Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 59
FÓLK í FRÉTTUM
► FYRSTA umferð „Gettu betur“, ár-
legrar spurningakeppni framhaldsskól-
anna, hefst þriðjudaginn 20. janúar.
Fyrri hluti keppninnar fer fram á Rás 2
Ríkisútvarpsins þriðjudaga, fímmtudaga
og föstudaga kl. 20.30-21.30 frá 20. jan-
úar til 6. febrúar. Úrslit þessa hluta ráða
hvaða lið komast í úrslitakeppnina sem
sýnd verður í Sjónvarpinu.
I ár stjórnar Davíð Þór Jónsson
keppninni og fer með gamanmál, en það
er þriðja skipti sem hann gegnir því
hlutverki. Þar er Davíð Þór sporgöngu-
maður Stefáns Jóns Hafstein sem stýrði
vitsmunaati menntskælinga af hörku um
árabil, og Ómars Ragnarssonar sem
staldraði heldur skemur í embættinu.
Allt síðan Stefán Jón tók við stjórn
keppninnar árið 1991 hefur Andrés Ind-
riðason séð um tæknilega hlið mála fyrir
hönd Sjónvarpsins og ótal aðilar hafa
Vitsmunaat mennt-
skælinga að hefjast
komið að ólikum hlið-
um þess í gegnum ár-
in. Nú er það Gunn-
steinn Ólafsson sem
semur spurningar og
metur svör. Honum til
aðstoðar er Katrín
Jakobsdóttir sem
fylgist með klukku og
stigagjöf annað árið í
röð.
í fyrstu umferð
keppa lið frá 22 fram-
DAVÍÐ Þór Jónsson verður
spyrill í spurningakeppninni.
haldsskólum um rétt
til þátttöku í annarri
umferð þar sem þau
11 lið sem sigra, auk
sigurvegaranna frá í
fyrra, liðs Menntaskól-
ans í Reykjavík, bítast
um að komast í aðal-
keppnina í Sjónvarp-
inu.
Þar keppa svo sigur-
vegararnir 6 auk
tveggja stigahæstu
tapliðanna um verðlaunasætin.
Spurningakeppni framhaldsskóla er
orðin nokkuð formfastur dagskrárliður,
enda liggur ellefu ára hefð að baki
henni sem er langur tími í sögu íslensks
sjónvarps. Aðspurður hvort miklar
breytingar væru fyrirhugaðar þetta árið
sagði Davíð Þór að lítið yrði brugðið út
af þeim hefðum sem myndast hefðu.
Mikil stemning myndast oftast um
keppnina í þeim skólum sem ná góðum
árangri og er hún nánast ómissandi
þáttur í félagslífi margra þeirra. Sam-
kvæmt hefð munu fulltrúar þeirra skóla
sem keppa í hvert skipti sjá um
skemmtiatriði í hléum sjónvarpskeppn-
innar.
Sjónvarpið sýnir keppnina í 7 þáttum á
jafnmörgum föstudögum frá 20. febniar
til 3. apríl þegar bein útsending verður
frá úrslitaviðureigninni.
MYNDBÖND
Dagsverk
Sundlaugahreinsun Hugo
(Hugo Pool) _____________
íía in a n iii y n d
'k
Framleiðandi: Barbara Ligeti. Leik-
stjóri: Robert Downey. Handritshöf-
undar: Robert Downey og Laura
Downey. Kvikmyndataka: Joseph
Montgomery. Tónlist: Danilo Perez.
Aðalhlutverk: Alyssa Milano, Malcom
McDowelI, Richard Lewis, Robert
Downey jr., Sean Penn, Cathy Mori-
arty, Patrick Dempsey. 92 mín.
Bandarikin. Bergvík 1997. Útgáfu-
dagur: 16. desember. Myndin er öll-
um leyfð.
ROBERT Downey er frekar
þekktur sem faðir hins ágæta kvik-
myndaleikara
Roberts Dow-
neys jr. en að
vera kvik-
myndaleikstjóri
sem hefur gert
myndir síðan
seint á 7. ára-
tugnum. Það
getur vel verið
að Downey hafi
gert nokkrar piýðilegar gaman-
myndir í fyrstu en það sem hann
hefur gert frá árinu 1980 er hrein-
asta hörmung og má nefna myndir
eins og „Too Much Sun“. Sund-
laugahreinsun Hugo breytir engu
um gæðin á myndum Downeys
þótt það sé frekar undarlegt að all-
ir þessir ágætu leikarar taki þátt í
henni. Myndin fjallar um einn dag í
lífi Hugo sem starfar við það að
hreinsa sundlaugar. Þennan dag
hittir hún margar sérviskulegar
persónur eins og uppdópaðan föður
sinn (Malcom McDowell) spilaóða
móður sína (Cathy Moriarty), mis-
heppnaðan leikstjóra (Robert
Downey jr.) og ungan mann sem er
með Lou Gehrig sjúkdóminn (Pat-
rick Dempsey).
Myndin er hræðilega skrifuð og
leikin og það sama má segja um
leikstjórnina. Hvernig fólk getur
aflað peninga til þess að gera svona
óskapnað er mér mikil ráðgáta.
Myndin er samt sem áður ágætis
heimild um hversu lágt góðir leik-
arar geta lagst og er Robert Down-
ey jr. skólabókardæmi um það.
Alyssa Milano hefur nánast enga
leikhæfileika og reynir að komast í
gegnum myndina á útlitinu einu og
miðað við gæði myndarinnar tekst
henni það prýðilega. Þessi mynd er
ásamt „Shootfighter 2“ versta
mynd ársins 1997.
Ottó Geir Borg
Laugavegi 91, sími 511 1717
Kringlunni, sími 568 9017
ETiiírTi raCTin