Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Herdís Sigurbergsdóttir íþróttamaður Garðabæjar KJÖR íþróttamanns Garðabæjar fór fram í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli sunnudaginn 25. janúr sl. Her- dís Sigurbergsdóttir, handknatt- leikskona úr Stjörnunni var kjörin íþróttamaður Garðabæjar 1997. 1 Sigrún Gísladóttir, forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar, lýsti kjöri íþróttamanns Garðabæjar og af- henti Herdísi bikar til staðfestingar kjörinu. Herdís hefur leikið tæplega 300 leiki með meistaraflokki Stjörnunn- ar en hún var aðeins sextán ára er hún hóf að leika með meistaraflokki. A síðustu átta árum hefur Herdís | sjö sinnum verið tilnefnd besti varn- armaður íslandsmótsins í hand- g knattleik og hlaut hún þann titil 1997. Herdís hefur unnið alls 13 ís- lands-, bikar- eða deildarmeist- aratitla með Stjörnunni og margoft verið valin besti leikmaður félags- ins. Sautján ára lék Herdís fyrsta A-landsleik fyrir Islands hönd og hefur leikið um 50 leiki síðan. Auk útnefningar íþróttamanns ársins voru veittar aðrar viðurkenn- ingar fyrir ágætan árangur íþrótta- fólks í Garðabæ á árinu 1997. Veitt- ar voru viðurkenningar fyi’ir Is- lands-, deildar- og bikarmeist- aratitla alls 94 einstaklingum, til efnilegra unglinga í hverri íþrótta- grein og fyrir framlag til æskulýðs- og íþróttamála. Andrés B. Sigurðsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garða- bæjar, stjómaði athöfninni að við- stöddu fjölmenni. HERDÍS Sigurbergsdóttir með verðlaunabikarinn. Tannvernd- ardagurinn j er á morgun | TANNVERNDARDAGUR verður | föstudaginn 6. febrúar nk. Verður ■ áhersla lögð á umfjöllun um matar- venjur íslendinga, mikla neyslu gosdrykkja, tannhirðu og mikil- vægi flúors. Að þessu sinni verður sérstak- lega reynt að fræða þá sem hefja nám í framhaldsskólum landsins á árinu og munu tannlæknar annast Ífræðslu í skólunum. í fræðsluefni frá Tannvemdar- ráði segir m.a.: „Án efa era fleiri en ein orsök þess hve erfíðlega hefur gengið að minnka tannskemmdir hjá Islendingum þrátt fyrir nægan fjölda tannlækna á landinu og að hið opinbera greiði stóran hluta kostnaðarins fyrir tannlæknaþjón- ustu bama og unglinga. Eflaust skiptir mestu mikil NÝLEGA vora í fyrsta sinn veittir styrkir úr „Sjóði Kristínar Bjöms- dóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna", en sjóður- £ inn er í vörslu Krabbameinsfélags a Islands. Fé úr sjóðnum skal aðal- g lega varið í þágu rannsókna á 1 krabbameini í börnum og ungling- um og til aðhlynningar ki-abba- meinssjúkra barna. Stjórn sjóðsins ákvað að veita tvo styrki, samtals að upphæð 800 þúsund krónur. Guðmundur K. Jónmundsson og Jón R. Kristinsson, læknar á Barnaspítala Hringsins, fá styrk til . að rannsaka langtímaáhrif með- 1 ferðar við krabbameini í æsku. Á undanförnum áratugum hafa fram- g farir orðið miklar og lífshorfur hafa batnað mikið. Sjúkdómsmeðferðin neysla sykurs, sælgætis og gos- drykkja, sem m.a. tengist þvi hve sölutumar era margir. Hver Is- lendingur neytir að jafnaði um 22 kg af sælgæti og drekkur 130 lítra af gosdrykkjum á hverju ári þrátt fyrir að fáar þjóðir hafi betri að- gang að góðu drykkjarvatni. Víða er erfitt að fá vatn að drekka í sam- komuhúsum, íþróttasölum, skólum og sundstöðun en gos og sæta drykki er víðast hægt að fá. Þótt tannskemmdir hafi minnk- að er eyðing á yfirborði tanna af völdum sýra orðin alvarlegt vanda- mál og mun mikil gosdrykkja- neysla vera aðalorsökin." getur haft áhrif á vöxt og þroska, hormónajafnvægi og jafnvel félags- legar aðstæður. Athyglinni verður einkum beint að hvítblæði og heila- æxlum. Styrkarfélag ki’abbameinssjúkra barna fær styrk til að efla núver- andi starfsemi í Hvammi í Vatns- dal í Austur-Húnavatnssýslu en þar er rekið hvíldarathvarf fyrir langveik böm. Þorsteinn Olafsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, tók við styrknum en hjónin í Hvammi, Gunnar Ástvaldsson og Þuríður Guðmunsdóttir, voru viðstödd. Þess má geta að Kristín var fædd á Litlu-Giljá í Austur-Húnavatns- sýslu árið 1909 og lést 1994. Grunnskóla- skákmót stúlkna verður um helgina GRUNN SKÓL ASKÁKMÓT stúlkna fyrir árið 1998 verður haldið sunnudaginn 8. febrúar nk. í hús- næði Skáksambands íslands, Faxa- feni 12. Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 10 mín. skákir. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvoram flokki. Skráning er á mótsstað en allar frekari upplýsingar er að fá á skrif- stofu Skáksambands Islands kl. 10-13. Nönnukot opnað á ný NÖNNUKOT í Hafnarfirði hefur nú verið opnað að nýju eftir smá- andlitslyftingu. Vertinn Nanna Hálfdánardóttir mun hafa Nönnu- kot opið frá kl. 13-18 fyrst um sinn. Þar gefst gestum og gangandi kost- ur á að fá sér kaffi hússins og bakk- elsi með, setjast niður og spjalla eða líta í blöðin. LEIÐRÉTT Þróunarríkið ísland HINN 3. febrúar sl. birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu: „Þróun- arríkið Island". I greininni er slæm missögn um skattfríðindi sjómanna. Þar segi ég að sjómannastéttin sé skattfrjáls. Sé þetta tekið bókstaf- lega hlýtur það að skiljast svo að stéttin greiði ekki beina skatta og væri það ekki rétt. Hið rétta er, að sjómenn fá afslátt af framtöldum launum, kr. 656 fyrir hvern úthalds- dag, allt að 300 dögum á ári. Þetta gerir um 200.000 kr. Þeir sem era fiskimenn fá auk þess frádrátt sem nemur 10% af vergum tekum. Það er því ofsagt hjá mér, það sem ég segi um þátttöku sjómanna í kostn- aðinum af velferðarkerfinu. Þetta leiðréttist hér með. Ég bið lesendur Morgunblaðsins velvirðingar á mis- sögn minni. Reykjavík, 5.2. 1998 Betijamín H.J. Eiriksson 230, ekki 130 UM ÞAÐ bil 230 nemendur era í framhaldsnámi í Háskóla Islands, þ.e. meistaranámi, doktorsnámi eða öðra viðbótarnámi, en ekki 130 nemendur eins og sagt var í Morg- unblaðinu í gær vegna mistaka. Grindavík en ekki Sandgerði MYND sem birtist á baksíðu Morg- unblaðsins í gær var ranglega sögð tekin við höfnina í Sandgerði. Hið rétta er að myndin var tekin í Grindavík, þar sem verið var að landa úr Hrungni. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. FRÁ afhendingu styrkja úr sjóði Kristínar Björnsdóttur. Talið frá vinstri: Gunnar Ástvaldsson, Guðmundur K. Jónsson, Guðrún Jóns- dóttir, formaður sjóðsstjórnar, Þuríður Guðmundsdóttir, Jón R. Krist- insson og Þorsteinn Ólafsson. Fyrstu styrkveitingar úr sjóði Kristínar Björnsdóttur FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 41 FRÁ afhendingu styrkja úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins. Aftari röð frá vinstri: Hrafn Tulinius, Stefán Þ. Sigurðsson, Peter Hol- brook, Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigurður Ingvarsson og Jón Þorgeir Hallgrímsson, formaður Krabbameinsfélags Islands. Fremri röð frá vinstri: Laufey Steingrímsdóttir, formaður Vísindaráðs Krabbameins- félagsins, Helga M. Ogmundsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Guðný Ei- ríksdóttir og Þórunn Rafnar. Styrkir úr rann- sóknasjdðum Krabba- meinsfélagsins ÚTHLUTAÐ hefur verið tólf styrkjum úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins að heildar- upphæð 9,7 milljónir króna. Alls bárast fjórtán umsóknir að upphæð 18,6 milljónir króna. Nú var úthlut- að í tíunda sinn úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins. Fjögur verkefni vora styrkt. Þá var úthlutað í áttunda sinn úr Rann- sókna- og tækjasjóði leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Átta verk- efni vora styrkt. Eins og áður fjalla mörg þessara rannsóknaverkefna um sameindaerfðafræði og athygli margra vísindamanna beinist að brjóstakrabbameini. Gísli Ragnarsson og Sigurður Ingvarsson fá styrk til að rannsaka tap á arfblendni á litningi lp í krabbameinsæxlum. Guðrún Eiríksdóttir og Sigurður Ingvarsson fá styrk til að bera sam- an úrfellingatíðni á styttri armi litn- ings 3 í mismunandi krabbmeinsað- gerðum. Helga M. Ögmundsdóttir og Hilmar Viðarsson fá styrk til að rannsaka áhrif svonefnds milli- frumulags á vöxt og hegðun eðli- legra og afbrigðilegra þekjufrumna úr brjóstvef. Helga M. Ögmundsdóttir og Ágústa Þóra Jónsdóttir fá styrk til að rannsaka áhrif súrefnisskorts á mismunandi frumutegundir. Hrafn Tulinius og Jórann E. Ey- fjörð fá styrk til að rannsaka hlut- deild BRCA-gena í nýgengi krabba- meins. Kristján Sigurðsson og Jón Gunnlaugur Jónasson fá styrk til að meta svonefnda sérhæfingu brjóta- krabbameina sem greind hafa verið síðustu tíu ár. Laufey Tryggvadóttir og Jórann E. Eyfjörð fá styrk til að rannsaka tengsl áhættuþátta brjóstakrabba- meins við sýnd stökkbreyttra brjóstakrabbameinsgena og við erfðabreytileika í ákveðnum ensím- um. Peter Holbrook og Helga M. Ög- mundsdóttir fá styrk til að rann- saka tjáningu á p53-próteini og stökkbreytingar i p53-geni í eðli- legri og sjúkri munnslímhúð. Sigríður Halldórsdóttir fær styrk til að rannsaka þjáningu kvenna með brjótakrabbamein og upplifun þeirra af umhyggju og umhyggju- leysi. Sigurður Ingvarsson og Guðný Eiríksdóttir fá styrk til að leita að . stökkbreytingum í E-cadherin geni í brjóstaæxlun. Stefán Þ. Sigurðsson, Eiríkur Jónsson og Jórunn E. Eyfjörð fá_ styrk til að rannsaka tíðni stökk- breytinga í krabbameinsbæligen- unum p53 og BRCA2 í íslenskum körlum með krabbamein í blöðru- hálskirtli og kanna tengsl við horf- ur. Þórann Rafnar og Gunnar Bjarni Ragnarsson fá styrk til að rannsaka áhrif afbrigðilegra brjóstaþekju- frumna á eðlilegar T-eitlifrumur. Næst verður auglýst eftir um- sóknum um styrki í ágústmánuði. Málþing um mannrétt- indi og trúarbrögð Mannréttindaskrifstofa íslands boðar til málþings um mannrétt- indi og trúarbrögð í samvinnu við Biskupsstofu laugardaginn 7. febr- úar næstkomandi. Málþingið, sem er öllum opið, verður haldið í safn- aðarheimili Háteigskirlgu og hefst kl. 13.15. Flutt verða fimm framsöguer- indi, meðal annars um forsögu og rætur mannréttinda og reifað hvort þau endurspeglist í kenning- um trúarbragða. Einnig verður skoðað hvaða hlutverki mannrétt- indi gegna innan tráarbragðanna og hvemig og hvort þau era virt í framkvæmd. Erindi flytja tveir sérfræðingar frá Mannréttindaskrifstofunum í Danmörku og Noregi, þau Eva Lassen og Tore Lindholm og enn- fremur Halldór Þorgeirsson, Þjóð- ráði Bahá/ía á Islandi, Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Islandi og Yrsa Þórðardóttir, fræðslufulltrái Þjóðkirkjunnar á Austurlandi. Að framsöguerindum loknum verða opnai’ pallborðsum- ræður og er vonast til að umfjöllun um mismunandi trúarbrögð og hugmyndafræði í framsöguerind- unum leiði til fjölbreyttrar og gagnlegrar umræðu, segir í frétta- tilkynningu. Fundarstjóri verður Þorbjöm Hlynur Árnason prófastur, for- maður fastanefndar Lúterska heimssambandsins um alþjóðamál og mannréttindi. Erindin verða flutt á ensku en umræður fara fram jöfnum hönd- um á ensku og íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.