Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 29. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 5. FEBRUAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vonast eftir lausn á hval- veiðideilu St. John’s. Reuters. PULLTRÚAR í alþjóðahvalveiði- ráðinu (IWC) kváðust vonast til þess að geta hoggið á hnútinn í deilu að- ildam'kjanna um takmarkaðar hval- veiðar á fundi sem nú stendur yfu- á Antigua. Til umræðu í gær voru tillögur íra sem gera ráð fyrir banni við hval- veiðum á úthöfum en að takmarkað- ar veiðar á landgrunni undir ströngu eftirliti IWC verði heimilaðar. Til- gangurinn er að uppræta vísinda- veiðar með öllu. Japanir mæltu fyrir því að hval- veiðar yrðu leyfðar að nýju, enda segja þeir veiðibann á úthöfum stangast á við stofnskrá IWC. Norð- menn lögðust harðlega gegn hug- myndum um að takmarka neyslu hvalkjöts við heimamarkað. Nobuyuki Yagi, fulltrúi Japana, sagði að hvalastofnar væru ekki í út- rýmingarhættu. Þeir hefðu verið að vaxa og enginn vildi stofna þeim í hættu heldur nýta skynsamlega. Daven Joseph, fulltrúi Antigua og Barbuda, sagði umræður í gær hafa snúist að mestu um hvernig skil- greina mætti svonefndar strandveið- ar samkvæmt írsku tillögunni, sem hann sagði vera viðunandi málamiðl- un. Antigua hefur nú fallið frá harðri andstöðu sinni við veiðar. Reuters Höfuðið á sínum stað HAFMEYJAN á Löngulínu í Kaup- mannahöfn er á ný sú bæjarprýði sem hún hefur verið lengi þar sem höfuðið er að nýju komið á stytt- una. Skemmdarvargar, sem sagðir eru hafa verið ungir drengir, sög- uðu höfuðið af í byijun árs og fannst það þremur dögum seinna, en viðgerðinni lauk í gær. SÞ segir tilboð Iraka ekki leysa vandann New York, Kaíró, London. Reuters. TILBOÐ Iraka, sem fregnir bárust af í gær, um að veita vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) aðgang að átta forsetahöllum í einn mánuð myndi ekki leysa vanda efth- litsmannanna, að því er SÞ-nefnd er hefur umsjón með vopnaeign Iraka (UNSCOM) greindi frá í gær. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN gi-eindi frá tilboði Iraka í gær og ut- anríkisráðherra Egyptalands, Amr Moussa, kvaðst hafa það eftir starfs- bróður sínum í Irak að þarlend stjórnvöld væru „að hneigjast í átt að því“ að veita eftirlitsmönnunum aðgang að forsetahöllunum. Samkvæmt fréttum CNN bjóðast Irakar til að leyfa fulltrúum SÞ að athuga hallirnar átta í einn mánuð, og gætu rannsóknarmenn UNSCOM slegist í fór með þeim. Ewen Buchanan, talsmaður UNSCOM, sagði að svo virtist sem tilboð íraka væri háð því skilyrði að eftir að stað- ur hefði verið rannsakaður einu sinni Ákafar tilraunir til að finna pólitíska lausn fengju fulltrúar SÞ ekki að koma þangað aftur. Buchanan benti á, að á einum þeirra staða sem um ræddi, forseta- höll í miðborg Baghdad, væru „mörg hundruð byggingar sem myndu sam- kvæmt þessu verða_ óaðgengilegar“. Samkvæmt tilboði íraka fengju að- ildarríki öryggisráðs SÞ, fimmtán að tölu, hvert .um sig að tilnefna fimm rannsóknarmenn og tveir yrðu frá hverju því 21 ríki sem á aðild að UNSCOM. Skýrsla yrði gefin örygg- isráðinu en ekki UNSCOM. Fréttastofa Reuters hefur eftir stjórnarerindrekum að öruggt megi telja að öryggisráðið myndi hafna þessu tilboði yrði það borið fram við ráðið. Kláfferjuslysið í ftölsku Ölpunum Kæruleysi kennt um Cavalese, Aviano. Reuters. ROMANO Prodi, forsætisráð- herra Italíu, lýsti því yfir í gær að „hörmulegu kæruleysi11 væri um að kenna hvernig fór, er 20 manns, sem voru farþegar í kláf- ferju á vinsælu skíðasvæði í austanverðum ítölsku Ölpunum, létu lífið í slysi í fyiradag. Bandarísk herþota í lágflugi sleit burðarvíra ferjunnar með þeim afleiðingum að hún steypt- ist til jarðar og flattist út í fjalls- hlíðinni. Flugvélin lenti hins veg- ar heil á húfi. Talsmenn bandaríska flug- hersins lýstu því yfir í gær að sérstök rannsóknamefnd á veg- um hans yrði send á vettvang til að hjálpa til við að upplýsa til hlítar hvernig annað eins gat gerzt. Itölsk vitni að slysinu létu að því liggja í gær að flugmaður herþotunnar hefði virzt ætla að gera sér að leik að reyna að fljúga undir burðarvíra kláfferj- unnar. Mikil reiði var ríkjandi í fréttaflutningi ítalskra blaða af slysinu í gær og stjórnmálamenn voru ósparir á harðorðar yfirlýs- ingar. ■ Italir gramir/22 Tæknin slípuð Reuters AÐEINS tveir dagar eru þar til 18. vetrarólympíuleikarnir verða settir í Nagano í Japan. Undan- farna daga hafa íþróttamenn ílykkst á vettvang og notað tím- ann fram að leikum til þess að reyna aðstæður og fínslípa form- ið áður en í alvöruna kemur. Meðal þeirra eru bandariska skautaparið sem líður um ísinn. Stjórnvöld víða um heim héldu í gær áfram áköfum tilraunum til að finna samningalausn á Iraksdeilunni. Meðal þeirra sem Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, ræddi við í gær var Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. Þeir ræddust við í tíu mínútur í síma, og að sögn talsmanns Blairs lagði hann áherslu á það við Jeltsín að „hótunin um valdbeitingu ef nauð- syn krefði“ yrði að vera raunveruleg. Talsmaðurinn sagði að Rúss- landsforseti hefði látið í ljósi efa- semdir sínar um réttmæti þess að beita valdi. Hann hefði þó ekki tekið jafn djúpt í árinni og fyrr um dag- inn, er hann sagði aðgerðir Banda- ríkjamanna geta leitt til heimsstyrj- aldar. í gærkvöldi sagði talsmaður Jeltsins að ummæli forsetans um að hætta væri á heimsstyrjöld yrði ráðist á Irak hefðu verið slitin úr samhengi. ■ Aðgerðir Clintons/20 Hnattflugi hætt Genf. Reuters. VEGNA synjunar Kínverja á leyfi til að fljúga belgfar- inu Breitling um kínverska lofthelgi ákváðu leiðangurs- menn í gær að hætta við hnattflugstilraun sína. Með því að reyna að sneiða suður fyrir Kina hefði ferðalagið lengst um tvo daga og því nær öruggt að eldsneyti dygði ekki til hnattflugs. Margra daga diplómatískar tilraunir til að fá Kínverja til að skipta um skoðun reyndust árangurslausar og hafa þeir ekki virt viðmælendur sína svars frá því í fyrradag. I staðinn ákváðu belgfararnir þrír, sem voru yfir Ind- landi í gær, að dóla yfir til Bengalflóa og lenda í Búrma eða Tælandi á morgun eða laugardag. Skömmu fyrir há- degi í dag að íslenskum tíma setja belgfararnir nýtt flugsögumet því þá verða þeir búnir að vera lengur á lofti en nokkurt annað loftfar án þess að taka eldsneyti á flugi. Þá hafa þeir verið níu daga og fjórar mínútur á Bretland Aldrei hægri umferð Brussel. Reuters. GAVIN Strang, samgöngu- ráðherra Bretlands, útilokaði í gær, að tekinn yrði upp hægiihandarakstur í Bret- landi og kvaðst raunar telja, að það yrði ekki gert úr þessu. Strang lýsti þessu yfir vegna fyrirspumar frá nefnd- armanni í samgöngunefnd Evrópuráðsins og rifjaði upp ákvörðun Svia um að skipta yfir í hægri umferð fyrir 30 árum. Var hún tekin í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Eg er ekki viss um, að það hefði verið rétt af okkur Bretum að fara að dæmi Svía þá en það var örugglega síð- asta tækifærið. Nú er það orðið um seinan,“ sagði Strang. Reuters BERTRAND Piccard leiðangursstjóri fylgist með mælitækjuin um borð í Breitling-belgfarinu í gær. lofti. Arið 1986 flaug lítil sérsmíðuð flugvél umhverfis jörðina á níu dögum fi’á herstöð í Kaliforníu án viðkomu á leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.