Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sameiningarmálin verði í brennidepli fyrir kosningar
Akureyrarbær
taki frumkvæði
GÍSLI Bragi Hjartarson bæjarfull-
trúi Alþýðuflokks segir að tími sé
til kominn að Akureyri hafí frum-
kvæði að því að sveitarfélög í Eyja-
fírði sameinist. Stór sameining
sveitarfélaga í Eyjafirði sé eini
raunhæfi möguleikinn til að láta að
sér kveða, framtíð svæðisins liggi
við. „Ég vil gjarnan sjá þessi mál í
brennidepli við næstu sveitar-
stjórnarkosningar," sagði Gísli
Bragi á fundi bæjarstjórnar, en
þar var m.a. til umfjöllunar bréf frá
oddvita Hríseyjarhrepps þar sem
borin er fram sú ósk að Hríseying-
ar fái að vita af og taka þátt í hvers
konar viðræðum um sameiningu
sveitarfélaga við innanverðan
Eyjafjörð, þegar og ef áhugi reyn-
ist á slíkum viðræðum. Bókun bæj-
arráðs um stuðning við bæjar-
stjórn Siglufjarðar vegna vegteng-
ingar með jarðgöngum milli Siglu-
fjarðar og Olafsfjarðar var einnig
til umræðu.
Jakob Björnsson bæjarstjóri
sagði að hugmyndin væri sú innan
héraðsráðs Eyjafjarðar að efna til
skoðanakönnunar samhliða sveit-
arstjórnarkosningum í vor þar sem
vilji íbúa í héraðinu til sameining-
armála yrði kannaður. Hann sagði
ekki spurningu um hvort heldur
hvenær sveitarfélög í Eyjafírði
sameinuðust. Akureyrarbær hefði
kosið að fara rólegu leiðina og að
sínu mati væri það viðfangsefni
sem glímt yrði við á næsta kjör-
tímabili. Niðurstaða könnunarinn-
ar yrði veganesti fyrir bæjarfull-
trúa. I þó nokkrum sveitarfélögum
sem akkur væri í að hafa með hefði
ekki verið nægur áhugi á samein-
ingu við Akureyri, en Jakob átti
von á að breyting gæti orðið þar á.
Þröstur Ásmundsson, Alþýðu-
bandalagi, taldi eðlilegt að samein-
ingarmálin yrðu í umræðunni fyrir
kosningar og vildi að skoðað yrði
með hvaða hætti Akureyri gæti tek-
ið frumkvæði í málinu.
Guðmundur Jóhannsson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði mikilvægt að
Siglfirðingar væru með í umræð-
unni, en eins og samgöngum væri
háttað nú væru sáralítil samskipti
milli Akureyrar og Siglufjarðar
stóran hluta ársins. Mikið væri um
að vera á Siglufirði en þjónusta
væri í ríkum mæli sótt suður. Ef
jarðgöng væru fyrir hendi myndi
það breytast og Eyjafjarðarsvæðið
stækka verulega.
Morgunblaðið/Kristján
Slippstöðin og Van Voorden
Repair BV í Hollandi
Samstarf um
skrúfuviðgerðir
Spiluðu á
hljóðfæri í
36 stundir
ÞAÐ var líf og fjör á sal Gagn-
fræðaskólans á Akureyri um
liðna helgi, en þá hreiðruðu
þar um sig nokkrir nemendur
úr 8.-10. bekk sem einnig eru
úr Tónlistarskólanum á Akur-
eyri og efndu til tónlistarm-
araþons. Alls léku krakkarnir
í 36 stundir á hin ýmsu hljóð-
færi, en inni á milli var spilað
og spjallað og svo þurfti auð-
vitað aðeins að halla sér. Með
þessu tiltæki söfnuðu ungling-
arnir áheitum sem þau létu
renna á tvo staði, til Krist-
nesspítala og Tónlistarskólans
á Akureyri.
W- \ : \ / i mó-Aö** ” JBt
í - - - '
Morgunblaðið/Kristján
ERLA, Lára, Sunna, Eyrún, Friðný, Júlía, Laufey og Sigga í efri röð, en í þeirri neðri
eru Anna Kristín, Sæunn og Þórný.
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri og
hollenska fyrirtækið Van Voorden
Repair BV hafa gengið til sam-
starfs um skrúfuviðgerðir en í
dag, fímmtudag, verður tekið í
notkun verkstæði á Akureyri til
viðgerða á skipsskrúfum. Með
þessu samstarfi styrkir Slippstöð-
in stöðu sína sem alhliða þjón-
ustufyrirtæki í viðgerðum og við-
haldi skipa og vill einnig með því
tryggja viðskiptavinum sínum að-
gang að skrúfuviðgerðum eins og
þær gerast bestar á hverjum tíma
þar sem nýjustu aðferðum er
beitt. Fjárfest hefur verið í tækj-
um til mælinga og viðgerða á
skrúfum og hafa starfsmenn feng-
ið sérstaka þjálfun á verkstæði og
rannsóknarstofu hollenska fyrir-
tækisins.
A myndinni má sjá Rafn Bene-
diktsson, verkstjóri stálsmíða-
deildar Slippstöðvarinnar, í
skrúfuviðgerðaraðstöðu fyrirtæk-
isins.
Morgunblaðið/Kristján
Nýtt hafnarhús risið
UPPSTEYPU á nýju hafnarhúsi
Hafnasamlags Norðurlands við
Fiskitanga á Akureyri er lokið.
Nýja húsið er um 430 fermetrar að
stærð á tveimur hæðum. Þar verð-
ur í framtíðinni öll starfsemi hafn-
arinnar og að auki aðsetur Fiski-
stofu. Þeir átta starfsmenn sem
vinna hjá Hafnasamlaginu eru nú
með aðsetur á þremur stöðum.
Samkvæmt útboði er ráðgert að
húsið verði tilbúið að innan um
miðjan apríl nk. og hinn 1. júlí í
sumar verði húsið tilbúið að utan
og lóð frágengin. Samið var við P.
Alfreðsson ehf. um smíði hússins
en félagið átti lægsta tilboðið í
verkið, 48 milljónir króna.
Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
Fjórir kennarar með
í Leonardoverkefni
FJÓRIR kennarar við heilbrigðis-
deild Háskólans á Akureyri vinna að
verkefni sem kennt er við Leonardo
sem Evrópuráðið styrkir og er það
unnið í samvinnu við fulltrúa fjög-
urra annarra þjóða, Norðmanna,
Svía, Englendinga og Spánverja.
Verkefnið, sem felst í að vinna að
námsgagnagerð í hjúkrunarfræði á
geisladiskaformi, fékk styrk að upp-
hæð 130 þúsund EKU, eða 10,4
milljónir króna.
„Það er afskaplega spennandi að
fá tækifæri til að taka þátt í þessu
verkefni,“ sagði Sigríður Halldórs-
dóttir, forstöðumaður heilbrigðis-
deildar Háskólans á Akureyri, sem
ásamt Elsu B. Friðfinnsdóttur, Síu
Jónsdóttur og Ingibjörgu Þórhalls-
dóttur vinnur að þessu verkefni.
Norðmennirnir Tone Oddvang og
Oeyvind Christiansen í Bodö höfðu
frumkvæði að þessu verkefni. Full-
trúar landanna fimm hafa ræðst við
á sjónvarpsfundum en munu hittast í
Bodö í apríl næstkomandi.
„Margmiðlun er að ryðja sér til
rúms á svo mörgum sviðum og það
er afar mikilvægt að námsgagnagerð
fylgi með, verði í takt við tímann. Sú
kynslóð sem nú er að alast upp og
sest í háskóla eftir nokkur ár er al-
inn upp við tölvur og er vön þessari
tækni. Kröfumar verða þær að
námsefnið verður á geisladiskum,“
sagði Sigríður.
Hún sagði að í Bandaríkjunum og
Kanada væru menn lengst komnir
með að þróa námsefni á geisladisk-
um en hvað hjúkrunarfræðina varð-
ar væri námsefnið menningarbundið,
heilbrigðiskerfið í þessum löndum
væri að mörgu leyti ekki byggt upp á
sama hátt og í Evrópu. „Það sem
fyrir okkur vakir er að hin evrópska
menning njóti sín betur.“
Oruggari hjúki-unarfræðingar
Sigríður sagði að m.a. yrðu ýmsar
aðgerðir og ákveðin verkefni sem
hjúkrunarfræðingar vinna við sýnd-
ar og nemarnir gætu þá horft á og
tileinkað sér betur hvernig bera
ætti sig að. „Þetta er stórkostleg
tækni og mun eflaust í framtíðinni
spara mikla peninga," sagði Sigríð-
ur.
Opið hús
í Háskólanum á Akureyri
laugardaginn 7. febrúar 1998
Deildir háskólans, bókasafn og samstarfsstofnanir kynna starfsemi sína í húsakynnum Háskólans á Sólborg.
200.000 naglbítar leika í sundlauginni á Sólborg kl. 12, 14 og 16.
Ræðukeppni milli framhaldsskóla á Akureyri og í Reykjavík í gagnvirku sjónvarpi kl. 11.
Opið hús stendur frá kl. 11 til 17.
Allir eru velkomnir.