eða skokka í 5
mín.
Ráð sérfræðinga er sem fyrr
minni neysla og meiri líkamsþjálf-
un til að styrkar og viðhalds vöðv-
um þar sem fítubrennslan fer
fram. Aðrir ávinningar líkams-
þjálfunar em minni matarlyst,
minni streita og streitutengd mat-
arlyst og betri líkamleg líðan.
Höfundur er blaðamaður.
Hver kann
þessi erindi?
VELVAKANDA barst
eftirfarandi:
„Kæri Velvakandi.
Eg vona að þú getir
hjálpað mér að finna
þann sem kann fleiri er-
indi við þetta kvæði:
Kaffi, hættu að þamba kaffi.
Taugar veiklar Tyrkja
drykkur sá,
heilsu spillir, gerir bömin grá.
Slíkt heijans eitur svart
það hentar bömum vart
Mér er sagt að erindin
séu fleiri en finn engan
sem kann þau.
Þá leita ég einnig upp-
lýsinga úr hvaða vísu
þetta brot er og eftir
hvern:
„Hvað á ég sem aldrei
frýs?“
Með fyrirfram þökk
og bestu kveðju,
Fjóla ísfeld."
Hægt er að koma
svömm til Fjólu í síma
461 5547.
Svar frá
Islandspósti
vegna fyrirspumar
HINN 9. janúar birtist í
Velvakanda fyrirspurn
um póstkassa, sem var
við verslun í Seljahverfi,
en hefur verið tekinn
niður.
Undanfarin ár hefur
það því miður færst í
vöxt um áramót að kín-
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
verjum og öðrum þess-
háttar sprengjum hefur
verið stungið ofan í póst-
kassa. Auk póstkassanna
sjálfra, skemmist við
slíkar sprengingar sá
póstur sem stungið hefur
verið í þá, en slíkt veldur
viðskiptavinum okkar
miklum óþægindum.
Til þess að draga úr
hættunni á slíkum uppá-
komum var gripið til þess
ráðs að taka niður u.þ.b.
40 póstkassa rétt fyrir
áramót og setja þá aftur
upp eftir þrettándann.
Umræddur póstkassi,
sem og nokkrir aðrir,
verða því settir aftur upp
á næstu dögjum.
Orn V. Skúlason, fram-
kvæmdastjóri markaðs-
og sölusviðs Islands-
pósts.
Enn um gullverð
GUNNAR Hjartarson,
gullsmiður í Hafnarfirði,
hringdi vegna skrifa
Bárðar Halldórssonar í
Velvakanda sl. þriðjudag
um gullverð.
Gunnar segir að út-
reikningur Bárðar sé ekki
miðaður við rétta vigt því
gullverðið sé miðað við
svokallaða troy-únsu, sem
er 31,15 gramm, en ekki
rúm 28 grömm eins og
venjuleg únsa og útreikn-
ingur Bárðar Halldórs-
sonar byggist á. „Þetta er
algengur misskilningur
þegar kemur að því að
reikna út gullverð,“ sagði
Gunnar
Tapað/fundið
Brúnt seðlaveski
týndist
BRÚNT seðlaveski
týndist föstudaginn 9.
janúar í miðbænum.
Skilvís finnandi hafi
samband í síma
555 2177.
Jakki týndist
SVARTUR aðskorinn
Kookai kvenjakki týndist
á Skuggabarnum á
nýársnótt. Viti einhver
um jakkann er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 557 4589.
Gullhálsfesti týndist
GULLHÁLSFESTI
týndist laugardaginn 10.
janúar. Skilvís finnandi
vinsamlega hafi sam-
band í síma 565 8644.
Veski týndist
BRÚNT seðlaveski týnd-
ist aðfaranótt sl. laugar-
dags, líklega á Seltjarn-
amesi. I veskánu vom
m.a. skilríki og greiðslu-
kort. Hafi einhver fundið
veskið er hann beðinn að
hringja í síma 561 2330.
Fundarlaun.
Skuggabar
fatnaður
ENNÞÁ er töluvert af
ósóttum fatnaði hjá okk-
ur. Þið sem fóruð heim
„ekki í ykkar flík“ komið
henni til skila á Hótel
Borg, Skuggabar, sem
Með morgunkaffinu
fyrst og fáið ykkar í
staðinn. Veitingastjóri.
Prjónahúfa týndist í
Mosfellsbæ
SVÖRT prjónahúfa með
hvítum og svörtum kanti
týndist í Tangahverfi í
Mosfellsbæ mánudaginn
12. janúar. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
566 6492.
Göngustafir týndust
GÖNGUSTAFIR, (leki)
sem hægt er að renna í
sundur, týndust laugar-
daginn 3. janúar uppi við
Kolviðarhól, við vörðu.
Skilvís finnandi hafi
samband í síma 566 8157.
Dýrahald
Kettlingar fást gefíns
5 kettlingar fást gefins.
Fjórlitar læður og gul-
bröndóttur fress. Vel
upp aldir og kassavanir.
Uppl. í síma 552 0834.
Köttur fæst gefins
GRÁ/brún/bröndótt fjög-
urra ára læða fæst gefins
á gott heimili. Er inni-
köttur, blíð og góð og bú-
ið er að taka hana úr
sambandi. Upplýsingar í
síma 561 2545.
Kettlingar fást gefíns
KISAN okkar hún Mjall-
hvít eignaðist nokkra
yndislega kettlinga. Nú
vantar þá gott heimili.
Uppl. í síma 565 5068.
Víkverji skrifar...
UMRÆÐUR um mögulega ein-
ræktun manna hafa verið lífleg-
ar síðan breskir vísindamenn upp-
lýstu á síðasta ári að þeim hefði tek-
ist að einrækta kind.
Fram að því hafði hugtakið ein-
ræktun, eða klónun, verið talið eiga
best heima í vísindaskáldsögum. Það
er til dæmis ekki lengra síðan en ár-
ið 1984 að tveir virtir vísindamenn
skrifuðu grein í tímaritið Science þar
sem þeir lýstu því yfir að það væri
einfaldlega líffræðilega ógerlegt að
einrækta spendýr með kjamaflutn-
ingi. 14 árum síðar afsannaði kindin
Dolly þessar fullyrðingar.
x x x
IEINFÖLDUSTU mynd sinni fer
einræktun með kjarnaflutningi
fram á eftirfarandi hátt: Tekið er
egg úr legi dýrs A, og erfðaefnið
fjarlægt úr því. Erfðaefni úr frumu
dýrs B er sett í eggið í staðinn og
egginu er síðan komið fyrir í legi
dýrsins C. Ef allt gengur að óskum,
eins og þegar Dolly var búin til,
eignast C afkvæmi sem er eins kon-
ar líffræðilegt afrit af B.
Þetta vísindaafrek var hvorki
runnið undan rifjum brjálaðra vís-
indamanna né afrakstur þaulhugs-
aðra áætlana á vegum vel búinna
háskóla. Um var að ræða líffræð-
inga á mála hjá lyfjafyrirtæki í Ed-
inborg sem var að þreifa sig áfram
með nýjar aðferðir til að búa til lyf.
Lyfjafyrirtækið hafði sýnt fram á að
með erfðabreytingum var hægt að
búa til kindur sem gátu framleitt
ákveðin efni í mjólk sem síðan var
hægt að nota til lyfjaframleiðslu.
Fyrirtækið vildi freista þess að ein-
rækta þessar erfðabreyttu kindur
og helst búa til eintök af báðum
kynjum og rækta þannig nýjan fjár-
stofn lifandi lyfjaverksmiðja.
xxx
NÚ ÞEGAR hafa 19 Evrópuríki,
þar á meðal íslendingar, skrifað
undir samning á vegum Evrópuráðs-
ins um algert bann við einræktun
manna. Sá samningur byggist á virð-
ingu fyrir því að hver manneskja sé
einstök og fyrsta grein hans bannar
hverja þá aðgerð sem stefnir að því
að búa til mann með sömu erfðavísa
og annar, hvort heldur lifandi eða
látinn.
Á sama tíma hefur bandarískur
vísindamaður lýst yfir áhuga á að
einrækta börn fyrir ófrjó pör. Hann
segist ekki sjá neinn siðferðisvanda
þessu samfara og einræktun á fólki
geti bætt ónæmiskerfi manna og
lengt meðalaldurinn um áratugi.
Aðrir vísindamenn, þar á meðal
„höfundar" Dollýar, hafa lýst and-
stöðu við þessi viðhorf og sumir hafa
opinberlega lýst þeirri skoðun að
maðurinn sé hreinlega bilaður. Sjálf-
sagt er meirihluti mannkyns svip-
aðrar skoðunar en sú skoðun getur
auðvitað breyst á jafn skömmum
tíma og það tekur vísindamenn að
gera það ómögulega. Það getur tím-
inn einn leitt í Ijós.